Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðmey Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnar- firði hinn 15. októ- ber 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði þann 1. september síðastliðinn. Frið- mey var níunda í röð þrettán systk- ina þeirra hjóna Guðmundar Hró- bjartssonar járn- smiðs, f. 1881, d. 1951, og Ágústu Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju, f. 1880, d. 1961. Systkini Friðmeyjar voru: Sig- ríður, f. 1909, d. 1958; Gísli f. 1910, d. 1999; Hreiðar, f. 1911, d. 1911; Sigurjón, f. 1911, d. 1911; Engilbjartur, f. 1912, d. 2000; Jó- hanna, f. 1914, d. 1993; Elínbjörg. f. 1915, d. 1937; Jón Eyvindur, f. 1916, d. 1995; Friðberg, f. 1919, d. 1987; Guðmundur Ágúst, f. 1920, d. 1930; og eftirlifandi syst- ur: Ruth, f. 1922 og Kristbjörg, f. 1924. Friðmey giftist Þorvaldi Guð- mundssyni bónda frá Bíldsfelli, f. ir. 6)Rósa, f. 1958, á fimm börn og eitt barnabarn, maki Sturla Pét- ursson. 7) Þorsteinn, f. 1960. á fjögur börn, maki Fjóla Ægis- dóttir. 8) Guðmundur, f. 1961. Börn Þorvaldar af fyrra hjóna- bandi: 1) Örn, f. 1945. 2) Rann- veig, f. 1946, á þrjú börn og sex barnabörn. Ömmubörnin eru 30 talsins og langömmubörnin 18. Í æsku átti Friðmey við mikil veikindi að stríða, fékk ung liða- gigt sem háði henni alla tíð. Lauk hún barnaskólaprófi og þrátt fyr- ir veikindin fór hún ung að vinna. Þótti hún mjög verklagin og dug- leg og var eftirsótt í hin ýmsu þjónustu- og umönnunarstörf, ekki síst vegna léttrar lundar og glaðværðar. Hinn 4. júní 1951 fluttist Friðmey að Bíldsfelli í Grafningi. Hún var þar húsfreyja og stundaði búskap með Þorvaldi manni sínum. Á Bíldsfelli var mjög gestkvæmt og gestrisni þar mikil. Friðmey stofnaði kven- félagið Ýri í Grafningi og var for- maður þess til margra ára. Þegar uppeldi stóra barnahópsins var nær lokið, tóku þau dótturson sinn að mestu að sér frá unga aldri. Friðmey bjó áfram á Bílds- felli til ársins 2002. Þá fluttist hún að Ási í Hveragerði vegna vanheilsu. Friðmey verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 3 september 1907, d. 3. apríl 1982. Hann var elsti sonur hjónanna Guðmund- ar Þorvaldssonar bónda, f. 1873, d. 1945, og Guðríðar Finnbogadóttur hús- freyju, f. 1883, d. 1982 á Bíldsfelli, áð- ur til heimilis í Geit- dal í Skriðdal. Eftir- lifandi systur: Þóra, f. 1919, og Þórdís Todda, f. 1928. Börn Friðmeyjar:1) Davíð, f. 1943, d. 1954. 2) Ágústa, f. 1944, á þrjú börn og átta barna- börn, maki Sigtryggur Einarsson. 3) Svavar, f. 1950, á fjóra syni og fimm barnabörn, maki Valey Guðmundsdóttir. Börn Friðmeyj- ar og Þorvalds eru:1) Guðríður, f. 1952, á tvö börn og tvö barna- börn, maki Haraldur Ríkarðsson. 2) Guðmundur, f. 1953, á tvö börn og tvö barnabörn, maki Kristín Gísladóttir. 3) Sigurður, f. 1954, á þrjú börn. 4) Pétur, f. 1954, á þrjú börn, maki Hjördís B. Ásgeirs- dóttir. 5) Árni, f. 1957, á fjögur börn, maki Sigrún Hlöðversdótt- Elsku mamma mín, ég kveð þig í dag með þessum fáu orðum. Þig, þessa litlu en stoltu og sterku konu sem stóðst eins og stytta sama á hverju gekk, sem alltaf varst reiðubúin að hjálpa, þurfti ekki einu sinni að nefna það. Eins og þegar þú og pabbi hjálp- uðuð mér að ala upp elsta son minn, Þórarin Inga, sem var hjá ykkur meira og minna til þrettán ára ald- urs, nei það var ekki vandamál. Oft dvaldir þú á heimili okkar í borginni og við í sveitinni hjá þér, voru þetta tilhlökkunarefni á báða bóga. Þú virtist alltaf full af orku og til í allt, skreppa hingað