Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bagdad, Dubai. AP, AFP. | Þrjár bíl- sprengjur og ein vegsprengja sprungu í Bagdad í gærmorgun og urðu þær að minnsta kosti 31 manni að bana. Í fyrradag féllu alls um 160 manns í mörgum sjálfsmorðs- sprengingum, sem al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin segjast hafa staðið fyrir. Í fyrstu sprengingunni í gær féllu 16 íraskir lögreglumenn og fimm óbreyttir borgarar og tvær þær síð- ari urðu sjö lögreglumönnum að bana. Þá létust þrír óbreyttir borg- arar er vegsprengja sprakk undir fólksflutningabíl frá íraska innanrík- isráðuneytinu. Bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn dreif á staðina þar sem sprengjurnar sprungu og var fólki skipað að halda sig innandyra þar sem upplýsingar væru um, að fimm sjálfsmorðssprengjumenn væru tilbúnir til atlögu. Zarqawi hótar „allsherjar- stríði“ gegn öllum sjítum Meintur leiðtogi al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna í Írak, Abu Mus- ab al-Zarqawi, lýsti á miðvikudag yf- ir „allsherjarstríði“ gegn sjítum í landinu en þeir eru um 60% allra Íraka. Hvatti hann einnig meðlimi annarra trúar- og þjóðflokka til þess að ganga til liðs við sig og sína menn í uppreisn gegn ríkisstjórninni. Kom þetta fram á hljóðupptöku sem birtist á Netinu nokkrum klukkustundum eftir að al-Qaeda hafði lýst á hendur sér fjölda sprenginga sem áttu sér stað í land- inu fyrr um daginn, þar á meðal einni í Bagdad sem kostaði a.m.k. 112 manns lífið. Zarqawi hvatti súnní-araba, trú- flokksbræður sína, einnig til þess að „vakna af doðanum“ og átta sig á því að sjítar myndu alltaf ætla sér að útrýma súnnít- um. Hinir síðar- nefndu yrðu því að verða fyrri til og stríða gegn sjítum. Hótanir hans náðu einnig til mun víðfeðmari hóps fólks. „Allir trúflokkar sem vilja forðast það að verða fyrir árásum hinna heilögu stríðsmanna (mujah- adeen) eiga að [fordæma] ríkisstjórn [forsætisráðherra landsins, sjítans Ibrahim] Jaafaris og glæpaverk hans. Annars skulu þeir verða fyrir því sama og krossfararnir.“ Orðið krossfarar er jafnan notað yfir innrásarher bandamanna sem felldi stjórn Saddams Husseins, þá- verandi Íraksforseta, árið 2003. Halda áfram stríði gegn hryðjuverkum Enn hótaði Zarqawi og sagði að hver sá sem héti krossförunum holl- ustu mundi verða skotmark stríðs- manna sinna. „Þið verðið að velja að standa með hinu góða eða hinu illa,“ sagði hann. Talsmaður Sambands íslamskra fræðimanna, sem eru áhrifamikil samtök meðal súnníta í Írak, for- dæmdi í gær hótanir al-Zarqawis og sagði, að hann vildi koma af stað stríði á milli súnníta og sjíta. Jaafari forsætisráðherra sagði í sjónvarpsávarpi í gær að hann væri harðákveðinn í því að „halda áfram stríðinu gegn hryðjuverkum hvar sem er í landinu“. Utanríkisráðherr- ann, Kúrdinn Hoshyar Zebari, hvatti þjóðir heims enn fremur til að standa við skuldbindingar sínar um að hjálpa stríðshrjáðri þjóð sinni. Áfram vargöld í Bagdad Reuters Syrgjendur fylgja til grafar verkamanni sem var meðal hinna myrtu eftir tilræði sjálfsmorðingja í hinni helgu borg Najaf í Írak á miðvikudag. Hryðjuverkamenn