Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 33 UMRÆÐAN UM nk. helgi eru tveir viðburðir í starfi kvenna í stjórnmálum. Annarsvegar er haldið Landsþing Landssambands fram- sóknarkvenna á Ísa- firði en hinsvegar er haldinn í Hveragerði stofnfundur kvenna- hreyfingar Samfylk- ingarinnar undir yf- irskriftinni „Pæjur og pólitískt plott“. LFK hefur stutt konur til dáða Landssamband framsóknarkvenna (LFK) hefur verið virkur fé- lagsskapur kvenna innan Fram- sóknarflokksins allt frá stofnun þess. Fyrir tilstilli LFK samþykkti Framsóknarflokkurinn fyrstur flokka á Íslandi sérstaka jafnrétt- isáætlun með það að leiðarljósi að samþætta kynjasjónarmið beggja kynja í öllu starfi flokksins. Sam- bandið hefur stutt konur til dáða í áranna rás, stuðlað að því að konur hafi náð kjöri í kosningum og hlotið ábyrgðarstöður innan Framsókn- arflokksins. LFK hefur einnig unnið ötullega að þeim málum sem mest hafa brunnið á konum í gegnum tíð- ina í íslensku samfélagi, s.s. launa- jafnrétti kynjanna, bættu fæðing- arorlofi feðra og mæðra og auknum framgangi kvenna í atvinnulífinu al- mennt. Kvennahreyfingar auka slagkraftinn Aukin áhrif kvenna og fram- gangur málefna þeirra í einum flokki hafa áhrif á stöðu og málefni kvenna í öðrum flokkum. Þannig hefur t.d starf LFK haft áhrif út fyrir raðir Framsókn- arflokksins. Hið sama má segja um starf Kvennalistans á sínum tíma, starf á vegum Landssambands sjálf- stæðiskvenna, og fram- ganga kvenna innan Samfylkingar og Vinstri grænna. Í dag hefur enginn flokkur efni á að líta framhjá konum og þeim mál- efnum sem helst á þeim brenna því konur eru meðvitaður kjósendahópur sem get- ur haft veruleg áhrif á gengi stjórn- málaflokka. Nú hafa konur innan Samfylkingarinnar ákveðið að feta svipaða braut og framsóknarkonur með því að stofna til skipulags vett- vangs fyrir kvennastarfið í þeirra röðum. Því ber að fagna sem miklu gæfuspori. Allar líkur eru á að nýja kvennahreyfing Samfylkingarinnar muni auka slagkraft kvenna á þeirra vettvangi og hafa áhrif út fyrir raðir fylkingarinnar. Kvenforkar og pólitískar pæjur í boði Konur hafa náð árangri á vett- vangi stjórnmálanna nú hin seinni ár. Hlutur þeirra hefur vaxið þótt mörgum þyki að heldur hægt gangi. Í síðustu alþingiskosningum varð þó því miður bakslag í baráttunni þegar hlutur kvenna minnkaði úr um 35% í 30% á Alþingi. Við slíkt bakslag verður ekki unað. Nú þurfa konur að sækja fram á sveitarstjórnarvett- vangi. Í dag er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum um 30% og hefur farið hægt vaxandi í síðustu kosn- ingum. Margar dugmiklar konur úr öllum stjórnmálaflokkum hafa nú þegar gefið kost á sér í forystusætin í komandi sveitarstjórnarkosningum og margar eiga vonandi eftir að koma fram síðar. Nú er því lag. Mik- ilvægt að kjósendur tryggi að hlutur kvenna að afloknum komandi kosn- ingum rísi vel upp úr því 30% hlut- falli sem nú ríkir. Ekki er vöntun á kvenforkum og pólitískum pæjum til að gera þá stöðu að veruleika. Fram- ganga kvenna á vettvangi stjórnmál- anna mun tryggja skilvirkara lýð- ræði á Íslandi. Það er því til mikils að vinna. Pólitískar pæjur Siv Friðleifsdóttir fjallar um framgöngu kvenna í stjórnmálaflokkum ’Mikilvægt að kjós-endur tryggi að hlutur kvenna að afloknum komandi kosningum rísi vel upp úr því 30% hlut- falli sem nú ríkir. Ekki er vöntun á kvenforkum og pólitískum pæjum til að gera þá stöðu að veruleika.‘ Siv Friðleifsdóttir Höfundur er alþingismaður. STEFNA bæjaryfirvalda í Garðabæ hefur á síðastliðnum ár- um verið sú að boðið sé uppá holl- ar og næringarríkar máltíðir í leik- og grunnskólum í Garðabæ. Sú stefna endurspeglast bæði í fjölskyldu- og skólastefnu Garða- bæjar. Í skólastefnu Garðabæjar kemur fram það markmið að nem- endur finni öryggi og vellíðan í skólanum og að það sé gert með því að byggja upp jákvætt viðhorf til heilbrigðra lífshátta og að gefa nemendum tækifæri til að fá góðar og næringarríkar máltíðir. Annað markmið í skólastefnu Garðabæjar er að í húsnæði skólanna sé að- staða fyrir nemendur til að neyta góðra og næringarríkra máltíða. Manneldismarkmið eru ábend- ingar