eða þangað, og ekki þurfti að bíða eftir þér, þú varst tilbú- in með kápuna á handleggnum minnst hálftíma áður en leggja átti af stað. Hjá þér var allt einhvern veginn ekkert mál, alveg frá því ég var lítil minnist ég þess ekki að þú hafir nokkurn tíma kvartað yfir því að mikið væri að gera. Fyrir stórhátíðir eða veislur var alltaf allt tilbúið daginn áður, allt hreint og strokið, búið að raða föt- unum á alla frá nærfötum og upp úr á ellefu manns. Þá var þetta allt eitthvað svo ein- falt fannst manni. Ég á nú sjálf bara fimm börn og mér hefur nú ekki al- veg fundist þetta svona einfalt. En hjá þér, elsku mamma mín, lærði ég margt sem komið hefur sér vel, aldr- ei að fresta því til morguns sem þú getur gert í dag var þitt aðalsmerki. Þetta hef ég reynt að tileinka mér og líka ræktarsemi þína við vini og fjöl- skyldu. Þegar ég var orkulaus og sá fram á ótal verkefni þá var nóg fyrir mig að hringja í þig, tala við þig í nokkrar mínútur og „stela orku“ eins og ég kallaði það og ég fór fílefld af stað. Enda ekki að ástæðulausu sem ég hringdi í þig nánast á hverjum degi og kom til þín einu sinni til tvisvar í viku, mamma mín. Ég veit að þú munt hjálpa mér áfram því þú ferð aldrei úr hjarta mínu og í hvert sinn er ég set á mig skart mun ég hugsa til þín. Amma Friðmey hún er alltaf svo hress, glitrandi og fín sögðu krakk- arnir mínir gjarnan. En það voru þér þung spor að fara úr sveitinni þinni þegar heilsan bil- aði, en þú sagðir að hlutirnir væru nú bara eins og þeir væru og ekki þýddi að væla yfir því. Þú fluttist að Ási með trega en komst fljótt að því að það var góður staður og yndislegt starfsfólk. Alltaf hafði verið mikill gestagang- ur hjá þér og hann hélt áfram þar, enda varstu sannur vinur vina þinna. Mig langar sérstaklega að þakka starfsfólki á Ási og öllum þeim sem sýndu þér hlýju og ræktarsemi í gegn um árin, það þótti þér svo óskaplega vænt um. Guð geymi þig, elsku mamma mín, við eigum öll eftir að sakna þín mikið. Þín dóttir Rósa og fjölskylda. Elsku hjartans mamma, amma og langamma okkar. Það tekur okkur sárt að kveðja þig á þessari stundu. Sterkasti hlekkurinn í fjölskyldunni er nú horfinn á braut. Eftir mikil veikindi stóðst þú alltaf upp teinrétt og yndisleg, eins og ekkert hafi í skorist, alltaf tilbúin að gera allt, ferðast, skreppa á dansleik eða fara að kaupa föt eða gjafir, þú hafðir yndi af því að gefa. Þú gleymdir aldrei húmornum og glottið var skammt undan þegar þér fannst eitthvað sniðugt eða varst að stríða einhverj- um. Þú varst alltaf svo minnug, ákveðin og yndisleg. Það var alltaf hægt að treysta á þig og leita til þín ef eitthvað bjátaði á. Öll jólin okkar saman í sveitinni, berjaferðirnar og aðrar góðar stundir eru ofarlega í huga okkar um þessar mundir og viljum við þakka þér innilega fyrir þann hlýhug og þá gleði sem þú hefur fært okkur. Við vitum að þér líður vel núna, þar sem þinn heittelskaði tók á móti þér og aðrir sem þér þótti vænt um og þótti vænt um þig. Nú reynir á okkur hin að halda stóru fjölskyld- unni okkar saman, til minningar um þig og þitt mikla afrek að koma okk- ur á legg. Guð veri með þér. Við viljum þakka öllum á Ási í Hveragerði fyrir alla hjálpina og þá ástúð sem þau veittu þér og okkur. Elsku mamma, amma og langamma, þessi fáu orð fá þér aldrei lýst. Við söknum þín svo sannarlega. Jesú minn ljúfi lýsi, leið þú mig Jesú kær. Jesú mér veginn vísi, vertu mér Jesú nær. Hafðu mig Jesú hýri, handanna á milli þín. Jesú mér stjórni og stýri, stoð