Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 59 hann í þágu Breiðabólsstaðarkirkju við hirðingu hennar og kirkjugarðs- ins, þar sem hann stóð stundum og dögum saman við slátt og snyrt- ingu, líklega öll árin sín á Breiða- bólsstað meðan heilsa gafst. Og fyrir fáum árum gaf hann efnið í girðingu þá, sem nú er umhverfis kirkjugarðinn. Þá voru líka mörg sporin hans um kirkjugarðinn til þess að leiðbeina fólki um ómerkta legstaði ættmenna og aðstoða það við hirðingu leiða. Síðast en ekki síst skal það talið, að hann var hringjari við Breiðabólsstaðarkirkju um 30 ára skeið og í það starf lagði hann mikla alúð, að það væri sem best af hendi leyst, og það var það vissulega, eins og annað sem hann lagði við trúnað sinn. Umhyggja Björgvins var ekki aðeins bundin stað og kirkju og heimilinu á Breiðabólsstað. Hún var víðfeðmari en svo. Hún náði einnig vel til nágrannanna og raunar sveit- unga, frændfólks og vina nær og fjær. Margur mun telja sig eiga honum nokkra skuld að gjalda, nú er lýkur samfylgd að sinni. Þá skuld að hann hafi gert samfélag okkar, tilveru okkar, eilítið bjartari og betri en ella hefði orðið og það er ekki lítils vert. Hann hafði yndi af því að blanda geði við fólk og eignast það að vinum. Til þess þurfti hann ekki um langvegu að leita, enda var hann heimakær. Einu langferðina um ævina fór hann, sjötugur að aldri, til Grænlands og var sú ferð ein af afmælisgjöfunum frá vinum hans. Kannski voru þó hans sæl- ustu stundir þær, er hann fór á „Fjallið", afrétt sveitarinnar, haust eftir haust í hópi góðra félaga og vina, að safna saman lagðprúðum hjörðum og reka til byggða áður en vetur legðist að til fjalla. Það tók hann með vissu fram yfir aðrar íjarvistir eða frí frá heimastörfum, enda urðu þær fjarvistir fáar og einatt skemmri en til var ætlast. Slíkur var heimhugur hans meðan hann var sjálfráður um það og heill heilsu. Því var það honum líka erf- itt þegar þeir dagar voru úti og fjötrar sjúkleika og vanheilsu á hann lagðir. En nú er „hvíldin feng- in þjáðum þæg“. Björgvin lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi hinn 30. janúar sl., síðastur systkinanna fímm, sem björguðust úr bæjarrústunum í Syðstu-Mörk vorið 1912. Útför hans var gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardag- inn 7. febr. sl. að viðstöddu miklu Ijölmenni. Klukkumar sem hann hafði svo oft látið hljóma Guði til dýrðar boð- uðu þar sigur lífsins og minntu á fyrirheit frelsarans: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfír litlu varstu trúr, yfír mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Sváfnír Sveinbjamarson Nú þegar leiðir skilur er svo margs að minnast og sakna frá liðnum árum. Veruleg kynni mín af Soffíu hófust árið 1963 þegar hún flutti til okkar Hannesar á Austurgötu 6 f Stykkishólmi. Þar bjó hún á neðri hæðinni í 11 ár og var hluti tilveru okkar allan þann tíma. Soffía var stórbrotinn persónuleiki, sem ekki var hægt annað en bera virðingu fyrir og þykja vænt um. Greind var hún og fróð um margt, hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefnum, var hreinskiptin í viðskiptum við aðra og lét ekki hlut sinn fyrir nein- um, hver sem í hlut átti. Hún var glöð og hress í viðmóti, gestrisin með afbrigðum og gladdist við heim- sóknir ættingja og vina. Það fór enginn frá henni án þess að hafa fengið einhveijar góðgerðir. Það sem mér fannst einkenna hana mest var þessi mikli dugnaður og harka við sjálfa sig, hún vildi gera alla hluti sjálf. Ekki flíkaði hún tiifinningum sfnum, en átti svo mikla samúð og hlýju gagnvart öllum sem áttu bágt. Pyrstu árin á Austurgötunni vann hún í fískvinnu meðan heilsan leyfði, en vegna kölkunar f n\jöðmum varð hún að hætta því. Soffía pijónaði mikið fyrir fólk, bæði á pijónavél og í höndunum, og sá hún um pijónles á alla fiölskylduna, á böm, bama- böm og tengdaböm. Á milli þess sem Soffía sat með eitthvað á milli hand- anna stytti hún sér stundir með Anna S. Þórðar- dóttir - Kveðjuorð Fædd 8. september 1904 