Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Fallin virki eftír Kjartan Guð- jónsson Árið 1809 að mig minnir tók rússneskur her Sveaborg, öflugasta virki Norðurlanda, án þess að hleypt væri af skoti. Á okkur dögum féll þetta virki öðru sinni, án þess að hleypt væri af skoti, þá orðið höfuð- stöðvar Norræna listbandalagsins. í þetta sinn var innrásin meir í ætt við þakleka, herinn bírókratar vopn- aðir stresstöskum. Listamenn sem áttu að vetja staðinn gáfust ekki beinlínis upp, þeim var smám saman ýtt til hliðar. Á Norðurlöndum hefur hin síðari ár vaxið úr grasi ný stétt ættuð úr háskólum með uppsafnaða punkta í listfræði eða hliðstæðum greinum, mikilvirkir menn í blaða- skrifum og fundarsetum. Þeir voru í gallabuxum ’68 en komnir með bindi ’78. Þeir hafa viðurværi sitt af því að fjalla um verk sem aðrir hafa skapað, og má það kyrrt liggja, eitthvað verða mennimir að sýsla. Er stundir liðu fram óx þeim smám saman ásmegin. Þeir fóru að fljúga milli góðbúanna, höfuðborga Norð- urlanda, einkum SAS-landanna, með dagpeninga uppá vasann og halda huggulega fundi, allir þekkt- ust, þetta var ein fjölskylda. í upphafi voru listamenn hafðir með, sem héldu jafnvel að þeir réðu ein- hveiju en vom fljótlega teknir á klofbragði fjármála og prósentu- snakks, sme þeir botnuðu lítið í. Áður en þeir vissu hvaðan á þá stóð veðrið voru allar nefndir full- skipaðar listfræðilegum bírókröt- um, fundarsamþykktir og nefndarálit bunuðu eins og úr brunaslöngu. Þeir fáu listamenn, sem eftir vom, hafa annaðhvort gengið undir jarðarmen skrifræðis- ins eða dregið sig í hlé. Frá Sveaborg tóku nú að berast tilskip- anir, ef þær vom þá ekki sendar beint til Ámsterdam, sem þeir virð- ast oft halda að sé höfuðborg íslands. Sýningar, eðli þeirra og inntak, er nú ákveðið í Sveaborg, iistamönnum sem áður réðu ráðum sínum sjálfír er vísað í skot eins og próventukerlingum. Svo dæmi sé tekið þá sendu þeir hingað einu sinni einhvem Þórarin Nefjólfsson með alræðisvald yfír því, hvað ís- lendingar skyldu sýna á norrænni farandsýningu. Á þessum manni þekkti enginn haus eða sporð, en reyndist við eftirgrennslan þriðja flokks listamaður, trúlega kominn til metorða fyrir orð en ekki listræn- ar athafnir. Litlar klíkur í stómm löndum geta orðið ótrúlega voldug- ar. Sú klíka sem ræður öllu í Norræna listbandalaginu kæmist fyrir við borð á Mokka og skoðanir hennar á myndlist hefðu alveg eins getað mótast í kjaftaklúbbi mennta- skólanema við næsta borð. And- varaleysi listamanna hefur verið með ólíkindum. En nú hef ég sann- frétt að kominn sé kurr í liðið, þótt lítið sé um skipulegt andóf ennþá. Að minnsta kosti danskir og norsk- ir myndlistarmenn, ungir og gamlir, em í uppreisnarhug og ætli Islend- ingar reki ekki lestina ef að líkum lætur. ' Og nú virðist röðin komin að ís- landi: Upp er risin ný stétt með prófgráður og doktorsglýju í aug- um. Ef rétt er á haldið geta list- fræðingar verið hinir þörfustu, miðlað þekkingu til almennings gegnum fjölmiðla, kennt í skólum og að meinalausu fengist \’ið gagn- rýni. Margt bendir þó til að þeir ætii sér meiri hlut, að metnaður margra þeirra sé meiri en þeir fá Kjartan Guðjónsson „Upp er risin ný stétt með prófgráður og doktorsglýju í augnm. Ef rétt er á haldið geta listfræðingar verið hin- ir þörfustu, miðlað þekkingu til almenn- ings gegnum fjölmiðla, kennt í skólum og að meinalausu fengist við gagnrýni. Margt bendir þó til að þeir ætli sér meiri hlut, að metnaður margra þeirra sé meiri en þeir fá undir risið.