Morgunblaðið - 28.02.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 28.02.1987, Síða 19
vapr íiAT'iírq'TO pp íitirrínnamta t nirih mMTirtanwr • sr MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 19 Heiðursmerki __________Mynt_____________ Ragnar Borg A Myntsafni Þjóðminjasafns- ins og Seðlabankans við Einholt 4 eru 3 íslensk heiðursmerki, sem sjaldgæf eru. Þau eru öll opinber, þannig að forseti ís- lands veitti, eða veitir þau. „Heiðurspeningur til minn- ingar um herra Svein Bjömsson forseta." Til þessa heiðursmerk- is stofnaði Ásgeir Ásgeirsson forseti hinn 26. febrúar 1953. Orðan er úr silfri, 30 mm, teikn- uð af hinum fræga danska myntsláttumeistara Harald Salomon og slegin hjá A. Mic- helsen í Kaupmannahöfn. Á framhlið er vangamynd af Sveini Bjömssyni og á bakhlið- inni skjaldarmerki Islands. Ég hefi heyrt að frú Georgia Björnsson hafí verið beðin um að rita lista yfír þá sem orðuna hlytu og veitti Ásgeir forseti hana síðan 16 íslendingum hinn 27. febrúar 1954 og fékk að auki sjálfur eina. Hefír þessi orða ekki verið veitt síðan. „Heiðurspeningur til minn- ingar um vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar til Þjóðkirkjunnar 1963.“ Til þessarar orðu var stofnað hinn 11. júlí 1963 og hún veitt 105 íslendingum og útlending- um hinn 21. júlí 1963. Harald Salomon teiknaði orðuna og var hún slegin hjá A. Michelsen í Kaupmannahöfn. Hér heima setti ‘Kjartan Ásmundsson gull- smiður blátt smelti (emalje) á orðurnar allar og var það að sjálfsögðu gert í samráði við Harald Salomon. Þessi orða hef- ir ekki verið veitt síðan. „Heiðurspeningur forseta ís- lands“ er orða sem enn er veitt. Orðan er úr silfri, 30 mm og fylgir dökkblár borði. Ásgeir Júlíusson teiknaði og A. Mic- helsen í Kaupmannahöfn sló þessa orðu. Á framhlið er mynd af Ingólfi Amarsyni, fyrsta landnámsmanninum, en á bak- hlið er skjaldarmerki íslands. Það þarf ekki að taka það fram að öllum þessum heiðurs- merkjum er fallega stillt upp á safninu, sem er opið á sunnu- dögum milli klukkan tvö og fjögur. GAMLIR Þú rekst þarna á söguhetjurnar í löngum röðum. íslenskar og erlendar. Bundnar og óinnbundnar. Og þú getur tekið þær allar með þér heim — fyrir lítið fé. Bókamarkaðurinn í Nýjabæ er með gamla, góða laginu. Fjölbreyttur, spennandi og ÓDÝR. SIÐASTA HELGIN Opið mán.-þri. kl. 12-19 laug. kl. 10-16 sun. kl. 13-17 Strætisvagnar nr. 2, 3 og 16 stoppa beint fyrir utan Nýja- bæ. Þeir ganga m.a. frá Hlemmi og Lækjartorgi. LESKRÓKUR - BARNAGÆSLA Greiðslukortaþjónusta. A GAMIAGOÐAVERÐINU FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í NÝJABÆ, EIÐISTORGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.