Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SLIPPSTÖÐIN á Akureyri fékk í vikunni þriggja vikna greiðslustöðv- un, eða til 4. október, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki náðist í Hilmi Hilmisson, stjórnar- formann fyrirtækisins, í gær en hann var staddur á Akureyri, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins gerðu grein fyrir stöðu mála á fundi með starfsmönnum. Slippstöðin hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu og þá ekki síst í tengslum við verk sem fyrirtækið er að vinna á Kára- hnjúkum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru viðræður í gangi um framgang verksins á Kára- hnjúkum en um er að ræða samsetn- ingu á þrýstipípum í aðfallsgöngum virkjunarinnar. Slippstöðin vinnur einnig að niðursetningu á vélbúnaði virkjunarinnar og hefur það gengið vel. Hjá Slippstöðinni starfa um 90 manns á Akureyri, um 25 á Kára- hnjúkum og þar eru einnig um 25 manns á vegum undirverktaka fyr- irtækisins. Slippstöðin í greiðslu- stöðvun Leiksýning | Tenórinn eftir Guð- mund Ólafsson verður sýndur í Freyvangsleikhúsinu nú um helgina, föstudags- og laugardagskvöld og einnig föstudagskvöldið 23. sept- ember. Leikarar í sýningunni eru Sigursveinn Kr. Magnússon, sem leikur undirleikarann og Guð- mundur Ólafsson í hlutverki tenórs- ins. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þor- kelsson. Vegna annarra verkefna leik- aranna verða aðeins þrjár sýningar í Freyvangsleikhúsinu. PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Calsium eap Kalk sem nýtist viðtöl við nemendur og foreldra hafa vegið mest við val á nem- endum. Sem fyrr segir voru 17 nemendur teknir inn í bekkinn, 10 frá Akureyri, en aðrir eru einkum úr nágrannabyggðum. Sá sem lengst á heim er frá Hofsósi. Búinn að bíða lengi eftir að komast í menntaskóla Árni Friðriksson, einn þriggja pilta í bekknum, var í Lundarskóla alla sína grunnskólatíð. „Mig lang- aði að prófa eitthvað nýtt,“ segir hann. „Maður var búinn að bíða lengi eftir að komast í mennta- skóla, það er gaman að breyta til eftir að hafa verið í saman skól- anum í 9 ár.“ Árni kvaðst lengi hafa stefnt á nám við Mennta- skólann á Akureyri og þótti honum tækifæri kærkomið þegar þessi nýjung var tekin upp. „Mér þótti líka spennandi að fara í menntaskóla,“ segir Ásta. „Þetta er dálítil ögrun, það er gam- an að sýna hvað maður getur.“ Þau Ásta og Árni láta vel af byrjuninni, skólinn er rétt að fara af stað. Þau gera ekki ráð fyrir að námið verði of strembið. „Þetta verður ekki erfitt, en örugglega tímafrekt,“ segja þau, en bæði eru önnum kafin utan skólans líka. Árni leikur handknattleik með KA og Ásta lærir bæði á píanó og selló. „Ég á mér líka líf,“ segir hún brosandi aðspurð um hvort tími gefist til að sinna tómstundum. „ÞETTA er ákveðin áskorun,“ seg- ir Ásta Ísfold, sem nú í vikunni hóf nám við Menntaskólann á Ak- ureyri. Ásta kom beint úr 9. bekk Giljaskóla og er að auki ári yngri en bekkjarfélagarnir. Hún var ári á undan í grunnskóla alla tíð, stökk beint inn í 2. bekk Hólabrekku- skóla í Reykjavík en þar stundaði hún nám tvö fyrstu grunnskólaár sín. Eftir það, eða frá því í 4. bekk, var Ásta í Giljaskóla. Menntaskólinn á Akureyri var settur í vikunni, en nemendur nú í vetur eru fleiri en nokkru sinni áð- ur, 690 talsins. Þeirra á meðal eru 17 nemendur sem koma rakleitt úr 9. bekk grunnskóla og er MA fyrsti skólinn sem gerir tilraun til að brúa bilið milli skólastiganna á þennan hátt. Þannig gefst nem- endum færi á að ljúka stúdents- prófi ári fyrr en venja er hér á landi. Um 40 umsóknir bárust frá ní- undubekkingum, en Alma Odd- geirsdóttir, sem umsjón hefur með þessari nýbreytni í námi við MA, sagði einkunnir, umsóknir skóla og Bekkjarfélagarnir eru sammála um að þau séu ekki að flýta sér að verða fullorðin og stefni á þessari stundu ekki að ákveðnu háskóla- námi. „Auðvitað á maður ekkert að flýta sér að verða fullorðinn, eru þetta ekki skemmtilegustu ár í lífi flestra?