Jesú vertu mín. (Höf. ók.) Þúsund kossar. Guðríður, Haraldur, Þorvaldur, Stefanía, Katrín Friðmey, Elísabet Freyja, Þórdís og Guðlaugur. Ég kynntist Friðmeyju Guð- mundsdóttur fyrst um verslunar- mannahelgina 1998, en þá hafði ég fyrir nokkru hafið sambúð með Gurrý dóttur hennar. Það er sérstök reynsla að koma í fyrsta skipti að Bíldsfelli í Grafningshreppi. Bæjar- stæðið er einstaklega fagurt, en há- reistur þriggja bursta bærinn stend- ur við rætur fellsins sem hann dregur nafn sitt af. Útsýni er mikið til suðurs, yfir Sogið og Álftavatnið og yfir í Grímsnesið. Framundan blasir við Búrfellið. Er ekið er upp slóðann að bænum, mynda 80 ára gömul reynitré tígulega umgjörð. Það er eins og að maður hverfi aftur í tímann við það að ganga inn í bæinn. Maður skynjar að ekkert hefur í raun breyst frá því hann var reistur árið 1927. Gengið er inn úr dimmum göngum inn í eldhúsið. Mér verður starsýnt á húsfreyjuna á bænum. Við mér blasir smávaxin og fíngerð öldr- uð kona. Líkaminn er slitinn af ára- tugalangri erfiðisvinnu; allt að því veikburða að sjá. Svipurinn er hins- vegar mjög einbeittur og augnaráðið ber með sér sterkan persónuleika. Jafnvel menn af minni stærð, sex fet og tveimur þumlungum betur, verða smáir er þeir mæta slíku. Ég lærði strax af þessum fyrstu kynnum að Friðmey og Bíldsfell voru eitt. Á vissan hátt merkilegt ef tekið er tillit til hennar fyrstu kynna af staðnum. Það er í júnímánuði 1951, að hún sem ung einstæð móðir úr Hafnar- firði flyst búferlum með tvö börn sín og ræður sig í kaupavinnu að Bílds- felli. Reyndar hefur hún eignast barn á undan þessum tveimur, sem hún neyðist til að láta frá sér. Það hefur aldrei þótt gott hlutskipti að vera einstæð móðir, hvað þá á þessum ár- um, en svo illa hafði Íslendingum haldist á stríðsgróðanum, að Ný- sköpunarstjórnin sá sig knúna til þess að fara fram á Marshall-aðstoð. Má því nærri geta hvort ekki hefur verið erfitt fyrir verkakonu með tvö lítil börn að láta enda ná saman. Ekki leist Friðmeyju neitt sérstaklega vel á hinn nýja dvalarstað sinn, en svo sagði hún mér á sínum tíma, að er hún gekk inn um bæjardyrnar á Bíldsfelli hafi hún sagt upphátt: „Hér verð ég ekki lengi.“ En það er nú svo að forlögin eiga það til að taka fast í taumana og dvöl Friðmeyjar á Bílds- felli átti eftir að spanna vel ríflega hálfa öld. Málin æxluðust þannig, að Friðmey gekk að eiga bóndann á bænum, Þorvald Guðmundsson, og eignuðust þau átta börn saman. Fyr- ir átti Þorvaldur tvö börn og eins og áður hefur verið getið fylgdu tvö barna Friðmeyjar henni þá er hún kom að Bíldsfelli. Vinnudagar til sveita hafa ætíð verið langir og erf- iðir en það gefur augaleið að þegar bætist við uppeldi og vinna í kringum jafnstóran barnahóp og raun ber vitni, þá þarf þrekvirki til að vel tak- ist. Sé litið yfir barnahópinn í dag er ekki annað að sjá en allt hafi heppn- ast sem skyldi. Eftir því sem ég best veit var hjónaband þeirra Friðmeyj- ar og Þorvalds farsælt en ég man vel hvað Friðmey ljómaði er hún minnt- ist þess er hún eitt sinn gekk til náða á jólanótt, eftir að hafa komið börn- unum niður eftir annasamt aðfanga- dagskvöld, og fann þá öskju með gullhring á koddanum sínum. Ég tel það mér til tekna að hafa fengið að kynnast manneskju eins og Friðmeyju. Hún hafði mjög svo ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, svo og lífinu sjálfu og þá er vægt til orða tekið. Með öðrum orðum; hún talaði „íslensku“. Mér eru minnisstæðar margar góðar samverustundir svo sem