um heilsusamlegt mataræði þar sem tekið er mið af nýjustu rannsóknum í næringarfræði, heilsufari þjóðarinnar og fram- leiðsluháttum. Þau eru í samræmi við þá þekkingu sem næringar- og manneldisfræði byggist á og eru í sífelldu endurmati. Einstakar greinar markmiðanna segja til um að stefna skuli að sem fjölbreytt- ustu fæðuvali og gerð fæðisáætl- ana sem uppfylla kröfur um alhliða næringu. Við framleiðslu þess matar sem framreiddur er í leik- og grunn- skólum í Garðabæ er framfylgt leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar varðandi ráðleggingar um mat- aræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri, manneldismark- miðum um ráðlagða dagskammta af orkuefnum, vítamínum og stein- efnum og öðru efni sem stofnunin gefur út er varðar málaflokkinn. Matseðlar í grunnskólum og leik- skólum Garðabæjar eru unnir af sérfræðingum á þessu sviði. Und- anfarin ár hefur Valgerður Hildi- brandsdóttir, matarfræðingur og næringarráðgjafi, unnið í sam- starfi við starfsmenn leikskólanna að þróun matseðla leikskólanna. Ólafur Sæmundsson næring- arfræðingur hefur þróað matseðla fyrir fyrirtækið Matarlyst sem sel- ur mat í skólum, þar á meðal í grunnskólum Garðabæjar. Mikið samráð hefur verið haft við for- eldra grunnskólabarna í þessari vinnu undanfarin ár. Ólafur og Valgerður hafa unnið matseðlana með það í huga að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi, fisk a.m.k. einu sinni í viku og jafnvel tvisvar og það sama á við um kjötmeti. Súpur og grautar eru vikulega á matseðli og svo pastaréttir, píta, pylsur og annað á föstudögum. Eru allir skólarnir, bæði leik- og grunn- skólar, til dæmis með fisk á þriðju- dögum og kjöt á miðvikudögum til að auðvelda foreldrum að velja kvöldverð út frá því. Matseðla í grunnskólunum er hægt að kynna sér á vefnum www.skolamatur.is. Þar eru birtir matseðlar til 8 vikna og hægt að sjá í töflum hvernig næring- argildið er reiknað út fyrir hvern dag þessar 8 vikur. Eru foreldrar hvattir til að kynna sér mat- seðlana og næring- argildi matarins. Matseðla í leik- skólum er hægt að kynna sér á vef leik- skóla í Garðabæ á vefnum www.garda- baer.is. Þar eru birtir matseðlar til 5 vikna í einu. Sterk tengsl eru á milli vellíðunar og bætts námsárangurs barna og næringar. Börn sem neyta morgunverðar eru betur undir það búin að takast á við krefjandi starf í skólanum en þau sem sleppa honum. Það er sannað mál að líði of langur tími á milli mála skerðist athygli barna og námsgeta. Notalegt umhverfi, notaleg stund í matartíma og sam- vera barna og kennara er mik- ilvægur liður í leik- og grunnskóla- starfi í Garðabæ. Góður og næringarríkur matur í hádegi í leikskólum og grunnskólum Garðabæjar stuðlar því að góðri líðan og árangri barnanna í leik og starfi. Næringarríkur matur í leik- og grunnskólum í Garðabæ Anna Magnea Hreinsdóttir og Oddný Eyjólfsdóttir fjalla um góðan mat í grunnskólum Garðabæjar Oddný Eyjólfsdóttir ’Sterk tengsl eru á millivellíðunar og bætts námsárangurs barna og næringar.‘ Anna Magnea er leikskólafulltrúi Garðabæjar. Oddný er deildarstjóri skóladeildar á bæjarskrifstofum Garðabæjar. Anna Magnea Hreinsdóttir Nýjar vörur Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rocke- feller sem Hare telur einn spillt- asta mógúl spilltustu tíma. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MIKIÐ hefur verið rætt um Sundabraut og Sundabrú og mikill tími farið í vangaveltur um hvaða leið skuli farin yfir Kleppsvíkina. Nú virð- ist loks hafa náðst lending þótt sitt sýnist hverjum. Það má þó ekki gleyma því að Sunda- brú og Sundabraut er engan veginn eitt og það sama. Sundabrúin er aðeins einn áfangi sk. Sundabrautar sem liggja mun frá Kjal- arnesi að norðan og inn á Sæbraut að sunn- an og þó brátt verði endanlega búið að ákveða brúarstæðið er langt frá því að Sunda- braut sé endanlega komin á pappírinn. Fullgerð mun Sundabraut taka við af Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ og Ártúns- brekku sem þjóðleið frá Norður- og Vest- urlandi til Reykjavíkur og létta verulega á um- ferð um eldri leiðina. Þá mun Sunda- brautin einnig