Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 27 MENNING Meðan norsku fjölmiðlarnirvelta því fyrir sér hvortRoy Jacobsen verði næsti menningarmálaráðherra Noregs, situr þessi virti og kumpánlegi rit- höfundur þeirra hér uppá Íslandi og spjallar við íslenska bókaorma um verkin sín. Þegar Jacobsen settist niður með blaðamanni til spjalls, var hann nýbúinn að lesa Moggann sinn til að fregna af úr- slitum kosninganna í heimalandinu og framvindu stjórnmálanna þar. Hann les íslensku; hefur gríð- arlegan áhuga á fornbókmennt- unum okkar; kenndi sér málið að mestu sjálfur, en kveðst ónýtur við að tala það. Skáldsagan Frost, sem tilnefnd var til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2003, er smíðuð kringum persónu úr Íslendingasögunum, en bókin er nú nýkomin út í íslenskri þýð- ingu. Roy Jacobsen kveðst skrifa vegna þess að hann verði einfald- lega að gera það. Það sé honum jafn nauðsynlegt og að draga and- ann. „Ég fann alltaf löngun hjá mér til að nota málið. Ég ólst upp í verkamannafjölskyldu í úthverfi Óslóar þar sem lífið gat verið erf- itt, og ég fann að það gátu falist ákveðin völd í því að geta beitt tungumálinu sem vopni. Ég var góður í því. Mér fannst líka gam- an að lesa. Þannig hefur tungu- málið alltaf verið mér mikilvægt; – til að skilja veröldina í kringum mig og fyrir mína sálarheill.“ Roy Jacobsen fæddist árið 1954. Fyrsta ritverk hans, smásagna- safnið Fangeliv kom út árið 1982, og hreppti Tarjei Vesaas- verðlaunin sem besta frumraun höfundar. „Það var mikill léttir hvað bókinni var vel tekið. Ég var á ferðalagi í Japan þegar bókin kom út. Ég var búinn að vera á flakki í þrjá mánuði og hafði ekk- ert frétt af bókinni þegar ég kom til baka á hótelið mitt í Tókýó. Þar beið mín skeyti þar með ham- ingjuóskum vegna verðlaunanna. Þetta er það besta sem hent getur óreyndan rithöfund, og ég var ákaflega glaður. Ég átti samt eftir að skrifa nokkrar bækur í viðbót áður en ég gat farið að lifa af því að vera rithöfundur. Ég man enn eftir síðasta deginum mínum í annarri vinnu – það var árið 1989 á gamlárskvöld. Þá var ég að vinna með geðveikum börnum. Ég hef reyndar sýslað við ýmislegt um dagana, var sjómaður, var í byggingavinnu, hafnarverkamað- ur, kennari, en alltaf í hlutastarfi með ritstörfunum þar til þetta gamlárskvöld. Ég hef gaman af því að vinna með öðru fólki og hef líka gaman af því að vinna með höndunum og geri það enn. Ég á lítið eyðibýli á landsbyggðinni á stað sem svipar til Hornstranda. Móðir mín er þaðan og þangað fer ég á hverju sumri og dudda mér við að höggva timbur, dytta að og smíða. Ég fer þangað líka á vet- urna til að skrifa og kann vistinni vel á þessum fallega stað.“    Fyrri bók Jacobsens sem komút á íslensku, Ísmael, fjallar um atburði í lífi fyrrverandi kaldastríðsnjósnara, sem hefur sest að í Norður-Noregi. Þótt Ísmael og Frost gerist á ærið ólík- um tímum, er fortíðin þó sögusvið beggja. Roy Jacobsen segir sögu- legan skáldskap ekki höfða til sín, nema hann eigi erindi við samtím- ann. „Mér finnst söguleg skáld- saga verða að vera eins konar nú- tími í dulargervi. Ég er enginn sagnfræðingur. Flestar sögur mín- ar gerast í samtímanum. Ég skrifa um fortíðina einungis vegna þess að þar eru tilfinningar, hugsun og gjörðir sem eiga jafnt við í sam- tímanum. Kúnstin að vera mann- eskja hefur ekki breyst svo nokkru nemi.“ Innan beggja þessara sagna glíma höfuðpersónurnar við eigin fortíð. Jacobsen líkir þessu fortíð- arrápi í fortíðarsögunum við kín- verska öskju. Upp úr þeirri fyrstu kemur önnur eins, en bara minni, og svo koll af kolli. „Mér finnst þetta áhugavert. Kannski er manneskjan alltaf að endurtaka eitthvað sem gerst hefur í fortíð- inni. Við höldum alltaf að við séum mjög sérstök kynslóð sem lifir mjög óvenjulega tíma, og að það sem við upplifum hafi ekki gerst áður. En flest hefur gerst áður. Fólk fyrr á tímum hefur set- ið í sömu kringumstæðum og við nú; hugsað um svipaða hluti, talað um svipaða hluti og fundið til svipaðrar líðanar. Við erum ekki eins frumleg og við viljum halda.“ Jacobsen segir að viðureign manneskjunnar við eigin gjörðir og afleiðingar þeirra sé honum hugleikin. „Í þessum tveimur bók- um er hefndin líka lykilatriði. Ef einhver gerir eitthvað á þinn hlut, raskast hagkerfi tilfinninganna, og þú þarft að ná jafnvægi aftur. Til að ná jafnvæginu þarftu að eiga við þann sem á þinn hlut gerði, og þau samskipti verða víxl- verkandi, nema þið finnið leið til sátta. Íslendingasögurnar eru full- ar af fallegum lýsingum á því að hefndin fær ekki að leika lausum hala vegna þess að einhver fær góða hugmynd og sættir nást. Sjáðu bara Þorgeir Ljósvetn- ingagoða, eða Harðar sögu! Mann- kynið á alltaf möguleika á bæði stríði og friði og af Íslendingasög- unum getum við lært margt um það hvernig hægt er að öðlast frið eftir ósætti. Kannski að þið ættuð bara að þýða þær yfir á hebresku og arabísku og færa Ísraelum og Palestínumönnum nokkur eintök. Þeir gætu svo lesið 105. kafla Njálu upphátt hvorir fyrir aðra, þar sem Þorgeir kveður upp sátt- arúrskurð sinn.