Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Morgunblaðið/Árni Sæberg • Stúlknalandslið íslands í körfuknattleik. Það skipa Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Margrét Sturlaugsdóttir, Kristín Blön- dal, Bylgja Sverrisdóttir, Gunnhildur Hilæmarsdóttir allar í ÍBK, Stefanía Sigríður Jónsdóttir, Marta Guðmundsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir allar í UMFG, Ólöf Einarsdóttir UMFN og Sigrún Skarphéðinsdóttir Haukum. Þjálfari er Sigurður Hjörleifsson. Körfubolti: Fyrstu landsleikir stúlknalandsliðsins STÚLKNA og piltalandslið ís- lands t körfuknattleik halda til Skotlands í dag til og keppa þar tvo leiki við skoska jafnaldra sína. Ferð þessi er sérstaklega merki- 'eg vegna þess að í henni mun stúlknalandslið íslands keppa sína fyrstu landsleiki. Blaðamaður leit inná lokaæfingu stúlknalandsliðsins fyrir skotlands- ferðina en þar voru að sjálfsögðu allar 12 stelpurnar sem skipa hóp- inn mættar. Sigurður Hjörleifsson þjálfari var að fínpússa leikkerfin og greini- lega var hugur í mönnum. Sigurður sagði að mikill áhugi væri meðal stelpnanna fyrir þessari ferð og hefðu þær lagt hart að sér við undirbúning hennar. Hugmyndin er að reyna að halda utan um þennan kjarna og byggja kvenna- iandsliöið á honum í framtíðinni. Því miður sagði Sigurður að illa væri yfirleitt búið að stelpunum hjá félögunum og tók sem dæmi að hjá IBK sem hvað best hefur þótt standa sig í þessum máium fá stelpurnar ekkí eína éinustu æfingu i' aðalíþróttahúsinu. Auk bess hafa þær yfirleitt hörmulega æfingartíma seint á kvöldin. Eftir Skotlandsferðina verður ákveðið hvort stelpurnar verða sendar á Norðurlandamótið en Norðurlandaþjóðirnar eiga mjög góð lið og stöndum við þeim nokk- „VIÐ ERUM langbestar," sögðu þær Margrét Sturlaugsdóttir og Gunnhildur Hilmarsdóttir þegar þær voru inntar eftir ástæðum þess hve margar stelpur úr ÍBK væru í landsliðshópnum. „En það er ekki að ástæðulausu því við höfum haft mjög góða þjálfara," bættu þær við. Báðar hafa stelpurnar æft körfu í 3—4 ár en þær eru 18 ára. Það vakti furðu blaðamanns að þegar margir unglingar eru í þann mund að hætta íþróttaiðkun byrja þær að æfa körfubolta og þremur árum síðar eru þær komnar í landsllð í íþróttinni. „Við vorum báðar í öðr- um íþróttum áður, Gunnhildur í fótbolta en Margrét í handbolta og höfðum því góðan.grunn það- an. Síðan höfum við verið heppnar með þjálfara, eins og við sögðum Iuð að baki. Það er því mikill hugur í liðinu að standa sig vel til að sanna að þær eigi meiri athygli skilið Stelpurnar standa sjálfar áðan, þannig að þetta hefur hjálp- ast að,“ sögðu þær þegar þetta var borið undir þær. Körfuboltinn hefur smám saman orðið handboltanum yfirsterkari hjá Margréti og nú æfir hún hann eingöngu. Gunnhildur aftur á móti heldur tryggð við fótboltann og segir það vera sína aðalíþrótt. Næst voru stelpurnar spurðar hvernig það væri að æfa í 20 manna hóp og vita það að einung- is 12 yrðu endanlega valdar. „Það var dálítlð stressandl. Fljótlega var valinn 16 manna hópur og hann var mjög jafn þannig að baráttan um sætin var mikil,“ svöruðu þær. „Það er sagt að Skotarnir séu svipaðir og við þannig að við stefn- um að því að vinna þá. ÍR hefur farið til Skotlands í keppnis- og straum af kostnaði við ferðina en bæjarfélög út á landi styrkja þó sínar stelpur. Auk þess styrkja landsliðið Sól hf. og Lotto sem gaf búninga, skó og sokka. æfingaferð og gengið vel þannig að við erum bjartsýnar. Við í IBK fórum aftur á móti til Svíþjóðar 1985 og kepptum þar á mjög sterku móti þar sem m.a. voru lið frá Taiwan, Svíþjóð og Finnlandi. Bylgja