Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Háskóli á Akureyri verði sjálfstæð stofnun sem sér- hæfi sig í ákveðnum greinum Morgunblaðið birtir hér í heild tillögur háskólanefndar Akur- eyrar, sem skipuð var af bæjar- stjórn Akureyrar, um starfsemi háskóla á Akureyri. l.Inngangur Háskólakennsla á Akureyri hefur verið til umræðu um nokkurt skeið. A vegum menntamálaráðuneytisins hefur starfað nefnd sem unnið hef- ur að undirbúningi málsins, auk undimefnda sem §allað hafa um einstakar námsgreinar. Frá því í nóvember 1985 hefur nefnd á veg- um Akureyrarbæjar unnið að framgangi þessa máls í samvinnu við aðra undirbúningsaðila. Á því rúma ári sem liðið er frá skipun háskólanefndar Akureyrar hefur nefndin unnið að söfnun upp- lýsinga sem nauðsynlegt hefur þótt að lægju fyrir áður en ráðist yrði í stofnun háskóla á Akureyri. Við könnun nefndarinnar á ytra umhverfi væntanlegs háskóla á Akureyri hafa engin þau atriði kom- ið fram sem hefta ættu framgang hugmyndarinnar eða gera hana of erfíða í framkvæmd. Hins vegar hafa ýmis atriði komið fram sem ótvírætt benda til þess að á Akur- eyri séu aðstæður og umhverfí er henti háskólastarfsemi vel. Fyrir liggja tvær skýrslur um störf háskólaneftidar Akureyrar frá nóvember 1985 til nóvember 1986. Þar koma m.a. fram upplýsingar um rannsóknaraðstöðu hjá fyrir- tækjum og stofnunum á Akureyri, hugsanlega lausn á húsnæðisvanda og bóka- og gagnasafnsmálum ásamt fleiru. Vísað er til þessara gagna sem fylgiskjala. Tilgangurinn með þessari skýrslu er að setja fram meginhugmyndir háskólanefndar Akureyrar um kennslugreinar við háskóla á Akur- eyri svo og að reyna að sjá fyrir væntanlega stærð skólans og rekstrarkostnað. 2. Háskóli á Akureyri Háskólanefnd Akureyrar telur rétt að stefna að því að væntanleg- ur háskóli á Akureyri verði nokkuð sérhæfður skóli. Stefnt skal að sjálfstæðri stofnun sem dreifir ekki um of kröftum sínum en sérhæfír sig í vissum greinum og lagar sig að þörfum atvinnuvega þjóðarinnar. Leitast skal við að vera í sem nán- ustum tengslum við atvinnufyrir- tæki, Háskóla íslands og erlenda háskóla. Háskóli á Akureyri mun skapa ný störf og efla með beinum hætti atvinnulíf við Eyjaljörð. Gildi slíkrar stofnunar fyrir Eyjaijarðarsvæðið og landsfjórðunginn í heild er þó ekki síður fólgið í ýmiss konar óbeinum áhrifum á atvinnu- og menningarlíf. Háskóli á Akureyri er ekki aðeins líklegur til að verða lyftistöng fyrir Akureyri og byggðir Éyjafjarðar, heldur mun hann efla byggð í landsQórðungnum og stuðla að jafnvægi í byggðaþróun. Meginmarkmið háskóla á Akur- eyri skal vera að veita nemendum hagnýta menntun sem gerir þá hæfa til að takast á hendur sér- hæfð störf og stjómunarstörf í þágu atvinnuveganna. Má þar nefna t.d. stjómunarstörf í útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækjum, sem og smærri iðnfyrirtækjum. Stefnt skal að því að skólinn bjóði upp á tiltölulega stutt nám sem hægt yrði að bæta við annars staðar, nám sem hefur enn hagnýtara gildi í atvinnulífinu en þær námsbrautir sem nú bjóðast. Háskólanum er ekki ætlað að vera fyrir Norðlendinga eina heldur nýr kostur í skólakerfi landsmanna, sicóli með þá sérhæfíngu og í þeim gæðaflokki að nemendur hvað- anæva af landinu muni sækja hann. Einnig verði leitast við að gera skól- ann áhugaverðan fyrir erlenda námsmenn sem vilja sækja til okkar þekkingu á þeim sviðum þar sem Islendingar standa framarlega, t.d. í útgerð og fískvinnslu. Almennt skilyrði til inntöku í skólann er stúdentspróf eða sam- bærileg menntun. Á vissum námsbrautum er ástæða til að krefj- ast starfsreynslu. Leitast skal við að skipuleggja námsbrautir á þann hátt að þær verði ýmist tveggja eða þriggja ára. Lagt er til að kennsluár skólans skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn. í þeim hugmyndum sem hér eru settar fram er gert ráð fyr- ir að námið samsvari 30 einingum á hverju námsári, þar sem ein ein- ing sé að jafnaði einnar viku vinna. 