“ Áhugi Roys Jacobsens á Íslend- ingasögunum kviknaði strax í skóla, og þakkar hann það góðum norskukennara sínum. „Hann var sérvitur og hafði enga trú á sam- tímaskáldskap – vildi að við kynntum okkur fortíðina. Honum tókst að sannfæra mig – og tvo aðra í bekknum um að við ættum að lesa nokkra kafla úr Njálu, Gísla sögu og fleiri bókum. Ég varð alveg heillaður. Fyrir mig var þetta eins og að lesa kúreka- sögur úr minni eigin fortíð. Ég fór að lesa þýðingar á sögunum og gat ekki hætt. Þetta eru bók- menntir sem maður þarf að lesa aftur og aftur. Þegar ég var um þrítugt sá ég svo að það var miklu meira til óþýtt en þýtt, þannig að ég tók mér tvö ár í að læra forn- málið – upp á eigin spýtur. Ég las og las – fletti upp orðum, eða hringdi í fólk ef mig rak illa í vörðurnar. En svo kom að því að mig langaði líka að lesa sam- tímasögur, Fótspor á himnum, Heimskra manna ráð og fleira. Ég var sá kjáni að halda að það yrði ekkert mál, úr því ég var farinn að lesa Íslendingasögurnar. En það var nú öðru nær. Það var mikil vinna að komast í gegnum þær; – með stóra orðabók mér við hlið. Í dag er þetta ekkert mál lengur, og ég er farinn að lesa á íslensku það sem ég þarf, sögur – og dagblöðin, en ég er ekki nógu góður að tala.“    Roy Jacobsen er ánægður meðað vera hér gestur bók- menntahátíðar, en segir það jafn- framt erfitt. Það sé eins og að valsa um í annarra manna garði. „Ég kom á hátíðina 1993, og nýt þess að vera nú kominn í annað sinn. Annars er ég búinn að koma hingað oft, – sennilega þrettán sinnum, og hef tekið mér frí hér með krökkunum mínum. Það er alltaf gaman að koma hingað og ég hef ferðast um allt landið. Ég á orðið marga vini hérna, rithöf- unda sem ég hef þekkt í um fimm- tán ár, og ferðast með til annarra landa. Í hvert skipti sem ég kem fer ég í bókabúð til að sjá hvað hefur bæst við síðan síðast af nýj- um skáldsögum.“ Roy Jacobsen kveðst sammála því að samstarf Norðurlandaþjóð- anna í listum sé sennilega nánast í bókmenntunum. „Ég hef líka á til- finningunni að Íslendingar og Norðmenn séu sérstaklega nánir í bókmenntunum. Það kann að hljóma skringilega; – kannski ættu Danir að standa ykkur nær, en þegar verið er að senda okkur norrænu skáldin út um hvippinn og hvappinn til suðrænna og sið- menntaðra þjóða til að kynna verk okkar, þá eru það Íslendingarnir og Norðmennirnir sem sækja mest hvorir í aðra, – þvælast saman um borgirnar og sitja lengst fram á nætur yfir öli og spjalli. Finnarnir eru þó einstöku sinnum með, – en Danirnir eru þá löngu farnir í háttinn og Svíarnir alltof kurteisir til að taka þátt í svoleiðis hangsi. Við erum kannski aðeins meiri villimenn í okkur, Norðmenn og Íslendingar.“ Roy Jacobsen hefur skrifað tíu skáldsögur, smásögur, barnabók, kvikmyndahandrit og ævisögu. Hann segist ekki hafa áhuga á að skrifa fyrir leikhús, og að honum sé fyrirmunað að yrkja. „Prósinn er mitt fag.“ Kúnstin að vera manneskja hefur ekkert breyst að ráði ’Kannski að þið ættuðað þýða þær yfir á hebr- esku og arabísku og færa Ísraelum og Pal- estínumönnum nokkur eintök. Þeir gætu svo lesið 105. kafla Njálu upphátt hvorir fyrir aðra, þar sem Þorgeir kveður upp sáttarúr- skurð sinn.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Golli Roy Jacobsen rithöfundur: „En svo kom að því að mig langaði að lesa sam- tímasögur [...]. Ég var sá kjáni að halda að það yrði ekkert mál, úr því ég var farinn að lesa Íslendingasögurnar. En það var nú öðru nær.“ begga@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://www.cappelen.no/main/ forfatter.aspx?f=7038 XEINN AN 05 09 003 Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 Stærðir frá 34 - 46 ÚT ER komin bókin Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudóm- ar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Már Jónsson tók sam- an. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn- ingar 10. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005. Brynjólfur biskup Sveinsson er einn af höfðingjum íslenskrar sögu. Þekktastur er hann fyrir harm- þrungin örlög dóttur sinnar Ragnheið- ar. Farsælli var hann sem embætt- ismaður og hér birtast dómar sem hann lét ganga á prestastefnum á Þingvöllum og víðar um landið. Tekið er á siðferðisbrestum þjóðarinnar og ekki síður prestastéttarinnar en jafn- framt er andlegri velferð landsmanna sinnt og réttindi þeirra gagnvart kon- ungi varin. Útgáfunni fylgir yfirgrips- mikil skrá yfir nöfn og atriðisorð. Sagnfræði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.