þrenn ynd- isleg jól sem ég fékk notið á Bílds- felli, en þó kemur sérstaklega upp í hugann þegar við Gurrý fórum með mæður okkar til London sumarið 2000. Ekki var með góðu móti hægt að greina ellilífeyrisþegana frá okkur sem eigum að heita á besta aldri, enda þær gömlu vart komnar inn á herbergið sitt er þær hringdu á „ro- om service“ og pöntuðu sér sherry- flösku. Fleiri minningar koma upp í hug- ann, svo sem ættarmót á Bíldsfelli, berjatínsla og margar skemmti- staðaferðirnar um helgar, en Frið- mey hafði einstaklega gaman af því að dansa og yfir höfuð að fara út á meðal fólks. Margs er að minnast þó svo að ég hafi ekki verið í mægðum við þetta ágæta fólk nema í þrjú ár. Sem ég skrifa þessar línur, kemst ég ekki hjá því að furða mig á því þjóðfélagi sem við lifum í. Væri allt í eðlilegu horfi gætu hér allir búið við allsnægtir. Það er því miður ekki svo og fólk keppist við að mæra afrek pottorma sem hagnast á klókindum tengdum verðbréfaviðskiptum og velta tugum ef ekki hundruðum milljóna. Sjaldnast er þó getið hinna sönnu afreka, afreka sem skópu það hagsældarsamfélag sem við búum við í dag. Já, menn virðast auðveld- lega gleyma þeirri alþýðu síðustu aldar, sem með þrotlausri vinnu bjó í haginn fyrir okkur sem byggjum þetta land. Það er fólk eins og Frið- mey sem eru hinar sönnu hetjur. Fólk sem stritaði myrkranna á milli, kvartaði aldrei og gladdist yfir litlu. Fólk sem hafði úr nánast engu að moða en hikaði þó aldrei við að rétta þeim sem minnst mega sín hjálpar- hönd. Það er meðal annars fyrir til- stilli Friðmeyjar og hennar kynslóð- ar, að það er einhvers virði að vera Íslendingur. Jæja, Friðmey mín, það er víst komið að leiðarlokum hjá okkur og kannski er best að ég láti hér staðar numið. Sólin er sest út við sjóndeild- arhringinn og þú hefur fengið hinn sanna frið og verðskuldaða hvíld. Því miður kemur fjarvera á erlendri grund í veg fyrir að ég geti fylgt þér síðasta spölinn. Ég hefði svo sann- arlega viljað hefja upp mína djúpu bassaraust og kveðja þig á þann hátt sem ég best get. Megi hinn hæsti höf- uðsmiður himins og jarðar breiða út faðm sinn og umvefja þig í sínu eilífa ljósi. Elsku Gurrý mín, þú reyndist móður þinni ávallt vel. Veit ég að þinn missir er mikill enda nutuð þið mæðgur einstaklega vel samvista hvor við aðra. Þér og systkinum þín- um votta ég mína dýpstu samúð um leið og bið ykkur blessunar hins hæsta. Mikil kona er gengin. Stefán Arngrímsson. Tengdamóðir mín Friðmey Guð- mundsdóttir var um margt dæmi- gerður fulltrúi þeirra manna og kvenna sem fæddir voru snemma á síðustu öld, og upplifðu þær miklu breytingar sem urðu á lífskjörum landsmanna. Friðmey var lágvaxin og fínleg en bjó yfir dugnaði og vinnusemi og hafði einstaka lífsgleði sem ekkert virtist geta bugað, sama hvað á gekk, jafnvel eftir að heilsu hennar fór að hraka. Kynni mín af Friðmey hófust fyrir 25 árum er ég kynntist Rósu dóttur hennar, og skipaði hún stóran sess í okkar dag- lega lífi. Að fara í sveitina og dvelja yfir helgi var ætíð ánægjulegt og mikill lúxus fyrir mig, því Friðmey var einstaklega gestrisin og að vakna á sunnudagsmorgni við ilminn af lambalærinu þótti mér ætíð gott. Að rækta blóm, lesa, ferðast, dansa, horfa á góða mynd var henni mikið ánægjuefni eftir að hægjast fór um hjá henni, búin að ala upp stóran hóp barna sem og sinna öðrum störfum sem fylgja stóru heimili á tímum þeg- ar allt var unnið með höndunum. Friðmey dvaldi tíðum á heimili okkar Rósu og var hún börnum okkar ein- staklega góð amma og mér reyndist hún góð tengdamóðir. Friðmey vildi aldrei láta hafa fyrir sér og sama hversu smávægilegt það var þá var viðkvæðið alltaf: „Þetta er allt of mikið fyrir haft.