“ undir risið. Einhvem veginn hefur sú hugmynd komist á kreik að list- fræðingar skuli einir eiga tilteknar stöður þaðan sem leiðin er greið til áhrifa og um síðir einveldis. Til þessa hafa listamenn ráðið sínum málum sjálfír, að vísu við misjafnan orðstír, en kostur var að það reynd- ist alltaf hægt að steypa þeim sem urðu mönnum leiðir. Oðru máli gegnir um einræðisherra í söfnum og sýningarsölum sem gróa fastir eins og kaktusar við skrifborðsstóla sína. Nú er svo komið, að ungir listamenn þora varla að efna til sýninga, nema fá til þess guðs blessun, formála eftir listfræðing í sýningarskrá, sem jafnan tryggir góða krítik einhvers staðar. Verst er þó þegar listfræðingar, hallir undir heimatrúboð, halda áfram að slá um sig með skólaspeki sinni í „kosmos-míkrókosmos“-stíl frám á miðjan aldur, jafnvel orðnir doktor- ar. Ég þekki menn óskólagengna í fagurfræðum, sem fylgst hafa með myndlist árum saman nánast af ástríðu, sumir þeirra safnarar. Þeir hafa þetta góða hjartalag og eðlis- lægt hugboð um hvort eitthvað sé bitastætt í mynd, hliðstætt hugboði listamanns, sem málar mynd eða yrkir ljóð, en slíkt er víst ekki talið til menntunar. En svo hefur þessi fagidjótíski vaðall í listfræðingum leikið marga þeirra, að þeir þora nánast ekki að opna munninn um þetta hugðarefnia sitt nema með þeim fyrirvara, að þeir hafí „ekkert vit á myndlist". Þekking og skiln- ingur fara ekki alltaf saman. Aftur hef ég kynnst listfræðingum sem ekki hafa hugboð um neitt nema það sem hægt er að slá upp í hand- bókum. Einhvem veginn hefur það kom- ist á prent, að ég hafí einn abstrakt- málara hafnað þátttöku í abstrakt- sýningunni á Kjarvalsstöðum. Ég veit ekki hvers vegna ég einn sá það í hendi mér, að sýning sem þessi, sem var hugmynd að haústi og komin á veggina um nýár, gat ekki staðist. Til þess var frestur of stuttur, það virðast aðrir en ég til- búnir að fjalla um þessa sýningu í einstökum atriðum og læt ég það ógert að sinni, enda allt búið og gert og verður ekki aftur tekið. Ég læt hér með í ljós einlægan fögnuð minn yfír því, að Einar Hákonarson skyldi ráðinn að Kjarvalsstöðum. Hann er einn af okkur, ef til vill sá síðasti sem ráð- inn verður í slíka ábyrgðarstöðu. Enginn hefur barist af meira harð- fylgi fyrir því að fá eitthvert vit í þessi Kjarvalsstaðamál og þótt und- arlegt sé, án stuðnings hinna „ungu og framsæknu" afla sem nú ráða listamannafélögunum, ef frá er tal- in loðin og vatnsdauf stjómarálykt- un sem var svo lítil að hún sást varla á prenti. Það þykir kannski ekki gott, að hann kann ekki tæpi- tungu. Það leggja víst allir ungir menn upp í vegferð sína með einhveijar hugmyndir um að þeir geti bætt heiminn. Sumir hófu byltinguna með því að jarma í kór: Kerfíð! Kerfið! — þangað til þeir blánuðu. Það skýtur því skökku við að hin ungu og framsæknu öfl, t.d. í SÍM og FIM, skuli ekki fyrr vera komin í einhveija hreppsnefndina en þeir láta eins og kerfíð hafí verið þeirra ær og kýr frá upphafí. Fundarsam- þykktir og ályktanir berast eins og skæðadrífa á gljáprentuðum pappír, og má segja að þar sendi hver öðr- um bréf. Að fylgja þessum sam- þykktum eftir er ekki á dagskrá, það eiga líklega aðrir að gera, kannski kerfíð. Það eina sem þeir hafa viljað nýta sér af arfi okkar feðranna er eiginhagsmunapotið, en þann höf- uðstól hafa þeir ávaxtað með prýði. Gömlum mönnum er oft legið á hálsi fyrir það að þeir þoli illa breyt- ingar. Til eru þó gammlir menn, sem harma það einna mest, að í raun breytist ekkert í þessu lífi nema bláyfirborðið. Höfundur er listamaður í Reykjavík. Innrásin í Nýjábæ! Nýibær er nú hersetinn af alls kyns bollum. Óskaplega indælum bollum. Þær eru Ijúfar á manninn, mælast vel fyrir og eru staðráðnar í að selja sig ódýrt. Svo ódýrt að þú trúir því tæplega. Aðeins 45 krónur bollan. Gefstu upp! Þú kolfellur fyrir þessu dásamlega innrásarliði. Nýibær er opinn á laugardögum frá 10 til 4 og á sunnudögum frá 1 til 5. WER VORUHÚSIÐ E/Ð/STOfíG/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.