Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 35
Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Margrét Unnur. Elsku amma mín. Þegar ég er spurð hvað það fyrsta sé þegar ég hugsa um þig, ætli það sé ekki sama svar hjá öllum hvað þú vildir alltaf vera fín og hversu hress þú varst allt- af. Ég man alltaf að þegar við fórum í heimsókn til þín í sveitina rataði maður ávallt beint í nammiskálina og þegar við vöknuðum varst þú alltaf löngu komin á fætur og búin að baka pönnukökur og leggja á borð. Allar minningarnar sem ég á um þig eru yndislegar. Sérstaklega þeg- ar ég fór með þér til Noregs, bara við tvær, að heimsækja Þórarin. Það var virkilega skemmtileg ferð og þar á ég eitt skemmtilegt dæmi um hvernig þú varst: flugvélin sem við áttum að fara með heim var biluð og þú vildir ekki trúa því og sagðir bara: „Ég á að fara heim núna.“ Fólkið á flugvell- inum skildi náttúrulega ekkert í þér og þú ekki í því þar sem það talaði ekki íslensku og þú hvorki norsku né ensku en þú varst hörð á því og vildir bara fara heim en ekki bíða í einn sól- arhring eftir næstu vél. Starfsmenn- irnir skildu ekkert hvað þú sagðir svo við vorum keyrðar í litlum bíl í sænska vél sem fór beint heim. Þetta var rosalega skemmtileg ferð sem ég mun aldrei gleyma, elsku amma. Það var skemmtilegt að rifja þetta upp með þér þar sem þú sagðir: Það er bara eins og það var – og hlóst svo bara. En minningarnar um þig hverfa aldrei úr hjarta mínu. Elsku amma, nú skiljast leiðir, og ég veit þú fórst sátt og ánægð. Guð geymi þig, amma mín. Þítt barnabarn Helena Rós. Elsku amma. Margs er að minnast er þú kveður þennan heim. Þó ég hafi vitað lengi að þessi dagur kæmi, þá kom hann svo óvart. Aðeins nokkrum dögum áður höfðum við verið heima hjá pabba að halda upp á þriggja ára afmælið hans Ágústs og við sátum og töluðum um skólann og okkur systk- inin. Ekki datt mér þá í hug að ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur og enn á ég erfitt með að sætta mig við það. En alltaf mun ég varðveita þær minningar sem ég á um þig, frá því að ég fékk að koma til þín á Bíldsfell og við sátum lengi og töluðum saman. Amma. Þú munt alltaf lifa í minn- ingum mínum eins lengi og ég lifi. Ég mun sakna þín svo sárt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Lára Rut. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Grétar Þór og Arnar Freyr. Hve langt skal haldið leit við dulin rök? Hve lengi glímt og kunna engin tök? Er þá ei betráað una við sitt vín og vera glaður meðan sólin skín? (Omar Khayyám.) Við andlát lítur maður yfir farinn veg og minningar skjóta upp kollin- um. Það eru ekki endilega stóru hlut- irnir sem koma fram í hugann heldur atriði sem skiptu minna máli á þeim tíma. Þannig var það þegar frétt um andlát Meyju barst okkur í fjölskyld- unni. Hún var einstök og sterk kona sem lifað hafði langan dag og alið upp stóran barnahóp, í sveitinni „okkar“. Allavega er það þannig sem við systkinin hugsum um Bíldsfell og fjölskylduna þar. Við munum vonbrigðin þegar fara átti í sveit og stefnan var tekin á Borgarfjörðinn, við vildum fara í sveitina okkar, til Meyju frænku og frændsystkinanna. Þau sterku tengsl eru ennþá og það vantaði mikið þeg- ar við komum saman að Bíldsfelli til að kveðja Meyju. Í uppvextinum var alltaf gert ráð fyrir frændfólkinu á Bíldsfelli enda eiga þau stóran sess í hjörtum okkar. Maður tekur það oft sem sjálfsagð- ann hlut að tengslin séu en þau þarf að rækta og hlúa að. Við erum svo lánsöm að hittast árlega í ágúst að Bíldsfelli, frændfólkið úr firðinum og frændsystkinin úr sveitinni, líka í ár. Að sjálfsögðu mætti Meyja þar og var með okkur í leik og söng. Við mamma hittum hana nokkru áður og var hún að safna kröftum til að geta verið með okkur í ár eins og ávallt áð- ur. Auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum hjá Meyju en hún var létt- lynd og tók því sem að höndum bar með stakri ró og stýrði heimilinu með myndarbrag. Við yngri tvö systkinin áttum þess kost að fá að dvelja á sumrin í sveit- inni og tel ég að það hafi þroskað okkur og mótað, við fengum að dvelja í stórum systkinahóp, duglegum