3. Námsbrautir Háskólanefnd Akureyrar leggur til að við skólann verði sem fyrst boðið upp á nám á eftirtöldum Qór- um námsbrautum: — matvælafræði — iðnrekstrarfræði — rekstrarhagfræði — sjávarútvegsfræði. Hér á eftir fylgir rökstuðningur nefndarinnar fyrir þessum náms- brautum auk grófra hugmynda um innihald. Auk þeirra námsbrauta sem hér eru til umfjöllunar er hafínn undir- búningur kennslu í hjúkrunarfræði á Akureyri og annast sérstök nefnd það undirbúningsstarf. Háskóla- nefnd Akureyrar telur rétt að benda á að hjúkrunarfræði tengist að mjög takmörkuðu leyti þeim greinum sem hér eru gerðar tillögur um. Því tel- ur nefndin ekki ástæðu til að íjalla frekar um hjúkrunarfræði í þessari skýrslu. Neftidin vill leggja á það áherslu að stutt, hagnýtt nám í tölvufræði er mjög aðkallandi í íslensku skóla- kerfi og félli vel að þeim tillögum sem hér eru settar fram. Háskóla- nefnd Akureyrar vill því beina því til væntanlegra yfírmanna háskól- ans að auk þeirra námsbrauta sem hér eru nefndar verði skipulagt stutt nám (e.t.v. tveggja ára) í tölvufræði þar sem sérstaklega verði leitast við að kenna notkun á tölvum og þjálfa menn í meðferð þeirra. Háskólanefndin vill einnig benda á að tveggja ára ritaranám á há- skólastigi fer nú víða fram erlendis og myndi slíkt nám falla vel að ofannefndum tillögum. Ástæða er því til að athugaðir verði möguleik- ar á stofnsetningu slíkrar náms- brautar við háskóla á Akureyri. 3.1.Námsbraut í matvælafræði Háskólanefnd menntamálaráðu- neytisins hefur myndað starfshóf til að undirbúa kennslu í matvæla: fræði við háskóla á Akureyri. í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá Félagi íslenskra iðnrekenda, Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Stefnt mun að því af hálfu nefndar ráðuneytisins að náms- braut í matvælafræði taki til starfa haustið 1988. Háskólanefnd Akureyrar tekur undir ofannefnda stefnumörkun ráðherranefndarinnar. Jafnframt leggur hún áherslu á að námið verði í beinni tengslum við atvinnulífíð en núverandi nám í matvæiafræði við Háskóla íslands. Að mati Háskólanefndar Akur- eyrar ber að efla þekkingu og Háskóli á Akureyri er ekki eins líklegur til að verða lyftistöng fyrir Akureyri og byggðir Eyjafjarðar, heldur mun hann efla byggð í landsfjórðungnum og stuðla að jafnvægi í byggðaþróun. kunnáttu í matvælafræði en það getur haft úrslitaáhrif á möguleika til aukinnar sóknar matvælafram- leiðslunnar á innlendum og erlend- um mörkuðum. Hvarvetna í heiminum gera neytendur auknar kröfur um hollustu og náttúruleg hráefni í matvælaframleiðslu. Möguleikar íslendinga til útflutn- ings matvæla aukast samfara auknum umhverfísvandamálum hinna iðnvæddu ríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ljóst er að þessir möguleikar munu ekki nýtast okkur nema með aukinni þekkingaröflun og þróunarvinnu í matvælaiðnaði. Grunnurinn að uppbyggingu Ak- ureyrar sem iðnaðarbæjar er landbúnaður og fiskveiðar. Þjón- ustustarfsemi við þessar greinar svo og framleiðslufyrirtæki sem stunda úrvinnslu afurðanna hafa verið og munu um ókomna tíð verða mikii- vægur afigjafi fyrir ailt atvinnulíf á Akureyri og í nágrenni. Háskóla- nefndin telur því að á Akureyri séu einstaklega góð skilyrði til að byggja upp hagnýta háiskólamennt- un í matvælafræði. Sú menntun yrði í beinum tengslum við þann öfluga matvælaiðnað sem fyrir er í bænum, en segja má að á Akur- eyri séu allar helstu greinar matvælaiðnaðar stundaðar. 