“ Blessuð sé minning hennar. Sturla Pétursson. Elsku amma. Gamli bærinn er nú ósköp tómlegur án þín og mikið sem vantar í hann eftir fráhvarf þitt. Þú varst alltaf einn af traustu punktun- um hjá okkur krökkunum í sveitinni og jafnvel þó að þú færir út í Hvera- gerði var einhvern veginn alltaf eins og þú værir ennþá uppfrá. Sérstak- lega þar sem að þú ætlaðir alltaf að koma aftur heim. Sem krakkar gát- um við alltaf komið uppeftir í heim- sókn til þín og fengið kex úr fínu doll- unum þínum, stundum bauðstu jafnvel upp á pönnukökur. Ekki má nú heldur gleyma lakkrísnum góða sem óx hjá þér úti í garði og við vor- um öll sólgin í. Við munum heldur aldrei gleyma öllum hátíðisdögunum sem við áttum uppfrá í gamla bænum hjá þér ásamt allri fjölskyldunni. Þú sómdir þér vel sem höfuð ættarinnar og hélst öllu jafnt sem öllum til haga. Eftirminnilegir dagar ár hvert voru t.d. bollukaffið, páskakaffið og jóla- kaffið. Þú bauðst alltaf í kaffi við öll hátíðleg tækifæri enda ekki við öðru að búast af svona lífsglaðri fjöl- skyldumanneskju og höfði ættarinn- ar. Sem dæmi um fjölskyldumann- eskjuna í þér er frægi myndaveggur- inn sem er núna nánast búinn að fylla alla stofuna. Þetta er eitt af því frá- bæra sem þú skildir eftir þig og mun ekki gleymast. Þú varst alltaf svo stolt af okkur öllum og dugleg að bjóða gestunum inn í stofu til að sýna myndirnar af fjölskyldunni þinni. Við viljum nú kveðja þig með þessu ljóði: Minning lifir, minnist þín mamma margra, amma mín. Lengi lifði, látin frú lögð í hvílu hvíta nú. Gengur Guðsins vegi frjáls, gefið auga hjarta stáls. Himni ofan horfir á, hérna okkur stendur hjá. Hugir hryggjast, hrapa hátt hratt þeir rísa aftur brátt. Styrk þinn sækja, Friðmey mín, saman minnumst við þín. (Hlöðver Þór.) Þín barnabörn Ása Valdís, Hlöðver Þór, Sævar Andri og Ingþór Birkir. Elsku amma, þegar ég hugsa til baka eru minningarnar margar og skemmtilegar. Hjá þér í sveitinni var alltaf gott að vera, þegar ég var í skólanum á Selfossi kom ég oft til þín að ná úr mér þreytunni og stressinu. Við horfðum saman á sjónvarpið og auðvitað hrutum við báðar þó bara önnur okkar hafi viðurkennt það daginn eftir. Þú varst svo uppfull af gleði og orku, aldrei viðurkenndirðu það að þú værir þreytt, var ekki þinn stíll að kvarta, alltaf jákvæð. Þær eru margar minningarnar um þig en eftirminnilegast er þó þegar ég hafði farið með mömmu og pabba í bústaðinn og undir morgun skók alls- narpur jarðskjálfti jörðina, mér var brugðið og leist ekki á blikuna. Hugs- aði ég til þín, ein í gamla húsinu. En daginn eftir spurði ég þig hvort allt væri í lagi, hvort þér hefði ekki brugðið. En þá hafðir þú verið í af- mæli á Torfastöðum og bara séð ljósakrónurnar dingla en haldið áfram að dansa. Þarna sá ég hvílíka hetju ég átti sem ömmu. Ég rétt rúmlega tvítug var farin að sofa um tíu en amma mín var að dansa fram undir morgun. Við heimkomur mínar frá útlönd- um síðastliðin ár hefur það undan- tekningarlaust verið mitt fyrsta verk að heimsækja þig. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig alveg fram á síðasta dag, alltaf voru móttökurn- ar jafn innilegar. Takk fyrir allt, elsku amma mín og hvíl þú í friði. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. FRIÐMEY GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.