Morgunblaðið - 28.02.1987, Page 49

Morgunblaðið - 28.02.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 49 1986-87. - 1056 ár frá slofnun Alþingis. 109. Iðggjafarþing. - 315. mál. Sþ. 557. Tillaga til þingsályktunar um varnir gegn mengun hafsins við ísland. Flm.: Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson, Eyjólfur Konráð Jónsson. Alþingi skorar á rikisstjórnina að efna til ráðstefnu hér á landi um vamir gegn mengui við ísland og annars staðar í Norðaustur-Atlantshafi þar sem sérstakiega verði fjallað um þ; hættu sem fiskistofnunum á þessu svæði er búin af hennar völdum. Til ráðstefnunnar verð boðið fulltrúum ailra þeirra rikja sem hér eiga hlut að máli og alþjóðastofnunum sem un þessi mál fjalla. Greinargerð. Á síðustu árum hefur mengun farið mjög vaxandi á mörgum hafsvæðum í Norðaustur Atlantshafi. Er nú svo komið að slík mengun hefur þegir haft alvarleg áhrif á vöxt O' viðgang fiskistofnanna á þessum slóðum þannig að sums staðar horfir til algerrar ördeyðu Mengun og ofvciði hefur þegar haft veruleg áhrif á fiskistofnana í Norðursjó með þein afleiðingum að gripið hefur verið til þeirra ráðstafana að minnka veiðiheimildir ýsustofninum þar um 37% og veiðiheimildir í þorskstofninn um 26%. Þá er alkunna at selastofnarnir í Eystrasalti og ýmsir fiskstofnar eru í verulegri útrýmingarhættu vegn mengunar. Pótt mengun hafsins sé mun minni eftir því sem norðar dregur er þó ljóst að hætta er; vaxandi mengun innan efnahagslögsögu íslands ef ekkert verður að gert. Pað sýnir þróunin Norðursjó og Eystrasalti svo ekki verður um villst. Orsakir slíkrar mengunar geta verið margvíslegar. Þar er m.a. um að ræða þau eiturefn sem í hafið berast frá landi, ekki síst frá iðnaði í þeim löndum sem liggja að Norður Atlantshafi. Er skemmst að minnast hinnar miklu mengunar sem átti sér stað (ánni Rfn m fyrr ( vetur, en sú mengun átti sér raunar upptök í Sviss. Þá er einnig um að ræða ólögleg; losun eitur- og úrgangsefna í hafið, svo sem átti sér stað fyrir nokkrum árum milli íslands oj Noregs. Alþjóðasamningur var gerður um takmarkanir og bann við losun slíkra efna 197; scm Island er aðili að. En spyrja má að hve miklu leyti ákvæði þess samnings séu virt framkvæmd. Þá er ótalinn sá mengunarvaldur sem hvað hættulegastur getur orðið í framtfðinni et það er mengun frá geilsavirkum úrgangsefnum sem í hafið berast. Áætlanir eru nú uppi í Bretlandi um að byggja stóra endurvinnslustöð fyrir brennsluefn kjarnaofna í Dounreay á norðurströnd Skotlands við Pentlandsfjörð. Munu afköst þessarai stöðvar verða um 60-80 tonn á ári af brennsluefni. I greinargerð um kjarnorkuverið í Dounreay og þessa endurvinnslustöð, sem samin vat (desember 1986 af-íslenskum sérfræðingum, Geislavörnum ríkisins, Hafrannsóknastofnun Siglingamálastofnun og Magnúsi Magnússyni prófessor, er komist að þeirri niðurstöðu ac ,'yegna ríkjandi hafstrauma muni geislavirk efni sem losuö verða í sjó frá stöðinni berast c hafsvœðið umhverfts ísland, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands", eins og segii orðrétt í skvrslunni. . _________ ________ Þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokks um varnir gegn mengun hafsins. Hættuuppspretta í Do- unreay? Vaxandi mengun sjávar í inn- höfum og við strendur Norður- og Austur-Evrópu hefur haft ríkuleg áhrif á almenningsálitið. Matthías Bjamason, samgönguráðherra, sagði í umræðu á Alþingi um um- hverfismál og mengunarvamir, að almennur mengunarótti gæti skað- að viðskiptalega hagsmuni sjávar- vöm löngu áður en heilsufarsleg atriði segðu til sín. Kjamokmslylsið í Chemobyl og eftirleikur þess tal- aði ským máli þar um. Læra þyrfti af reynslunni. Ráðherrann vék einnig að fyrir- hugaðri byggingu endurvinnslu- stöðvar fyrir brennsluefni kjamaofna nyrst í Skotlandi (Doun- reay). Ráðherra hefur nú falið Siglingamálastofnun, Geislavöm- um, Hafrannsóknarstofnun og fulltrúa íslands hjá Alþjóðakjam- okmmálastofnuninni að undirbúa upptöku þessa máls, þ.e. mengunar- hættu af starfsemi slíkrar endur- vinnslustöðvar, á aðalfundi samningsaðila Parsísarsamningsins