Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Allt brjálað í Þýskalandi - segir Lárus Guðmundsson um útkomu bókar Toni Schumachers „ÞAÐ er allt brjálað hór ( Þýska- "PrinnHi vegna útkomu bðkar lands- liðsfyrirliðans Toni Schumach- ers. Ég tel þetta algjört „sjálfsmorð" fyrlr hann sem knattspyrnumann,11 sagði Lárus Guðmundsson, knattspyrnumað- ur, f samtali við Morgunbiaðið í gsar. „Ég hef verið atvinnumaður í knattspyrnu í sex ár og hef aldrei oröið var við neyslu ólöglegra lyfja hjá leikmönnum. Við höfum raett þessi mál bakvið tjöldin hjá Uerd- ingen og hefur enginn okkur prófað þetta. Það er þó aldrei hægt að útiloka að eitthverjir leik- menn noti lyf, en þeir eru örugg- lega ekki margir," sagði Lárus. Schumacher hefur mist fyrir- liöastöðu sína hjá landsliðinu og einnig hafa forráöamenn Kölnar sett hann í leikbann. Hann hefur nú flúið heimili sitt vegna ágangs blaðamanna og er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. „I bókinni er hann með persónu- legar hnífstungur í bak meðhjerja sinna og félaga í landsliðinu. Full- yrðingin um lyfjaneysluna er kanski ekki það versta heldur persónuleg- ar aðdróttanir hans í garð annarra leikmanna. Hann nafngreinir menn eins og Olaf Thon, Paul Breitner og fleiri. Schumacher er hataður af öllum knattspyrnumönnum í Þýskalandi um þessar mundir," sagöi Lárus, sem óðum er að jafna sig eftir meiðsli. Hann spilar þó ekki með Uerdingen í dag gegn Blu-Weiss Berlín. Bókin sem ber nafnið„ Anpipf" kemur út um helgina og má búast við að hún seljist eins og heitar lummur. Talið er þó að gróði Schumachers af bókinni eigi eftir að hverfa fljótt vegna málssókna. • Aðdáendabréfunum til Tony Schumacher fækkar Ifklega eitt- hvað á næstunni. Fer Liverpool á toppinn? MEISTARAR Liverpool eiga mikla möguleika á að komast f efsta sæti ensku deildarkeppninnar f dag. Þá leika þeir á Anfield gegn Southampton, sem þeir sigruðu auðveldlega 3:0 á miðvikudags- kvöldið á sama stað f undanúrslit- um deildarbikarsins. Arsenal og Tottenham leika á morgun í hin- um undanúrslitaleiknum, en Everton á deildarleik gegn Man- chester United á Old Trafford. Liverpool er nú í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Everton og Arsenal. Gengi liðsins að undan- förnu hefur verið misjafnt, en á miövikudagskvöldið lék Kenny Dalglish með allan leikinn og það gerði gæfumuninn. Everton hefur ekki leikiö vel í síðustu leikjum og um síðustu helgi varð liðið að þola stórt tap gegn Wimbledon í bikarkeppninni. „Nú getum við einbeitt okkur að deildinni," sagði Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, eftir tapið gegn Wimbiedon. Manchester United hefur að engu að keppa, er úr leik í bikar- mótunum og siglir lygnan sjó um miðja deild. En Ferguson, fram- kvæmdastjóri, er að reyna að finna réttu „blönduna" og verður örugg- lega ekkert gefiö eftir í dag. Stuðningsmennirnir heimta sigur og er gert ráð fyrir að uppselt verði á leikinn. Á meðan horfir Arsenal á og á á hættu að færast niður í 3. sæt- ið. Liðið á erfiðan leik gegn Spurs fyrir höndum á morgun í deildar- bikarnum, en Spurs hefur unnið sex síðustu leiki og skorað í þeim átján mörk gegn engu. Ljósmynd/Guömundur Jakobsson • Maria Walliser frá Sviss vann sinn þriöja sigur f stórsvigi f gær og er hún nú með forystu f heimsbikarkeppninni. Maria Walliser aftur á toppinn MARIA Wailiser frá Sviss sigraði f stórsvigi heimsbikarsins f Zwi- esel í Vestur-Þýskalandi f gær. Keila: BB-smiðjan í fyrsta æsti KEILARAR keppa um þessar mundir í fyrirtækjakeppni og er fjórum leikjum lokið. Staðan er þannig að BB-smiðjan er í efsta sæti með 78 stig en þeir leika í 3. deild. Fyrstu deildar- félag Teppalands er í örðu sæti með 77 stig og í þriðja sæti er Fógetinn með 74 stig en þeir leika í 2. deild. Jafnir í fjóðrða til fimmta sæti eru VST og Þrestir með 69 stig en Þrestirnir eru núverandi Reykjavíkurmeistarar og hafa unn- ið fyrirtækjakeppnina. Islendingar á NM unglinga UNGLINGALANDSLIÐ íslands f badminton, 18 ára og yngri, mun um næstu helgi taka þátt f Norð- urlandamóti unglinga sem haldið verður f Helsinki. Þátttakendur frá íslandi verða: Ása Pájsdóttir, Guðrún Júlíus- dóttir, Ármann Þorvaldsson, Gunnar Björgvinsson og Njáll Ey- steinsson, en hann hefur verið við æfingar og keppni í Danmörku í vetur við góðan orðstír og kemur til móts við liðíð