Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STERK RÖK EINARS ODDS Einar Oddur Kristjánsson, al-þingismaður, færði framsterk rök fyrir því í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, að falla ætti frá framboði Íslands til Öryggisráðsins. Þingmaðurinn hefur áður hreyft svipuðum sjónarmiðum, sem varð m.a. til þess, að Morg- unblaðið hvatti til þess snemma á þessu ári, að staldrað yrði við og málið skoðað betur. Í umræðunum í gærkvöldi benti Einar Oddur á að við værum smá- þjóð, örþjóð, sem ættum ekkert er- indi inn í Öryggisráðið og raunar mundi aðild að því kalla yfir okkur vandamál af því tagi, sem við höfum ekki áður kynnzt á alþjóða vett- vangi. Þingmaðurinn benti á þann óheyrilega kostnað sem væri því samfara að berjast fyrir kjöri í Öryggisráðið og taldi næsta víst að með því mundum við að lágmarki kasta 600 milljónum króna á glæ og jafnvel 1.200 milljónum. Einar Odd- ur taldi að við gætum nýtt þessa fjármuni betur á alþjóðavettvangi og nefndi í því sambandi mannrétt- indamál. Hann sagði að framboð okkar til Öryggisráðsins einkenndist af „monti“ og „snobbi“. Allt er þetta rétt hjá Einari Oddi Kristjánssyni og athyglisvert að engin sannfæring einkenndi mál- flutning þingmannanna Sivjar Frið- leifsdóttur og Þórunnar Svein- bjarnardóttur, þegar þær reyndu með litlum sem engum árangri að halda uppi vörnum fyrir þau sjón- armið að halda ætti við framboð okkar til Öryggisráðsins. Það er tími til kominn að taka af skarið í þessum efnum. Við Íslend- ingar höfum reynslu af því að loforð um stuðning annarra þjóða hafa enga merkingu. Þau eru einfaldlega svikin ef það hentar viðkomandi þjóð. Í eitt skipti var talið að við hefðum tryggt allt að því nægilegan fjölda atkvæða til að tryggja fulltrúa Íslands ábyrgðarstöðu á alþjóða- vettvangi. Þegar til kom fékk Ísland ekkert atkvæði. Peningarnir, sem setja á í þetta framboð, fara til þess að borga ferðakostnað íslenzkra sendimanna um allan heim til að afla okkur fylgis og til þess að halda uppi viða- mikilli risnu í því sambandi. Þessum peningum verður betur varið í þágu fólks, sem þarf á þeim að halda. Hin almennu rök, að við viljum vera þátttakendur í alþjóðasam- starfi og nú sé kominn tími til að við látum að okkur kveða hjá Samein- uðu þjóðunum duga ekki. Röksemdir Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur þess efnis, að það yrði „hallærislegt“ fyrir okkur að hætta við framboð eru einfaldlega engin rök og í bezta falli afar „hallærisleg“ rök. Staðhæfingar Sivjar Friðleifs- dóttur um að ákvörðun um að hætta við valdi vandkvæðum gagnvart öðr- um Norðurlandaþjóðum hefur enga efnislega þýðingu. Íslenzka þjóðin mun ekki skilja hvers vegna allt að milljarði eða jafnvel hærri upphæð verður varið í þessu skyni ef óbreyttri stefnu verð- ur haldið. Alþingismenn allra flokka eiga eftir að verða þessa áþreifan- lega varir þegar nær dregur kosn- ingum. Það á ekki sízt við um þingmenn Framsóknarflokksins. VANDI ÖRBIRGÐAR Hjá Sameinuðu þjóðunum er núhaldinn leiðtogafundur í tilefni af 60 ára afmæli samtakanna. Í fyrra- dag töluðu þar bæði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og George Bush Bandaríkja- forseti eins og kom fram á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Annan minnti á að „uppsafnaður vandi örbirgðar“ hefði skapast í heiminum. Hann sagði að skort hefði samvinnu um að berj- ast markvisst gegn þessum vanda. Mikill árangur hefði náðst, en leið- togar alþjóðasamfélagsins yrðu að standa við fögur fyrirheit sín und- anfarin ár. Bush lagði einnig áherslu á ör- birgðina í heiminum og sagði að Bandaríkjamenn legðu áherslu á að berjast gegn fátækt í heiminum. „Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðrum,“ sagði hann og bætti við að Bandaríkjamenn væru reiðu- búnir að taka þátt í að fella niður all- ar niðurgreiðslur, tolla og aðrar við- skiptahindranir í landbúnaði, sem bitnuðu hart á kjörum fátækra þjóða og meinuðu þeim aðgang að mörk- uðum ríkra. Orð af þessum toga heyrast oft, en minna hefur verið um efndir. Fyr- irheitunum fylgja yfirleitt skilmálar og kvaðir, en enginn tekur af skarið. Það er ekkert leyndarmál hvaða áhrif viðskiptahindranir velmegun- arríkja heims hafa á fátæk ríki, en ekkert breytist. Það er vissulega ástæða til að hafa efasemdir um skil- virkni aðstoðar og áhyggjur af spill- ingu, en sú umræða er oft með þeim hætti að ætla mætti að óráðsía væri óþekkt fyrirbæri á öðrum sviðum mannlífsins. Önnur frétt, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, vekur til umhugs- unar um þessi mál. Talið er að um þessar mundir starfi um 125 milljónir manna frá þróunarlöndunum í auð- ugum löndum. Þetta fólk sendir ár- lega sem nemur alls um 200 milljarða dollara til ættingja í heimalöndunum, að því er Donald Terry, yfirmaður fjárfestingasjóðs Inter-American- bankans í Bandaríkjunum, segir. Þar mun vera um meira fé að ræða en nemur samanlagðri fjárhagsaðstoð og beinni fjárfestingu auðugra þjóða í þróunarríkjunum. Kom fram í frétt- inni að þessi upphæð gæti jafnvel verið enn hærri. Hér er um mikla tilfærslu á pen- ingum að ræða og ugglaust nokkrir milliliðir á leiðinni, sem taka sitt. En það segir líka sína sögu að umfang þessara sendinga skuli vera meira en samanlögð þróunaraðstoð. Á meðan örbirgðin eykst í heim- inum flytja leiðtogar heimsins falleg- ar ræður í glæstum sölum. Sagt er að orð séu til alls fyrst, en reynslan sýn- ir að það getur verið ansi langur veg- ur á milli orða og gjörða. M artin er fyrrverandi sjónvarpsstjarna sem glatað hefur mannorð- inu eftir að hann sæng- aði hjá fimmtán ára gamalli stúlku – enda þótt hún liti út fyrir að vera átján. Maureen er hlé- dræg miðaldra kona sem helgað hefur líf sitt umönnun fjölfatlaðs sonar síns. Jess er kjaftfor og óútreiknanlegur unglingur og ráðherradóttir í þokkabót. J.J. er snoppufríður uppgjafarokkari úr vestri sem færir fólki flatbökur heim í stofu. Hvað í ósköpunum skyldi þetta ágæta fólk nú eiga sameiginlegt? Svo sem ekkert. Nema hvað það ætlar allt að svipta sig lífi í kvöld. Árið er á enda og fyrir einhverja undarlega tilviljun ætla þau öll að fremja verknaðinn á sama stað, með sama hætti. Fleygja sér fram af Topper House, vinsælasta sjálfsvígsstaðnum í Lundúnum. En það sem þau vita ekki er að leiðin niður getur verið býsna löng. Þannig liggur landið í A Long Way Down, nýjustu skáldsögu enska rithöf- undarins Nicks Hornby sem notið hef- ur lýðhylli á umliðnum árum fyrir bæk- ur á borð við Fever Pitch, High Fidelity og About a Boy. Hann er hér staddur í tilefni Bókmenntahátíðar í Reykjavík. „Persónurnar í bókum mínum eru að jafnaði borgarbúar sem lifa í núinu og viðfangsefni mitt er að búa þeim þrúg- andi aðstæður. Ég sé mig ekki skrifa sögulega skáldsögu eða fjalla um fólk í styrjöldum þannig að öfgakenndar og hættulegar aðstæður í hversdagslegu borgarlífi verða að duga,“ segir Hornby og brosir, þegar hann er beðinn að út- skýra hvers vegna hann valdi svo eld- fimt efni, sjálfsvíg, til að skrifa um að þessu sinni. Við höfum komið okkur makindalega fyrir í djúpum leðursófum á Hótel Holti, þar sem hann dvelst. Nick Hornby er lágvaxinn maður og fíngerð- ur og ég veiti því athygli þegar við heilsumst hvað hann er smáhentur. Hann er afslappaður þarna í sófanum og kveikir sér í sígarettu. Honum ligg- ur ekki hátt rómur en talar af áhuga og öryggi. Eilítið nefmæltur. Hornby er alþýðlegur í fasi – laus við