Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Styrkjum stöðu Útvegsbankans eftir Einar Örn Björnsson íslandsbanki hf. var lýstur gjald- þrota á kreppuárunum, fall hans var mikið deiluatriði á Alþingi, enda mikið áfall fyrir atvinnulífið eins og á stóð. Á rústum íslandsbanka var Útvegsbanki íslands stofnaður og hefur síðan verið aflgjafi og lyfti- stöng fyrir atvinnureksturinn í landinu, einkum á sviði sjávarút- vegs, þó hann hafi einnig verið lánastofnun fyrir aðra atvinnustarf- semi. Á ýmsu hefur gengið á vegferð hans í gegnum tíðina. Þess má minnast að bankinn hefur ekki far- ið varhluta af ýmsum holskeflum, og er þess að minnast þegar síldin brást seint á sjöunda áratugnum. Þá var mikill vandi á höndum og skapaði bankanum mikla erfíðleika en við því var brugðist af festu og fyrirhyggju. Á Austurlandi hafði Útvegs- bankinn eitt útibú, og var það á Seyðisfirði. Bankastjóraskipti urðu í bankan- um og við tók Matthías Guðmunds- son, sem verið hafði starfsmaður bankans í Reykjavík. Undir stjóm hans varð margs að gæta enda var brugðist við af festu og framsýni. Bankinn tók mikinn þátt í að bátar vom keyptir og síðar togarar sem áttu að sinna hráefnisöflun. og gerðu það, enda hefur sú stefna haldist æ síðan og eflst til mikilla muna. Útvegsbankinn á Seyðisfirði studdi að annarri starfsemi og færði út kvíamar til Vopnafjarðar, BakkaQarðar og Breiðdalsvíkur, einnig voru skipasmíðar efldar og byggðar voru skemmur yfir þær. Fiskvinnslan á Seyðisfirði var sett í fullan rekstur með nýjum eig- endum, Ólafur M. Ólafsson fór þar fyrir, og varð til þess að skaffa vinnu allt árið, sem hefur haldist síðan. Matthías vann ötullega að því að verksmiðjumar á Seyðisfírði tækju á móti loðnu, þannig var Útvegsbankinn og útibú hans um land allt mikill gerandi í uppbygg- ingu atvinnuiífs í landinu. Vestmannaeyjagosið var mikið áfall og ekki síst fyrir Útvegs- bankann. íslenska þjóðin tók virkan þátt í endurreisnarstarfinu í yest- mannaeyjum og var forysta Ólafs Jóhannessonar þáverandi forsætis- ráðherra mikilvæg. Útvegsbankinn Stullinní okkur öllum eftir Guðrúnu H. Sederholm Menn em ekki á einu máli um Stulla í Stundinni okkar. Það er auðvitað ekki sjálfsagt að menn séu á einu máli. Við skulum skoða Stulla nánast. Hvers konar persóna er hann? Stulli er samkvæmur sjálfum sér, heilsteyptur að því leyti að hann er trúr sínum innri manni. Stulli er sama persónan í öllum þáttunum. Hann er ímynd hins góð- lega, óömgga og ekki alltaf full- komna manns. Þetta fer sennilega fyrir bijóstið á hinum fullkomnu karlmönnum sem á hann deila og kunna ekki að meta framkomu hans né fyndni. Þessir sömu menn em alltaf að leita að sjálfum sér í hinni fullkomnu ímynd Supermans, Skarphéðins Njálssonar og He- mans. Stulli stenst eðlilega ekki samanburð bamsins við hinn full- komna mann, hann stenst hins vegar samanburð barnsins við hina ófullkomnu ímynd mannsins og þeirra sem ekki hafa allt sitt á hreinu. Stulli er mótvægi við hinar áður nafngreindu persónur. Stulli er ekki fullskapaður og leitar styrks í umhverfi sínu eins og böm gera og er þar af leiðandi „raunvemleg- ur“ í þeirra augum. Stulli er