3.2.Námsbraut í iðnrekstrarfræði Menntamálaráðuneytið stefnir að því að nám í iðnrekstrarfræði hefl- ist á Akureyri haustið 1987. Nefnd sem ráðuneytið skipaði vegna und- irbúnings námsbrautarinnar hefur skilað áliti sínu og leggur hún til að námið verði að öilu leyti sam- bærilegt við nám í iðnrekstrarfræði við Tækniskóla íslands. Þar sem nám í iðnrekstrarfræði við Tækniskólann hefur verið skipu- lagt í samráði við hagsmunasamtök iðnrekenda, og þeir aðilar sem leit- að hefur verið álits hjá telja námið vera í réttum farvegi, lýsir háskóla- nefnd Akureyrar sig sammála ofannefndum hugmyndum. Áhuginn á námi í iðnrekstrar- fræði við Tækniskóla íslands hefur verið mikill og er það samdóma álit flestra þeirra sem til þekkja að námsbraut sem þessi sé mjög mikil- væg fyrir iðnaðinn í landinu og þá ekki síst hin ijölmörgu smáiðnaðar- fyrirtæki sem svo einkennandi eru fyrir íslenskan iðnað. Að mati háskólanefndarinnar ætti námið fyrst og fremst að vera sniðið að þörfum lítilla og meðal- stórra iðnfyrirtækja. Það er alþekkt að fyrstu vaxtarskeið fyrirtækja, þ.e. þegar starfsmannafjöldinn er að vaxa frá 1—2 starfsmönnum í 10—15 starfsmenn eru fyrirtækjum oftast erfíðust því þá er þörfín fyr- ir rekstrar- og stjómunarþekkingu orðin meiri en frumkvöðullinn getur uppfyllt. Það er einmitt við stjómun og rekstur slíkra meðalstórra iðn- fyrirtækja sem iðnrekstrarfræðing- ar ættu að nýtast hvað best. I þeim spám sem gerðar hafa verið um þróun atvinnulífs á íslandi næstu ár og áratugi kemur fram að hlutdeild sjávarútvegs og land- búnaðar í mannaflanum mun að öllum líkindum minnka. Það er því í iðnaði og þjónustu sem ný störf verða að skapast ef takast á að halda uppi fullri atvinnu. Ljóst er að búa verður sem allra best að iðnaðinum í landinu til að fyrirtæk- in eigi möguleika á að standast þá síauknu samkeppni sem er á mörk- uðum fyrir iðnvaming. Aukinn fyöldi iðnrekstrarfræð- inga mun án efa bæta mjög alla stjómun og rekstur smærri fyrir- tækja og þar með samkeppnisstöð- una. Þess má geta að samkeppni við innfluttar vömr er mun algeng- ari hjá smáiðnaðarfyrirtækjunum en innbyrðis samkeppni þeirra í milii. Samkvæmt tölum frá Þjóð- hagsstofnun fyrir árið 1982 vom skráð í landinu samtals 6.431 iðn- fyrirtæki og var stærðardreifing þeirra eins og sýnt er í meðfylgj- andi töflu: Tafla 3.1. Fjöldi íðnfyrirtækja og starfsmannafjöldi. Fjöldi starfsmanna 1-2 2-5 5-20 20-40 40 ogyfir Samtals Fjöldi fyrirtælqa 4.077 1.068 932 179 175 6.431 Af töflunni sést að af samtals 6.431 iðnfyrirtæki í landinu vom 6.007 með starfsmannafjölda 1—20. Sljómunarvandamál em al- þekkt í fyrirtækjum af þessari stærð og á það í flestum tilfellum rætur að rekja til þess að stjómand- inn hefur iðnaðarmenntun en skortir að vemlegu leyti þekkingu á rekstrarlegum þáttum. Menntun fleiri iðnrekstrarfræðinga er án efa mikilvægt skref í átt til að bregð- ast við þessum vanda. Markmið námsins í Tækniskóla íslands er að veita almenna undir- stöðuþekkingu í rekstrartækni þannig að námið nýtist við stjómun- arstörf í smáum og meðalstómm fyrirtækjum á sviði verkskipulagn- ingar, vinnuhagræðingar, rekstrar- eftirlits, áætlanagerðar, sölu- og markaðsmála og flármálastjómun- ar. Námstími er IV2 ár að undan- gengnu einu ári í undirbúnings- námi. Inntökuskilyrði er að umsækjendur