Sverrisdóttir: Hvatning að vera valin „ÞETTA er búið að vera dálítið strangt því við erum búnar að æfa á hverjum degi seinustu tíu daga. Þar áður höfðum við æft fjórum sinnum í viku í 6 vikur,“ sagði Bylgja Sverrisdóttir ÍBK þegar hún var tekin tali á æfingu hjá stúlknalandsliðinu. „Við verðum fjóra daga úti og spilum tvo leiki við Skotana. Það kom mér mjög á óvart að vera valin í landsliðshópinn fyrir þessa leiki en um leið er það mikil hvatn- ing. Undirbúningstími fyrir leikina er búinn að vera mjög skemmtileg- ur og andinn í hópnum er góður,“ hélt hún áfram. Þrátt fyrir að ÍBK eigi sex stelp- ur f landsliðshópnum telur Bylgja að áhuginn mætti alveg vera meiri meðal stelpna í Keflavík fyrir íþrótt- inni. „Það er því sem riæst sami hópurinn sem æfir bæði með 2. flokk og meistaraflokk og við erum ekkert of margar. í öðrum flokk keppum við í „turneringum" og þar höfum við unnið alla pkkar leiki með minnst 20 stigum. í meistara- flokki er þetta erfiðara en þar erum við í öðru sæti,“ sagði Bylgja að lokum. Liðin þar fengu að spila grófar en við erum vanar. Þau spiluðu rosa- lega sterka vörn, pressuðu um allan völl þannig að við fengum aldrei frið. Tæknilega vorum við ó ekki langt á eftir þessum liðum. sömu ferð spiluðum við við fé- lagslið frá Dammörku sem í voru risavaxnarstelpur," sögðu þær um reynslu sína af því að keppa á er- lendri grund. Þrátt fyrir að vera ánægðar með að vera valdar í landsllð fylgja því ýmsar fórnir fyrir Margréti og Gunnhildi. „Við höfum æft mikið í bænum og þá fara 4 tímar í æfing- una þannig að lítið verður úr heimalærdómi," sögðu þær. Báðar stunda stelpurnar nám í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja en hvorki fleiri né færri en 9 stelpur í lands- liðinu eru í þeim skóla. „Og hvað heldurðu að þeir geri, maður. Heldurðu ekki að þeir setji skóla- mótið í körfubolta á einmitt helgina sem við erum úti. Við hefðum sko bakað það mót,“ sögðu Gunnhild- ur og Margrét að lokum og voru greinilega ekki alltof ánægðar með þetta. Sigrún Skarphéðinsdóttir: Alltof fá verkef ni SIGRÚN Skarphéðinsdóttir er sú eina í stúlknalandsliðinu sem ekki er frá Suðurnesjum. Hún kemur nú samt úr Reykjanes- kjördæmi því hún er úr Hafnar- firði og keppir með Haukum. „Það hefði nú mátt velja fleiri stelpur úr bænum," sagði hún þegar þetta barst í tal. „Það kom mér á óvart að vera valin í hópinn því ég er frekar lítil. Ferðalagið leggst vel í mig en þetta er fyrsta utanlands- ferðin sem ég fer í sambandi við körfubolta. Eg æfi líka fótbolta og hef farið út í sambandi við hann. En þó að ég æfi líka fót- bolta tek ég körfuna framyfir. Ég er í íþróttum í öllum mínum frístundum. Ég spila bæði með öðrum flokk og meistaraflokk og hefur okkur gengið vel í báðum," sagði hún. Ekki hefur verið hlaupið að því fyrir stúlknalandsliðið að fá inni í íþróttahúsum en það hefur þó tekist og hafa æfingarnar verið á Suðurnesjum og í bænum. „Það hefur ekki verið neitt vanda- mál fyrir mig að fara á æfingar á Suðurnesin því ég hef fengið að sitja í hjá þjálfaranum," sagði Sigrún. Að þessu sögðu barst talið að hvernig staðið væri að málum hjá félögunum í sambandi við körfubolta stúlkna. „Það eru allt- of fá verkefni og það þarf að fá góða þjálfara og betri æfin- gatíma. Eins mættu aefingar vera t gangi allt árið, á sumrin ætti að hlaupa úti og halda hópinn," sagði Sigrún um þetta umræðu- efni og það voru hennar lokaorð. Við erum bestar Morgunblaðið/VIP • Á ég ekki að halda utanum þig á myndinni? sagði Gunnhildur við Margréti og slengdi yfir hana hendinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.