Dáin 17. desember 1986 Skömmu fyrir siðustu jólahátíð lést Anna S. Þórðardóttir eftir skamma sjúkdómslegu. Enda þótt Anna hafi ekki gengið heil til skóg- ar síðustu árin, þá kom þessi frétt mér mjög á óvart. Þótt nokkur tími sé liðinn síðan Anna lést langar mig að minnast hennar nokkram orðum, enda lágu leiðir okkar um nokkurt skeið saman, meðan ég var samstarfsmaður Jóns eiginmanns hennar um liðlega áratugs skeið og reyndar lengur, og samband okkar hélst áfram. Kynni mín við þau hjón, Önnu og Jón, hófust fyrir nær þremur áratugum. Við vomm ungir íslensk- ir námsmenn frá verkfræðiskólan- um í Stóðgörðum (Stuttgart) í Wuertemberg í S-Þýskalandi, sem lögðum leið okkar fýrir hartnær þijátíu árum til Tuebingen-háskóla- bæjarins, sem þekktur var fyrir gamlar og grónar hefðir í stúdenta- lífi og fagrar og gamlar byggingar. Eftirvæntingin var mikil að komast loks í kynni við ævafoman miðevr- ópskan háskóla þó ekki væri nema ytra borði hans, því hátt reis hann í vitund okkar, tæknikratanna, sem vomm í verkftæðinámi. Ekki var það einungis að skoða háskólann í Tuebingen sem dró okkur suður á bóginn, heldur vitn- eskja um íslensk hjón, sem vom þar rétt hjá, í þorpinu Rottenburg, sem einn okkar félaganna þekkti, þau Önnu S. Þórðardóttur og eiginmann hennar, Jón Á. Gissurarson, skóla- stjóra. Jón var þar í orlofi frá starfí sínu sem skólastjóri við Gagnfræða- skólann við Lindargötu í Reykjavík og var að kynna sér ný viðhorf í skólamálum í Þýskalandi. Hjá þeim átti félagi okkar heimboð og hvatti okkur til að fylgja sér til þeirra og dætra þeirra tveggja, Olafíu og Halldóm. Varð það úr. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum, borið það besta á borð sem til var og upp hófust umræður um hin margvíslegustu efni. Fljótlega ijátl- aðist feimnin af okkur, uppburðar- litlum skólastrákum, því gestgjafar tóku okkur sem týndum sonum og okkur fannst við vera komin heim til gamla Fróns. Enda þótt um- hverfíð væri annað, var umræðan og elskulegt viðmót þeirra Önnu og Jóns þess eðlis að öll minnimátt- arkennd fyrir ímynd valdsins, skólastjóranum, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Mér er það minnisstætt hve mikil reisn var yfír Önnu og hve mikil góðvild stafaði frá henni samfara miklum vitsmunum sem byggði á lífsreynslu þroskaðrar konu. Eftir ógleymanlega dagstund með þeim Jóni og Önnu var komið að kveðjustund, sem mönnum fannst koma of snemma. Áður en af stað var farið kallaði Jón mig á eintal og sagðist gjaman vilja ráða mig til kennslu í skóla sínum, ef þannig stæði á fyrir mér einhven tíma seinna. Ekki óraði mig þá fyr- ir því að þama var ein örlagastundin í lífí mínu, því kennsla unglinga var mér svo fjarri að ég þakkaði bara fyrir og kvaddi. Þannig vom mín fyrstu kynni af Önnu Þórðardóttur og Jóni Gissurarsyni. Svo kom að því að ég minntist orða Jóns og hélt á hans fund og innti hann eftir því, hvort hann hefði einhveija kennslu fyrir mig árdegis, því mig skorti skotsilfur til frekara náms og ekki var Lána- sjóður námsmanna kominn til sögunnar þá. Jón kvaðst geta ráðið mig í fulla kennslu og vel það, ef ég vildi. Að vel athuguðu máli sló ég til og þar var starfsvettvangur minn ráðinn án þess þó ég vissi. Nú endumýjaðist kunningsskap- ur minn við þau hjón Önnu og Jón sem breyttist í einlæga vináttu með ámnum. Við Jón voram daglega saman á vinnustað í rúman áratug og mér var vel Ijóst að Anna var aldrei langt undan, og að hún fylgd- ist vel með vandasama starfí Jóns, hvatti hann og styrkti í þeirri mann- úðarstefnu, sem hann fylgdi I starfí sínu og gafst svo vel. Það vom hátíðarstundir þegar Anna og Jón höfðu boð inni hjá sér fyrir kennara skólans. Þá nutum við góðra veitinga á fallegu heimili þeirra á Sjafnargötu 9. Eins og kennmm hættir til, þegar þeir koma saman, þá er það starfið sem tekur hug þeirra allan í umræðum sínum. Þannig var það einatt hjá þeim Jóni og Önnu, að umræðan snerist þar um kennslu, nemendur og skólamál, þá kom berlega í ljós, að Anna fylgdist mjög