Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 54

Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 54
''TT/'T * M «r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 54 Þús. kr. Húsbúnaður 2.200 Tölvur 4.300 Bókasafn 10.800 Annað 2.000 Samtals 19.300 Við mat á stofnkostnaði er geng- ið út frá því að keypt verði borð og stólar í 10 kennslustofur sem að jafnaði rúma 20 nemendur hver. Verð á borðum er áætlað 5.400 kr./stk. og verð á stólum 4.000 kr./stk. Annar kostnaður við hús- búnað s.s. húsgögn á kennarastofu og skrifstofu áætlast nema um 300 þús. kr. Gert er ráð fyrir að keyptar verði 30 PC tölvur ásamt prenturum sem kosta munu um 110 þús. kr. hver. Fjárfesting í hugbúnaði er áætluð ein milljón kr. Nefndin mælist þó sérstaklega til að haft verði samráð við MA og VMA um hugsanlega samnýtingu á vélbúnaði áður en ráðist yrði í fjárfestingu. Til þess að bókakostur megi telj- ast viðunandi fyrir skóla af þeirri stærð sem hér er rætt um telur nefndin að kaupa þurfi í upphafi 5.000 bindi af nýjum og eldri bókum og eldri árganga af tímaritum fyrir u.þ.b. 800 þús. kr. Verð á hverri bók er metið að meðaltali kr. 2.000. Áætlað er að bókasafn vaxi árlega um 400 bindi. Einnig verði keypt áskrift að 100 tímaritum sem hver um sig er talin kosta 7.500 kr. Annar kostnaður áætlast hér nema um 2 millj. kr. og eru stærstu liðir þar ljósritunarvél á 400 þús. kr. og 10 myndvarpar á samtals 400 þús. kr. í þessari stofnkostnaðaráætlun er ekki tekið tillit til hugsanlegrar flárfestingar vegna rannsóknar- og tilraunaaðstöðu fyrír kennslu í mat- vælafræði. 7. Rekstrarkostnaðar- áætlun Kostnaðaráætlun pr. ár (300 nemendur). Laun Yfirstjóm Kennsla Skrifstofa/ráðgjöf Húsvarsla/ræsting Nefndarlaun Launatengd gjöld Annað og ófyrirséð Þús. kr. 3.360 16.210 2.150 1.720 500 3.590 2.750 Samtals 30.280 Annar kostnaður: Fundir, námskeið 400 Pappír, prentun, ritföng 600 Sími 500 Ferðakostnaður 300 Orka 1.100 Kaffístofa/Hreinlætisvörur 300 Tryggingar, opinbergjöld 400 Bækurogtímarit 1.600 Tæki/áhöld/búnaður 450 Viðhald fasteigna 1.000 Umhirðalóðar 150 Annað og ófyrirséð 700 Samtals 7.500 Rekstrarkostnaður alls 37.780 Rekstrarkostnaður pr. nemandal26 8. Rekstrarfyrir- komulag í fyrirliggjandi skýrlsu hefur ver- ið sett fram hugmynd að háskóla á Akureyri sem í meginatriðum bygg- ist upp á íjórum námsbrautum þar sem áætlað er að um 300 nemend- ur muni stunda nám. Háskólanefnd Akureyrar leggur áherslu á að fyrir- hugaður háskóli verði sjálfstæð stofnun en ekki útibú frá Háskóla íslands né hluti af þeim mennta- stofnunum sem fyrir eru á Akur- eyri. Meirihluti nefndarinnar tekur ekki afstöðu til hvers konar fyrir- komulag skuli haft á rekstrinum en bendir á tvo möguleika sem að hans mati ætti að kanna til hlítar: i) Ríkisstofnun ii) Sjálfseignarstofnun Með því að leggja til að kannað- ur verði möguleikinn á rekstri sjálfseignarstofnunar er varpað fram hugmynd um að skólinn verði í eigu ríkissjóðs, Akureyrarbæjar og einkafyrirtækja. Ríkissjóður og Akureyrarbær myndu leggja fram hluti sína í hús- eigninni við Þingvallastræti og leitað yrði til einkafyrirtækja um Qármögnun annars stofnkostnaðar. Rekstrarkostnaður skólans yrði greiddur af framlögum einkafyrir- tækja, framlagi ríkissjóðs og skólagjöldum nemenda. Fulltrúi Alþýðubandalags í há- skólanefnd Akureyrar, Guðlaug Hermannsdóttir, telur að háskóli á Akureyri eigi að vera ríkisstofnun og rekinn á sama grundvelli og Háskóli íslands. Landssamband sjálf stæðiskvenna: Námskeið í ræðumennsku og* fundar- sköpum LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna hefur ákveðið að halda sérstakt námskeið fyrir konur í ræðumennsku og fundarsköpum. Auk þess efnis verður greint frá Sjálfstæðisflokknum, stefnu hans í hinum ýmsu málaflokkum. Námskeiðið verður dagana 3. og 4. mars kl. 09.00-17.00 báða dag- ana. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður haldinn 5.-8. mars nk. Margar konur af landsbyggðinni munu sækja landsfundinn og var tími námskeiðsins valinn með tilliti til þess að hentað gæti þeim konum. Þetta verður tveggja daga nám- skeið þar sem farið verður í undir- stöðuatriði í ræðumennsku og fundarsköpum. Leiðbeinandi verður Þórhildur Gunnarsdóttir, fyrrver- andi formaður JC Vík. Þórhildur hefur mikla reynslu á þessu sviði. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins mun flytja er- indi um Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisstefnuna. Hreinn Loftsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra mun flytja erindi um utanríkis- og varnarmál. Þórunn Gestsdóttir ritstjóri mun leiðbeina um greinaskrif. Allar konur eru velkomnar til að taka þátt í þessu námskeiði Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, og eru þær sem huga á þátttöku beðn- ar um að tilkynna hana í símum 82779 og 82900 til framkvæmda- stjóra LS, Eyglóar Halldórsdóttur. ÍFréttatilkynning.) 1. Landsfund- ur Flokks mannsins FLOKKUR mannsins lieldur sinn fyrsta landsfund í Tónabíói í dag, laugardag, og hefst hann klukkan 14, en frá 13.30 mun Lúðrasveit verkalýðsins leika. Formlegum fundi lýkur klukkan 15.45 en á eftir verða veitingar í bíóinu. Drepir þú tfmann í bflnum með pví að lóta hugann reika aukast likumar á að þú drepir eitthvað annaö! Vaknaðu maður! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi ökumanna eru langalgengustu or- sakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöpp- in, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarendum í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- jjjjjsr SÍMINN ER 69-1140 691141 JHorgUnbTahib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.