Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 57 Minning’: Rigmor C. Magnús- I sonf.Koch Fædd 17. október 1909 Dáin 17. febrúar 1987 Fyrir rúmlega hálfri öld, eða nánar til tekið þann 13. október 1935, gengu í hjónaband í Kaup- mannahöfn ung dönsk stúlka, Rigmor Charlotte Koch að nafni, og íslenzkur stúdent, Óskar Magn- ússon frá Tungunesi, sem þá stundaði sagnfræðinám við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Eg gegndi því virðulega hlutverki við athöfnina í hinni dönsku kirkju að vera svaramaður brúðgumans. Hafði mér ekki áður hlotnazt sam- bærilegur sómi við kirkjulega athöfn, þótt uppalinn væri á kirkju- stað. Ekki er það þó ástæðan til þess að í mínum huga er enn bjart yfir þessum degi, þótt mig minni að dumbungsveður væri, svo sem á þeim árstíma gerist, jafnvel suður við Eyrarsund. En að lokinni hinni látlausu hjónavígsluathöfn var við- stöddum, sem voru nokkrir íslenzkir stúdentar, vinir Óskars og nokkrir nánir vinir og ættingjar þeirra mæðgna Rigmor og frú Emmy Jo- hanne Koch, boðið heim til þeirra þar sem dvalizt var í góðu yfirlæti og við rausnarlegar veitingar til kvölds. Voru þetta fyrstu kynni mín af því góða heimili, þar sem ég átti eftir að njóta svo mikillar gest- risni og vinsemdar þau tæplega þijú ár, sem þá voru eftir af náms- dvöl minni í Danmörku. Við Óskar vorum sveitungar, en kynni tókust þó ekki með okkur fyrr en leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum á Akureyri. Tókst þá fljótt með okkur góð vinátta, sem entist meðan báðir voru ofan mold- ar, enda var Óskar einkar ljúfur maður í allri umgengni, rólegur, hlýr, margfróður og sagði skemmti- lega frá. Óskar sigldi til Kaup- mannahafnar að loknu stúdents- prófí sumarið 1934 og innritaðist þá í náttúrufræði, en féll ekki við þá námsgrein og hóf fljótlega nám í sagnfræði, sem varð sú fræði- grein, sem hann helgaði ævistarf sitt fýrst og fremst sem kennari í greininni. Fyrsta veturinn, sem Óskar var við nám í Höfn kynntust þau Rig- mor og hann og gengu eins og áður sagði í hjónaband haustið 1935. Það þurfti bæði bjartsýni og kjark til þess á þeim árum, að ungt fólk réðist í það að stofna heimili, ef karlmaðurinn, sem sjálfsagt þótti að væri fyrirvinnan, hafði ekki lok- ið skólagöngu og fengið fasta vinnu. Óskar naut að vísu dágóðs styrks frá íslenzka ríkinu, þar sem honum sóttist vel námið í mennta- skóla, en jafnvel beztu námsstyrkir, sem þá voru veittir, miðuðust við það lágmark sem einhleypingar þurftu til framfærslu. Heimilis- stofnun námsmanna var þá talin „lúxus" sem þeir er slíkt veittu sér og aðstandendur þeirra yrðu að bera kostnaðinn af. En þó að þau Óskar og Rigmor væru í mörgu ólík höfðu þau bæði í ríkum mæli þessa eiginleika, bjart- sýni og kjark til að bera. Dugnaður Rigmor tryggði henni fasta vinnu í starfsgrein sinni, klæðskurði og saumaskap, þrátt fyrir kreppu- ástandið, sem þá ríkti. Var hver sá talinn lánsamur, sem því átti að heilsa, þótt kaupið, einkum ef kona átti í hlut, væri vissulega lágt. Ég hygg og að sambýlið við frú Koch hafi verið þeim hjónum fremur hag- stætt fjárhagslega, þó að hún ætti