alla tilgerð og hégóma. Enda kemur fljótt á daginn að hann er þægilegur viðmælandi. Engin Hollywood-klisja Hornby hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir að glíma við þetta erfiða við- fangsefni án þess að blikna. Bókin þyk- ir í senn einlæg og sönn án þess að vera væmin. Þá er beittur húmorinn aldrei langt undan, eins og aðdáendur Hornbys eiga að venjast. Hann skirrist ekki við að skoða þessar erfiðu að- stæður í kómísku ljósi – þegar það á við. En einhverjum gildrum hlýtur hann að hafa þurft að sneiða hjá. „Mikil ósköp. Höfuðmarkmið mitt var að hafa bókina ekki of tilfinninga- þrungna. Það er auðvelt að sjá fyrir sér ömurlega Hollywood-útgáfu af þessari sögu, þar sem ókunnugt fólk hittist við þessar erfiðu aðstæður, faðmast, huggar hvert annað og talar fjálglega um hversu vænt því þykir hvert um annað. Og lifir svo hamingju- samlega til æviloka. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að karakterar mínir eru hundleiðinlegir hver við annan út í gegnum bókina. Hugmyndin var alltaf að leiða þetta mæðulega fólk burt frá þessum skelfilega stað inn í ljósið en það varð að gerast á raunsæjan hátt, a.m.k. eins og ég upplifi raunsæi. Mér fannst til dæmis útilokað að para þau saman með rómantískum hætti. Það hefði aldrei gengið.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn að Hornby teflir saman gjörólíku fólki sem situr svo uppi hvert með annað. Skyldi þetta vera einskonar karakter- einkenni á skrifum hans? „Ég myndi ekki ganga svo langt. Þetta á vissulega við um þessa bók og About a Boy en síður um hinar skáld- sögurnar mínar. Rithöfundar eru sí- fellt að búa til óvenjulegar aðstæður þar sem fundum ólíks fólks ber saman – fólks sem ella myndi aldrei hittast, hvað þá kynnast. Það er svo spennandi að sjá hvað gerist. Annars hef ég einna mestan áhuga á því sem ég myndi kalla „hliðarfjölskylda“, þ.e.a.s. fólkinu sem tekur við þegar hin eig- inlega fjölskylda bregst einstaklingn- um. Að vissu leyti var ég strax farinn að velta þessu fyrir mér í Fever Pitch. Hvað kemur í staðinn í lífi ungs drengs þegar faðirinn flytur í burtu og sambandið dofnar?“ Trúr umhverfi sínu Hornby er Lundúnabúi og sögurnar hans gerast í borginni, nánast í hlað- varpanum hjá honum. Hvers vegna? „Þetta er minn heimur, stórborg- arlífið, og ég hef aldrei séð tilganginn með því að leita annað eftir yrkisefni. Ég gæti látið öðrum borgum ekki svo frábr góðar,“ segir h vegna ætti ég New York frek únum, þar sem Að þessu ley höfundurinn A áhrif á Hornby og allar henna þar. „Hvatning vera umhverfi eru meiri líkur á aðra. En ein ég ekki líklegu skáldsögur og til með að leit drepa niður fæ sem markaði u sem er mér kæ poppmenninga Það var min eða Fótboltafá á Hornby. Hú þar lýsir hann djúpu ástarsam knattspyrnufé fangsefni sem vægt. Kom ve um í opna skjö „Já og nei. J aldrei gefið sé kramið og auk fyrsta bók. Ne þessi saga á v Eldheitir knat ótrúlega marg þið þekkið hér þeir hika ekki rúmteppi, myn tengda liðunum ólíklegt að þei lesa bók af þe sjálfa. Það sem óvart í þessu s tökur knattspy góðar á heildin ekkert hissa á enal skyldu há á fyrstu vikun Að gera lesand Breski rithöfundurinn Nick Hornby hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Gildir þá einu hvort yrkisefnið er sparkfíkn eða sjálfsvíg. Orri Páll Ormarsson ræddi m.a. við hann um nýjustu skáldsöguna, A Long Way Down, upphaf ferilsins, kvikmyndirnar eftir bókum hans og tilvistarkreppu skáldsögunnar en þar blasir vandinn við: „Skáldsagan er ekki nægilega skemmtileg.“ „Ég sé mig ekki skrifa sögulega skáldsögu eða fjalla um fó hversdagslegu borgarlífi verða að duga,“ segir Nick Hornb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.