Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 57 ÞÓ EKKI kannist kannski allir við nafnið Páll Torfi Önundarson þá hefur maðurinn sá verið ansi lengi að fást við og gefa út tónlist, eða yfir þrjátíu ár. Á þessum tíma hefur hann leikið með hinum ýmsu hljóm- sveitum, s.s. Diabolus in Musica, JB blús- bandinu og Combó Jóhönnu Þórhalls svo einhverjar séu nefndar. Hann sendi nýverið frá sér plötuna Jazzskotin með eigin lögum sem eru, eins og nafnið gefur til kynna, djassskotin þótt daðrað sé við fleiri tónlistarstefnur. Það verður að segjast, að hér á þessari plötu er valinn maður í hverju rúmi, einvala lið reynslubolta sem allir skila sínu af stakri prýði. Hljóðfæraleikur, sem og flutningur allur, er með eindæmum. Sjálfur er Páll Torfi afbragðs gítarleikari, sérlega leikinn á hinn „akústiska“ gítar sem hann kýs svo að kalla. Einn er það þó flytjenda, sem að öðr- um ólöstuðum, stendur uppúr, en það er Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann sýnir það hér enn og aftur hversu afburða góður söngvari hann er, sér í lagi í glæsilegri djassvalsnálgun Páls Torfa á Stökum („Enginn grætur Íslending“) Jónasar Hall- grímssonar. „Ensk manvísa frá 14. öld“, einnig í flutningi Páls Óskars, er líka mjög smekkleg lagsmíð með skemmtilega angurværu gítarspili. „Í gömlum Skóda“ og „Vetrarmorgunn“ eru róleg og tregablandin í frábærum flutningi Ellenar Kristjánsdóttur, eins og hennar er von og vísa. „Vetrarmorgunn“ er glæsilegt lag sem í óaðfinnanlegum flutningi Ellenar verður að djass-standard eins og þeir ger- ast bestir. „Kristnir menn og márar“, með sínum spænska blæ, er einkar gott og fer Jóel Pálsson þar algjörlega á kostum á sópransaxófón. Framangreind lög eru þau rismestu plötunni, önnur ná sér einfaldlega ekki á flug þó sum þeirra hafi sitthvað til sína ágætis, en mismikið þó. Í lögunum „Um verkun saltfisks“ og „Nærmynd“ er t.d. ekki laust við að maður fái það sterk- lega á tilfinninguna að hér séu Millj- ónamæringar á ferð, sem er miður. Helsti styrkur plötunnar er kannski líka hennar stærsti veikleiki; allt er svo ótrúlega pottþétt, spilamennska og flutningur lýta- laus, hljómur og hljóðblöndun eins og best verður á kosið og lagasmíðar góðar. Allt þetta gerir það að verkum, með nokkrum undantekningum þó, að tónlistin verður ein- hvern veginn dauðhreinsuð, og missir þar af leiðandi sálina, sjálfan grunntónninn. Velta má fyrir sér hvort það sé hinn klíníski bak- grunnur tónlistarmannsins, sem veldur. Það er einhvern veginn þannig, þegar hlutir eru skilgreindir í þaula, njörvaðir niður í fyr- irfram ákveðnar formúlur, þá er fátt eftir sem komið getur á óvart. Kannski var það heldur aldrei ætlunin, en útkoman er þrátt fyrir allt áferðarfalleg og hljómþýð plata. Smekklegt en sótthreinsað TÓNLIST Geisladiskur Út er komin ný plata með Páli Torfa Önundarsyni, sem nefnist Jazzskotin. Hér flytur Páll Torfi eigin lög við ljóð og texta ýmissa höfunda. Hljóðfæraleikarar eru, auk Páls sjálfs, sem leikur á gítar, Tómas R. Ein- arsson (kontrabassi), Matthías Hemstock (áslátt- ur), Eyþór Gunnarsson (píanó), Jóel Pálsson (sópr- an- og tenórsaxófónar), Þórður Árnason (gítar) og Þórir Baldursson (Hammond-orgel). Söngvarar eru Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Ragnheiður Gröndal. Upp- tökur og hljóðblöndun fóru fram í hljóðveri FÍH, upp- tökustjóri Þórir Baldursson. Útgefandi er Dr. Blood, dreifing Zonet. Páll Torfi Önundarson – Jazzskotin  Grétar M. Hreggviðsson  S.V. / Mbl.  KRINGLAN Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins. LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Kalli og sælgætisgerðin TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS H.J. / Mbl. Ó.H.T. / RÁS 2 DV NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG I Í I I CHARLIE AND THE kl. 4 - 6.15 - 8.15 - 10.30 SKY HIGH kl. 4 - 6.10 - 8.15 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8.30 - 10.30 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 4 - 6.10 Frábær leikin ævintýramynd frá Disney hlaðin ótrúlegum flottum tæknibrellum í anda “The Incredibles” DISNEY ÁLFABAKKI THE CAVE kl. 6.15 - 8.20 - 10.40 B.i. 16 ára. THE CAVE VIP kl. 8.20 SKY HIGH kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 THE 40 YEAR OLD VIRGIN Forsýning kl. 10.30 THE 40 YEAR OLD VIRGIN Forsýning í Lúxus VIP kl. 10.30 HERBIE FULLY LOADED kl. 3.50 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4 CHARLIE AND THE kl. 3.30 - 6 - 8.15 - 10.30 CHARLIE AND THE VIP kl. 3.30 - 6 STRÁKARNIR OKKAR kl. 6 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 RACING STRIPES m/ensku.tali. kl. 6 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 4 JOHNNY DEEP Sýningartímar sambíóunum SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.