Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 4 Klivía — Clivia miniata Ættkvíslin Clivia nær yfir fjór- ar aðaltegundir og á heimkynni í Suður-Afríku. Á norðurslóðum eru aðallega ræktaðar tvær þess- ara tegunda: Clivia nobilis með fremur smá drúpandi blóm og Clivia miniata með stór upprétt blóm og er það hún sem hér verð- ur gerð að umtalsefni. Jurtin ber nafn hertogafrúar nokkurrar sem einhverju sinni var uppi á því fom- fræga Norðhumbralandi og bar tignarheitið Lady Clive. Síðara nafnið — miniata — mun hinsveg- ar þýða menjurauður og höfðar til litarins á blóminu. Jurt þessi mun hafa hlotið íslenska heitið RÖÐULBLÓM, en þar sem ekki Klivía. Ljjósm.: Ólafur Jónason er að sjá að það nafn hafi náð að festast við það enn sem komið er, mun KLIVIU nafnið verða notað f þessum pistli. Klivía er af páskaliljuætt (Am- aryllidaceae) en er ekki laukjurt eins og þó er algengast þegar um þá ætt er að ræða. Aldinið er rautt safaríkt ber, einnig í því til- liti er hún frábrugðin flestum ættingjum sínum. Fyrir kemur að klivía sem ræktuð er í stofu myndi fræ en það þarf langan tíma til að þroskast. Klivía er að jafnaði góð stofu- jurt og auðveld í ræktun. í upprunalegum heimkynnum sínum vex hún á skuggsælum, klettóttum skógarsvæðum og kann því ekki sérlega vel við sig í sterku sólskini, sem getur haft þau áhrif á hin dimmgrænu gljá- andi blöð að þau gulni og fái á sig brúnleita bletti. Um og eftir blómgunartímann sem venjulega er að vorinu eða snemma sumars þarf að vökva rækilega og spara ekki áburðargjöf, en þetta tvennt má telja skilyrði fyrir góðri blómg- un. Klivía getur orðið æði langlíf ef vel er um hana hirt, en hún er fremur seinvaxin. Jurt sem alin er upp af rótarsprota ber tæplega blóm fyrr en á 3. eða 4. ári, en þá blómstrar hún líka svo um munar. Upp úr blaðhvirfingunni vex gildur blómstöngull sem í fyll- ingu tímans getur borið 15—20 klukkulaga blóm, sem hvert um sig er 4—6 sm í þvermál og álíka langt, rauðgult á lit (menjurautt!) og hið glæsilegasta ásýndum. Þegar liðið er á sumar er gott að hvíla jurtina a.m.k. í þrjá mánuði (ág./okt.) og hætta þá vökvun eða minnka hana svo sem frekast er unnt, en vitaniega verður það að fara nokkuð eftir aðstæðum því búi jurtin við mikinn hita getur lítilsháttar vökvun verið nauðsyn- 7 * -s leg. Einnig þessi meoieru stuuim að ríkulegri blómgun. Gott er að vökva með ylvolgu vatni. Nægilegt á að vera að skipta um mold með tveggja eða þriggja ára millibili og samtímis má þá fjölga jurtinni með skiptingu og einnig með því að taka frá henni rótarsprota, en gæta skal varúðar því grófgerðar rætumar em brot- hættar og þola illa hnjask. Klivía sést ekki oft í blómaverslunum, eða er þar a.m.k. ekki áberandi, en að gömlum og góðum sið munu „afleggjarar" af henni þeim mun irefiiur h.afa gengið manna á milli. Umgj. Athugasemd fyrir þá sem halda Blómi vikunnar til haga: Því mið- ur hefur slæðst skeklqa í röðun síðustu greinanna, en rétt á hún að vera svona: nr. 38 Gróðurskáli eða sólbaðs- stofa 7.2. nr. 39 Alparós 14.2. nr. 40 Hawaiirós 21.2. nr. 41 Klivía 28.2. VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK Sýning íbúða Laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. marz verða íbúðir í verka- mannabústöðum við Frostafold 41—45 2. hæð í Grafarvogi almenningi til sýnis milli kl. 13 og 18. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. fllwgMiiMjtfrft Góðan daginn! i:\ISLAND, rA I , : Olufsvík 1687-1987 I * jTk Nýtt frí- merki 26. marz FRIMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson Póst- og símamálastofnunin o,l° ftnHr InncTi sent neiur uam auo *.j. u ,0. frá sér tvær fyrstu tilkynningar þessa árs um væntanleg frímerki sín. Eins og ég hef áður tekið fram, eru þessar tilkynningar orðnar mjög smekklegar og þess vegna um leið safngripir með nokkrum hætti. í fyrstu tilkynn- ingunni eru raktar allar þær frímerkjaútgáfur, sem póststjóm- in sendir frá sér á árinu. Þetta var allt talið upp í þætti 11. jan. sl., svo að því verður sleppt hér. í seinni tilkynningunni er svo fyrsta frímerkið boðað. Kemur það út 26. marz og af því tilefni, að Ólafsvík hefur verið löggiltur verzlunarstaður í 300 ár og er hinn elzti á íslandi. Varð Ólafsvík verzlunarstaður með tilskipun 1687. Mun byggð hafa verið þar frá öndverðu, enda