“ spyr Ásta. „Það var samt eitthvað sem togaði í mann, að fara þessa leið,“ bætir hún við en hún kveðst áður hafa stefnt á nám við Verslunarskólann. Þau Ásta og Árni viðurkenna að vissulega sakni þau fyrrverandi bekkjafélaga sinna, sem nú eru á lokaári í grunnskóla. Ánægjan yfir að hefja nú menntaskólanám gerði söknuðinn bærilegri og þau áttu von á skemmtilegum vetri. Það lof- aði t.d. góðu að hafa nú þegar kynnst Sverri Páli íslenskukenn- ara. „Mér líst vel á hann, þetta er hress og skemmtilegur gaur,“ seg- ir Ásta. Sautján nemendur koma rakleitt úr 9. bekk inn í Menntaskólann á Akureyri Ákveðin ögrun að sýna hvað maður getur Morgunblaðið/Kristján Skólastarf Nemendurnir 17 sem komu beint úr 9. bekk í MA ásamt Ölmu Oddgeirsdóttur námsráðgjafa. Morgunblaðið/Kristján Ungir menntaskólanemar Árni Friðriksson og Ásta Ísfold búast við skemmtilegum vetri og hlakka til að takast á við ögrandi verkefni. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Akureyrarhlaup | Ungmenna- félag Akureyrar, UFA, stendur fyr- ir Akureyrarhlaupi laugardaginn 17. september nk. Nýjung í ár er að keppt verður í boðhlaupi í hálfu maraþoni, sem er 21,1 km, upplagt fyrir æfingahópa, vinnufélaga eða aðra hópa. Tilgangur Akureyrar- hlaups er að hvetja unga sem aldna til hreyfingar og heilbrigðra lífs- hátta og gefa fólki hlutverk í skemmtilegum íþróttaviðburði. Ungmennafélagið skorar á bæj- arbúa að taka þátt og þá sem ekki hlaupa með, að mæta við hlaupa- leiðirnar og hvetja keppendur. Hálfmaraþonhlauparar verða ræst- ir kl. 11.00, þá 10 km hlauparar og skemmtiskokkarar kl. 12.00. Hægt er að skrá sig á www.hlaup.is og í Sportveri á Glerártorgi og á Akureyrarvelli á hlaupadag. Nánari upplýsingar er að finna á www.- ufa.is Reykjavík | Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri hefur fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritað samninga við Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þrótt um uppbyggingu mannvirkja og sam- starf félaganna í Laugardalnum. Í samningunum felst m.a. að Reykja- víkurborg kaupir félagshús Þróttar í Laugardal og við austurenda þess verður byggt fimleikahús fyrir Ár- mann. Samkvæmt samningnum lætur Ármann af hendi land og mannvirki við Sóltún, en þar er hafin uppbygg- ing íbúðahverfis. Reykjavíkurborg mun taka við mannvirkjum Þróttar 1. janúar 2006 og gert er ráð fyrir að samrekstur með nýju fimleika- húsi hefjist haustið 2006. Gert er ráð fyrir að gerðir verði þjónustusamningar við bæði félögin um rekstur mannvirkja og að þau geri með sér samninga um náið samstarf og uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Laugardalnum og nálægum hverfum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir breytingarnar koma sér vel, ekki síst fyrir íbúa Laugarneshverfis. „Þetta mál hefur verið í undirbúningi mjög lengi eða allt frá því ég var formaður ÍTR – til ársins 2002. Þá reyndum við mjög að fá þessi íþróttafélög til samstarfs og jafnvel samvinnu en án árangurs. En breytingarnar eru mjög jákvæðar og við sjáum ákveð- in samlegðaráhrif í því að byggja Ármann upp við hliðina á Þrótti. Þá erum við komin með, í Laugardaln- um, miðju sem þjónar Laugarnes- hverfinu á einum stað en ekki tveimur eins og það var áður.“ Samið við íþróttafélög Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.