al-Qaeda segja nú umbúðalaust að drepa beri alla sjíta. Abu Musab al-Zarqawi Að minnsta kosti 31 féll í hryðju- verkaárásum í gær SPENNA vex enn í Þýskalandi vegna þingkosn- inganna á sunnudag en munurinn á fylgi helstu fylkinga hefur minnkað verulega síðustu vik- urnar. Könnun Allensbach-stofnunarinnar á mið- vikudag þótti staðfesta að Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokki hans, SPD, hefði tekist að bæta stöðuna verulega á loka- sprettinum. Var flokkurinn með 32,9% stuðning, fimm prósentustigum meira en að jafnaði í ágúst. Kristilegu systurflokkarnir tveir, CDU og CSU, fengu samanlagt 41,7%, svipaðan stuðning og undanfarnar vikur. Leiðogar fylkinganna tveggja vísa eindregið á bug möguleikanum á stjórn- arsamstarfi eftir kosningar. Enn er talið líklegast að næsti kanslari verði Angela Merkel, kanslaraefni CDU. En flokkurinn sem hún vill helst mynda stjórn með, Frjálslyndir demókratar, var ekki með nema 7% stuðning og því hæpið að flokkarnir næðu saman meirihluta á þingi. Næstlíklegasti kosturinn er samstjórn kristilegra og jafnaðarmanna með Merkel sem kanslara. Stjórnarflokkur græningja og jafn- aðarmenn hafa samanlagt of lítið fylgi í könn- uninni, um 40%, til að geta myndað stjórn. Sumir stjórnmálaskýrendur spá pólitískri patt- stöðu eftir kosningar. Aðrir segja að neyðist stóru fylkingarnar tvær til að starfa saman með ólund gæti það tafið fyrir samstöðu um brýnar efna- hagsmálaumbætur sem ljóst er að margir kjós- endur eru alls ekki reiðubúnir að kyngja, a.m.k. enn þá. Merkel hefur lagt sig fram um að vísa hugmyndinni um „mikla bandalagið“ með jafn- aðarmönnum á bug. Engar ástarjátningar „Margir halda að ef ekki verði nægur stuðn- ingur við svart-grænt bandalag [stjórn kristilegra og frjálslyndra] hljóti mikla bandalagið að verða til sjálfkrafa,“ sagði Merkel í viðtali við blaðið Stuttgarter Nachrichten. „Og ég segi þeim að það muni ekki gerast.“ Schröder er ekki blíðmálli, að sögn AFP-fréttastofunnar, hann segist ekki munu taka þátt í stjórnarsamstarfi við kristilega og hætta afskiptum af pólitík ef það verði niður- staðan. Kjósendur hafa margir lýst áhuga á samstjórn stóru fylkinganna, fylgi við hugmyndina var um 36% fyrir viku en hefur nú dvínað mjög og mældist aðeins 23%. Síðast stjórnuðu fylking- arnar tvær saman á árunum 1966–1969. Sam- starfið gekk þá vel og tókst að vinna bug á tíma- bundnum efnahagserfiðleikum. En heimildarmenn segja margir að nú séu aðstæður öðruvísi og samstarfið myndi varla haldast út kjörtímabilið. „Allir myndu vilja fá nýjar kosn- ingar sem fyrst og ekki gera annað en bíða eftir góðu tækifæri til að ganga út,“ sagði Günther Beckstein, innanríkisráðherra Bæjaralands, í blaðaviðtali en hann er úr röðum kristilegu flokk- anna. Nær þriðjungur kjósenda óákveðinn Nær þriðjungur kjósenda hefur samkvæmt könnunum enn ekki gert upp hug sinn en frétta- skýrendur segja að síðustu daga hafi atvinnuleys- ið skyggt á önnur mál, þ.