Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Bakað fyrir bolludaginn HEIMILISHORM Bergljót Ingólfsdóttir Þá er hann á næsta leiti, mánu- dagurinn í föstuinngangi, sem fengið hefur nafnið bolludagur. En á þeim degi eru borðaðar bollur á nær hverju heimili lands- ins, þó að undanfarandi flenging með bolluvendi sé ekki tekin svo hátíðlega lengur. Það eru að sjálfsögðu til bollur í öllum bakaríum en margir halda sig við heimabakaðar bollur. Vegna bolludagsins fylgja hér með uppskriftir af ger- og vatns- deigsbollum fyrir þá sem ekki hafa komið sér upp uppskriftum af slíku bakkelsi. Gerbollur 100 g smjörlíki (eða smjör) 3 dl mjólk 50 g þurrger 1 egg 75 g sykur 1 tsk. salt 500 g hveiti 1—2 tsk. steyttar kardemommur. Smörlíkið bráðið, mjólkinni bætt í og aðeins velgt með. Þurr- gerið hrært út í vökvann, eggið þeytt saman við, síðan sykri og hveiti með kardemommum. Deigið rétt hnoðað saman og síðan látið hefa sig í 30—45 mínútur, eða þar til það hefur vaxið um helm- ing. Gerðar litlar jafnar bollur, sem látnar eru hefa sig í 15 mínút- ur til viðbótar. Bollumar settar á smurða plötuna, penslaðar með eggi og bakaðar í 6—8 mínútur við 225°C. Bollumar em skomar í tvennt, þeyttur tjómi settur á milli, flórsykur eða bráðið súkkul- aði sett ofan á. Reiknað er með 16—20 bollum úr þessari upp- skrift. Vatnsdeigsbollur „V andbakkelsi" 3 dl vatn 2 tsk. sykur 150 g smjör eða smjörlíki 150 g hveiti 4 egg Þegar kakan er orðin köld er lok skorið ofan af og hlutamir svo lagðir saman með þeyttum ijóma. Flórsykur eða súkkulaði sett yfir. góðu kremi. Þess má geta að mörgum fínnst vatnsdeigið verða drýgra ef það er látið bíða í eins og 15 mínútur áður en það er sett á plötuna. Leiðrétting á leið- réttingu ofan Það á ekki af hafrakexinu, sem birt var uppskrift af í Heimilis- hominu 14. febrúar sl., að ganga. Þar hafði fallið burt sykurmagn og birt var leiðrétting 21. febrú- ar. En þá vildi ekki betur til en svo að prentvillupúkinn réðist á haframjölið. Skal nú gerð úrslita- tilraun til að koma uppskriftinni réttri á framfæri. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. suðan látin koma upp og potturinn þá tekinn af hellunni áður en hveitinu er bætt í öllu í einu. Sett aftur yfir straum og soðið þar til deigið losnar vel frá potti og sleif, hært vel í á meðan. Deigið er síðan látið kólna áður en þeyttum eggjum er bætt saman við, litlu í senn, og hrært vel á milli. Að iokum er lyftiduftinu Smjörlíki, sykur og vatn sett í pott og látið sjóða. Þá er potturinn tekinn af hellunni og hveitinu hrært saman við, sett aftur yfir og látið sjóða, hrært vel í á meðan með vírþeytara. Deigið á að vera þykkt, glansandi og losna vel við pottinn. Það er aðeins kælt áður en eggjunum er hrært saman við, einu í senn, hrært vel á milli. Vatnsdeigsuppskrift án sykurs 1 bolli vatn XU bolli smjörlíki (eða smjör) 1 bolli hveiti 4 lítil egg 1 tsk. lyftiduft Vatn og smjörlíki sett í pott, „V andbakkelsi“ Gerbollur með ijóma Deigið sett á smurða plötu, gerðir toppar (með tveimur teskeiðum) og bakað í ca. 20 mínútur við 200°C. Það má alls ekki opna ofninn fyrstu 10 mínútumar, að minnsta kosti. Gott er að taka aðeins út eina köku, til að sjá hvort hún er bökuð í gegn, þær eiga það til að falla saman ef svo er ekki. stráð yfír deigið og blandað saman þar til allt er samfellt. Deigið sett á smurða plötu með tveim teskeið- um, sett í toppa og gott bil haft á milli. Kökumar bakaðar í ca. 30 mín. við allgóðan hita. Reiknað er með 12 bollum úr þessari upp- skrift. Lok er skorið ofan af og helmingamir lagðir saman með þeyttum ijoma, sultu, beijum eða Hafrakex 250 g haframjöl 50 g sykur >A 1 mjólk 100 g smjörlíki 185 g hveiti 2 tsk. hjartarsalt Haframjölið lagt í bleyti í mjólkina í ca. 2 klst. Smjölíkið brætt og kælt, hveitið sigtað með sykri og hjartarsalti. Hnoðað deig, flatt þunnt út, stungið þétt með gaffli, kökumar skomar út kring- lóttar eða hafðar ferkantaðar. Bakað í ca. 10 mín. við 225°C. Artúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda: Stærðarmæling allra fiskiskipa verði endurskoðuð KYNNISFERÐ Á