Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 25 Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, verður gestgjafi Steingríms Hermannssonar í Moskvu. Ryzhkov hefur einu sinni farið í opinbera heimsókn til vestræns lands, það var nú í janúár til Finn- lands. Hér sést hann (t.h.) með Mauno Koivisto, forseta Finnlands, á flugvellinum í Helsinki. og íslands en SÍS hefur með hönd- um 30% verslunarviðskiptanna við Sovétríkin." Þegar Cherstvova lýsir Fram- sóknarflokknum, kemst hún meðal annars svo að orði: „Framsóknar- flokkurinn hefur mikil áhrif í samvinnuhreyfingunni. í stjóm- málalífi íslands gegnir hann hlut- verki miðflokks. Flokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við það að inn- flutningur erlends fjármagns til íslands verði takmarkaður og stuðk ar að þróun þjóðlegs iðnaðar. I steftiuskrá flokksins segir að hann miði að því að erlendur her verði fluttur frá Íslandi „á friðartímum". Engu að síður leitast leiðtogar flokksins við að uppfylla þær kröfur sem fylgja áframhaldandi þátttöku landsins í NATO og samvinnu landsins við Vesturlönd.“ Höfundur þessa rits, sem er skrif- að eftir töluverðar rannsóknir á utanríkisstefnu íslands, dregur stjómmálaflokka hér í dilka eftir því hvort þeir eru „framfarasinnað- ir“ eða „afturhaldssamir". Fram- sóknarmenn tilheyra fyrri hópnum alltaf, þegar þeir vinna að því með Alþýðubandalaginu að gera ísland vamarlaust, en aðeins vinstri hluti flokksins vill „framfarir", þegar Framsóknarflokkurinn á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ekki er stefnt að því að gera landið vamar- laust. Sé hlutverk miðflokka skoðað í sögulegu ljósi og með reynslu þeirra þjóða, sem sætt hafa sérstök- um þrýstingi kommúnista, í huga sést, að miðflokkarnir hafa oft reynst kommúnistum þægileg leið til að koma ár sinni fyrir borð. Afstaða Sovétmanna Eftir að Georgi Farafonov hætti hér sem sendiherra varð hann yfir- maður Norðurlandadeildarinnar í sovéska utanríkisráðuneytinu. Nú hefur sú deild verið lögð niður og hefur verið komið á fót norður- evrópskri deild, sem nær til Norður- landa og Bretlands. Yfirmaður hennar er Nikolay Uspensky, sem hefur komið tvisvar sinnum hingað til lands. í fyrra skiptið haustið 1985 sem túlkur Eduards Shev- ardnadse, utanríkisráðherra, þegar hann dvaldist hér í skamman tíma, og í síðara skiptið sem túlkur Gorbachevs á leiðtogafundinum. Uspensky hefur hlotið skjótan frama í sovésku utanríkisþjón- ustunni. Hann er 37 ára og hefur meðal annars starfað í sovéska sendiráðinu í London. Nikolai Ryzhkov varð fullgildur félagi í stjómmálaráði sovéska kommúnistaflokksins í apríl 1985 rúmum mánuði eftir að Gorbachev varð aðalritari flokksins. Ryzhkov varð síðan forsætisráðherra í sept- ember 1985. Hann fór í sína fyrstu ferð til vestræns ríkis í janúar síðastliðnum, þegar hann heimsótti Finna. í viðrseðum við finnska ráða- menn og á fundum með fréttamönn- um ræddi Ryzhkov ekki alþjóðamál. Hann staðfesti með því þá skoðun, að hans hlutverk í sovéska valda- kerfínu væri að sinna efnahagsmál- um og viðskiptum. Snerust viðræður hans við Finna um þessa málaflokka og náðist meðal annars samkomulag um að stofna fínnsk- sovésk sameignarfyrirtæki. Verða Finnar fyrstir útlendinga til að stofna slík fyrirtæki í samvinnu við Sovétmenn. Stefna Ryzhkovs í þessum efnum þykir byggjast á frá- hvarfí frá óarðbærum viðskiptum í pólitískum tilgangi. Að frumkvæði Sovétmanna var á árinu 1982 undirritaður umdeild- ur samningur um efnahagssam- vinnu við Islendinga. Þegar samningurinn var gerður voru ut- anríkis-- og viðskiptaráðuneytin undir stjórn framsóknarmanna. Sovétmenn hafa túlkað þennan samning á þann veg, að á grund- velli hans geti þeir hlutast til um virkjunarframkvæmdir á íslandi og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Sovétmenn hafa oftar en einu sinni gefið til kynna, að þeir vildu gjarn- an fá einhvers konar aðstöðu til atvinnustarfsemi hér á landi. Þeir hafa hreyft