Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 39 MINNINGAR Inge blessunar og heilla. Frá Ástr- alíu sendir Helga dóttir okkar kveðju. Friðrik G. Olgeirsson. Látinn er í Reykjavík Geir Þor- steinsson, gamall fjölskylduvinur. Þegar ég man fyrst eftir Geir þá var ég lítil telpa, sem hafði gaman af að leika sér og Geir var alltaf tilbúinn til að leika við mig. Hann vann hjá bæj- arverkfræðingi, sem hafði aðsetur í þá daga í Ingólfsstræti rétt hjá heim- ili foreldra minna og var hann tíður gestur þar ásamt fleirum af bekkjar- og skólabræðrum föður míns ásamt mökum þeirra. Hann var mikill stærðfræðingur og naut ég góðs af því þegar mig vantaði aðstoð í reikn- ingi og var hún góðfúslega veitt. Einnig kenndi hann mér að gera skattaskýrsluna mína þegar ég þurfti að gera hana í fyrsta skipti og hefur það ekki verið neitt mál síðan. Þegar ég var unglingur kynntist Geir danskri stúlku, Inge sem varð svo konan hans. Hún féll strax inn í vinahópinn og hefur reynst honum góður lífsförunautur. Þessi góðu hjón hafa alla tíð verið vinmörg. Heimili þeirra hefur staðið gestum og gangandi opið. Geir hafði mjög gaman af veiði- skap og hestamennsku og fór hann á hverju sumri í veiði og í langar hesta- ferðir. Hann hafði mikið gaman af bílum og má segja að hann hafi verið með króníska bíldellu, enda stúder- aði hann bílablöð af miklum áhuga og fylgdist yfirleitt vel með því sem var að gerast í kringum hann. Þau hjón höfðu það fyrir vana að fara til Dan- merkur tvisvar á ári, þar átti Inge íbúð í námunda við systur sínar og þannig gátu þau treyst fjölskyldu- böndin við dönsku fjölskylduna, en hérna heima voru oft gestaboð fyrir vini og fjölskyldu Geirs á heimili þeirra. Vinahópurinn hafði fyrir venju að hittast einu sinni í viku og borða saman til skiptis á heimilum hver annars. Nú eru flestir farnir yf- ir móðuna miklu en eftir eru tveir skólabræður úr menntaskóla og þær María og Inge lifandi af þessum góða vinahópi. Ég hef verið í nokkuð stöð- ugu sambandi við þau hjón og var mér brugðið þegar ég frétti af and- láti Geirs. Ég vil þakka alla elsku hans í minn garð og fjölskyldu minn- ar um leið og ég votta Inge og fjöl- skyldu mína innilegustu samúð. Sigríður Bjarnadóttir. Með Geir Þorsteinssyni er fallinn í valinn síðasti félaginn úr „klúbbnum hans pabba“. Þeir voru fjórir. Allt gamlir skólafélagar úr M.R., þeir Bjarni Konráðsson læknir, Hall- grímur Dalberg ráðuneytisstjóri og Ragnar Sigurðsson læknir auk Geirs. Bridge var þeirra fag á sam- eiginlegum stundum klúbbsins. Oft urðum við börnin þeirrar gæfu að- njótandi að fá að standa við hlið græna spilaborðsins og fylgjast með galdri spilamennskunnar. Þetta voru kátir karlar og sögurnar sem flétt- uðust saman við unnar eða tapaðar rúbertur slógu við Grimmsævintýr- um í eyrum okkar barnanna. Eitt sinn varð mér það á að gaspra eitt- hvað fram í spilamennskuna, sem varð til þess að pabbi sagði mér að fara fram.Varð mér að láni að Hall- grímur Dalberg bað mér griða og Geir taldi að strákurinn mætti vera „ef hann lærði bara að halda sér sam- an“. Varð þetta þannig ein af mínum fyrstu kennslustundum í þeirri göf- ugu íþrótt að þegja og hlusta og hlaust af kunnátta sem oft hefur komið sér vel síðan. Þeir höfðu nú reyndar áhuga á fleiru þessir karlar, því miklar mat- arveislur fylgdu klúbbkvöldunum og reyndar þokaðist bridsinn til hliðar á síðustu árum klúbbsins, en þess í stað var lögð áhersla á góðan mat, fjörlegar sögur og e.t.v. ofurlítið whisky-tár. Eins og önnur börn uxum við systkinin úr grasi og lærðum þá að ævintýrið fólst auðvitað ekki fyrst og fremst í spilamennsku og sögum heldur þessari djúpstæðu vináttu þessara manna til áratuga. Vináttu sem að sjálfsögðu teygði anga sína til eiginkvenna þeirra og barna. Við systkinin nutum þessa áfram að foreldrum okkar gengnum. Þess- arar vináttu og tryggðar þeirra hjóna Geirs og Inge. Samstiga hjóna sem veittu af gestrisni sinni og glað- værð. Það er ekki á allra færi að gæða frásagnir sínar