NÁTTÚRUGRIPASÖFN GRUNNSKGLANNA Sunnudaginn 1. mars LAUGARNESSKÓU Kynnisferð í náttúru- gripasöfn grunnskólanna Kl. 13.30 á morgun, sunnu- dag, fer áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss í kynnisferð í Laugarnesskóla, Langholtsskóla, Árbæjar- skóla og Varmárskóla til að skoða það sem þar er til sýn- is af náttúrugripum. Fargjald verður 300 kr., frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Þetta er gott tækifæri fyrir aðstandendur nemenda, og þá sem á skólasvæðinu búa, til að njóta leiðsagnar við að skoða söfnin. Farið verður frá Háskólabíói kl. 13.30 og komið að Laugar- nesskóla kl. 13.50. Þar verður skoðað stærsta náttúrugripa- safn í grunnskóla á höfuðborg- arsvæðinu. Að Langholtsskóla verður komið kl. 14.30, þar má t.d. sjá uppsett refagreni. Kl. 15.10 verður komið að Arbæjar- skóla, fáir vita að í skólanum er steinveggur, 2,50 m á hæð og 8,00 m á lengd, en í hann era greyptar flestar íslenskar stein- og bergtegundir. Varmár- skóli verður heimsóttur kl. 15.50. Þar er merkilegt sund- fuglasafn sem Tryggvi Einars- son frá Miðdal setti upp. Þaðan verður ekið til baka að Há- skólabíói. Ráðgert er að fólk geti að ferð lokinni fengið sér kaffísopa í litlum sal á Hótel Sögu. „Und- ir borðum" verður rætt um ferðina og ýmislegt í sambandi við hana. Leiðsögumenn verða auk full- trúa frá skólunum Ámi Hjartar- son jarðfræðingur og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. (Frá áhugahópi um byggingu náttúrufræðihúss.) Artúr Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, hefur óskað eftir að koma eftirfarandi á framfæri vegna frétta f Morgnn- blaðinu um fjölgun smábáta.: „í fyrsta lagi langar mig til að gera almenna athugasemd við fullyrð- ingar Halldórs Ibsens, sem fjallaði í Morgunblaðinu um fjölgun smábáta og virðist gera það af takmarkaðri þekkingu. Hann segir að öryggi þess- ara báta sé ábótavant. Það er ekki í hans verkahring að fjalla um það og honum stæði nær að athuga skýrslur um fjölda slysa á þessum bátum og bera niðurstöðumar saman við slysatí- ðni á stærri bátum. Þær skýrslur sýna að slysatíðni er mun hærri á stærri bátunum. Síðan segir hann að fijálsræði í veiðunum og stærðarmörkin bjóði heim alls konar svindli og auk þess sé svokölluðum frístundaveiðimönn- um heimiluð nánast óheft sókn í þorskinn á kostnað þeirra, sem hafa af veiðunum hafa fulla atvinnu. Mig langar tii að Halldór Ibsen bendi á það í lögunum með hvaða hætti ffístundaveiðimennimir veiði á kostn- að atvinnumannanna. Netabátar eru á sóknarkvóta yfír vertíðina og auk þess em banndagar mun fleiri en hann lætur að liggja. Hann segir enn- fremur að flestir þeirra, sem litlu bátana kaupi, séu á fullum launum í annarri vinnu. Ég vil þá spyija hann hvaða atvinnurekandi sé tilbúinn til að greiða mönnum full laun, meðan þeir róa á trillu. Halldór er kannski tilbúinn til að taka mig á launaskrá, mér veitir ekkert af því. Hann segir ennfremur og þar fínnst mér höggva sá sem hlífa skyldi, að svindl viðgangist í stærðarmælingum bátanna. Eg er hræddur um að farið sé í kringum mælingareglur á^ flota þeim, sem er undir stjóm LÍÚ. Ég held að þessum mönnum farist sízt að tala um að trillukarlar séu að svindla á einhveijum reglum. Að öðm leyti langar mig til að benda mönnum á að kynna sér þessi málefni betur áður en þeir fara að tala um þau í fjölmiðlum. Ég get hins vegar fallizt á það, að sú þróun, sem er að eiga sér stað í sambandi við raðasmíði stál- báta, sem eru mældir niður í 9,9 tonn með smá kúnstum, sé ekki heppileg og ég tel að endurskoða þurfí mæl- ingareglur, ekki bara fyrir smábáta, heldur allan flotann. Ég tel að með frjálsræði í veiðum smábáta séu miklu meiri líkindi fyrir því að fram komi hve mikið þessir bátar veiða. Annars væri hætt við því að fískinum yrði komið framhjá löndunarskýrslum. Mér finnst svolítið fyndið, að þegar trillukarlar eru sæmilega sáttir við sitt koma menn fram í fjölmiðlum og hafa allt á hornun sér, en ég varð ekkert var við tilveru Halldórs Ibsen, þegar átti að keyra okkur niður á haustdögum 1985.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.