oft við vanheilsu að stríða. Víst var a.m.k. um það, að hvað sem afkomu þeirra leið kvörtuðu þau aldrei um hana, jafnvel ekki við svo náinn kunningja sem mig. Bæði voru þau Oskar og Rigmor mjög gestrisin. Naut sá er þetta skrifar hennar í ríkum mæli, því að oftast var ég boðinn til þeirra á stórhátíðum og alloft endranær. Þó að ég fengi alltaf góðar og hlýjar móttökur er ég heimsótti þau fannst mér þó meira um vert það öryggi sem í því fólst að eiga vini sem alltaf voru reiðubúnir að rétta hjálp- arhönd, ef eitthvað bjátaði á, þó að sem betur fór þyrfti ekki til slikra kasta að koma. Þau hjón fóru til íslands sumarið 1939 og dvöldu þá í nokkrar vikur í Tungunesi, þar sem móðir Óskars, frú Elísabet Erlendsdóttir bjó ennþá ásamt íveimur sonum sínum og konum þeirra. Var það í fyrsta sinn, sem Rigmor kom til íslands. Ég hafði þá lokið námi fyrir ári og hafði fengið starf á Hagstofu ís- lands. Hitti ég þau hjónin fáeinum sinnum um sumarið og kom m.a. einu sinni í heimsókn til þeirra í Tungunesi. Gladdi það mig mjög og fannst það spá góðu um framtíð þeirra á íslandi, hve Rigmor virtist eiga auðvelt með að laga sig að hinum að mörgu leyti ólíku aðstæð- um sem voru á Islandi samanborið við það, sem hún hafði vanizt í Danmörku. Því að þótt Tungunes- heimilið væri myndarheimili, fór ekki hjá því, að ungri konu sem ekki þekkti annað en lífið í erlendri stórborg, hlyti að finnast margt þar æði frumstastt. Þar sem Óskar var enn við há- skólanám sigldu þau svo aftur til Danmerkur fyrir haustið. Þá tóku við hin erfíðu ár heimsstyrjaldarinn- ar seinni, þegar Danmörk var lengst af hemumin af nazistum. En þegar að lokinni styrjöldinni fluttu þau hjón til íslands og stofnuðu heimili í Reykjavík, þar sem bæði voru búsett til dauðadags. Mikil hús- næðisvandræði vom þá í Reylq'avík og bitnaði það ekki sízt á þeim ís- lendingum sem fluttu heim frá útlöndum eftir stríðið, flestir tóm- hentir með öllu. Var þá í flestum tilvikum ekki um annað en bragga- húsnæði að ræða. Því urðu þau Óskar og Rigmor einnig að sæta, en þau vom að því leyti heppin, að Þóra T. Sveinbjarn- ardóttir — Kveðjuorð Fædd 29. júní 1921 Dáin 11. febrúar 1987 Hinn 11. febrúar andaðist á heim- ili sínu, Granaskjóli 16 hér í borg, frændkona mín, Þóra Torfheiður Sveinbjamardóttir. Hún var dóttir hjónanna Önnu Einarsdóttur frá Varmahlíð og Sveinbjamar Jónsson- ar bónda Ystaskála undir Eyjafjöll- um. Þóra var ein af 12 glaðvæmm og góðum bömum þeirra hjóna, en æskuheimili hennar var ekki ríkt af veraldlegum auð, enda í fæstum til- fellum mikill auður í búi bændastétt- arinnar á þeim tímum. Gott var að hafa hlotið nægjusemi og létta lund í veganesti þegar svo fárra kosta var völ. Þær gjafír hlutu foreldrar henn- ar í ríkum mæli. Heimili þeirra átti ekki dýr húsgögn, en rósir prýddu gluggana og ilmur þeirra angaði um húsið þó þær stæðu stutt við í stund- arheimi hver þeirra, var hinn næsta dag komin angandi rós. Garðabrúð- an, ramfangið og önnur blóm í litla garðinum hennar Önnu heilluðu veg- farendur. Náttúmfegurð er mikil á Ystaskála. Bömin þaðan unnu trú- mannlega við eiginn rekstur á vettvangi opinberra starfa. Þóra var vel gefín. Hún lauk bamaskólanámi fyrr en tilskilið var, en síðar stefndi hugur hennar til frekara náms. Hún var.