séu 20 ára og eldri og hafí minnst 2 ára starfsreynslu skv. nánari skilgreiningu. Hafí umsækjandi lokapróf frá iðnskóla þarf hann að stunda 1 árs undirbún- ingsnám, en hafí hann stúdentspróf fer hann beint inn á námsbrautina. Vemlegur hluti þeirra greina sem kenndar em í iðnrekstrarfræði em samskonar eða nátengdar greinum sem kenndar yrðu í rekstrarhag- fræði eða sjávarútvegsfræði. Fylgir hér listi yfír greinar iðnrekstrar- fræðinnar í Tækniskólanum. Merkt er R við greinar sem samnýtast með rekstrarhagfræði og S við greinar sem samnýtast með sjávar- útvegsfræði. Með samnýtingu er átt við að sömu kennarar gætu kennt á báðum/öllum námsbraut- unum og í sumum tilfellum gæti verið um sameiginlega fyrirlestra og sameiginlegt námsefni að ræða. Hagfræði RS Bókfærsla RS Reikningshald RS Fjármál RS Stjómun og fjármál RS Skattskil R Virðisgreining og þróunarstj. Afurðaþróun Starfsmannastjóm R Verkstjóm Vinnurannsóknir og kauptaxtar R Verksmiðjuskipulag S Framleiðslaogbirgðastýring RS Öryggis- og vinnuvistfræði Stærðfræði RS íslenska Tölvunotkun RS Markaðssvið: Markaðsstjóm RS Markaður og sala RS Lög, reglugerðir, skjöl RS Verslunarbréf R Enska R Framleiðslusvið: Framleiðslustjóm RS Framleiðslueftirlit RS Afl og orkunotkun Burðarþol og eftii Hagræðing og viðhald 3.3. Námsbrautí rekstrarhagfræði Háskólanefnd Akureyrar leggur til að við háskóla á Akureyri verði tekin upp kennsla í rekstrarhag- fræði. Námið verði 3 ár og inntöku- skilyrði verið stúdentspróf eða sambærileg menntun. Námið skal sérstaklega miða að því að mennta stjómendur fyrir smærri fyrirtæki og verkefnisstjóra fyrir vöruþróunarverkefni og mark- aðssetningu hjá stærri fyrirtækjum. Sérstök áhersla skal lögð á mark- aðsfræði og leitast skal við að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnu- brögðum. Með aukinni tækniþróun og sam- keppni styttist líftími hverrar vömtegundar stöðugt. Markviss vömþróun og markaðsstarf er því orðin gmndvallarforsenda hverju fyrirtæki sem vill halda eða styrkja stöðu sína á markaðnum. Markað- urinn fyrir flestar iðnframleiðslu- vömr hefur á nokkmm ámm breyst úr seljenda- í kaupendamarkað þar sem framboð vara er nú yfírleitt meira en eftirspum. Framtíð íslensks iðnaðar er háð því að til starfa fáist fólk sem leitt getur þróunarvinnu og nýsköpun. Neftid- in vonast til að hægt sé að útskrifa fólk af námsbraut í rekstrarhag- fræði sem gæti svarað þeirri þörf sem nú er fyrir kunnáttufólk á þessu sviði. Hér á eftir fylgja frumdrög að þriggja ára námi í rekstrarhag- fræði, þar sem gerð er tillaga um greinar og vægi þeirra. Rétt er að benda á að um grófar tillögur er að ræða 0g því ekki gerðar neinar innihaldslýsingar á einstökum greinum. Lagt er til að fyrirlestra- §öldi verði mjög takmarkaður, eða um 10 fyrirlestrar á viku auk 2—4 verklegra tíma og umræðutíma. Að öðm leyti fari tíminn í sjálfstæða vinnu nemenda. Á lokaönn er gert ráð fyrir að nemendur velji sér 3 eininga námsgrein og vinni loka- verkefni í tengslum við hana. Rekstrarhagfræði 1. ár Einingar Stærðfræði/tölfræði 6 Tölvunotkun 6 Bókhald 3 Reikningshald 3 Fjármál fyrirtækja 3 Stjómun 3 Viðskiptamál (enska) 6 30 2. ár Rekstrarhagfræði 6 Þjóðhagfræði 6 Peningamál 3 íslenskt viðskiptalíf 3 — tollar — bankar — tryggingar — skattar — verðbréfamarkaður Markaðsfræði 12 — markaðir — sala/sölustefna — dreifileiðir/auglýsingar — vömþróun/líftími vara — markaðsrannsóknir — kauphegðun Útflutn. og utanríkisverslun 3 Framleiðsla 3 Innra eftirlit 3 Stjómun starfsmannamála 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.