í Helsinki. Öll eru þau úr TBR. Þjálfari er Jóhann Kjartansson, fararstjóri er Magnús Jónsson og einnig verður með í för Reynir Þorsteinsson, en hann mun dæma á mótinu og í 3ja landa keppninni. Á Norðurlandamótinu munu allir keppendurnir taka þátt í einliða- leik, Ása og Guðrún í tvíliðaleik, Ármann og Gunnar í tvíliðaleik, Ása og Ármann, Guðrún og Gunn- ar í tvenndarleik. Mótið hefst laugardagsmorgun 28. febrúar kl. 10.00 og lýkur á sunnudag. Körfuknattleikssamband ís- lands efnir til körfuknattleikshá- tfðar í fþróttahúsi Keflavfkur nk. sunnudagskvöld, 1. mars, kl. 20.00. Margt verður á dagskrá, t.d. munu þingmenn og frambjóðendur flokkanna til alþingiskosninga keppa í vítaskotskeppni. Þá fer fram keppni um titilinn „Troðkóng- ur íslands", en Torfi Magnússon er handhafi þess titils. Þá verður keppni um titilinn „3ja stiga kóng- ur". Síöast á dagskránni er svo leikur 21 árs liðs gegn A-landsliði. 21 árs liðið er á förum til Lúxem- borgar þar sem það mun keppa 3 leiki gegn 21 árs liöi og A-landsliði Lúxemborgar. Samvinnuferðir/Landsýn styrkja þessa hátíö og heyrst hefur að Kjartan L. Pálsson og fleiri hug- djarfir starfsmenn Samvinnuferöa verði með uppákomu. Eftirtaldir leikmenn skipa 21 árs Þetta var þriðji sigur hennar í stórssvigi f vetur og hefur hún nú tekið forsytu í heimsbikar- keppninni samanlagt. Walliser var einni sekúndu á undan landa sínum, Eriku Hess, sem varð önnur. Blanca Fern- andez-Ochoa, Spáni, varð þriðja og Marina Kiel, V-Þýskalandi fjórða. Þetta var fimmti sigur Wall- iser í heimsbikarnum í vetur og hefur hún nú níu stiga forskot á Vreni Schneider, sem hafði þriðja besta tímann eftir fyrri ferð, en féll úr keppni í seinni umferð. Staðan í heimsbikarkeppni kvenna er nú þessi: Marla Walliser, Sviss 239 Vrenl Schnelder, Sviss 230 Brigette Oertli, Sviss 174 Erika Hess, Sviss 147 Tamara McKinney, Bandarikjunum 127 Mateja Svet, Júgóslvafu 126 Catherlne Quittet, Frakklandi 118 Michela Figini, Svlss 115 Blanca Fernandez—Ochoa, Spáni 102 Corinne Schmidhauser, Sviss 102 Knattspyrna: Firmakeppni SKALLAGRÍMUR í Borgarnesi heldur opna firmakeppni f innan- hússknattspyrnu 7. - 8. mars. Þátttakendur geta gist á hótelinu og þar verður dansleikur á laug- ardalskvöldið. Tilkynna skal þátttöku til Skallagríms í sfðasta lagi á miðvikudaginn. Körfuboltahátíð í Kef lavík liðið: Guðjón Skúlason, ÍBK Sigurður Ingimundarson, (BK Karl Guðlaugsson, ÍR Hreiðar Hreiðarsson, UMFN Teitur örlygsson, UMFN Kristinn Einarsson, UMFN Helgi Rafnsson, UMFN Guðmundur Bragason, UMFG Konráð Óskarsson, Þór Ólafur Guðmundson, KR ívar Ásgrímsson, Haukum Henning Henningsson, Haukum (fyrirliði) Eftirtaldir leikmenn skipa A-landsliö: Pólmar Sigurðsson, Haukum Tómas Holton, Val Sturla örlygsson, Val Leifur Gústafsson, Val Einar Ólafsson, Val Þorvaldur Geirsson, Fram Hreinn Þorkelsson, ÍBK Gylfi Þorkelsson, ÍBK Guðni Guðnason, KR Ragnar Torfason, (R Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN Valur Ingimundarson, UMFN (fyrirliði) Þjálfarar liðanna eru Einar Bolla- son og Gunnar Þorvarðarson. kl.15.15 kl.14 kl.16 íþróttir helgarinnar Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna Vlklngur—KR í Laugardalshöll kl.14 ÍBV—Stjarnan (Eyjum kl.14.45 2. deild karla IBV—UMFA f Eyjum kl.13.30 HK—fBK (Digranesi kl.14 Sunnudagur: 1. deiid karla FH—Haukar f Hafnarflrði kl.14 Stjarnan—Vfkingur f Dlgranesi kl.20 1. deild kvenna FH—Fram f Hafnarflrði Körfuknattleikur Laugardagur: Blak Sunnudagur: 1. deild karla Þróttur— fs f Hagaskóla Fram—Vfkingur í Hagaskóla 1. deild kvenna fS—Þróttur f Hagaskóla kl.13.30 Skfði Bikarmót unglinga i flokki 15 til 16 ára veröur haldið i Bláfjöllum um helg- ina. Keppt veröur i svigi og stórsvigi. Fyrsti hluti islandsgöngunnar verö- ur á Egilsstööum í dag. Karate Laugardagur: Karatemót Þórshamars verður haldiö i Seljaskóla i dag og hefst kl.14. Fimleikar Sunnudagur: Meistaramót Fimleikasambands islands i fimleikastiganum fer fram i íþróttahúsi Seljaskóla kl.14. Glfma Bændaglima Suðurlands fer fram í íþróttahúsinu að Laugalandi í Holtum í dag, laugardag. Frjálsar fþróttir Laugardagur: Meistaramót Islands í frjálsum Iþrótt- um unglinga innanhúss fer fram i Baldurshaga og í Hafnarfirði I dag og hefst kl. 10. Mótinu veröur siðan fram haldið á morgun, sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.