þá svo lánsöm, að eiga skilnings- ríkar föðursýstur, er tóku hana til sín og veittu henni styrk til að nema við Kvennaskóla Reykjavíkur. Því námi lauk hún með prýði. Að því búnu hóf hún störf við Landsíma íslands og síðar á skrifstofu Raf- magnsveitu Reykjavíkurborgar. Vann hún þar uns tilskilinn starfsald- ur var að baki. Auk þessara starfa annaðist hún áðumefndar föðursyst- ur sínar af alúð og hlýju, þar til þær kvöddu þetta tilvemsvið aldraðar konur. En lífsstarfí Þóm var ekki lokið: Hún tók að sér elstu systur sína, Sigríði, sem var hætt störfum. Enginn mun efa að Þóra var fóm- fús kona. Er yngsti bróðir hennar missti konuna yfírgaf hún heimili sitt í Granaskjóli, og hélt austur til hans að Ystaskála. Veitti hún þá þessu særða heimili alla aðstoð, er hún mátti um árabii. Þóra átti ekki í hugarfylgsnum neitt er minnti á eigingimi. Það var arfur frá foreldr- unum, er hún hélt með út í lífsbarátt- una. í haust er leið andaðist Sigríður systir hennar. Og að Ystaskála var komin ung kona, er nú tók við heimil- inu. Þar með lauk síðasta starfstíma frænku minnar. Nú var hún aftur komin heim í Granaskjól, hugði gott til að mega þar næðis njóta, hafði aðeins dvalið heima rúma viku, er engill dauðans kvaddi dyra. Þóra kvæntist ekki og átti ekki afkomendur, en hún breiddi sig yfír bróðurbömin með því að opna heim- ili sitt og styðja allt er frændfólk hennar tók sér fyrir hendur og mátti trl -heilla horfa. Þóra var trúrækin kona, tileinkaði sér kenningar hvíta- sunnumanna. Var kvödd frá kirkju þeirra. Hún boðaði Krist með því hugarfari er sjá má í Orðskviðunum: sá sem segir sannleikann hispurs- laust mælir fram það sem rétt er. Þegar ég bjó í íjarlægð gleymdi hún aldrei að senda mér jólakveðju. Þar minnti hún gjaman á orð Ritn- ingarinnar og hvar lesa mátti um hin helgustu trúartákn. Já, Þóra til- einkaði sér orð Ritningarinnar, er svo hljóða: „verið ætíð glaðir." Hún var ætið glöð og létti lífsgöngu þeirra, er hún deildi daglegri önn með. Hún bar ekki á torg út það er andstætt var, svo sem sjúkdóma og ástvina- missi. Nú hefur hún gengið til fagnaðar Herra síns. Verði henni að trú sinni. Að lokum vil ég þakka henni ein,- ' læglega allt liðið, og sendi frænd- systkinum mínum frá Ystaskála • hlýjar samúðarkveðjur. Guðr. Jak. braggi sá, er þeim var úthlutaður, var óvenju vandaður, enda mun hann á hersetutímanum hafa verið notaður sem bústaður yfírmanna. Ég hafði stofnað heimili skömmu fyrir styrjaldarlok og bjuggum við hjónin, Guðrún Aradóttir kona mín og ég, nokkur ár í leiguíbúð ekki langt frá braggahverfinu, þar sem Óskar og Rigmor bjuggu. Áttu gagnkvæmar heimsóknir sér þá alltaf öðru hvoru stað milli heimil- anna. En nokkrum ámm síðar byggð- um við Óskar okkur íbúðarhús sinn í hvorum enda borgarinnar og urðu bein samskipti þá mjög strjál, enda bjó hvorugur svo vel að eiga farar- tæki. Alltaf urðu þó fagnaðarfundir þegar ég hitti þau hjón, annaðhvort eða bæði saman á fömum vegi. Óskar