hafði margt manna safnazt snemma á tímum í sjávarþorpin á Snæfellsnesi. Að sjálfsögðu hóf danskur maður fyrst verzlun í Ólafsvík, en þar urðu kunnastir Clausensfeðgar á 19. öld og allt fram á þessa öld. Clausensverzlun var stór og um- fangsmikil. Vora aðallega tvö kaupför, sem verzlunin átti og komu árlega til Ólafsvíkur. Annað þeirra nefndist Svanur, og var hann samfleytt 116 ár í förum milli Kaupmannahafnar og Ólafsvíkur. Biðu héraðsbúar á hveiju vori með óþreyju eftir Svaninum og þeim vöram, sem hann flutti frá Danmörku. Enda- lok hans urðu þau, að hann rak upp í fjörana í Ólafsvík fullfermd- ur árið 1893. Á frimerki því, sem Póst- og símamálastofnunin gefur út af tilefni þessara tímamóta í sögu Ólafsvíkur, er mynd af Svan- inum undir fullum seglum á legunni í Ólafsvík. Þröstur Magn- ússon hefur teiknað merkið, en það er prentað í stálstungu í Ríkis- prentsmiðju Austurríkis, en þar vora Landsbankafrímerkin á síðasta ári einnig prentuð. Verð- gildi þessa frimerkis era 50 krónur og 25 merki í örkinni. Kílóvara póst- stjórnarinnar Póststjómin hefur auglýst eftir tilboðum í kílóvöra (notuð frimerki, aðallega frá 1981), og skulu þau berast til Frímerkjasöl- unnar í ábyrgðarbréfi í síðasta lagi 31. marz nk. Tekið er fram í auglýsingunni, að lægsta tilboð, sem tekið var við síðustu úthlut- un, hafi verið 2.450 krónur fyrir 250 gramma pakka. Síðan kemur sú klausa, sem íslenzkum söfnur- um finnst vera hróplegt ranglæti, að söluskattur bætist við tilboðs- verðið innanlands. Erlendir safnarar sleppa hins vegar við skattinn. Afleiðingin verður auð- vitað sú, að mestur hluti kílóvör- unnar fer úr landi og kemur söfnuram hérlendis að engum notum. Engu að síður vil ég benda lesendum þáttarins á auglýsing- una, því að þeir era auðvitað til, sem hug hafa á að komast yfir einn og einn pakka af þessum afklippingum póststjómarinnar, þótt dýrir séu. Leiðbeining um frímerkjasöfnun Frímerkj asafnarar hafa oft rætt það sín á milli, að þörf sé á leiðbeiningu og kennslu í söfnun frimerkja og þá helzt meðal yngstu kynslóðarinnar. Vissulega hefur á liðnum áratugum verið gerð tilraun í þessa átt hér á landi. En þar er við ramman reip að draga og hefur orðið æ erfíð- ara m.a. með vaxandi flölmiðla- og „vídeó“-tækni. Er þetta vanda- mál ekki einungis meðal safnara hér á landi, heldur er það þekkt í hópi frímerkjasafnara um víða veröld. Hafa samtök safnara rætt þessi mál og þær leiðir, sem fara megi til úrbóta. íslenzkir safnarar hafa einnig leitt hugann að því, hvað þeir geti gert og þá ekki sízt, eftir að þeir eignuðust félags- heimili í Síðumúla 17. í haust var svo ákveðið £ið. freista þess að koma á fót nám- skeiði á vegum Landssambands ísl. frímerkjasafnara (LÍF) meðal unglinga hér á Reykjavíkursvæð- inu, sem era í Félagi frímerkja- safnara og Klúbbi Skandinavíu- safnara. Hófst það síðan í húsakynnum LÍF i Síðumúlanum fímmtudaginn 29. jan. sl. Hefur það síðan verið vikulega, og sækja það reglulega 10—15 drengir. Er venjulega hitzt á fimmtudags- kvöldum og setið saman um l’Aklst. Leiðbeinendur eru Ámi Gunnarsson kennari og Hálfdan Helgason tæknifræðingur. Á þessu námskeiði er unglingunum kennt að fara réttilega með frímerki, greina gölluð merki frá heilum merkjum, greina þau eftir löndum, nota verðlista o.s.frv. Eins er þeim leiðbeint um að setja frímerki upp á blöð og raða þeim snyrtilega. Reynt er að hafa þetta leiðbeiningarstarf óþvingað og láta unglingana sjálfa nota hug- myndaflug sitt og ráða um leið ferðinni innan ákveðinna marka. Á þann hátt ætti að takast að glæða áhuga þessara ungu manna, sem brátt erfa landið, á þessari hollu tómstundaiðju. Ef þetta námskeið heppnast vel, er ætlunin að halda því áfram. Er þá sjálfsagt að gefa utanfé- lagsmönnum kost á að færa sér þetta leiðbeiningarstarf í nyt, jaftit yngri sem eldri. Nú eldast margir svo vel, að þeir hafa ág- ætt starfsþrek, þegar þeir verða að vílqa úr starfi og fara á eftirla- un. Fyrir þá getur frímerkjasöfn- un einmitt orðið skemmtileg og fræðandi tómstundaiðja og stytt þeim stundir á dögum, sem ann- ars gætu orðið lengi að líða. Sjálfur tala ég hér af nokkurri reynslu, og þess vegna vil ég benda öðram á þessa leið, ef þá vantar eitthvað til að hugsa um á efri árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.