Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 47 LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á gatna- mótum Rauðarárstígs og Skúla- götu hinn 14. september rétt fyrir kl. 13. Rauðri KIA-jeppabifreið var ekið norður Rauðarárstíg og beygt vestur Skúlagötu og lenti hún á grárri Toyota Landcruiser- jeppabifreið sem ekið var vestur Skúlagötu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um óhappið eru beðn- ir að hafa samband við umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 4441130. Lýst eftir vitnum PÉTUR Björnsson, fyrrverandi for- stjóri og eigandi Vífilfells, hefur veitt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fimm milljóna króna styrk til verkefnis í V-Afríkuríkinu Gíneu- Bissá en samtökin eiga nú möguleika á því að beina styrkjum beint til af- markaðra verkefna sem gefur styrktaraðilum kleift að fylgjast bet- ur með í hvað fjármunirnir fara. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir stuðning Péturs mikið gleðiefni en það er ekki á hverjum degi sem einstaklingar veita svo háa upphæð til góðgerðamála. „Pétur og fjölskylda hans hafa sýnt starfi UNICEF áhuga lengi og fylgst með verkefninu í Gíneu-Bissá um nokkurn tíma en fjárstuðn- ingnum frá Pétri verður varið til tví- þætts verkefnis. Annars vegar er tekið á vandamáli sem snýr að joð- skorti hjá konum og börnum og hins vegar á ólæsi og skorti á menntun. Það eru konur sem sjá um að fram- leiða saltið og bæta við það joði hálf- an daginn, hinn hluta dagsins eru þær í skóla. Þannig er því verið að út- vega þeim atvinnu og um leið að mennta þær.“ Pétur Björnsson, Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, og Einar Benediktsson, stjórnarformaður á Íslandi, með poka af joðbættu salti. Fimm milljónir til Barnahjálpar Pétur Björnsson styrkir verkefni UNICEF í Gíneu-Bissá Í TILEFNI af ári eðlisfræðinnar verða haldnir fyrirlestrar á vegum Eðlisfræðifélags Íslands og Raun- vísindadeildar Háskólans í sal 1 í Háskólabíói á laugardögum. Fyr- irlestrarnir hefjast klukkan 14 og standa í 45–60 mínútur en á eftir gefst kostur á umræðum. Erindin eru ætluð almenningi og allir eru velkomnir. Fjórir fyrirlestrar voru haldnir í apríl og nú í haust verða flutt átta erindi. Fjallað er bæði um ýmsar grundvallarspurningar vísindanna og einnig um það sem efst er á baugi um þessar mundir í vís- indum og tækni. Á morgun, laugardaginn 17. september, kl. 14 heldur Hannes Jónsson fyrirlestur er nefnist Nanókerfi og orka: Þverrandi olíu- lindir ógna mannkyninu og ljóst er að þróa þarf nýja tækni til að afla orku – margir telja þessa þróun þó allt of hæga. Hvernig tengjast rannsóknir og hönnun á svoköll- uðum nanókerfum orkurann- sóknum? Dagskrá næstu fyrirlestra verð- ur sem hér segir: 24. sept. Sigríð- ur Valgeirsdóttir: Genaflögur: Að lesa genamengið með örflögu- tækni; 1. okt. Viðar Guðmundsson: Eðlisvísindi í tölvum; 8. okt. Brynj- ar Karlsson: Eðlisfræði í heilbrigð- isgeiranum: Frá Arkímedesi til öreinda; 15. okt. Guðmundur Egg- ertsson: Uppruni lífsins; 22. okt. Þorsteinn Þorsteinsson: Líf í geimnum?; 29. okt. Jakob Yngva- son: Kaldasta efnið: Enn ein upp- götvun Einsteins; 5. nóv. Lárus Thorlacius: Uppruni alheimsins. Fyrirlestrar á ári eðlis- fræðinnar Rangt nafn Nafn og starfstitill Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fasta- fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum, misritaðist í myndatexta með mynd af Hjálmari og Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra á fundi Sameinuðu þjóðanna í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT TÍSKUDAGAR hófust í Kringlunni í gær og standa til 25. september, þar sem íslensk og alþjóðleg haust- tíska er kynnt. Hausttískan er komin í verslanir Kringlunnar og af því tilefni halda tískuverslanir tískudaga og stilla fram hausttískunni. Útskrift- arnemar Listaháskóla Íslands í fatahönnun sýna hvað framtíðin ber í skauti sér á sýningu á laug- ardag. Þá hefur Kringlan einnig gefið út 64 síðna tímarit fyrir gesti sína sem helgað er hausttískunni. Tískudagar í Kringlunni FYRSTA æðruleysis- messan í Dómkirkjunni eft- ir sumarfrí verður næst- komandi sunnudagskvöld klukkan 20. Þær eru haldn- ar einu sinni í mánuði, næstsíðasta sunnudag hvers mánaðar, alltaf klukkan 20. Æðruleysismessur eru tileinkaðar þeim sem hafa eignast nýja sýn til lífsins fyrir tilstilli sporakerfis AA-samtakanna. Í til- kynningu frá kirkjunni segir að þess- ar guðsþjónustur hafi gefið góða raun og verið afar vinsælar. Í messunum er leikin fjölbreytt tónlist og ræðu- menn koma úr ýmsum áttum. Auk dómkirkjuprestanna sr. Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar og sr. Hjálmars Jónssonar munu sjá um messurnar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgar- prestur, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir í Grafarvogi og sr. Karl V. Matthíasson sérþjónustuprestur á sviði áfengis- og fíkniefnamála. Einnig kemur Marinó Þorsteinsson sóknarnefndarformaður í Dóm- kirkjunni að starfinu. Tónlist er í umsjón Harðar Bragasonar. Fyrsta messan verður sem fyrr segir sunnudaginn 18. september klukkan 20.00. Messudagar fram að áramótum eru 18. september, 23. október, 20. nóvember og 18. desem- ber. Í messunni á sunnudaginn 18. september munu Hjálmar, Anna og Karl annast messuna ásamt Herði Bragasyni, söngkonunni Önnu Sig- ríði Helgadóttir og Guðfreður Jó- hannesson syngur lofsöng eftir Beethoven. Þá verður sögð reynslu- saga eða rætt um lífið og tilveruna á jákvæðum nótum. Allir eru vel- komnir. Æðruleysismessur í Dómkirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.