hugmyndum um olíu- höfn og hvort þeir gætu nýtt íslenskar hafnir fyrir fiskiskipaflota sinn, svo sem til viðgerða eða til að skipta um áhafnir. Aður en Stál- félagið lagði upp laupana, voru uppi raddir um, að kannski væri unnt að bjarga því frá falli með samvinnu við Sovétmanna. Þá hafa Sovétmenn látið í ljós áhuga á að gera loftferðasamning við Island. Deilumál Ríkisstjómir íslands og Sov- étrílganna greinir á um meginstefn- ur. Islendingar aðhyllast lýðræðis- lega stjórnarhætti og vilja, að einstaklingar hafi frelsi til orðs og æðis. Sovésk stjórnvöld hafa ekki sagt skilið við alræðisstjórnarhætti. Sovéskt stjómarfar byggist á þeirri meginforsendu, að ríkið eigi að hafa forsjá allra mála og öll ráð þegnanna í hendi sér. Ekkert hefur breyst í því efni nema andlitið eftir valdatöku Gorbachevs. Rétt er að minnast þess, að á tímum Nikita Khmschev fékk Alexander Solz- henitsyn að gefa út bókina Dagur íHfí Ivans Denisovich í Sovétríkjun- um. Nú er aldarfjórðungur liðin frá þvi að bókin kom út og var hún talin staðfesting á því, að Kreml- verjar hefðu slakað á valdaklónni. Þeir þyrðu að leyfa þegnunum að lesa um fangabúðir Stalíns. Á tímum Khraschevs var milljónum óþekktra manna hleypt úr þessum fangabúðum. Nú er sleppt þekktum andófsmönnum af handahófi, sem vora handteknir að geðþótta þeirra valdhafa, sem steyptu Khraschev af stóli. Um slíka stjórnarhætti og sovéskt virðingarleysi fyrir mann- réttindum er ágreiningur milli íslenskra og sovéskra ráðamanna. Steingrímur Hermannsson hefur ekki látið mikið að sér kveða í umræðum um mannréttindamál. Á hinn bóginn hefur hann gefið til kynna, að íslendingar eigi að láta til sín taka í þágu friðarmálanna svonefndu, sem era skilgreind með misjöfnum hætti, eftir því hver á í hlut, eins og kunnugt er. Liggur Sovétmönnum vaflaust nokkur for- vitni á að vita, hvað fyrir forsætis- ráðherra íslands vakir í þessum efnum. í stefnræðu sinni síðastliðið haust lýsti Steingrímur þeirri skoð- un, að litið yrði á Reykjavíkurfund þeirra Reagans og Gorbachevs sem merkasta fund leiðtoga stórveld- anna til þessa. Sagði forsætisráð- herra það sannfæringu sína, að „almenningur í þessum heimi muni krefjast þess að á þeim tillögum [sem lagðar vora fram um fækkun kjamorkuvopna í Reykjavík] verði byggt samkomulag um afvopnun". Jafnframt ítrekaði ráðherrann, að ríkisstjómin mundi fylgja sömu stefnu í utanríkismálum og gert hefur verið. Hún teldi mikilvægt að vamarsamtök vestrænna þjóða væra sterk svo þau megnuðu að viðhalda því jafnvægi, sem verið hefur í Evrópu í meira en 40 ár. Vera bandaríska vamarliðsins á íslandi væri liður í að viðhalda þessu jafnvægi, sem ríkisstjómin teldi ekki ástæðu til að raska eins og nú er ástatt, þegar vonir era bundn- ar við árangur í viðræðum stórveld- anna sem leiði til gagnkvæmrar afvopnunar. Ekki er við því að búast, að for- sætisráðherra greini frá því í Moskvu, að ríkisstjóm íslands hafí breytt um stefnu í öryggis- og vam- armálum. Þess vegna verður ágreiningur um þau mál við Sovét- menn. Á áranum upp úr 1980 var öryggismálastefna Islands harðlega gagnrýnd af sovéskum aðilum. Síðan hefur dregið úr þessum árás- um, enda hefur andrúmsloftið í alþjóðamálum breyst, þótt grand- vallarágreiningurinn sé enn hinn sami. Andrei Sakharov hefur rétti- lega bent á það, að ekki sé raunhæft að búast við afvopnun, fyrr en lýð- ræði fær að njóta sín í Sovétríkjun- um. Margir hafa horn í síðu hins fjöl- menna sendiráðs Sovétríkjanna í Reykjavík. Hafa íslensk stjórnvöld legið undir ámæli fyrir að leyfa jafn mörgum Sovétmönnum og raun ber vitni að setjast að í höfuðborginni. Hreyfir forsætisráðherra þessu máli í viðræðum sínum við Sovét- menn? Eða óleysta deilumálinu um sjónvarpsskerminn á bústað sov- éska sendiherrans við Túngötu? í kosningaskapi Það er tímanna tákn um þá stöðu, sem Mikhail Gorbachev hefur tekist að skapa sér á Vesturlöndum, að forsætisráðherra íslands telur sér það líklega til framdráttar í