Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Góð móðir, hlý amma og skemmtileg tengdamóðir hefur nú kvatt. Góðar minningar um góða konu og umfram allt hvað hún var skemmtileg, með frábært skopskyn, mun hjálpa ykkur að brosa í gegn- um tárin. Sigurhanna E. Gísladóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Þórunn Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1918. Hún lést á hjúkrunardeild Grundar 8. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Guð- mundsson, sjómað- ur, f. 7.11. 1885, d. 14.10. 1921, og Guð- laug Jónsdóttir hús- freyja, f. 12.1. 1887, d. 2.12. 1975. Systk- ini Þórunnar eru: Elín Guðmundsdóttir, f. 16.7. 1912, d. 12.6. 2003; Steinunn Guðmunds- dóttir, f. 9.7. 1915, d. 28.4. 1936; Guðrún Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1916; Óskar Þórir Guðmundsson, f. 8.7. 1920; og Guðmundur Guð- mundsson, f. 19.4. 1922. Systur sammæðra: Sigrún Lárusdóttir, f. 9.9. 1910, d. 2.2. 1977; og Þórdís Sigurðardóttir, f. 15.10. 1926. Hinn 16. ágúst 1941 giftist Þór- unn Haraldi Gíslasyni, en hann var fæddur í Reykjavík 21. október 1917. Haraldur lést 20. október 1999. Foreldrar hans voru Gísli Ástbjörg Ólafsdóttir, f. 15.10. 1940. Börn þeirra: a) Þórunn Guðmunds- dóttir, f. 29.5. 1975, d. 2.1. 1983. b) Birgir, f. 3.6. 1977, í sambúð með Örnu Björk Kristinsdóttur, f. 16.5. 1977. Sonur þeirra er Alexander Tristan, f. 30.5. 1998. c) Magnea Sigríður, f. 5.8. 1981, maki Svan- berg Þór Sigurðsson, f. 21.6. 1975. Dóttir þeirra er Þórunn, f. 28.5. 2005. Sonur Guðmundar og Bjarn- eyjar Guðmundsdóttur, f. 3.5. 1945, er Gísli Þór, f. 29.12. 1962, maki Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir, f. 5.7. 1964. Þeirra börn Kristey Bríet, f. 28.8. 1990, Írena Birta, f. 10.5. 1998, Haraldur, f. 10.5. 1998, og Unnur Lilja, f. 21.3. 2000. Þórunn var uppalin á Varmalæk í Borgarfirði frá fjögurra ára aldri en fluttist átján ára til Reykjavík- ur. Eftir að hún kom til Reykjavík- ur var hún í vist á ýmsum heim- ilum og þá gjarnan í kaupavinnu á sumrum og þá oftast á Varmalæk. Í vist var hún m.a. hjá þeim hjón- um Þorsteini Ö. Stephensen og Dó- rótheu konu hans og minntist þeirra jafnan með mikilli hlýju. Eftir það starfaði hún í Víkings- prenti uns þau Haraldur stofnuðu heimili árið 1941. Hún var því hús- móðir í Reykjavík í meira en sex áratugi. Útför Þórunnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Arason, f. 17.11. 1895, d. 25.6. 1986, verkamaður í Reykja- vík, og kona hans Magnea Sigríður Magnúsdóttir, hús- freyja, f. 25.11. 1895, d. 18. mars 1980. Börn Þórunnar og Haraldar eru: 1) Eygló Helga Haralds- dóttir, f. 19.1. 1942, maki Eiður Guðna- son, f. 7.11. 1939. Börn þeirra: a) Helga Þóra Eiðsdóttir, f. 4.10. 1963, maki: Ingvar Örn Guð- jónsson, f. 2.2. 1963. Þeirra börn: Eygló Erla, f. 6.4. 1989, Hildur Helga, f. 16.3. 1993, og Kolfinna Katrín, f. 9.12. 1999. b) Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir, f. 19.2. 1969, maki Gunnar Bjarnason, f. 12.3. 1969. Þeirra börn Eiður Sveinn, f. 3.11. 1993, og Lára Lilja, f. 9.10. 1995. c) Haraldur Guðni Eiðsson, f. 24.5. 1972, maki Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 7.11. 1973. Þeirra börn: Eygló Helga, f. 6.5. 1999, og Jón Hilmir, f. 10.7. 2003. 2) Guðmundur G. Haraldsson, f. 30.10. 