Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 47 Amnesty International: Fangar mánaðar- ins - febrúar 1987 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hilmar Pálsson bakari með kleinustafla. Með honum á myndinni er Katrín Helgadóttir starfsstúlka. Ný kökugerð á Selfossi Flatkökur og kleinur uppistaðan í framleiðslunni Mannréttindasamtökin Am- nesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í febrú- ar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. íslandsdeild Am- nesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðar- ins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Júgóslavía: Destan AIiu er 28 ára gamall veitingasali af albönsk- um ættum, sem flutti frá Júgóslavíu til Bandaríkjanna árið 1974. Hann hafði fengið fullt búsetuleyfi og var að sækja um borgararéttindi árið 1982 þegar hann fór frá Banda- ríkjunum til Júgóslavíu til að giftast unnustu sinni og heimsækja föður sinn sem var veikur. Þrem dögum eftir giftinguna var hann hand- tekinn á heimili föður síns í Zajas í V-Makedóníu og ákærður fyrir aðild að albönskum innflytjenda- samtökum í Bandaríkjunum og fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum í Chicago, New York og Washington til stuðnings albanska þjóðarbrotinu í Júgóslavíu; svo og fyrir að hafa mætt á þjóðhátíðarfagnaði í Chicago 1974-81 þar sem Júgó- slavía og þarlend stjómvöld voru gagnrýnd. Ákæran byggðist á 131. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um allt að 15 ára dóm fyrir „þátttöku í fjandsamlegum aðgerðum". Destan Áliu hlaut 7 ára fangelsisdóm, og er vistaður í Idrizovo-fangelsi í Makedóníu. Dóminíkanska lýðveldið: Pablo Liberato Rodrigues, 24 ára stúd- ent, var handtekinn 9. ágúst 1974 í San Francisco de Macoris og flutt- ur til lögreglustöðvar bæjarins, þar sem hann sást síðast með blæðandi auga og sár á hálsi sem benti til barsmíða. Ættingjum var sagt frá handtökunni, en daginn eftir var þeim sagt að hann hefði sloppið, en „yrði skotinn ef hann fyndist". Skömmu síðar spurðist að hann hefði verið fluttur í fangelsi bæjar- ins og þar fengust þær upplýsingar að hann væri í haldi samkvæmt varðhaldsúrskurði. í kjölfar þessara upplýsinga var yfirmaður fangelsis- ins rekinn og lögreglustjórinn lét svo ummælt að Pablo hefði „náðst aftur", en neitaði því síðar. Hann hefur ekki sinnt fyrirmælum yfír- manns ríkislögreglunnar um að birta upplýsingar um málið, og habeas corpus-beiðni frá lögfræð- ingum hefur heldur ekki borið árangur. Nokkur viðurkenning fékkst árið 1981 á að Pablo Rodr- igues hafi horfið á meðan hann var í vörzlu lögreglunnar, en ríkisstjóm Joaquín Balaguer sem var við völd 1974 og var endurkjörin í fyrra hefur ekki svarað fyrirspumum AI um málið. Kamerún: André Beyegue Yakana, öryggisvörður og meðlim- ur í Vottum Jehóva, var handtekinn í des. 1984, að því er virðist eftir fund Votta Jehóva á heimili hans í þorpinu Limbe. Háttsettur stjórnar- starfsmaður er borinn fyrir því að a.m.k. 80 Vottar Jehóva hafi verið handteknir á sama tíma, vegna þess að þeir neiti að hylla þjóð- fánann og kjósa. Vottar Jehóva voru bannaðir með ríkistilskipun 1970, og virtist ástæðan sú að margir þeirra hafa neitað að kjósa í forsetakosningum af trúarástæð- um. FYammámaður í eina stjórn- málaflokknum sem leyfður er ásakaði sértrúarsamtökin árið 1975 um að „dreifa röngum upplýsing- um“ og kvað þau hafa orðið að „skjóli fyrir alla sem eru á móti stofnunum ríkisins". Samtökin hafa þó ekki verið talin andvíg ríkis- stjóminni, og meðlimir þeirra virðast einungis lifa í friði í sam- ræmi við trúarskoðanir sínar. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá kl. 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Selfossi. NÝ kökugerð tók nýlega til starfa á Selfossi, Kökugerð Hilm- ars Pálssonar. Þar eru steiktar kleinur, bakaðar flatkökur og skonsur. „Mér datt þetta einfaldlega í hug vegna þess að ég var orðinn leiður á því að vinna ekki í plássinu. Var reyndar búinn að vera með þetta í maganum í tvö ár,“ sagði Hilmar Pálsson, sem er lærður bakara- meistari en hefur undanfarin ár unnið sem málarasveinn. Kleinumar, flatkökumar og skonsurnar frá Kökugerðinni eru seldar í verslunum og til mötu- neyta. Hilmar sagði greinilegt af viðtökunum að þetta hefði vantað í plássið. Sig.Jóns. A morgun í Laugardalshöll íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum Keppnisdagurinn skiptist í tvennt: Fyrri hluti er síðdegis og keppa þá yngri flokkar þ.e. 13 ára og yngri. Húsið opnað kl. 14.00 — Bolluveitingar. Um kvöldið keppa síðan eldri flokkar — 14 ára og eldri. Húsið opnað kl. 19.00 — Allar veitingar. 0n« Alþjóðlegir dómarar Glæsileg sýningaratriði Aðgöngumiðar eru seldir í dansskólunum og á morgun við innganginn frá kl. 13.00. Fjölmennum á spennandi og hrífandi keppni, því þetta er dansviðburður ársins. Borðapantanir í síma 35355 milli kl. 15 og 18. Dansráð íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.