Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 44

Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 35 ára vígsluafmæli Myllubakkaskóla Keflavík. Myllubakkaskóli í Keflavik átti 35 ára vígsluafmæli þann 17. febrúar sl. Skólinn var vígður árið 1952 af sr. Eiríki Brynjólfssyni presti á Útskálum sem þjónaði líka Keflavík á þess- um árum. Skólinn þótti mikið mannvirki á sinum tima og i dag hefur bróðurpartur allra Kefl- vfldnga eytt barnaskólaárum sínnm þar. Skólastjóri Myllubakkaskóla er Vilhjálmur Ketilsson, en hann er núna bæjarstjóri í Keflavík og í árs leyfi. Skólastjóri í flarveru hans er Kristján A. Jónsson og sagði hann að skólinn væri orðinn alltof lítill og vonir væru bundnar við að hann yrði stækkaður á næstunni. Kristján sagði að fyrsta skóla- árið hefðu 368 nemendur verið í skólanum í 15 bekkjardeildum, en núna væru þeir 760 í 35 bekkjar- deildum. Núna væru 43 kennarar starfandi við skólann, en voru 11 fyrir 35 árum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal. Nemendur morgundeilda Myllubakkaskóla ásamt kennurum. Fyrir 35 árum var mynd tekin af nemendum skólans á sama stað og þá komust allir fyrir á tröppunum. Nýja ferðaskrifstofan Ferðabær er til húsa í Steindórshúsinu, Hafn- arstræti 2 Nemendur siðdegisdeilda Myllubakkaskóla ásamt kennurum. Flestir nemendur skólans fóru i leik- húsferð á vígsluafmælinu og þurfti 11 stórar rútur til að flytja þá alla. „Ferðabær“ opnar í Steindórshúsinu NÝ ferðaskrifstofa, Ferðabær, hefur hafið starfsemi sína í Steindórshúsinu, Hafnarstræti 2. Tilgangur nýju ferðaskrif- stofunnar er meðal annars að auka alhliða þjónustu við ferða- menn og fjölga skipulögðum ferðum innanlands, á þá staði sem orðið hafa útundan í skipu- lagningu ferða um landið, segir í frétt frá fyrirtækinu. Ýmsir hagsmunahópar í ferða- iðnaði standa að stofnun hins nýja fyrirtækis, en þeir eru meðal ann- arra, sveitastjórnir, bæjarfélög, ferðamannasamtök, aðilar í veit- inga- og hótelrekstri, einstakling- ar og fyrirtæki á landsbyggðinni. I tilefni opnunarinnar veitir Ferðabær afslátt af ferðum með flugvélum og áætlunarbílum til allra ferðabæjanna. Jafnframt verða í boði ferðir til útlanda, til dæmis helgarferðir, verslunarferð- ir, rútuferðir um Þýskaland, Belgíu, Holland, Tyrkland, ásamt ferðum víðsvegar um heim á til- boðsverðum. Þá mun Ferðabær veita aðstoða við gerð tilboða í ferðir, jafnt innanlands sem utan. Ferðabær mun jafnframt reka bílaleigu. raðauglýsingar raðauglýsingar ■ Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1 3. hæð þriðjudaginn 3. mars kl. 21.00 stundvislega. Ný þríggjakvölda keppni. Mætum öll. Stjórnin. Ungir sjálfstæðismenn á landsfundi Ungir sjálfstaeðismenn á landsfundi munu hittast i kjallara Valhallar á fimmtudaginn kl. 20.00 og bera saman bækur sínar og leggja á ráðin. Takið því kvöldiö frá timanlega. Einnig viljum við minna á opinn stjórnarfund SUS sem haldinn veröur i Valhöl! fimmtudaginn kl. 12.00. Þórshöfn og nágrenni Matthías Á. Matthiesen utanríkisráðherra boðar til almenns fundar um utanríkismál og vestrænt samstarf f samkomuhúsinu kl. 16.00 sunnudaginn 1. mars. Fundurinn verður opinn almenningi. 27. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Tilkynning til flokksfélaga og fulltrúaráða Enn eiga mörg félög ólokið fulltrúakjöri á landsfund og hafa ekki heldur uppfyllt ákvæði skipulagsreglna flokksins um aðalfundi og skil á skýrslum. Þar sem nú styttist mjög í landsfundinn er þeim eindregnu tilmælum beint til þessara félaga að ganga sem fyrat frá fulhrúakjöri og tilkynna tll flokksskrlfstofunnar. Drög að ályktunum landsfundarins hafa verið send út til formanna til dreifingar meðal fulltrúa en drögin má einnig fá á skrifstofu flokks- ins eða fá send í pósti ef óskað er eftir þvi. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Landsmálafundur á Goðalandi í Fljótshlíð Sjálfstæðismenn boða til almenns stjórnmálafundar að Goðalandi í Fljótshlíö þriöjudagskvöldið 3. mars. Framsögumenn fjalla um stöðu landsmála og stefnu, hvaö hafi áunn- ist og hvað sé til úrbóta. Siöan verða almennar umræður. Fundurinn verður öllum opinn. Ræðumenn: Eggert Haukdal alþingismaður, Arndís Jónsdóttir kenn- ari og Árni Johnsen alþingismaður. Sjálfstæðisfólag Rangæinga. Þjóðmálafundur í Þorlákshöf n Sjálfstæöismenn boöa til almenns fundar í grunnskólanum í Þorlákshöfn sunnudag- inn 1. mars nk. kl. 16.00. Framsögumenn munu ræöa landsmálin, stöðu og stefnu, hvað hafi áunnist og hvað sé til úrbóta. Síðan verða almennar umræð- ur en fundurinn verður öllum opinn. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra, Arndís Jónsdóttir kennari, Eggert Haukdal alþingismaður og Árni Johnsen alþingismaður. Sjálfstæðisfólagið Ægir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.