Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 1
Íþróttir og Bílar í dag STOFNAÐ 1913 250. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Agndofa lesendur Rætt við breska rithöfundinn Nick Hornby | Miðopna Áður hafði Halldór sagt í ávarpinu að Ísland gæti hjálpað til við að halda heimsfriðinn og tryggja velferð aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna. Hann sagði samtökin hafa skipt sköpum fyrir margar þjóðir en einnig brugðist vonum margra. „Ef við endurskipuleggjum ekki Öryggisráðið mun okkur skorta nauðsynlegan styrk til að tryggja og viðhalda friði,“ sagði forsætisráðherra og lagði áherslu á að breyta þyrfti samsetningu ríkja í ráðinu fyrir lok þessa árs. Fordæmdi hryðjuverk Halldór sagði Ísland taka und- ir ályktun leiðtogafundarins um hryðjuverk, þó enn skorti algilda skilgreiningu á því hugtaki. Hann sagði hryðjuverk ógna allri heimsbyggðinni og þau ætti að fordæma. Það væri skylda aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna að gera alþjóðasamning gegn hryðjuverkum fyrir lok yfir- standandi allsherjarþings sam- takanna. Halldór minnti á að á næsta ári yrðu 60 ár frá því að Ísland gerð- ist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Á þeim tíma hefði það verið afar mikilvægt fyrir nýlega sjálfstæða þjóð að gerast aðili að alþjóða- samtökum sem höfðu það mark- mið að tryggja frið og öryggi í samskiptum þjóða. Halldór sagði það ekki duga að tryggja góð samskipti milli landa, það væri ekki síður mikilvægt að tryggja að stjórnvöld virtu mann- réttindi eigin borgara. Það væri því ánægjulegt, á þessum mikil- vægu tímamótum, að leggja nú sérstaka áherslu á þær grund- vallarhugmyndir stofnsáttmála samtakanna. Halldór Ásgrímsson tekur í dag þátt í hringborðsumræðum leiðtoga um niðurstöður fundar- ins og næstu skref. Reuters Lýsti yfir framboði til Öryggisráðsins Halldór Ásgrímsson ávarpaði leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í gær Halldór Ásgrímsson í ræðustóli á leiðtogafundi SÞ í New York í gær, þar sem hann minnti á framboð Íslands til Öryggisráðsins. HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í lok ávarps síns á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gærkvöldi að Ís- land hefði í fyrsta sinn lýst yfir framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009 til 2010. ALÞJÓÐLEGU hjálp- arsamtökin Læknar án landamæra sögðu í gær að hungursneyðin í Afr- íkuríkinu Níger ykist enn þrátt fyrir hjálpar- starfið þar á síðustu vik- um. Samtökin sögðu að bregðast þyrfti strax við neyðarástandinu með aukinni aðstoð og uppskeru- tíminn hæfist ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Áætlað er að 3,6 milljónir manna þjáist af vannær- ingu í Níger vegna þurrka og engisprettufaraldurs í fyrra. Börn deyja enn af sulti „Ástandið versnar enn,“ hafði fréttastofan AP eftir Cloe Gelin, hjúkrunarfræðingi samtakanna í bænum Zinder í héraði þar sem hungursneyðin hefur verið einna skæðust. „Á hverjum degi fjölg- ar þeim vannærðu börnum sem við tökum á móti.“ Nær þúsund alvarlega vannærð börn voru flutt í hjúkrunarstöð Lækna án landamæra í Zinder í vikunni sem leið. Könnun samtakanna fyrr í vik- unni bendir til þess að á degi hverjum deyi yfir 40 manns í aðeins einu héraði sem kannað var. Að sögn fréttavefjar BBC hefur tæp milljón nauðstaddra Nígerbúa ekki enn fengið matvæli þótt nú séu liðnar sex vikur síðan hjálparstarfið hófst fyrir alvöru. Mörg börn deyi enn í hjálp- arstöðvum fyrir vannærða Nígerbúa. Neyðin eykst enn í Níger RÍKISSTJÓRNIN í Hollandi hefur kynnt áform um að koma upp gagnabanka þar sem skráðar verða upplýsingar um alla íbúa landsins „frá vöggu til grafar“ og beita honum í baráttunni gegn glæp- um. Markmiðið með gagnabankanum er að bera kennsl á börn, sem talin eru líkleg til að leiðast út á glæpabrautina, áður en í óefni er komið. Frá og með 1. janúar 2007 verður komið upp tölvuskrám um alla íbúana með upplýsingum um heilsufar þeirra, fjölskylduaðstæður, skólagöngu og afbrot allt frá fæðingu til dauða, að sögn breska dagblaðsins The Independent