vel með því, sem var að gerast í skólanum, og spurð- ist oft fyrir um gengi einstakra nemenda, sem hún vissi að áttu í einhveijum erfiðleikum með námið eða félagslegar aðstæður þeirra vom slæmar. Þetta færði mér heim sanninn um að Jón ráðfærði sig við Önnu, þegar málefni skólans vom Minning-; Steinunn Þórðar■ dóttir Eskifirði lestri góðra bóka. Allt vildi hún fyr- ir okkur gera; ef ég þurfti að fara frá heimilinu var hún alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd, jafn- vel þótt það gæti stundum kostað hana mikla fyrirhöfn. Bamabömin undu sér vel hjá henni, las hún þá fyrir þau, spilaði á spil eða kenndi þeim bænir. Ef eitthvað var sem ég vildi ekki gera fyrir þau var farið til ömmu og hún leysti farsællega úr öllum vandamálunum. Sökum þrengsla og óhagstæðs húsnæðis fyrir hana flutti Soffía til Áskels sonar síns á Ægisgötu 5. Þar bjó hún í fimm ár á meðan hún gat séð um sig sjálf, að vlsu með þjálp heimilisfólksins. Þaðan fór hún á Dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi þar sem hún var í fjögur ár og síðustu tvö árin var hún á St. Fransiskusspítala. Þar hafði hún fótavist í um það bil eitt og hálft ár, en eftir þann tíma fór heilsu hennar mjög hrakandi og fékk hún hægt andlát 6. janúar sl. Nú þegar Soffía er horfin úr þess- um heimi eftir langan og erfíðan dag og komin til ástvina sinna, þar sem hún hefur fengið góða heimkomu eins og hún orðaði það stundum sjálf, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir tengda- móður og bömin svo góða ömmu. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Þorvarðardóttir Fædd 22. nóvember 1886 Dáin 10. febrúar 1987 Södd lífdaga, sátt við alit og alla, kvaddi hún þessa hérvist í sjúkra- húsinu í Neskaupstað. Langri og athafnasamri ævi er lokið. Heilum sönsum og hreinum hugsunum fékk hún að halda að leiðarenda. Steinunn var gift Bimi móður- bróður mínum. Bjuggu þau sinn búskap á Eskifirði og eignuðust þijú böm, Ragnar, Vilborgu og Guðnýju, sem öll eru löngu uppkom- in og hafa skilað fóstuijörðinni góðum niðjum. Ég minnist sex systkinanna, móður minnar og hinna. Sú yngsta, Kristín, varð að lúta um tvítugsald- ur fyrir „hvíta dauðanum". Við hana og hennar framtíð vom marg- ar vonir og góðar bundnar. Hin systkinin byijuðu búskap sinn öll í sama húsinu fyrir neðan veg á Hlíðarendanum á Eskifírði, sann- kölluð kærleiksfiölskylda, og það svo að allsstaðar hjá þeim áttum við heima. Ég man þegar vermenn vom við bátana hans afa — sunn- lenskir — þá vom um 40 sálir í húsinu og þótt þröngt væri leið öll- um vel. Þar kom að þijú systkinanna byggðu hús fyrir ofan götu. Bjöm og Friðrik í sambýli sem nefnt var Brú og Guðrún hærra og kallað Sigurhæðir, en þótt systkinin hefðu fært út kvíamar vora samböndin sterkari og kærleikskeðjan heilli og blessunarríkari. Hún Steinunn átti þar sinn góða þátt. Litla eldhúsið hennar og Bjössa var alltaf opið og sú elsku- legasta vistarvera sem ég þekkti þá. Frissi hafði keypt sér orgel áður en hann hóf búskap og lærði að leika á það. Það stóð í stofunni og kringum það safnaðist söngelskur hópur og gleymdi stund og stað og Steina lagði við hlustir, brosti og gladdist með. Eldhúsið hennar mömmu var líka afar vinsælt. Góð- ir vinir sem áttu leið um létu sig lítið muna um að koma niður af götunni og heilsa og þiggja kaffí- sopa og um leið rabba saman, segja ýmsan fróðleik og kom þá fyrir að ekki væri horft á klukkuna. Og ekki munaði mikið um að skreppa upp í Sigurhæðir til Gunnu. Þar sannaðist svo ekki verður betur á kosið að til góðs vinar liggja gagn- vegir. Þessi frændkeðja hafði mikil uppeldisáhrif til blessunar þeim sem hennar nutu og oft kemur þessi tími mér í huga nú í ölduróti þjóðfélags sem við eram enn Iítið búin að átta okkur á. Hraðinn er svo mikill og byltingar í þjóðfélagsháttum. Þeim mun merkilegra var hversu Stein- unn var fljót að átta sig og aðlaga. Hún kom til Eskifjarðar úr Suð- ursveit sem þá var eins og margar sveitir samgöngulítil. Hesturinn og fóturinn vom það