þeirri kímni að áheyrendur báðu sér vægðar vegna magaverkja eftir endalausan hlátur, en það áttu þau til hjónin þegar þau lögðu saman. Kvaddur er Geir Þorsteinsson með þökk. Inge biðjum við blessunar. Sigurður Ragnarsson, Ása Ragnarsdóttir og Andrés Ragnarsson. Í gamla daga þekktust flestir ís- lenskir verkfræðingar, en það má segja að fyrir hálfri öld hafi fundum okkar Geirs borið saman í alvöru. Við sóttum þá saman ásamt fjórum öðr- um verkfræðingum um byggingar- lóð, en það var eina leið þess tíma til að eignast íbúð. Að vísu hafði ég kynnst honum fyrr og vissi að þar færi traustur maður, sem hægt væri að vinna með. Þetta varð upphafið að áralangri vináttu og samstarfi nágranna, þar sem Geir var fyrst og fremst félagi en að vissu leyti foringi. Ekki ein- göngu vegna þess að hann var nokkr- um árum eldri en við hinir, heldur fyrst og fremst vegna hans miklu hæfileika til að umgangast fólk. Hans framkoma varð til þess að hann átti marga vini. Aldrei skipti hann skapi, og ég verð að segja það hér og nú að ég öf- undaði hann af þessum eiginleika hans. Það var ánægjulegt að eiga þau hjón að nágrönnum og vinum. Mestur hluti starfsævi Geirs sner- ist um bíla, enda var hann margfróð- ur um slík farartæki og hafði sínar ákveðnu skoðanir á þeim. Þegar ég í fyrsta sinn ætlaði að kaupa bíl leitaði ég að sjálfsögðu ráða hjá honum. Hann bauð mér strax Benz, en ég sagðist geta fengið tvær VW-Bjöllur fyrir það verð. Geir leit á mig og sagði snöggt: „Vorum við ekki að tala um bíla?“ Við skyndilegt fráfall hans líður auðvitað fyrir hugsskotssjónir allt það ánægjulega, sem við hjónin og Geir og hans ágæta kona, Inge, höf- um upplifað saman. Mörg frábær ferðalög innanlands og utan, að ógleymdum ánægjulegum samveru- stundum á þeirra fallega heimili. Víst tekur allt alltaf enda, en það er erfitt að sjá á eftir afburðafélaga. Kveðjuorð um góðan vin verða alltaf of fátækleg, en við Steina send- um Inge okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pétur Guðmundsson. Látinn er Geir Þorsteinsson fyrr- verandi forstjóri Ræsis, 89 ára að aldri. Geir starfaði að málefnum bíl- greinarinnar í meira en 50 ár. Eftir að Geir hóf störf hjá Ræsi 1954 kom hann fljótlega að starfi Sambands bílaverkstæða á Íslandi og síðan Fé- lags bifreiðainnflytjenda sem stofn- að var það sama ár en þessi tvö félög mynduðu Bílgreinasambandið fyrir 35 árum og var Geir þá formaður Sambands bílaverkstæða á Íslandi. Geir Þorsteinsson var formaður Bílgreinasambandsins frá 1975– 1978 og var gerður að heiðursfélaga 1986. Hann var formaður stjórnar Bílaábyrgðar hf. frá stofnun þess 1974 allt til dauðadags. Störf Geirs í þágu bílgreinarinnar voru margvísleg og framlag hans jafnan mikils metið, hvort sem um var að ræða kjaramál, fræðslumál, menntamál, samskipti við stjórnvöld, kynnisferðir, stofnun skipafélags, líf- eyrismál eða önnur þau mál sem á dagskrá voru á hverjum tíma og var hann jafnan tillögugóður svo af bar. Geir sat í fjölda nefnda og stjórna á vegum Bílgreinasambandsins og reyndist starf hans ómetanlegt í upp- byggingu og þróun þessarar starfs- greinar. Ég vil sérstaklega þakka gott sam- starf og ánægjuleg kynni í yfir þrjá áratugi og sendi konu hans Inge og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mig langar í fáum orðum að minnast Ellu frænku minnar. Ella var yndisleg kona og það geislaði af henni góðmennska og hlýja. Hún hafði einstakt lag á að sjá það góða í öllu og öllum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana hnýta í nokkurn mann. Frá því ég man eftir voru Ella og Finnur ávallt mætt þeg- ar átti að fást við fé heima á Stað og seinna á Hraunsnefi. Þau áttu af- skaplega fallegt fé sem var flest mis- litt; fallega móbíldótt, flekkótt, botn- ótt og grátt. Hver kind bar nafn og Ella kallaði á þær úti í haga og kjass- ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í Álftártungu á Mýr- um 4. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni föstudaginn 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarnes- kirkju 2. september. aði þær. Dýrin löðuð- ust að henni og það gerðum við krakkarn- ir einnig. Það var gam- an að vera með Ellu og hún skammaði mann aldrei en sagði hlutina á þann hátt að maður gerði eins og hún bað. Mér er minnisstætt þegar ég stóð eitt sinn og sló svipunni í kring- um mig að Ella sagði: „Vertu ekki að slá frá þér englana, Lilja mín“. Ég hugsaði um þetta lengi og velti fyrir mér hvort englarnir væru virkilega allt í kring- um mann en ekki bara uppi á himn- um. En aldrei sló ég í kringum mig með svipunni aftur. Það var alltaf fagnaðarefni að fá Ellu og Finn í heimsókn og ekki var síðra að heimsækja þau. Heimili þeirra hjóna stóð okkur systkinum alltaf opið, hvort sem var til að vera þar í pössun meðan foreldrar okkar sinntu öðru eða, seinna meir, staður sem við gátum gist á þegar við vor- um að vinna í Borgarnesi. Það var ótrúlegt hvað Ella vissi mikið um landafræði og aðstæður fólks um allan heim og gaman var að heyra hana segja frá ferðum barna sinna og barnabarna. Þó hún hafi ekki haft tækifæri til að ferðast mik- ið upplifði hún ævintýrið í gegnum frásagnir annarra og í gegnum bæk- ur og fjölmiðla. Hún var afar vel menntuð og algjörlega sjálfmenntuð. Handavinnan hennar Ellu var ótrúleg og gjafmildin sömuleiðis. Við fengum að njóta þessa systkinin. Þó hún hafi átt mörg barnabörn sendi hún okkur, krökkunum hans Magga, alltaf jólagjafir. Sumt af þessum gjöfum á ég enn; lítil útsaumuð koddaver, röndótta útprjónaða vett- linga og ýmislegt fleira. Og gjarnan var gesturinn leystur út með gjöfum úr föndurherbergi Finns eða með handverki Ellu þegar maður kom í heimsókn. Það er sælla að gefa en þiggja segir í merkri bók og þannig lifði Ella svo sannarlega. Ella verður eftirminnileg öllum sem hana þekktu og þær minningar ylja okkur nú þeg- ar við kveðjum þessa góðu konu. Ég sendi Finni, börnum þeirra Ellu, fjölskyldum þeirra og vinum öllum samúðarkveðjur. Lilja Magnúsdóttir. Kveðja úr Örnefnastofnun Þegar samverkamenn og sam- ferðamenn hverfa af vettvangi leitar hugurinn til liðins tíma og minningar um samstarf og samveru birtast eins og myndir á tjaldi. Við Guðrún S. Magnúsdóttir áttum samleið í störf- um okkar í Örnefnastofnun lengi, alls í rúma tvo áratugi, og nú þegar hún er kvödd rifjast upp ýmis atvik frá þess- um tíma, sum smávægileg en önnur stærri eins og gengur. Verkefni okk- ar var að bjarga frá glötun þeim hluta af íslenskum menningararfi sem fólg- inn er í örnefnum og sambandi þeirra við líf og starf þjóðarinnar. Guðrún naut sín vel á þessum vettvangi, hún GUÐRÚN S. MAGNÚSDÓTTIR ✝ Guðrún SigríðurMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1934. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund sunnu- daginn 14. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 19. ágúst. hafði einlægan áhuga á þjóðlegum fræðum og lagði stund á nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands meðfram starfi sínu til þess að auka þekkingu sína á því sviði. Örnefnin endur- spegla flesta þætti sambúðar manns og lands. Voru Guðrúnu einkum hugleikin þau örnefni sem tengjast daglegum störfum fólks og vinnubrögðum og var hún farin að halda til haga slík- um nöfnum sem á vegi urðu. Því mið- ur entist henni ekki þrek til þess að halda áfram á þeirri braut. Hún hafði alla burði til að vinna vel úr því efni og kom þar til bæði áhugi og þekking á viðfangsefninu, og síðast en ekki síst voru öll hennar vinnubrögð svo öguð og vönduð, í hverju því sem hún tókst á hendur, að leitun mun á slíku. Þegar ég nú lít um öxl fæ ég ekki séð að nokkurn skugga hafi borið á samstarf okkar öll þessi ár, enda vandséð hvernig slíkt mætti verða þar sem svo vönduð manneskja og dagfarsprúð átti í hlut sem Guðrún var. Við glöddumst yfir unnum sigr- um í starfinu sem oftar en ekki fólust í því að hafa náð tali af aldraðri mann- eskju og komið á blað því sem hún hafði að miðla, áður en það varð um seinan, og reyndum líka að taka ósigri