og vinnusömum krökkum sem sköpuðu sinn eigin heim fyrir utan vinnuna, kunnu að bjarga sér. Mörg kvöld var verið að smíða og mála hluti til að nota í búleik. Fyrir neðan bæinn var svæði þar sem búið var að byggja upp litla byggð, íbúðarhús, útihús, smíða dráttavélar og vörubíla. Þetta var heimur ókunnur okkar félögum og þau vissu ekki hvað þetta var, þetta hlyti að vera sérstök sveit. Meyja átti þess kost síðustu árin að ferðast. Þær systur mamma og Meyja ferðuðust saman bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ánægjulegt að líta til baka og hugsa um allt sem Meyja gerði síðustu árin, hún kunni svo sannarlega að lifa líf- inu lifandi. Með aðstoð barna sinna ferðaðist hún og var að Bíldsfelli þeg- ar færi gafst. Við minnumst hennar með söknuði en á sama tíma gleðjumst við yfir minningunum. Fjölskyldan Ölduslóð 18. Það er laugardagurinn 6. ágúst 2005, áliðið sumars og við bræður er- um mættir með fjölskyldurnar á hið árlega og ómissandi ættarmót á Bíldsfelli. Tjöldin eru farin að rísa á túninu og fólkið okkar búið að mynda hóp, til að tala saman um daginn og veginn og rifja jafnvel upp síðasta mót. Það sem fangar þó athyglina er broshýr og falleg kona mitt í hópn- um, sem breiðir út faðminn og heilsar með kossi. Sú sem sem tekur svona hlýlega á móti okkur er hún Meyja frænka, ættmóðirin og höfðinginn á Bíldsfelli, kát og glaðleg að vanda, þrátt fyrir að heilsan sé farin að gefa sig. Nú þegar hún er fallin frá, verður manni ljóst hve þessi lífsglaða kona hefur verið mikill áhrifavaldur í okk- ar lífi. Bíldsfellið hennar Meyju og Þorvalds, var sveitin okkar og í raun ekki um aðra sveit að ræða í huga okkar. Óteljandi heimsóknir í Grafn- inginn, og ekki bara heimsóknir, heldur líka dvalið sumarlangt. Ógleymanlegar eru samverustund- irnar við stóra eldhúsborðið, sem var miðdepillinn á heimilinu, þar töfraði Meyja fram fyrir ótal gesti dýrindis meðlæti að því er virtist áreynslu- laust, þannig að maður hafði það stundum á tilfinningunni að það væri her manns inni í skápunum að baka og smyrja. Þó var það jákvæðnin, hláturinn og glaðværðin á þessu mannmarga heimili, sem gerði manni mest til góða. Meðal þess sem eftir situr er þó einstakt lag hennar á að sjá jafnan, björtu og spaugilegu hliðarnar á líf- inu, þrátt fyrir mótbyr á stundum. Takk fyrir elsku Meyja, vonandi ber- um við bræður gæfu til, að tileinka okkur, þó ekki væri nema brot af við- horfi þínu til lífsins. Hreiðar, Sigurður og fjölskyldur. Kær vinkona, fjölskylduvinur og sveitungi, Friðmey Guðmundsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningi, er fallin frá. Mikil vináttubönd ríktu ætíð milli foreldra okkar og þeirra heiðurs- hjóna á Bíldsfelli, Friðmeyjar og Þorvalds, en Þorvaldur lést fyrir nokkrum árum. Blessuð sé minning hans. Milli þeirra hjóna ríkti mikil og góð samheldni svo eftir var tekið og færi betur að fleiri hefðu það til brunns að bera í eins miklum mæli og þau. Samhliða fylgdi glaðværð og kát- ína sem kom beint frá hjartanu, glað- værð sem ríkti ofar öllum úrtölum og vorkunnsemi, þótt lífið hafi ekki allt- af leikið við þau hjónin. Ekki má gleyma greiðasemi, heiðarleika og mikilli drift sem einkenndi þau og fjölskylduna. Hjónin á Bíldsfelli og foreldrar okkar á Nesjavöllum og fjölskyldur hafa átt margar góðar stundir saman við bústörf og fleira gegnum árin. Ógleymanleg eru spilakvöldin sem við áttum saman á vetrarkvöldum þegar þorri ríkti og tunglið baðaði ásýnd Grafningsfjalla á snæviþakta jörð. Það var fögur sjón og heillarík í faðmi fjalla og kyrrðar sem gleymist seint. Eftir spilakvöld eða góða heim- sókn var margt skrafað yfir kaffi- bolla t.d. um búskapinn, veiðar, grenjaleit, ferðalög og margt fleira. Þetta eru ljúfar og góðar minningar um góða sveitunga og vini. Það eru ófáar ánægjustundirnar sem móðir okkar og Fríða eins og Friðmey var oftast kölluð áttu saman með vinkonum sínum úr sveitinni og víðar að, hvort sem var á Bíldsfelli, Nesjavöllum eða í orlofsferðum inn- anlands sem utan. Á þeim stundum sem oftar hafði Fríða yndi af því að klæðast fallegum fötum og var óspör á góð ráð í þeim efnum vinkonum sín- um