kosningabaráttunni, sem nú er haf- in, að skreppa til Moskvu. Er þetta í sjálfu sér ekki lítill árangur hjá stjórnanda þess ríkis, þar sem vilja almennings er sýnd hvað mest fyrir- litning. Steingrímur Hermannsson fer í kosningaskapi til Moskvu. Hann ætlar ekki að koma þaðan í bull- andi ágreiningi við Gorbachev eða aðra um friðarmál. Steingrímur Hermannsson skreppur ekki til Moskvu til að mótmæla harðlega innrásinni og blóðugum stríðsrekstri í Afganistan. Sovét- mönnum er þetta ljóst. „Friðar- þingið", sem þeir héldu í Moskvu á dögunum, sýnir, að sovéskum stjórnvöldum er kappsmál að fá viðurkenningu heldri manna og fína fólksins á Vesturlöndum, sem baðar sig í fjölmiðlaljósinu. Nýjung á markaðnum: Skeljakalk fyrir blóm, matj urtagar ða og grasflatir Hofsósi. Gunnar Baldvinsson, Hofsósi, hefur undanfarin 2—3 ár malað hörpuskelina sem er úrgangur frá skelfiskvinnslunni á Hofsósi og fleiri stöðum norðanlands. Hefur möluð skelin verið seld bændum í nágrenninu, því hún bætir jarðveg túnanna verulega. Nú hefur Gunnar látið efna- greina sallann og hefur komið í ljós að hann hentar vel fyrir hvers kyns plöntur, blóm og runna. Hefur Gunnar fengið Plastprent í Reykjavík til að út- búa heppilega plastpoka fyrir sallann og komið á markað víða um land. Þegar skelfískvinnsla hófst. á Hofsósi í ársbyrjun 1984 fór Gunn- ar Baldvinsson, vörabflstjóri á Hofsói, strax að huga að nýtingu hörpuskeljarinnar sem hlóðst upp í stóra hauga. Fékk hann vélsmiðj- una Kóp í Njarðvíkum til að útbúa mölunarbúnað og Ásbjöm Skarp- héðinsson rafvirkja, Sauðárkróki, til að gera rafbúnað. Fyrstu árin var þessi salli seldur bændum hér í Skagafírði og næsta nágrenni, því möluð skelin er mjög heppileg í súran jarðveg. Þetta varð vinsælt af bændum og fóru ýmsir að fá slatta af efninu til að setja á blóm og ranna, einnig á túnbletti við hús, og reyndist þetta mjög vel. Þetta varð til þess að Gunnar lét efnagreina skelina svona malaða, kom í ljós að efnainnihald reyndist heppilegt fyrir blóm, ranna, hvers kyns matjurtir og mosaeyðandi í túnblettum og á grasflötum við íbúðarhús. Efnið er náttúralegt kalsíum- karbonat (CaCo8) Qg inniheldur ekki salt. Helstu niðurstöður: Kalk Unnið við pökkun. 87,5%, kalsíum 35—37%, magnesí- um 2,5%, lífræn efni ca. 8,5%. Efnið er jarðvegsbætandi, mosaeyðandi og hentar vel til blöndunar í garð- mold, fyrir flestar tegundir blóma og hvers kyns matjurtir. Hæfilegt áburðarmagn er 12—15 kg á hveija 100 m2. Gunnar Baldvinsson hefur nú gert lager og pökkunarhús og fengið Plastprent hf. í Reykjavík til að búa til hentugar umbúðir fyr- ir 6 kg og 15 kg. Hefur sala á efninu þegar hafíst í þessum um- búðum og er veraleg eftirspurn. Að sögn Gunnars mun Sölufélag garðyrkjumanna, Mjólkurfélag Reykjavíkur og BYKO annast sölu á Reykjavíkursvæðinu en söluaðilar era víða, alls milli 20 og 30. - Ofeigur Skeljakalk í 6 kg og 15 kg pokum. Morgunblaðið/Ófeigur # # •• Kristilegt stúdentamót í Olveri VETRARMÓT Kristilegs stúd- entafélags var haldið í Olveri helgina 20.-22. febrúar sl. Var yfirskrift mótsins „Lífið í Kristi“, og ræðumenn mótsins voru þeir Guðni Gunnarsson sóknarprest- ur og Einar Sigurbjörnsson kennari. Sóttu nær 50 manns mótið. Kristilegt stúdentafélag er ætlað þeim, sem era orðnir 20 ára og eldri. Starfar það einkum innan Háskólans og Kennaraháskólans. Á vegum félagsins kemur út blað á næstunni, „SALT“, sem sent verður öllum nemendum við þessa skóla. sem og meðlimum Kristilegs stúd- entafélags. Fundir félagsins era á Freyju- götu 27 í Reykjavík á föstudags- kvöldum kl. 20.30, þar sem milli 30 og 40 manns sækja fundi. Á þessum fundum era tekin fyrir helztu atriði kristinnar trúar, sem og dægurmál líðandi stundar og þau skoðuð og skilgreind út frá sjónar- horni kristinnar trúfræði og sið- fræði. Núverandi formaður Kristilegs stúdentafélags er Guðjón Kristjáns- son læknanemi. - pþ Nær fimmtiu manns sóttu mótið i Ölveri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.