leitandi í öllu sem hann gerir, hvort sem hann verslar í fata- verslun eða tekur bílpróf. Hann þarf staðfestingu á því sem hann er að gera til að sannfærast um eigið ágæti. Stulli er samkvæmur sjálfum sér en er samt í molum, því hann hefur einfaldlega ekki fundið sjálfan sig f þjóðfélagi sem leggur allt í sölumar fyrir fullkom- leika og framþróun vísinda og tæknivæðingar, frekar en mennim- ir sem á hann deiia. Böm sjá hins vegar í gegnum blekkinguna og sjá eigin persónu í Stulla og elska þetta einfalda, ein- læga mannsbam, sem blygðunar- laus gengst við sínum vanköntum, fullur hlýju og þolinmæði. Stulli „í menningarlegn tilliti er ekki síðra að þekkja hið ófullkomna í sjálf- um sér en hið full- komna sem enginn veit hvað er og vísindin geta ekki svarað.“ þarf ekki að styðjast við skrum því hann er heilsteyptur í sinni marg- brotnu mynd. Það er nóg komið af því að full- orðnir leggi sína mælistiku á allt og alla, undir því yfírskini að flytja menningararfinn áfram. Stulli er bömum það sem Bjartur í Sumar- húsum var fullorðnum þegar íslenska þjóðin viðurkenndi hann og hætti að skammast sín fyrir höfundinn. Gefið bömunum svigrúm til að dæma án ykkar íhlutunar. Við höf- um ekki öll líkamlegt atgervi Skarphéðins Njálssonar né visku Njáls á Bergþórshvoli. í menningar- legu tilliti er ekki síðra að þekkja hið ófullkomna í sjálfum sér en hið fullkomna sem enginn veit hvað er og vísindin geta ekki svarað. Það er hollt og gott fyrir alla að horfa á persónu sem Stulla og sjá sjálfan sig endurspeglast þar að einhveiju leyti. Stulli hefur ákveðna sérstöðu í bamaefni sjónvarpsins að því leyti að hann er persónugerðar en er ekki dýr eða hálfmaður eins og bömum hefur verið gert að horfa á oft áður. Stulli tekur þátt í dag- legu lífi eins og við hin og tekst yfírleitt að ráða fram úr sínum málum á mannlegan hátt fremur en ofurmanr.Iegan. Þess vegna vilja böm horfa á klúðurslegar aðfarir hans og vandræðaleg tilsvör því þau þekkja þetta allt af eigin raun. Lif- ið heil en ekki í molum. Ræktið Stullan í sálu ykkar og gleymið honum ekki. Höfundur er kennari. átti einnig mikinn þátt í þeirri far- sælu lausn. Greiðsluþrot Hafskips hf. var mikið áfall fyrir Útvegsbankann. Þáttur fjölmiðlapressunnar í því máli var með eindæmum, og jók á þá erfiðleika er við blöstu og tor- veldaði betri lausn en ella. Alþingi tók málið fyrir og þeytti upp miklu moldviðri er ekki leiddi til lausnar á þeim vanda er við var að etja, og ýmis öfl voru að verki og sáu sér leik á borði að koma höggi á Útvegsbankann er riði hon- um að fullu. Aðförin mislukkaðist og nú er ákveðið að starfsemi hans haldi áfram en talað er um aukið hlutafé og jafnvel hluttöku erlendra lána- stofnana er stuðli að því að styrkja stöðu hans. Útvegsmenn um allt land og aðr- ir velunnarar bankans eiga hver eftir sinni getu að taka þátt í endur- reisnar-starfinu, og ríkisvaldið á ekki að láta sinn hlut eftir liggja. Stjómendur og starfslið bankans er vel tygjað til að valda því verk- efni, vegna áratuga reynslu í málefnum hans, oft við erfiðar að- stæður. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður hefur skrifað ágæta grein um Útvegsbankann og þá erfiðleika sem að steðja, eins og hans var von og vísa, er hafði mik- il áhrif á þá ákvörðun er ríkisstjóm- in tók. Undirritaður vill með þessum fáu orðum taka undir orð hans og um leið heita á alla ábyrga menn í landinu að vinna að eflingu Útvegs- bankans og dreifa því á nokkur ár, Ríkisvaldið og Seðlabankinn eiga að stuðla að slíkri lausn. Það Ijölnuðlafár sem þeytt var upp vegna greiðsluþrots Hafskips hf. var ekki til þess að leysa úr vom að skynsemin hefði beðið ósig- ur. Islendingar verða að forðast slík ósköp og gæta að því að fjölmiðlar verða að halda sig innan þeirra marka er þeim er falið hveiju sinni en stunda ekki skefjalausan áróður er gæti látið það þjóðfélag sem við byggjum riða til falls. Höfundur býr í Mýnesi á Héraði. Einar Örn Björnsson „Utvegsmenn um allt land og aðrir velunnar- ar bankans eiga hver eftir sinni getu að taka þátt í endurreisnar- starfinu, og ríkisvaldið á ekki að láta sinn hlut eftir liggja.“ vandanum, miklu fremur til að koma í veg fyrir eðlilega lausn við þær aðstæður er við blöstu. Ekki má gleyma því að Hafskip hf. starf- aði um árabil og átti mikinn þátt í nútíma skiparekstri og mddi braut- ina fyrir vömflutninga í gámum er önnur skipafélög tóku upp síðar. Starfsmenn Hafskips hf. áttu um sárt að binda, en það kom fjölmiðl- unum ekkert við. Það sem er ámælisvert í hinum ábyrgðarlausa áróðri var að koma í veg fyrir að heilbrigð skynsemi yrði í hávegum höfð. Alþingi var ekki eftirbáturinn eins og mönnum ætti að vera í fersku minni. Eins og fjölmiðlar beittu áróðri í þessu máli og mörgum öðmm er ekki góð framvinda og gæti leitt til ófamaðar fyrir þjóðina. Afdrif „Væmarlýðveldisins" þýska ætti að vera víti til vamaðar. I grein í Morgunblaðinu um afdrif þess var því lýst hvemig ill öfl komust til valda sem hleyptu af stað síðari heimsstyijöldinni með öllum þeim hörmungum og afleiðingum sem henni fylgdu. Ályktunarorð Morgunblaðsins Háskóla- kórinn með opið hús HÁSKÓLAKÓRINN verður með opið hús í Odda, húsi Háskóla íslands, 1. hæð, sunnu- daginn 1. mars frá kl. 14.00 til 16.00. Á opna húsinu verða seldar bollur og kórinn tekur lagið. Allir em velkomnir. Vorferð til Danmerkur á vegumLaug- arnessóknar DAGANA 22.-29. maí verður far- ið í vorferð til Danmerkur á vegum Laugarnessóknar í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur verið farið i stuttar safnað- arferðir hér innanlands, síðast var farið til Vestmannaeyja. Að þessu sinni er ætlunin að fara til Danmerkur og dvelja í sumar- húsum í Karlslunde, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Farið verður í skoðunarferðir til Kaupmannahafn- ar og jafnvel til fleiri staða. Fararstjóri verður Jón D. Hró- bjartsson sóknarprestur en einnig verður fararstjóri frá Samvinnu- ferðum-Landsýn, en ferðin er farin á þeirra vegum. Allar nánari upplýsingar um ferðina em gefnar í Laugames- kirkju alla virka daga nema mánudaga frá kl. 15.00-17.00. (Frétt frá Laugarneskirkju) Réttlæti og mannvit eftir Benjamín Eiríksson Hér fara á eftir tvær athuga- semdir, tvær tillögur. Önnur er um mikið hagsmuna- og réttlætismál, hin um hagsmunamál sem ekki