um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, sem haldinn verður í júní í sumar. Leitað verður eftir samstöðu Norðurlanda í andófi við byggingu þessarar stöðvar. Ráðherra skýrði jafnframt frá því að fram fæm nú viðræður milli Siglingamálastofnunar, Hafrann- sóknarstofnunar og Geislavama um mælingar á geislavirkum efnum í sjó hér við land, sem fyrirhugaðar em á þessu ári, og nýr tækja- bnúnaður Geislavarna gerir mögu- legar. Miklir hagsmunir í húfi Mengun í sjó berst með straum- um og lífverum um hafíð. Vitneskja um þetta efni mætti þó meiri vera og mikilvægt er að efla hverskonar rannsóknir á þessu sviði. „Lega landsins í leið öflugra haf- strauma gefur sérstakt tilefni til þess að við fylgjumst vel með þróun mengunar hafsins í heiminum og þá sérstaklega á nærliggjandi haf- svæðum", sagði Matthías Bjama- son, samgönguráðherra, í þingræðu. I greinargerð Gunnars G. Schram, Péturs Sigurðssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þing- manna Sjálfstæðisflokks, með tilögu þeirra um vamir gegn meng- un hafsins við íslánd segir orðrétt: „Þótt mengun hafsins sé mun minni eftir því sem norðar dregur er þó ljóst að hætta er á vaxandi mengun innan efnahagslögsögu Is- lands ef ekkert verður að gert. Það sýnir þróunin í Norðursjó og Eystra- salti svo ekki verður um villst. Orsakir slíkrar megnunar geta verið margvíslegar. Þar er m.a. um að ræða þau eiturefni sem í hafíð berast frá landi, ekki sízt frá iðnaði í þeim löndum sem liggja að N- Atlantshafí. Er skemmst að minnst hinnar miklu mengunar sem átti sér stað í ánni Rín nú fyrr í vetur, en sú mengun átti sér raunar upp- tök í Sviss. Þá er einnig um að ræða ólöglega losun eitur- og úr- gangsefna í hafíð, svo sem átti sér stað fyrir nokkmm árum milli ís- lands og Noregs. Alþjóðasamningur var gerður um takmarkanir og bann við losun slíkra efna 1973 sem ís- land er aðila að. En spyija má að hve miklu leyti ákvæði þess samn- ings séu virt í framkvæmd. Þá er ótalinn sá mengunarvald- ur, sem hvað hættulegastur geturð orðið í framtíðinni, en það er meng- un frá geislavirkum úrgangsefnum sem í hafíð berast". í greinargerðinni er og vikið að endurvinnslutstöðinni í Dounreay. Vitnað er til umsagnar íslenzkra sérfræðinga, þar sem segir m.a.: „vegna ríkjandi hafstrauma munu geislavirk efni, sem losuð eru í sjó frá stöðinni berast á hafsvæðið umliverfís ísland, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands". Af þessum sökum beri Islendingum að hafa frumkvæði um, að kölluð verði saman ráðstefna þeirra ríkja, sem hér eiga hlut að máli, þar sem rædd verði mengunarhætta í Norðaust- ur-Atlantshafi og hvem veg skuli við bmgðist til varðveizlu nytja- físka. UM STAM SKÓIABARNA Bæklingur um stam skólabarna HJÁ Námsgagnastofnun er kom- inn út nýr bæklingur sem ber heitið Um stam skólabarna. Bæklingurinn er þýddur úr sænsku og eru dæmi tekin úr sænskum skólum. í bækling þessum er m.a. reynt að svara eftirfarandi spumingum: Hvað er stam?, hver er orsök stams?, hve algengt er stam? og hvemig má meðhöndla stam? Það eru talkennaramir Guðfínna Guðmundsdóttir, Helga Ingibergs- dóttir, Hildur Þórisdóttir og Pétur Pétursson sem hafa annast þýðingu en höfundar eru Karin Svanholm_ talkennari og Lennart Larsson tal- meinafræðingur. Bæklingurinn er 27 bls. í litlu broti. VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! /IILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEI INADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADI :erradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradei DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILI 3EILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÖDEILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDI iILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEl tNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADI ERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEÍ JÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILl JEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓPEILP SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÖDÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.