til handa. Ekki má gleyma föstu símaspjalli sem þær vinkonur áttu saman nánast dag hvern snemma morguns meðan heilsa leyfði. Þær elskuðu sveitina sína og þá náttúrfegurð sem þar ríkir og nutu þess að horfa á fjallahringinn frá óðulum sínum, hvort sem var að vetri til þegar snjór lá yfir öllu eða þegar sólin baðaði fjallahringinn rauðum geislum kvölds- og morgun sólar á fallegum vor- og sumardög- um. Þær eru stolt hinnar íslensku konu sem tóku mót öllu af miklu æðru- leysi, þótt dagsverkin væru oft mörg og löng á stórum sveitaheimilum og raunirnar margar sem þær þurftu að ganga í gegnum við ástvinamissi og fleira. Hlátur þeirra, glettni og þrautseigja var þeirra aðalsmerki sem mun lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Fríða bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni sem öðrum og er mér minnisstætt þegar við áttum gott spjall saman fyrr í sumar, hversu minnug hún var á aldur og fleira hjá stóra barnahópnum sínum. Fjölskyldan og velferð hennar var Fríðu afar hugleikin og færðist bjart bros yfir andlit hennar þegar hún sagði frá með stolti hversu vel þeim vegnaði. Með Fríðu er gengin kona sem hvert sveitarfélag getur verið stolt af, kona sem bar umhyggju fyrir öll- um og vildi öllum vel. Fjölskyldan á Nesjavöllum þakkar Fríðu fyrir alla hennar vináttu og traust gegnum mörg ánægjuleg ár. Minning og vinátta þeirra hjóna verða ætíð skýr í hugum okkar. Guð blessi og verndi Friðmey með þökk fyrir allt. Sendum Bíldsfellsfjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Elsku Friðmey mín, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir góðsemi og hlýju í minn garð alla tíð. Ég á því láni að fagna að vera vinkona Gurrýjar dótt- ur þinnar og kom því oft að Bíldsfelli. Þar var tekið á móti manni með því- líkum rausnarskap að ég hef ekki séð annað eins. Það var slegið upp veislu á augabragði og ekki staðið upp frá borðum fyrr en maður stóð á blístri. Þú varst alveg ótrúlega afkastamikil kona og allt var svo fallegt í kringum þig. Þú varst mikil blómakona og fal- legu stofurnar þínar blómum skreyttar. Ég hitti þig síðast um páskana í Hveragerði. Þar sast þú prúðbúin á elliheimilinu Ási, umkringd gestum. Þú varst alltaf afar smekklega klædd og fín um hárið. Tel ég víst að dætur þínar hafi þar átt hlut að máli. Hvíl þú í friði, elsku Friðmey mín, og hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Huggaðu hjarta þitt eins og þú huggar lítið barn og sjáðu - brátt tekur það gleði sína á ný. (Margrét St. Hafsteinsdóttir.) Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til barna, tengdabarna og barna- barna. Ég kveð þig, kæra Friðmey. Guð vaki yfir þér. Þóra Helgadóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 35 MINNINGAR Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir, dóttur- dóttir, tengdadóttir og mágkona, ANNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Björtuhlíð 8, Mosfellsbæ, varð bráðkvödd þriðjudaginn 13. september. Ólafur Jónsson, Elín S. Bragadóttir, Guðmundur Konráðsson, Konráð Guðmundsson, Ingi Steinn Guðmundsson, Bragi Þór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Andri Ísak Bragason, Dóra Halldórsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Anna Sigríður Jónsdóttir. Ástkær bróðir okkar og mágur, GUNNAR GUNNLAUGSSON frá Syðri Sýrlæk, Suðurengi 1, Selfossi, lést þriðjudaginn 13. september. Ásgeir Gunnlaugsson, Óttar Gunnlaugsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Ingvar Gunnlaugsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma MARÍA PÁLMADÓTTIR, Seljahlíð 3F, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skafti Hannesson, Elín Antonsdóttir, Einar Albert Sigurðsson, Grazyna Wojtowicz, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ORRI GUNNARSSON, Þórðarsveig 1, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 4. september. Að hans ósk hefur útförin farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Ólafsdóttir, Ólafur Orrason, Kristín Orradóttir, Jóel Kristinn Jóelsson, Gunnar Friðrik Orrason, Þóra Guðmundsdóttir, Gylfi Þór Orrason, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.