Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Samvinnuf erðir-Landsýn: Viðbótarsamning- ur um Mallorkaflug SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa gert viðbótar leiguflugs- samning við Flugleiði um leigu- flug til Mallorka í sumar fyrir 1.000 farþega umfram áætlaðan farþegafjölda. Tæplega 2.000 manns hafa nú þeg- ar pantað ferðir til Mallorka með SL í sumar. Með nýja leiguflugs- samningnum er hægt að anna eftirspuminni og auk þess eru nú 600 til 700 sæti laus á Mallorka, samkvæmt upplýsingum frá SL. Búið er að tryggja gistingu fyrir þessa viðbótarfarþega á hótelum við Santa Ponza-ströndina. Samvinnuferðir-Landsýn buðu upp á ferðir til Mallorka í fyrsta sinn í fyrra og í sumar var sæta- fjöldi þangað tvöfaldaður. Hinsveg- ar með viðbótarsamningnum, hefur sætafjöldi þangað verið þrefaldað- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrstu íbúðirnar i verkamannabústöðum við Frostafold voru af- hentar í gær. Verkamannabústaðir afhentir eig- endum 1 Grafarvogi: Þriðji hver umsækj- andi fær úrlausn FYRSTU þijár íbúðimar af 108 í 6. áfanga verkamannabústaða í Grafarvogi I, vora afhentar í gær. Um 250 fbúðum er úthlutað ár hvert að meðtöldum ibúðum í endursölu en milli 2.500 og 2.600 íbúðir tilheyra verka- mannabústöðunum, að sögn Ríkarðs Steinbergssonar fram- kvæmdastjóra Verkamannabú- staða. Um 750 umsóknir bárust þegar auglýst var eftir umsækj- endum i desember síðastliðnum. Ríkarður sagði að átta íbúðir í 6. áfanga yrðu afhentar eigendum á þriggja vikna fresti. Þetta eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í þriggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða fjórbýlishúsum við Frostafold 37 til 51 og Frostafold 41 til 45. Áætlaður kostnaður við 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi er 2.850 þús. og áætlaður kostnaður við 3ja herb. íbúð er um 3.300 þús- und tii 3.400 þús. í fjórbýlishúsun- um er áætlaður kostnaður við 3ja herb. íbúð 3.700 þús. og 4ra herb. íbúð er áætluð á 4.100 til 4.200 þús. íbúðimar eru afhentar fullfrá- gengnar. Þijár íbúðir við Frostafold 41 til 45 verða almenningi til sýnis laugardaginn 28. febrúar og sunnu- daginn 1. mars milli klukkan 13 og 18. I beinu framhaldi af 6. áfanga era þegar hafnar framkvæmdir við 94 íbúðir í Grafarvogi II og verður þeim úthlutað á þessu ári. Ríkarður sagði að 750 umsóknir um íbúð hefðu borist þegar auglýst var eftir umsækjendum í desember síðast- liðnum. „Á hveiju ári koma um 100 íbúðir í endursölu og svipaður fjöldi skiptir um og fær stærri íbúð, þann- ig að þetta er um einn þriðji umsækjenda sem við getum sinnt,“ sagði Ríkarður. Seðlabanki íslands: Símamynd Morgunblaðið/Brynja Tomer Frá öðram islenska kynningarbásnum á ferðamálakaupstefnunni í Mílanó. Á myndinni sjást Hildur Jónsdóttir frá Samvinnuferðum/Landsýn, Peter Wensauser frá Arnarflugi, Magnús Oddsson frá Arnarflugi og itölsk stúlka sem spurðist fyrir um ferðir til íslands. Ferðamálakaupstefna á Ítalíu: Island meðal þátttak- enda í fyrsta skipti Kynningarbæklingarnir urðu eftir á flugvellinum Mílanó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgnnblaðsins. Fer ðamálakaupstefna Mílanó hófst á miðvikudag og er þetta stærsta ferðamála- kaupstefna sem haldin er á ítaliu. ísland er nú beinn