á m. efnahags- málatillögurnar. Athyglisvert er að 51% aðspurðra í könnun Forsa-stofnunarinnar sagðist ekki vilja að nýir leiðtogar tækju við völdum. Fyrir tveim vikum var hlutfallið um 45% sem hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Merkel og kristilega. Hjónaband ólundarinnar eftir kosningarnar? CDU og SPD gætu orðið að vinna saman í stjórn Reuters Gerhard Schröder kanslari á leið á kosningafund í Trier í gær. Kosið verður á sunnudag. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRESKA lögreglan handtók í gær sjö útlendinga og er búist við, að þeim verði vísað úr landi af „örygg- isástæðum“. Var ekki skýrt frá nöfnum þeirra eða þjóðerni en breskir fjölmiðlar segja, að ein- hverjir þeirra að minnsta kosti hafi verið meðal átta Norður- Afríkumanna, sem voru sýkn- aðir í apríl síð- astliðnum af ákæru um að hafa ætlað að vinna hryðju- verk með tauga- eitrinu rísín. Eftir hryðju- verkin í London í júlí er það stefna stjórnvalda að reka úr landi þá út- lendinga, sem eru taldir geta ógnað öryggi ríkisins og þegna þess. Charles Clarke innanríkisráðherra hefur tekið undir kröfur lögregl- unnar um, að leyfilegt verði að halda grunuðum hryðjuverka- mönnum í fangelsi í þrjá mánuði án ákæru í stað hálfs mánaðar nú. Uppbygging brýnni en skattalækkanir BANDARÍKJAMENN telja það brýnna að byggja upp New Orleans en lækka skatta eða breyta eftir- launakerfinu en þau tvö mál voru efst á baugi hjá George W. Bush forseta fyrir hamfarirnar. Kemur þetta fram í skoðanakönnun CBS- New York Times í fyrradag. 63% töldu mikilvægara að endurreisa New Orleans en að hreyfa við eft- irlaunakerfinu og 73% sögðu upp- bygginguna brýnni en skattalækk- un. Rúmlega helmingur var fús til að greiða hærri skatta til að hjálpa þeim, sem líða fyrir afleiðingar fellibylsins, en 75% vildu ekki, að bensínverð yrði hækkað í því skyni. Klagaði leigu- morðingjann JAPÖNSK kona, Eriko Kawaguchi að nafni, sem fékk leigumorðingja til að drepa ófríska eiginkonu ást- manns síns, er nú í haldi lögregl- unnar. Var hún handtekin á lög- reglustöðinni er hún kom þangað til að klaga leigumorðingjann, sem hafði tekið við þóknuninni, nærri 8,5 millj. kr., en svikist um morðið. Hafði hún fundið hann á Netinu og hann lofað að fyrirkoma eiginkonu ástmannsins með eitri. Kawaguchi sagði lögreglunni, að með morðinu hefði hún viljað hefna sín vegna „framhjáhalds“ ást- mannsins. Leikstjórinn Robert Wise látinn BANDARÍKJAMAÐURINN Robert Wise, sem á sínum tíma leikstýrði söngvamyndunum Tónaflóð (The Sound of Music) og West Side Story, lést á miðvikudag í Los Angeles, að sögn BBC í gær. Wise var 91 árs. Leikstjórinn var sjö sinnum á ferlinum til- nefndur til Ósk- arsverðlauna og vann fjórum sinnum en alls leik- stýrði hann 39 myndum, þ.á m. fyrstu Star Trek-kvikmyndinni 1979. Hann var aðeins 19 ára þegar hann hóf störf í kvikmyndum og var fyrst við hljóðvinnslu. Árið 1962 deildi hann Óskarnum fyrir leik- stjórn með Jerome Robbins fyrir West Side Story. Enn sigraði Wise árið 1965, þá fyrir Tónaflóð. Sagði hann sjálfur að leikararnir Julie Andrews og Christopher Plummer hefðu átt mikinn þátt í þeim sigri. Handteknir og vísað úr landi Charles Clarke Robert Wise
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.