Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 3 Þrír fálkar hafa fundist á mánaðartíma UNGUR karlfálki fannst flug- vana í Arnameshreppi norðan við Akureyri í fyrradag. Það var bóndinn á bænum Bragholti, Jón- as Helgason, sem fann fálkann og sendi samdægurs með flugi til Náttúrufræðistofnunnar Is- lands. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, líffræðingur hjá stoftiuninni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fálkinn hefði verið mjög illa farinn svo það hefði þurft að lóga honum fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur. Hann var vængbrotin og komin með mikla sýkingu í A-Barðastrandarsýsla: Atkvæðagreiðsla um sameiningu 14.-15. mars Miðhúsum, Reykhólasveit. AUGLÝST hefur verið atkvæða- greiðsla um sameiningu allra sveitarfélaganna í Austur-Barða- strandarsýslu í eitt sveitarfélag. Atkvæðagreiðslan fer fram 14. og 15. mars næstkomandi. Verði sameiningin samþykkt eru líkur á að sveitarfélagið fái nafnið Reykhólahreppur. Hreppar í Austur-Barðastrandar- sýslu eru nú 5, Múlahreppur, Gufudalshreppur, Flateyjarhrepp- ur, Geiradalshreppur og Reykhóla- hreppur. í þeim eru samtals 387 íbúar. Atkvæðagreiðslan fer fram á þingstöðum hreppanna og stendur kjörfundur frá 13 til 17 báða dag- ana. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá hreppstjórum viðkom- andi hreppa og hjá sýslumanni Barðastrandarsýslu frá 9. til 13. mars. Verði sameiningin samþykkt verður fljótlega kosin 7 manna hreppsnefnd og sveitarfélaginu gef- ið nafn. Úr Gufudalssveit hefur komið sú tillaga að hreppurinn verði nefndur Reykhólahreppur og er búist við að sú tillaga verði sam- þykkt. Sveinn Siglingamálastof nun ríkisins: Umdæmis- stjórar ráðnir á 5 stöðum MATTHÍAS Bjarnason sam- gönguráðherra hefur ráðið í 5 embætti umdæmisstjóra Sigl- ingamálastofnunar rikisins. Er stofnað til þessara embætta vegna skipulagsbreytinga sem koma í kjölfar nýlegra laga um Siglingamálstofnun ríkisins. Albert Kemp var ráðinn umdæm- isstjóri á Fáskrúðsfirði. Tveir aðrir sóttu um stöðuna og var annar þeirra, Línberg Þorsteinsson, skip- aður skipaeftirlitsmaður með aðsetri í Neskaupsstað. Tveir sóttu um stöðuna í Vestmannaeyjum og var Þórarinn Sigurðsson ráðinn. Gunnlaugur Magnússon var ráðinn umdæmisstjóri í Ólafsvík, Sigurjón Hallgrímsson á ísafirði og Ami Valmundsson á Akureyri. Þrír þeir síðastnefndu voru einu umsækjend- umir um stöðumar. Samgönguráðherra fór í öllum tilvikum eftir umsögn siglingamála- stjóra. vænghnúa svo líklega hafði hann lent í slysi eða flogið á fyrir nokkr- um dögum, að sögn Kristins. Þetta var þriðji fálkinn, sem Náttúrafræðistofnun hefur borist á einum mánuði, og fundust þeir allir í Eyjafirði. Ifyrir hálfum mánuði fannst dauður fálki í Öngulstaða- hreppi og nokkra áður hafði fálki fundist á Oddeyrinni á Akureyri. Hann var lamaður og meðvitundar- laus er hann komst í hendur líffræð- inga og drapst hann fljótlega eftir það. Kristinn sagði að hræin yrðu varðveitt í safninu sem hamir. Eins og lög kveða á um mega ríkissöfn einungis láta stoppa upp fálka, en einkaaðilum er það óheimilt. Hrognafry sting hefst um helgina FRYSTING Ioðnuhrogna getur hafizt um helgina. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur heimilað frystihúsum á sinum vegum að hefja veiðar til hrognatöku á hádegi í dag. Jafnframt er lögð áherzla á að útgefnum pökkunarreglum og gæðastöðlum verði fylgt. SH og Sambandið hafa alls samið um sölu á tæplega 6.000 lestum af hrogn- um að verðmæti um 588 milljónir króna. AJls voru frystar um 6.500 lestir af heilli loðnu að verðmæti 312 milljónir króna. Loðnan var fryst í Neskaupstað, lestir af loðnu upp úr sjó þarf til á Homafírði og síðan flestum stöð- um vestur um til Akraness. Hrognataka og frysting verður á víðast á sömu stöðum. Rólegt hefur verið yfír veiðunum síðustu daga meðan þess hefur ver- ið beðið að hrognataka hæfist og eru tæplega 130.000 lestir eftir af leyfílegum afla. Nálægt 100.000 að uppfylla gerða sölusamninga á hrognum. Þijú skip vora með afla á fimmtudag, Hilmir II SU 580, Helga II RE 300 og Júpíter RE 500. Síðdegis á fostudag höfðu tvö skip tilkynnt um afla, Erling KE var með 450 lestir og Dagfari ÞH með 150. ÞÓ] ISVIDSU0SIST0ÐVAR 2 Sviösljósinu er beint aö kabarettum bæjarins og atriði úr þeim sýnd. Skemmtikraftar sýna listir sínar í sjónvarpssal Stöövar 2 Laddi Haraldur Sigurðsson Eggert Þorleifsson Ómar Ragnarsson Þuríöur Siguröardóttir Ragnar Bjarnason Hermann Gunnarsson Björgvin Halldórsson Eiríkur Hauksson Eyjólfur Kristjánsson Sigríður Beinteinsdóttir Sif Ragnhildardóttir Sverrir Stormsker Egill Ólafsson Rauðir Fletir Baldur Brjánsson Gísli Rúnar Egill Eövarösson o.fl. o.fl. n í SVH)SUÓSl"-STÖÐ 2-MÁNUDAG KL.20:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.