þátt- takandi á kaupstefnunni i fyrsta sinn og alls taka sjö islenskir aðilar þátt í henni. Reiknað er með því að um 100.000 manns komi á ferðamála- kaupstefnuna í Mflanó. Ferða- málaráð á aðild að tveimur básum á kaupstefnunni í samvinnu við Amarflug, Flugleiðir, Atlantic, Ferðaskrifstofu ríkisins,^ Sam- vinnuferðir/Landsýn og Urval. Þetta er sjötta ferðamálakaup- stefnan sem haldin er í sýningar- höllinni í Mflanó. Hún stendur í fímm daga og lýkur því á sunnu- dagskvöld. Kjartan Lárasson formaður Ferðamálaráðs íslands sagði í samtali við fréttaritara að kveikjan að þátttöku á kaupstefn- unni hefði verið gífurleg íjölgun ítalskra ferðamanna til Islands á síðasta ári. „Eina vandamálið," sagði Kjartan, „er að ítalskir toll- verðir vora í verkfalli þegar við komum tii landsins og því varð meginhlutinn af kynningarbækl- ingum okkar eftir á flugvellinum. Verkfallið leysist væntanlega á morgun og þá fáum við alla bækl- ingana sem urðu eftir á flugvellin- um.“ Alls taka yfir tvö þúsund aðilar þátt í þessari ferðakaupstefnu, þar sem kynntir era ferðamanna- staðir á Ítalíu og alls 118 þjóðlönd. Lausafjárstaða inn láns stofn- ana verði 7% af ráðstöfunarfé Hér fer á eftir fréttatilkynning Seðlabanka íslands, sem gefin var út í gær í tilefni af lækkun bindiskyldu innlánsstofnana hjá Seðlabanka og ákvæðum um 7% lausafjárstöðu stofnananna: Nú um mánaðamót febrúar og marz verða gerðar víðtækar breyt- ingar varðandi ýmsa þætti í stjóm peningamála. Era þessar breytingar sprottnar bæði af ákvæðum_ nýrrar löggjafar um Seðlabanka íslands, sem tók gildi 1. nóvember sl., og nýjum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, sem tóku gildi í upphafi síðastliðins árs. Beinist þessi löggjöf að því að auka frjálsræði á peninga- markaðnum, m.a. varðandi ákvörðun vaxta, jafnframt því sem samræmdar reglur era settar um eiginfjárstöðu og aðra lykilþætti í starfsemi innláns- stofnana. í samræmi við þetta er stefnt að því að draga úr notkun þeirra stjómtækja, sem fela í sér beina íhlutun um fjárhagsstöðu inn- lánsstofnana, svo sem innlánsbind- ingu, en taka í stað þess upp önnur stjómtæki, svo sem millibankamark- að og ákvæði um það, hvert skuli vera lágmark lausafjár hjá innláns- stofnunum. Meginbreytingin, sem til fram- kvæmda kemur nú um mánaðamótin, er lækkun innlánsbindingar úr 18% í 13%, jafnframt því sem hverri inn- lánsstofnun er gert að eiga að jafnaði sem svarar 7% af ráðstöfunarfé í lausum eignum, svo sem óbundnum nettóinnlánum í öðram bönkum og ríkisvíxlum. Sú hækkun innláns- bindingar, sem hér er um að ræða, nemur um 2,5 milljörðum kr., og leiðir hún til bættrar lausafjárstöðu innlánsstofnana um sömu fjárhæð. Af lækkun innlánsbindingar verða 3A hlutar, eða um 1.500 millj. kr., Selfoss: 31,5 milljónir til framkvæmda Selfoasi. Fjárhagsáætlun Selfoss- kaupstaðar var nýlega af- greidd í bæjarstjórn. Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs á þessu ári eru 179,6 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð 136,9 milljónir. Til nýfram- kvæmda er gert ráð fyrir 31,7 milljónum. Um 30 milljónir króna fara í gjaldfaUnar af- borganir lána á árinu. Út- svarsálagning á árinu verður 10,4%. Úr bæjarsjóði verða greiddar á árinu 10,9 milljónir upp í gjald- fallnar afborganir lána en 18,6 milljónir verða teknar að láni til að mæta afborgunum og lengja lánstímann. Af helstu framkvæmdum á áætlun má nefna byggingu skóladagheimilis, sem í eru áætl- aðar 6,5 milljónir og í götur, holræsi og gangstéttar fara 6 milljónir. greiddir í ríkisvíxlum, en afgangur- inn kemur beint inn á viðskiptareikn- inga innlánsstofnana í Seðlabankan- ■ um. Hin nýju ákvæði um 7% lausafjárhlutfall era sett til þess að tryggja, að sá bati lausafjárstöðunn- ar, sem með þessu fæst, verði varanlegur, en leiði ekki til útlána- þenslu. Með þessum aðgerðum er að því stefnt, að koma greiðslustöðu inn- lánsstofnana í heilbrigðara horf til samræmis við þá löggjöf, sem um þær gildir, en á síðustu áram hefur lausafjárstaða margra þeirra verið óviðunandi og óumsamin skuldasöfn- un í Seðlabankanum of algeng. Með bættri lausafjárstöðu innan ramma ákveðins lausaQárhlutfalls gefst inn- lánsstofnunum meira svigrúm til að forðast greiðsluerfíðleika. Má vænta þess, að með þessu verði stuðlað að auknum millibankaviðskiptum, er komi að veralegu leyti í stað fyrir- greiðslu af hálfu Seðlabankans. Jafnframt er með útgáfu ríkisvíxla stefnt að því, að hér geti þróazt fíjáls ríkisvíxlamarkaður, sem bæði getur orðið mikilvæg uppspretta skammtímafjármagns til að mæta rekstrarfjárþörfum ríkissjóðs, en um leið ftjáls markaður er gefi mikilvæg- ar leiðbeiningar um heildaijafnvægi á peningamarkaðnum. Stefnt er að því, að með tímanum verði kaup og sala ríkisvíxla eitt helzta tæki Seðla- bankans til þess að hafa áhrif á þróun peningamagns, en yfirdrættir inn- lánsstofnana á reikningum þeirra við Seðlabankann hverfí með öllu úr sög- unni. Framkvæmd þeirrar kerfísbreyt- ingar, sem hér hefur verið lýst, hlýtur vitaskuld að mótast af því ástandi, sem nú er ríkjandi á peningamark- aðnum. Vegna mikillar eftirspumar- þenslu er því nauðsynlegt, að svo sé um hnútana búið, að í kerfisbreyting- unni felist ekki nein slökun á því aðhaldi í peningamálum, sem nú er nauðsyniegt, en jafnframt eiga þess- ar nýju reglur að geta leitt til markvissari stjómunar af hálfu inn- lánsstofnana og meiri sveigjanleika á lánamarkaðnum. Eitt meginvanda- málið, sem þar er nú við að etja, er greiðsluhalli ríkissjóðs, sem nauðsyn- legt er að fjármagna sem mest með innlendu lánsfé. I samræmi við ijár- lög þessa árs er að því stefnt, að innlánsstofnanir kaupi verðbréf og ríkisvixla af ríkissjóði að fjárhæð er nemi 1.650 millj. kr. Hefur Seðla- bankinn annazt samningaviðræður við innlánsstofnanir um þetta mál að undanfömu og er að vænta niður- stöðu þeirra snemma í næsta mánuði. Að lokum er rétt að taka fram, að kerfísbreyting af þessu tagi hlýtur að fela í sér ýmiss konar óvissu bæði um framkvæmd og áhrif á pen- ingalegt jafnvægi. Það má því búast við því, að ýmsa þætti þeirra reglna sem nú hafa verið settar, þurfí að endurskoða í ljósi reynslunnar á næstu mánuðum. Meginmarkmiðið er að tryggja annars vegar þróun fíjálsri og heilbrigðari peningamark- aðs hér á landi, en hins vegar að halda peningalegri eftirspum í landinu. innan þess ramma, sem sett- ur hefur verið með öðram ákvörðun- um ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- um og þeim lausasamningum* sem gerðir vora síðastliðinn desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.