Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁFRAM GOLFSTRAUMUR Íslenskur vísindamaður, Héðinn Valdimarsson, er meðal höfunda greinar sem birtist í Science í dag um hafstrauma í N-Atlantshafi. Þar kem- ur fram að áhrifa Golfstraumsins gætir áfram um einhver ókomin ár. Aukinn hiti og selta í straumnum veldur því að ferskvatn norðan frá stöðvar ekki hringrás N-Atlantshafs- ins og norðurhafa. Mikil neyð í Níger Alþjóðlegu hjálparsamtökin Læknar án landamæra sögðu í gær að hungursneyðin í Afríkuríkinu Níg- er ykist enn. Að sögn BBC hefur tæp milljón nauðstaddra Nígerbúa ekki enn fengið matvæli þótt liðnar séu sex vikur síðan hjálparstarf hófst þar fyrir alvöru. 6,1% hagvexti spáð Greiningardeild Íslandsbanka spá- ir 6,1% hagvexti í ár, sem er umtals- vert meiri vöxtur en hefur verið að meðaltali sl. 10 ár. Þenslueinkenni eru sögð mikil í íslenska hagkerfinu. Um 30 féllu í Bagdad Minnst 31 Íraki beið bana í fjórum sprengjutilræðum í Bagdad í gær. Daginn áður féllu þar um 160 manns í mörgum sjálfsmorðsárásum sem liðs- menn hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda segjast hafa staðið fyrir. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Minningar 34/43 Viðskipti 14 Skák 50 Erlent 16/18 Brids 50 Minn staður 20 Myndasögur 48 Höfuðborgin 22 Dagbók 48/50 Akureyri 22 Staður og stund 50 Suðurnes 24 Af listum 27 Landið 24 Leikhús 52 Menning 27/28 Bíó 54/57 Umræðan 29/33 Ljósvakamiðlar 58 Bréf 29 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblaðið Rétta leiðin. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                      Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Lyfið ekki ætlað á meðgöngu / brjóstagjöf án samráðs við lækni. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið.Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nicotinell Classic N ýtt Fyrir þá sem vilja mjúkt og gott nikótíntyggjó með nikótínbragði. 20% afsláttur til 23. september ÝTARLEG umfjöllun er um hugs- anleg kaup FL Group á Sterling í öllum helstu fjölmiðlum Danmerkur, s.s. Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands-posten, og raunar víðar um Skandinavíu. Pálmi Haraldsson, annar eigandi Sterling, skreytti forsíðu danska viðskiptablaðsins Børsen í gær en í blaðinu er ýtarlegt viðtal við Pálma. Mikil umfjöllun danskra fjölmiðla Morgunblaðið/Halldór Kolbeins  Kaup | 14 TILBOÐ voru opnuð í Ríkiskaupum í gær í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Alls sendu 17 hópferðafyrirtæki inn til- boð, þar af skiluðu sex inn tilboðum í sérleyfisakstur á Reykjanesi, þ.á m. flugrútuna milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur. Vekur nokkra athygli Vegagerðin er verkkaupinn og segir Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri í samtali við Morg- unblaðið að niðurstaða útboðsins veki nokkra athygli. Vegagerðin hafi þannig ekki átt von á að fyr- irtæki vilji greiða með sérleyfinu milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar. Fimm af sex tilboðum voru svo- nefnd mínustilboð, þ.e. fyrirtækin lýstu sig reiðubúin til að greiða Vegagerðinni fyrir leyfið, alls frá 23 milljónum og upp í tæpar 470 millj- ónir króna. Sjötta fyrirtækið skilaði inn 0 króna tilboði. Í áætlun Vega- gerðarinnar fyrir þessa leið var reiknað með 1,3 milljóna króna styrk frá ríkinu. Kynnisferðir hafa verið með sér- leyfið milli Reykjavíkur og Leifs- stöðvar en fyrirtækið bauðst til að greiða 27 milljónir fyrir leyfið til næstu þriggja ára. Hópbílaleigan vill greiða 23 milljónir, Iceland Ex- cursion og Allrahanda vilja greiða 103 milljónir, Bílar og fólk ehf. 438 milljónir og Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið 469 milljónir króna. Nokkrir bjóðendur bókuðu at- hugasemdir við opnun tilboðanna og Þingvallaleið hefur þegar lagt inn kæru til kærunefndar útboðsmála. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri segir að það muni taka sinn tíma að yfirfara öll þessi tilboð. Tölurnar séu margar hverjar nýlunda fyrir Vegagerðina, ekki síst á leiðum á Suðurnesjum sem til þessa hafi verið styrktar en nú vilji fyrirtækin greiða fyrir þær. „Ég verð að viðurkenna að ég varð dálít- ið undrandi á þessu,“ segir Gunnar. Ríkiskaup opnuðu í gær tilboð í flugrútuna og fleiri sérleyfisferðir Vilja greiða Vegagerðinni allt að 470 milljónir LEITIN að Friðriki Ásgeiri Her- mannssyni, sem talinn er af eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi aðfara- nótt laugardags, bar ekki árangur í gær. Leitað hefur verið með neð- ansjávarmyndavél á svæðinu á milli Engeyjar og Viðeyjar und- anfarna daga. Skipulagning stóð yfir í gær vegna mikillar leitar sem fer fram á morgun, laug- ardag. Til stendur að fara út í stórar aðgerðir þar sem fjörur verða gengnar, kafarar munu kafa á svæðinu auk þess sem neðansjáv- armyndavélar og ómskoðunartæki verða notuð. Talið er að um 100 manns muni taka þátt í leitinni og mun hún hefjast strax í fyrramálið. Stór leitaraðgerð á morgun GJUGG í borg gæti maður ímyndað sér að Nikulás Guðmundur Torfason væri að segja þar sem hann leikur sér í Kanínukoti í Töfragarðinum á Stokkseyri. Eða kannski er hann að eltast við kanínuna sem í kotinu býr og hefur laumað sér út bakdyramegin eins og sjá má. Raunar fer hver að verða síðastur að heimsækja Töfragarðinn fyrir vetrarlokun, því garðinum verður lokað nk. sunnudag. Ekki er hins vegar að efa að það verða fagnaðarfundir hjá Nikulás og leikfélaga hans á myndinni þegar leiðir þeirra liggja saman á ný í Kan- ínukoti með vorinu. Morgunblaðið/RAX Í kotinu hjá kanínum ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi í Engihjalla þar sem tilkynnt var um eld í íbúð síðdeg- is í gær. Áður en slökkvilið kom á vettvang barst hins vegar til- kynning um að húsráðandi hefði náð að ráða niðurlögum eldsins, en hann beið Slökkviliðsins á svölum íbúðarinnar og varð því ekki meint af. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu urðu töluverðar skemmdir í eldhúsinu og mikill reykur hafði breiðst um íbúðina og fóru reykkafarar á staðinn til að reykræsta. Ekki er vitað um eldsupptök á þessu stigi en málið er í rannsókn. Eldur í Engihjalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.