í því kapphlaupi með jafnaðargeði. Saman fórum við á ráðstefnur erlend- is til þess að kynnast annarra þjóða fræðimönnum sem fást við verkefni af sama toga og áttum ánægjulega daga. Á svo fámennum vinnustað sem okkar Guðrúnar skipar hver starfs- maður stóran sess í því samfélagi sem þar er, og þegar starfstími er orðinn langur verður skarðið stærra við brottför. Autt sæti Guðrúnar á þess- um vettvangi er vandfyllt og þó oft sé sagt að maður komi í manns stað er það ekki nema að vissu marki rétt. Í gagnasafni Örnefnastofnunar á Guð- rún stóran hlut sem seint eða aldrei verður fullmetinn og fínleg rithönd hennar, sem brosir við okkur þegar bókum stofnunarinnar er flett, er til vitnis um fágað handbragð hennar og framkomu alla. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu fyrir langa og góða samveru og sam- starf. Örnefnastofnun þakkar ára- langa þjónustu og störfin öll sem unn- in voru af einstakri trúmennsku og vandvirkni. Birni og fjölskyldunni allri eru fluttar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar S. Magnúsdóttur. Jónína Hafsteinsdóttir. Mig setur hljóða, þegar ég sest niður til að skrifa minn- ingarorð um vin minn Sindra Snæ Sigurjónsson, ég hugsa bara hversu heppin ég er að hafa fengið að kynn- ast þesum litla fallega sólargeisla með fallegu brúnu augun sín sem svo oft lýstu upp umhverfið. Sindri var mikill og sterkur persónuleiki. Per- sónuleiki hans skein í gegn í hans hetjulegu baráttu fyrir að sigrast á meðfæddum sjaldgæfum sjúkdómi. Hann lét aldrei bugast, Sindri var nefnilega soldið stríðinn, oft héldu læknar og foreldrar hans að nú gæti SINDRI SNÆR SIGURJÓNSSON ✝ Sindri Snær Sig-urjónsson fædd- ist á Landspítalan- um við Hringbraut 21. febrúar 2004. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 8. sept- ember. hann ekki meir, en viti menn Sindri reis alltaf upp og heimtaði að fá að horfa á Stubbana, eða fá Mp3-spilarann sinn til að hlusta á tón- list og dilla sér fyrir okkur, hann var svo músíkalskur og hafði svo góðan takt. Sindri var mjög félagslyndur og ef gesti bar að garði var ekki um annað að ræða en að hann fengi að vera með jafnvel þótt háttatími væri kominn, það var svo gaman að fá að stela honum fram, þá kom nefnilega þessi óviðjafnanlegi prakkarasvipur á hann, sem hann setti alltaf upp þeg- ar hann fékk sínu framgengt, ég gleymi þeim svip ekki, það var ekki hægt að standast hann. Sindri hafði mikla kímnigáfu og það þurfti ekki mikið til að fá hann til að skellihlæja, bara kannski að henda plastflösku í gólfið og hann veltist um af hlátri. Sindri var mikill dýravinur, hundarnir hans litlu veittu honum mikla gleði og hann þeim, svo ég tali nú ekki um endurnar á tjörninni, þær voru sko aðalvinir hans, bestu ferð- irnar hans voru að fá að fara niður að Tjörn til að gefa þeim brauð. Litlu hundarnir sakna nú litla vinar síns, það var ótrúlegt að sjá hvað þessi litlu dýr skynja sorgina sem nú ríkir í Þingásnum. Sindri átti mjög auðvelt með að sýna blíðu sína hverjum þeim sem vildi við henni taka, hann varð strax hvers manns hugljúfi og ógleymanlegur öllum þeim sem kynntust honum, bæði hér heima og í Boston, enda var hann umvafinn ólýsanlegri ástúð foreldra sinna og systkina, sem helguðu líf sitt honum þetta eina og hálfa ár sem hann fékk að vera hjá þeim. Ég trúi því og treysti að Sindri hafi verið gefinn okkur til að fá okkur til að meta lífið og tilveruna á betri hátt, hann kenndi okkur æðruleysi og gaf okkur kjark til að horfa fram á veg- inn, með það í huga að við hittumst öll aftur og horfum þá vonandi saman á Stubbana eða gefum öndunum brauð eða bara eitthvað enn skemmtilegra. Elsku Bettý, Sjonni, Karen og Steinar, ég bið góðan guð og alla hans engla að gefa ykkur styrk í sorginni, en hafið í huga að nú er Sindri í fang- inu á ömmu sinni og þau eru örugg- lega að gera eitthvað skemmtilegt. Blessuð sé minning þeirra beggja sem lifir í huga okkar að eilífu. Helga G. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.