verður leyst nema mannvitið komi til hjálpar, því að hreppapólitík og stjómmál em oftast máttvana í svona málum. Þessi mikilvægu mál sýnast of stór. Hér þurfa allir lands- menn að koma til, hver með sinn' skerf, og leysa þessi mál. Réttlætismálið er það, að setja eitt verð um allt land á heitt vatn sem selt er til húshitunar. Þetta verð yrði að vera jöfnunarverð, sem greiddi allan kostnað allra hitaveita á landinu, og helzt vel það. Yfir- stjóm yrði að koma til, til þess að koma í veg fyrir sóun, en hætta yrði á sóun, þegar fjárhagsvandi hinna smærri hitaveita væri þeim ekki lengur sami hvatinn til hag- kvæms rekstrar og skynsamlegra framkvæmda og áður. Hinn gífur- lega ójafni upphitunarkostnaður veldur ónauðsynlegri byggðarösk- un. Ég hefi áður vikið að þessu máli opinberlega, nánar til tekið árið 1979. (ÉG ER bls. 39.) Þá kallaði ég hið lága verð heita vatns- ins í Reykjavík, sem haldið var lágu að tilhlutan ríkisstjómarinnar, — það er að segja verðlagninguna — öfluga byggðaröskunarstefnu. Reykvíkingar eiga ekki einir náttúru íslands og hennar gæði, frekar en bændumir. Til þeirra er þjóðin öll borin jafnt. Hitt málið — mannvitsmálið — er það að friða stór landsvæði fyrir Dr. Benjamín Eiríksson „Það þarf að girða nú þegar af Suður- og Suð- vesturland, svo og heiðarnar norðanlands, fjárheldri girðingu. Hin girtu landsvæði myndu taka algjörum stakka- skiptum áður en öld væri liðin.“ sauðfé, þjóðinni til mikils gagns og ánægju, einkum þegar frá líður. Það þarf að girða nú þegar af Suð- ur- og Suðvesturland, svo og heiðamar norðanlands, fy'árheldri girðingu. Hin girtu landsvæði myndu taka algjömm stakkaskipt- um áður en öld væri liðin. Bændur utan hinna friðuðu svæða sætu ein- ir að markaðinum fyrir sauðfjár- afurðir, nema innflutningur kæmi til. En trúlega myndi vaxa áhugi á friðun einr.ig í þeirra sveitum, þeg- ar menn sæu árangurinn sunnan girðingar. Landgæðin myndu auk- ast mikið. Búskaparhættir sunnan girðing- ar myndu breytast. Þeir eru nú þegar í örum breytingum hvort sem er. Kostnaðurinn af girðingunni yrði smávægilegur miðað við kostn- aðinn sem nú er af sauðfjárbú- skapnum og gjafastefnunni f markaðsmálunum. Hinn logni áróð- ur um gæði kindakjötsins og markaðsöflun erlendis er stöðugur blaðamatur árið út og árið inn, og ruglar bænduma. Það bezta sem sagt verður um íslenzka kindakjötið er að það er ómengað. Girðingin ætti að liggja af Snæ- fellsnesi eða úr Hnappadal norður fyrir hinar illa fömu heiðar Norð- vesturlands, þaðan suður, sennilega í Jökulsá á Sólheimasandi. Sauð- fjárbændur sunnan girðingar yrðu að fá bætur vegna breyttra búskap- arhátta. Ég nefni sem dæmi að þeir fengju einn þriðja af andvirði meðalinnleggs sauðfjárafurða greiddan á ári í þijú ár. Ég ræði ekki kostnaðinn af þess- um framkvæmdum frekar. Hann yrði að skoðast í ljósi þess kostnað- ar sem nú er af sauðfjárbúskapnum. Hversvegna ekki láta kosning- amar, sem nú standa fyrir dyram, einnig snúast um alvöra lífsins, svo sem eins og náttúrana og hennar gæði? Höfundur erfyrrv. bankastjóri og fyrrum efnahagsráðunauturríkis- stjómarínnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.