eina til að kom- ast á milli staða. Hún kom austur í kaupavinnu og giftist tvítug Bimi móðurbróður mínum. Það var okk- ur, sem með henni ólust upp, happ sem við nú sjáum svo vel hve við græddum á. Ættum við fleiri slíka uppalendur í dag færi margt betur. Eskifjörður minna æskudaga var litríkur, bæði að mannvali og straumum sem hollir vora þeirri annars vegar og ekki síst, þegar einstakir nemendur áttu í hlut. Enda var öllum ljóst, sem til þekktu, að þau Anna og Jón vora einstak- lega samhent í öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur. Það var ekki ein- ungis um skólamál, sem umræðan snerist, komið var víða við og gat umræðan snúist um allt milli himins og jarðar. Þá kom berlega í ljós, að Anna var vitur kona og velvilj- uð, með sterkan vilja og sjálfstæðar skoðanir, sem á stundum gengu í berhögg við ríkjandi viðhorf hveiju sinni. Mér er það ljóst, að fiölmargir nemendur Jóns standa í mikilli þakkarskuld við Önnu, án þess að vita það, og ég leyfi mér að þakka henni fyrir þeirra hönd og samkenn- ara minna í Lindargötuskóla fyrir allan þann stuðning, sem hún veitti okkur með nærvera sinni í óeigin-* legri merkingu þess orðs. Það er nú svo á lífsleiðinni, að maður kynnist mörgu fólki. Nokk- urra samferðamanna sinna minnist maður með sérstakri virðingu og hlýju fyrir það einlæga og fallega viðmót, sem þeir sýndu og um leið lýsir þeirra innra manni svo vel, að maður er þess fullviss að þar að baki er heilsteyptur, þroskaður og vitur maður. Þannig var Anna Þórð- ardóttir. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og viðhorfum hennar til lífsins, sem vöktu ungan kennara til umhugsun- ar um starfið og tilverana. Hafí hún mína þökk fyrir. Ég votta Jóni, dætram hans, tengdasonum og bamabömum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Ólafur H. Óskarsson æsku sem þá var á uppleið. Og þegar ég hugsa til þeirra daga verð- ur Steinunn framarlega í huganum. Nú, er leiðir skilur í bili, vil ég minnast þess hvað hún Steinunn var mér og öðram samferðamönn- , um. Verkin hennar man ég vel. Hversu hún var dugleg bæði á heim- ilunum og bryggjunni, þar sem hún vann að aðgerð á við hvem fullfær- an karlmann og öll störf sem hún sneri sér að lágu opin fyrir, eðlis- greindin stýrði hveiju handtaki, þvi um skólanám var ekki að ræða. Ég man hvað hún sagði okkur um þá kennslu sem hún naut og hve hún öfundaði þá sem fengu að læra. Fjósið var hennar skólastofa og stolnar stundir um áframhaldið. En það yrði of langt mál að segja þá sögu, en orð hennar urðu okkur hvatning til að nota allan þann fróð- leik sem á fjörar okkar kom. Já vissulega var sólskinið mikið á Hlíðarenda og í frændkeðjunni þar. Þó fátækt væri annarsvegar varð enginn var við hana vegna innri gleði og kærleika sem þar döfnuðu vel og þakkir fyrir hvem dag að kveldi. Steinunn lá aldrei á liði sínu, spurði aldrei um kaup ef hún gat gert mönnum gott og það að koma góðu til leiðar var kjami málsins. Þannig man ég hana best og þann- ig vil ég hafa hana í huga mínum. Síðast þegar fundum okkar bar saman var sama góða brosið á vör. Við rifjuðum upp liðnar stundir og fundum yl minninganna. Þetta var mér kær stund og svo mun hafa verið fyrir henni. Fyrir samfylgd okkar er ég þakk- látur. Þakka henni fyrir það sem hún var mér og mínum, þakka henni þátt sem hún átti í að halda keðj- unni saman og fremur bæta hana, þakka henni fyrir hve hún gerði sér ljós þau verðmæti sem í samhjálp- inni era fólgin. Steinunn var af kjamafólki komin. Því fólki sem frá blautu bamsbeini lærði að gera fyrst og fremst kröfur til sín sjálfs og treysta þeim mun minna á aðra. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að geta verið fremur veitandi en þiggjandi og það var hennar stolt og gleði. Megi land okkar eiga fleiri borg- ara slíkrar hugsunar. Ég veit að nú hefir hún upp skor- ið trúrra þjóna laun og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guð blessi hana eilíflega. Árni Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.