taka við verulegri um- ferð milli Grafarvogshverfis og vestlægari borgarhverfa, verða meg- inleið að og frá hugsanlegri byggð í Geldinganesi, gerbreyta aðstæðum á Kjalarnesi og gera Kjalarnes að mun ákjósanlegra nýbyggingarsvæði í augum flestra. Það verður þó að segjast eins og er að þegar litið er á áætlanir borgaryf- irvalda um aðkomu Sundabrautar Gufunesmegin þá hlýtur maður að hugsa með sér: Hvað gengur þessu fólki eiginlega til? Því háttar nefni- lega þannig til að ætlun þeirra er að gera göng í gegnum Gufunesham- arinn og leggja fjórfaldan veg með- fram austan og norðanverðu Hamra- hverfi og síðan meðfram austan- verðu Rima- og Borgarhverfi. Veg sem veruleg umferð, þar með talin þungaumferð, mun liggja um dag sem nótt með tilheyrandi mengun og hávaða. Ekki ólíkt því og fer um Ár- túnsbrekkuna í dag. Þegar maður svo skoðar betur hver akkur sé í að leggja veginn svo nálægt íbúðahverfum og gerbreyta öllum búsetuforsendum þeirra sem þar búa í stað þess að leggja hann sem leið liggur meðfram ströndinni, á fyllingu sem þegar hefur verið gerð fyrir neðan hamarinn og vestan gömlu sorphauganna, og sem lengst frá íbúðahverfum þá rennur upp fyr- ir manni ljós. Borgaryfirvöld gera nefnilega ráð fyrir því að á gríðarstórri uppfyll- ingu úti í Viðeyjarsundi rísi u.þ.b. 12.000 manna byggð, eða rúmur Reykjanesbær. Þar eiga eftir að verða til byggingalóðir sem enn á eftir að selja og verða ekki auðselj- anlegar ef búið er að leggja hrað- braut um hlaðvarpa væntanlegra íbúa. Hinsvegar sjá borgaryfirvöld ekki nokkra ástæðu til þess að taka tillit til þeirra íbúa Grafarvogs- hverfis sem þegar hafa sezt þar að enda þær lóðir þegar seldar og húsin risin. Þetta mál verður allt svo miklu einkennilegra, ef ekki bara hlægilegt, þegar maður hugsar til þess hvernig viðbrögð borg- aryfirvalda voru við hugmyndum sjálfstæð- ismanna um bygg- ingalóðir á uppfyll- ingum í vesturhluta borgarinnar. Hvað þá þegar hugsað verður til þess hvernig viðbrögð yfirvalda hafa verið við hugmyndum um byggð í Geldinganesi. Það er helzt að sjá að þau vilji frekar mola niður stóra hluta Geldinganess og flytja þá einhvern kíló- metra eða svo til að fylla upp í Viðeyjarsund, en að viðurkenna að Geld- inganesið er bezti val- kostur sem næsta bygg- ingaland borgarinnar. Það er sanngjörn krafa þeirra borgarbúa sem koma til með að líða fyrir þessar áætl- anir yfirvalda að þær verði endur- skoðaðar. Það er engin ástæða að rýra stórkostlega búsetuskilyrði þeirra og valda þeim öðrum ómæld- um skaða með hagsmuni einhverrar hugsanlega áætlaðrar byggðar að leiðarljósi. Framtakssamir íbúar í Hamra- hverfi hafa lagt mikla vinnu í að skoða þessi mál og hafa komið raun- hæfum og vandlega unnum tillögum um aðra valkosti til yfirvalda. Eins og við var að búast hafa viðbrögð borgaryfirvalda aðeins verið hártog- anir eða föðurlegt klapp á öxlina án nokkurra frekari aðgerða. Það er óviðunandi að borgurum sem vilja vinna á málefnalegan og sann- gjarnan hátt með borgaryfirvöldum sé sýnd slík óvirðing Annað sem nefna má í lokin er að- koma Hallsvegar að væntanlegri Sundabraut. Hallsvegur á nefnilega að verða ein meginstofnleið milli Vesturlandsvegar og fyrirhugaðrar íbúabyggðar í hlíðum Úlfarsfells annars vegar og Sundabrúar hins vegar og mun skera Grafarvogs- hverfi í tvennt. Grafarvogsbúar hafna því að búið verði til annað eins slys og slík vegalagning óhjákvæmi- lega yrði um leið og við krefjumst þess að flýtt verði lagningu Hall- vegar upp á Víkurveg svo komið verði í veg fyrir stöðugan gegnum- akstur um Húsahverfi. Þá má og benda á að Fjósaklettar við Gufunes, Eiðisvíkin og Leirvog- urinn eru aðgengilegar nátt- úruperlur sem íbúar Grafarvogs, væntanlegir íbúar Geldinganess, já og borgarbúar allir, eiga að fá að njóta og engin ástæða að vera með uppfyllingar þar. Sundabraut, Sundabrú Emil Örn Kristjánsson fjallar um Sundabraut Emil Örn Kristjánsson ’… Fjósa-klettar við Gufunes, Eiðis- víkin og Leir- vogurinn eru að- gengilegar nátt- úruperlur …‘ Höfundur er leiðsögumaður og vara- formaður Íbúasamtaka Grafarvogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.