fékk skömmu eftir heim- komu sína kennarastarf í grein sinni, sagnfræðinni, við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og varð hann síðar skólastjóri við þann skóla. Auk þess var hann stunda- kennari um lengri eða skemmri tíma við ýmsa aðra skóla. Allir þeir nemendur Óskars og samkennarar sem á hann hafa minnst við mig hafa borið honum hið bezta orð, bæði sem kennara og skólastjóra. Óskar andaðist sumarið 1982, 74 ára að aldri. Ég veit ekki annað en Rigmor hafí unað hag sínum dável á ís- landi þau rúm 40 ár, sem hún var búsett hér. Auðvitað hefír hún margs saknað frá heimalandi sínu og þá ekki sízt hinnar indælu dönsku sumarveðráttu, en þar hefir ísland ekki neitt sambærilegt að bjóða, nema þá fáeina daga á hverju sumri, þegar bezt gerir. En Rigmor - - var kona mjög athafnasöm og tókst með dugnaði sínum örugglega að fá starfsþrá sinni fullnægt. Hún tók virkan þátt í tveimur félögum fólks, sem hér er búsett af dönsku bergi brotið, Det danske selskab og Dansk kvindeklub, en hún var með- al stofnenda síðarnefnda félagsins. Þeim Óskari og Rigmor varð' ekki bama auðið, en úr þeirri vönt- un, sem ég veit að bæði hafa fundið mjög til, var bætt þegar þau nokkru eftir komu sína hingað til lands tóku sér kjörson, Magnús, nú kenn- ara og bónda i Sölvanesi í Skaga- fírði. Unnu þau bæði kjörsyni sínum mjög. Það hefír örugglega einnig verið þeim mikið fagnaðarefni, þeg- ar þau á sínum tíma eignuðust tengdadóttur, Elínu Sigurðsson. Þá hefír það verið þeim mikið gleðiefni er til sögunnar komu tvö mann- vænleg bamaböm, Óskar og Eydís, *- sem nú em komin á fermingaraldur. Hefir það mjög bætt Rigmor ein- semdina eftir fráfall Óskars að eiga umhyggjusama íslenzka fjölskyldu, þótt búsett væri að vísu utan Reykjavíkur. Ég lýk þessum orðum með því að endurtaka þakklæti mitt til Rig- mor og manns hennar fyrir þá miklu gestrisni og vinsemd sem mér var sýnd á heimili þeirra á námsámm mínum í Höfn. Jafnframt verður mér hugsað til ættlands hennar og hins góða og vingjamlega fólks sem ég þar kynntist á námsáram mínum. Syni hennar, tengdadóttur og sonarbömum votta ég mína dýpstu samúð. ~ Ólafur Björnsson t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, MARGRÉT HALLDÓRSSON, Tómasarhaga 31, lést 27. febrúar í Landspítalanum. Jarðarförin ákveðin síðar. Gfsli Halldórsson, Leifur Gfslason, Þórdfs Jónsdóttir. t Móöir okkar, ELÍN SNORRADÓTTIR WELDING, andaðist að morgni 27. febrúar. SigrfAur Snorradóttir, Guðbjörg M. Sigurðardóttlr, Snorrl W. Sigurðsson. t Eiginkona mín, móðir og amma, MARGRÉT SIGRfÐUR JÓNSDÓTTIR, Safamýri 57, veröur jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Alexander Stefánsson, Esther Alexandersdóttir, Margrét S. Alexanders. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARINÓS HALLDÓRS NORDQUIST JÓNSSONAR, Bárugötu 30. Kristfn Jónsdóttlr, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför STEINUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, = Brú, Eskifirðl, sem andaðist í sjúkrahúsi Neskaupstaðar 10. febrúar. Aðstandendur hinnar látnu. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.