Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 53 MENNING LEIKRIT eins og Rita gengur menntaveginn, sem byggjast á raunsæislegri skoðun á menningu og viðhorfum á ritunarstað sínum og -tíma, þurfa að vera skrambi góð til að hafa þýðingu fyrir annað fólk á öðrum tíma. Það þarf að vera einhver kjarni í því sem höfundur- inn vill segja sem á erindi við fólk þó það búi við aðstæður gerólíkar þeim sem lýst er. Sem betur fer er þetta verk Willy Russell þesskonar verk. Þroskasaga Ritu sem veit hvað hún vill og Franks sem finnst það sem hún telur sig þurfa ekki þess virði er falleg, sorgleg og fyndin. Góð saga sögð á látlausan hátt af manni sem gerþekkir heim- inn sem hann lýsir og tekst því að upphefja sig yfir stað og stund. Auðvitað þvælist sú grunn- forsenda verksins sem stéttarskipt- ing bresks samfélags er dálítið fyr- ir leikendum og áhorfendum á Íslandi í dag. Og annað hefur gerst síðan það var skrifað sem afhjúpar aldur þess: skilin milli há- og lág- menningar eru mikið til horfin úr viðfangsefnum háskólamanna. Í dag þætti frekar sniðugt að varpa ljósi á Howard’s End með tilvís- unum í Danielle Steele, eða Ísfólkið ef því væri að skipta. Ef Rita væri að byrja í kvöldskólanum í dag er eins víst að hún yrði látin skrifa ritgerðir um Pulp Fiction og Friends í stað Péturs Gauts og Makbeðs. Kannski er það hið besta mál, en sennilega yrði hún svekkt. Margrét Sverrisdóttir fer af miklu öryggi með hlutverk Ritu. Hún er ljómandi sannfærandi sem lágstéttarstúlkan sem talar stund- um áður en hún hugsar og sýnir sérlega vel þá breytingu sem verð- ur á persónunni eftir því sem sög- unni vindur fram. Þetta er bita- stæðasta hlutverk sem ég hef séð Margréti glíma við og jafnframt besta frammistaða sem ég hef séð til hennar. Sigurður Illugason er þaulvanur leikari og gerir Frank að sauðs- legum og dálítið sambandslausum prófessor eins og við á. Skemmti- lega teiknuð persóna og gott ef ég hafði ekki einn nákvæmlega svona kennara í Háskólanum á sínum tíma þó rétt sé að nefna engin nöfn. Það hefði mátt vinna betur með afstöðu Franks til Ritu og þróun hennar, þessi Frank er dálít- ið úr tengslum við hana. Það má vera að það sé fær leið til að sýna persónu hans, en gerir samspilið óljósara. Uppfærsla Odds Bjarna er lipur og látlaus í skemmtilegri sviðs- mynd Jóhannesar Dagssonar sem nýtir rýmið á litlu sviði Samkomu- hússins á snjallan hátt sem ég hef ekki séð áður þar. Leikhópurinn Kláus er skemmti- leg viðbót við leiklistarlífið norðan heiða og sýning hópsins á Rita gengur menntaveginn prýðilegt verk, fagmannlega sviðsett og ljómandi vel leikið og mun klárlega skemmta þeim gestum sem leggja leið sína í Samkomuhúsið á Húsa- vík næstu vikurnar. Lipur og látlaus LEIKLIST Leikhópurinn Kláus Höfundur: Willy Russell, þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson, leikmynd: Jóhannes Dagsson, leikendur: Margrét Sverr- isdóttir og Sigurður Illugason. Samkomuhúsinu á Húsavík 9. september 2005. Rita gengur menntaveginn Þorgeir Tryggvason FAGNAÐ var í Bókinni við Klappar- stíg á miðvikudag í tilefni þess að Bragi Kristjónsson fornbókasali tók við árlegri viðurkenningu Félags ís- lenskra bóksala, Lóði á vogarskálar íslenskra bókmennta, en hún var veitt í fimmta sinn. Lóðið er veitt hverju sinni þeim sem þykir hafa unnið gott og þarft starf í þágu bóka á einhvern hátt, og berast tilnefningar frá bóksölum alls staðar að af landinu. Bragi Kristjónsson hefur í nokkra áratugi starfrækt verslun með not- aðar bækur, Bókavörðuna eða Bók- ina ehf., sem var áður á Vesturgötu en er nú á Klapparstíg og má segja að með verslun sinni tryggi hann öll- um bókum framhaldslíf. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist hann hljóta að vera ánægður með viðurkenninguna. „Þetta er bara sætt af þeim krökkunum. Annars veit ég andskotann ekkert um þetta,“ sagði hann. „En mér finnst tímabært að þessi grein bóksölunnar sé talin með, enda er hún miklu skemmtilegri heldur en þessi rit- fangasala sem er í dag í bókabúðum. Hér er fyrst og fremst verið að selja bækur en ekki einungis það sem stendur á metsölulistum Times og Spiegel. Og við seljum hvorki glans- pappír né lyktareyði.“ Utan þess að reka sjálfa búðina við Klapparstíg starfrækja þeir Bragi og Ari sonur hans verslun á netinu og eiga þeir því viðskiptavini um allan heim. „Já já, það er alltaf þónokkuð líf í þessu gamla dóti,“ segir Bragi um aukin umsvif sín. Gegnum tíðina hlýtur Bragi að hafa handfjatlað ófáa bókina, enda hefur verslun hans verið starfrækt um árabil. En hvað skyldi hann halda mest upp á af bókum í eigin eigu? „Ja, ég hef haft gaman af að safna handritum eftir núlifandi og látin skáld, bæði handritum og ýms- um frumsmíðum frá því að þeir voru ungir menn. Þar má nefna bæði Kilj- an og Þórberg og ýmsa fleiri sem safnast hafa saman gegnum tíðina,“ segir nýbakaður handhafi Lóðsins að lokum. Rithöfundarnir Guðrún Helga- dóttir, Þórarinn Eldjárn, Guðmund- ur Páll Ólafsson og Þorsteinn frá Hamri eru handhafar Lóðsins síð- ustu ár. Bækur | Bragi Kristjónsson bóksali hlýtur Lóðið „Seljum hvorki glans- pappír né lyktareyði“ Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bragi Kristjónsson tekur við Lóðinu, viðurkenningu bóksala. Vegna fjölda áskorana verða örfáar sýningar í Borgarleikhúsinu í september. Alveg brilljant skilnaður var ein fimm sýninga sem hlutu flest atkvæði sem sýning ársins í netkosningu fyrir Grímuna sl. vor. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í 60 skipti í vor. alveg BRILLJA NT A Ð E I N S Í S E P T E M B E R ! Ekki missa af þessu – Tryggðu þér miða! Miðasala Borgarleikhússins 5688000 og á netinu www.borgarleikhus.is Einleikur Eddu Björgvinsdóttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 94 61 09 /2 00 5 20% afsláttur fyrir Vörðufélaga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.