Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi NIÐURSTÖÐUR nýrrar Gallup-könnunar, sem unnin var fyrir fyrirtækið Franca ehf., leiðir í ljós að 57,3% allra svarenda sem afstöðu tóku í könnuninni vilja sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. 42,7% vilja sjá Gísla Martein Baldursson varaborgarfulltrúa í fyrsta sætinu, ef valið stæði á milli þeirra beggja. Jafnframt kom í ljós í könnuninni að 52% þeirra svarenda sem sögðust styðja Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík vilja að Gísli Marteinn verði í fyrsta sæti á lista flokksins en 48% Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 53,9% væri kosið nú Fylgi flokkanna í borginni var einnig athugað í könnuninni og spurt hvaða flokkur yrði fyrir valinu væri gengið til borgarstjórnarkosninga nú. Alls sögðust 53,9% svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin fengi sam- kvæmt könnuninni 26,3%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 11,5%, Frjálslyndi flokkurinn 3% og Framsóknarflokkurinn 2,3%. Fjöldi svarenda í þessum hluta könnunarinnar var 569 og tók 70% þeirra afstöðu, 25,3% tóku ekki af- stöðu og 4,6% sögðust myndu skila auðu. Könnunin var gerð dagana 1.–12. september. Úrtakið var 1.138 Reykvíkingar á aldrinum 18– 85 ára, valið af handahófi úr þjóðskrá. Svar- hlutfall var 50%. Vikmörk könnunarinnar eru 4,9%. Eins og áður segir vann Gallup skoðanakönn- unina fyrir Franca ehf. en það er fyrirtæki í eigu Eggerts Skúlasonar. Könnun Gallup á stuðningi við frambjóðendur í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 57,3% af heild vilja Vilhjálm Þ. en 52% sjálfstæðismanna Gísla Martein NÝNEMAR í Kvennaskólanum í Reykjavík, alls 133 að tölu, voru vígðir inn í skólann í gær með viðhöfn við Tjörnina. Þar var vatni ausið yfir höfuð þeirra af stjórn nemendafélagsins. Áður höfðu busarnir verið sóttir inn í kennslustofurnar, þeir dregnir út á tún í þrautir margs konar og „yfirböðull“ sagt þeim rækilega til syndanna. Sjálf vígslan gekk áfallalaust fyrir sig og busaball var svo haldið í gærkvöldi á Nasa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vígðir með vatni úr Tjörninni ÖKUMAÐUR vörubifreiðar slasaðist alvar- lega í vinnuslysi á Hellisheiði í gærmorgun er hann kastaðist út úr vörubíl sínum sem runnið hafði stjórnlaust niður 300 metra langa brekku. Maðurinn var fluttur meðvitundar- laus á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en hann höfuðkúpubrotnaði og var lagður inn á gjörgæsludeild. Þar gekkst hann undir aðgerð og er líðan hans, að sögn vakthafandi læknis, eftir atvikum. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan á Selfossi hefur málið til rann- sóknar auk Vinnueftirlits ríkisins sem sendi mann á vettvang til að kanna aðstæður. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi sjúkralið á slysstað en ekki reyndist þörf á að- stoð tækjabíls. Tildrög slyssins voru þau að vörubifreiðinni var bakkað upp brekkuna til að sturta hlassi en einhverra hluta vegna rann bifreiðin af stað niður brekkuna með fyrrgreindum afleiðing- um. Slysið varð á vinnusvæði utan við aðal- brautina á Hellisheiði. Alvarlega slasaður eftir vinnuslys FARI innanlandsflug úr Reykjavík hlýtur það að fara til Keflavíkur, sagði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og uppskar lófa- klapp á fjölmennum fundi í Reykja- nesbæ í gærkvöldi. Hann tók þó fram að stefna ríkisstjórnarinnar væri að Reykjavíkurflugvöllur ætti áfram að vera miðstöð samgangna og eftir þeim nótum væri unnið. Ráðherra fékk fyrr um daginn senda ályktun frá bæjarráði Mos- fellsbæjar um að Miðdalsheiðin væri vænlegur kostur fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, boð- aði til fundarins í gærkvöldi. Hjálm- ar sagði í ræðu sinni að ýmislegt hafi breyst varðandi málefni innan- landsflugs á Íslandi. Samgöngu- rekstrar- og öryggisatriði mæltu með því að flugvöllurinn yrði áfram í Reykjavík og ef tekin yrði ákvörð- un um að færa flugvöllinn, færi í gang langur ferill. Hann sagðist vilja skoða alla kosti um flugvöll á öðrum stöðum en í Vatnsmýrinni. „En ég sé ekki að það blasi við,“ bætti hann við. Sturla vék að um- ræðunni um samgöngutengingu frá Straumsvík í Vatnsmýri, sem að hans sögn myndi kosta 23 milljarða króna. „Við hristum svoleiðis fjár- muni ekki fram úr erminni,“ sagði hann. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að Reykja- nesbúar hefðu þolinmæði til að bíða eftir því að innanlandsflugið kæmi. Hann sagðist ekki vilja gera lítið úr kostnaðarrökum en vegalengdin milli Keflavíkur og Reykjavíkur væri hins vegar ekki mikil og með tvöföldun Reykjanesbrautar og hugmyndum um 110 kílómetra há- markshraða, yrði hún fljótfarnari. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Leifsstöðvar, sagði að flugstöðin gæti tekið við innan- landsflugi. Hér væri um pólitíska spurningu að ræða en ljóst væri að hagkvæmara er að reka einn flug- völl en tvo. bætur hefðu orðið á Reykjanes- braut og nú væru borgarfulltrúar í Reykjavík sammála um að flugvöll- urinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Því væri nauðsynlegt að fara yfir það hvort innanlandsflugið ætti ekki að flytjast til Keflavíkur. Sjálf- ur væri hann þeirrar skoðunar enda væri Keflavíkurflugvöllur besti kosturinn af þeim sem í boði eru. Sturla sagði að mikilvæg flug- Ráðherra vill flug til Kefla- víkur fari það úr Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Ræðumenn á opnum fundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi.  Vilja | 8 Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is NÝLEGA var tekin um það ákvörðun í höf- uðstöðvum Alcoa hvernig framleiðslu fyrir- tækisins í Reyðarfirði verður háttað, þegar ál- verið tekur til starfa í apríl árið 2007. Alcoa-Fjarðaál mun í senn framleiða ál fyr- ir almenna iðnframleiðslu, hágæðaál og sér- stakar álblöndur sem notaðar eru í bílaiðnaði. Einnig verða þar steyptir álvírar sem m.a. eru nýttir við framleiðslu háspennustrengja. Er það viðbót við fyrri áform Alcoa og bætir 14 störfum við álverið. Auk álhleifa og ál- barra, sem eru hefð- bundin meginfram- leiðsluvara álvera, mun Alcoa-Fjarðaál einnig geta framleitt allt að 90 þúsund tonnum af álvír árlega í vír- steypu, sem verður sú fyrsta hér á landi. Verðmæti og tekjur aukast Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa- Fjarðaáls, segir við Morgunblaðið að fram- leiðsluvörurnar séu verðmætari en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Þetta er frekari þróun á markaðsrannsóknum okkar og þessi framleiðsla mun auka verðmæti og tekjur fyrirtækisins,“ segir Tómas Már. Alls munu tæplega 400 manns starfa í sjálfu álverinu en það er fækkun frá fyrstu áætl- unum, sem gerðu ráð fyrir 450 manns í ál- verinu. Spurður um þetta segir Tómas Már að störfum hafi sem slíkum ekki fækkað heldur ætli Alcoa ekki að sinna flutningum og hafn- arstarfsemi, líkt og búist var við í fyrstu. Fyr- irtækið hafi skipulagt sig öðruvísi og muni leita í meira mæli til birgja. Álvírafram- leiðsla fjölg- ar störfum ♦♦♦ MILDI þótti að ekki skyldi hljótast af slys á fólki er þrír strengir í Norðurárdalsraflínu slitnuðu þegar vörubílspallur rakst í vírana og sleit þá niður. Pallurinn á vörubifreiðinni var í uppréttri stöðu þegar óhappið varð en verið var að vinna í vega- framkvæmdum í Borgarfirði fyrir ofan Varmaland þegar atvikið átti sér stað kl. 10.50. Rafmagn fór af bæjum í nágrenninu, m.a. þorpinu við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Loka þurfti veginum á meðan vinnuflokkur frá RARIK setti lín- urnar á sinn stað og var rafmagn komið aftur á skömmu eftir hádeg- ið. Sleit niður raflínur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.