í gær. Í samræmi við lög um persónuvernd fá einstak- lingar og stofnanir ekki aðgang að tölvuskránum. Gagnabankinn verður hins vegar notaður til að vara barnaverndaryfirvöld við ef veruleg hætta er talin á því að barn eða unglingur leiðist út í afbrot. Berist til að mynda tilkynning frá skóla um að barn skrópi oft og frá lögreglu um að það sé grun- að um smáþjófnað geta barnaverndaryfirvöld boð- að foreldrana á sinn fund. Í gagnabanka frá vöggu til grafar HANS Enoksen, formaður grænlensku land- stjórnarinnar, tilkynnti í gærkvöldi að efnt yrði til þingkosninga 22. nóvember vegna deilna stjórnarflokkanna um frumvarp til fjárlaga næsta árs, að sögn grænlenskra fjölmiðla. Fréttavefur grænlenska vikublaðsins Sermitsiaq sagði að Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut, und- ir forystu Enoksens, væri óánægður með fjár- lagafrumvarp Josefs Motzfeldts, fjármálaráð- herra og formanns samstarfsflokksins Inuit Ataqatigiit (IA). Aðallega var deilt um þá kröfu Jafnaðarmannaflokksins að teknar yrðu upp barnabætur. Að sögn Sermitsiaq endurspeglar deilan einn- ig djúpstæðan ágreining innan Siumut-flokksins. Grænlenska stjórnin fallin AUKINN hiti og selta í Golfstraumnum veldur því að ferskvatn norðan frá stöðvar ekki hringrás Norður-Atlantshafsins og norðurhafa. Áhrifa Golfstraumsins gætir því áfram um einhver ókomin ár. Þetta kemur fram í grein fimm vísinda- manna sem birtist í vísindatímaritinu Science og kemur út í dag. Vísindamennirnir Hjálmar Hátún frá Færeyjum, Anne Britt Sandø frá Noregi, Helge Drange líkanastjóri frá Noregi, Bogi Hansen frá Færeyjum og Héðinn Valdi- marsson, haffræðingur á Hafrannsókna- stofnun, byggja grein sína, Influence of the Atlantic Subpolar Gyre on the Thermohal- ine Circulation, á líkani yfir hafstrauma og athugunum sem hafa fengist við árlegar mælingar við Ísland, Færeyjar, Skotland og Noreg. Breytingar hafa orðið á út- breiðslu þessa hringstreymis umhverfis Grænlandshaf og Labradorhaf og meðal annars kemur fram að seltan í Golf- straumnum hafi minnkað frá 1960 en aukist eftir 1995. Vísindamenn hafa bent á að hlýni á norðurslóðum aukist útbreiðsla á ferskvatni sem verði til þess að hægja mjög á eða stöðva svokallað „stóra færiband“ eða streymi yfirborðsstrauma norður eftir og streymi djúpsjávarstrauma suður eftir höf- um. Fyrrnefndir fimmmenningar komast að annarri niðurstöðu í greininni í Science, það er að hringrásin haldi áfram og ólík- legra sé að hún verði fyrir áföllum af völd- um ferskvatnsins. Undanfarin ár hefur Hafrannsóknastofnun greint frá auknu seltumagni og auknum sjávarhita sunnan og vestan við Ísland og voru gögnin meðal annars notuð við gerð greinarinnar. Héðinn Valdimarsson segir að höfundar megi ekki ræða greinina fyrr en hún birtist en bendir á að þegar saltur og tiltölulega hlýr yfirborðssjór streymi norður í Íslands- haf og Norður-Grænlandshaf kólni hann og sökkvi niður í dýpið. Þessi sjór myndi djúpsjóinn í Norður-Atlantshafi og flæði suður í Atlantshaf. Hann sé á hreyfingu suður eftir öllu Atlantshafi, fari niður að suðurheimskauti og streymi inn í Indlands- haf og Kyrrahaf. Þar stigi hann upp á yf- irborðið á ný á fleiri hundruð árum og streymi eftir því til baka inn í Atlantshafið og norður eftir. „Þetta hefur stundum verið kallað „stóra færibandið“ og það hafa verið uppi raddir um það að ef ísinn á norð- urskautinu bráðnar verði það mikið af ferskvatni í yfirborðslögum þarna norður frá að það stöðvi þessa hringrás,“ segir Héðinn. „Tilgáta okkar er sú að þessi seltu- aukning í Norður-Atlantshafsstraumnum og Golfstraumnum vinni á móti þessu og haldi hringrásinni gangandi.“ Hringrás Norður-Atlants- hafsins stöðvast ekki Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is                           Aukinn hiti og selta í Golfstraumnum og áhrifa hans mun gæta áfram ♦♦♦ ♦♦♦ Íþróttir | Haukum spáð sigri  Rooney verðskuldaði rautt spjald  Gunnar Heiðar skoraði í Evrópuleik Bílar | 507 hestafla ofurbíll  Nýr Grand Vitara  Kínverskur jeppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.