1944, maki Öldruð kona er horfin af heimi og hefur fengið hvíld eftir langa ævi. Tengdamóðir mín, Þórunn Guð- mundsdóttir, sem lést á hjúkrunar- deild Grundar fimmtudaginn 8. sept- ember, var fædd í Reykjavík 7. júlí 1918. Faðir hennar, Guðmundur Guð- mundsson, drukknaði í október 1921 frá konu og fimm börnum þeirra og var það elsta þá níu ára og það sjötta á leiðinni. Þetta var fyrir tíma trygginga og þeirrar félagslegu samhjálpar sem nú er talin sjálfsögð. Þess var auðvitað enginn kostur að ekkjan gæti haldið öllum hópnum hjá sér. Heimilið sundraðist og fjögur barnanna voru flutt á fæðingarsveit föður sín í Borg- arfirði, þar sem hreppsnefndin ráð- stafaði þeim eða setti þau niður á bæi. Tengdamóðir mín var heppin. Hún lenti á góðu heimili hjá hjónunum Kristínu Jónatansdóttur og Jóni Jak- obssyni á Varmalæk. Þrjá syni áttu þau hjónin, Jakob, Kristleif og Pétur, sem voru Þórunni mjög jafnaldra. Af þeim lifir nú Pétur einn. Leit hún ætíð á þá sem uppeldisbræður og milli þeirra var gott samband. Á fyrrihluta tuttugustu aldar var vinnusemi, ef ekki vinnuharka, hluti tíðarandans. Það var almennt ekki til siðs að hlífa börnum til vinnu. Gilti það ekki síst um vandalaus börn á stórum sveitaheimilum. Þegar Þórunn kom að Varmalæk var þar vinnukona, Helga Ólafsdóttir, fædd 1862, sem tók sérstöku ástfóstri við Þórunni. Helga hafði verið vinnu- kona á ýmsum bæjum í Borgarfirði, en ílentist 40 ár á Varmalæk. Hún var sögð einstök kona. Svo vænt þótti tengdamóður minni um þessa um- komulausu vinnukonu að hún lét einkadóttur sína, sem fæddist 1942, tveimur árum eftir lát Helgu, bera nafn hennar. Þrjár kynslóðir í fjöl- skyldunni bera nú Helgunafnið. Um átján ára aldur lá leið Þórunn- ar suður til Reykjavíkur, eins og svo margra ungra stúlkna á þeim árum, í vistir og vinnu. Örlög hennar voru ráðin er hún réðst til starfa í Víkings- prenti árið 1941. Þar var þá fram- kvæmdastjóri Haraldur Gíslason, kunnur knattspyrnukappi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 16. ágúst 1941. Haraldur lést eftir skammvinn veikindi haustið 1999. Þeim varð tveggja barna auðið, Eyglóar Helgu og Guðmundar Gísla. Tengsl þeirra mæðgna, Eyglóar konu minnar og móður hennar, voru ein- staklega náin. Ekki síst mun það eiga rætur til þess að rekja að einkadótt- irin veiktist af berklum í bernsku og hefði líklega aldrei náð að sigra hvíta dauðann, ef ekki hefði komið til sú einstaka umhyggja og alúð sem sprettur úr móðurástinni og engar aðrar rætur getur átt. Hálfur fimmti áratugur er nú liðinn síðan sá sem þetta ritar kynntist Nóa- túnsheimilinu, þeim Þórunni og Har- aldi, og varð er fram liðu stundir einn af fjölskyldunni. Á þau kynni bar aldrei skugga. Þau hjónin voru sam- hent í örlæti og umhyggju fyrir börn- um sínum og ekki síður barnabörn- um, er þau komu til sögu. En það voru raunar miklu fleiri sem nutu góðs af gjafmildi þeirra og ræktar- semi. Þórunn tengdamóðir mín var kannski ekki allra. Sumum fannst hún kannski geta átt það til að vera hæðin, jafnvel kaldhæðin, ef svo bar undir, og víst gat hún vel komið fyrir sig orði. Kannski var kaldhæðnin klæði sem hún bar á seint gróin sár bernskunnar. Hún var hláturmild, ævinlega stutt í gamansemina og gat verið meinstríðin ef svo bar undir. Þórunn var greind kona og vel lesin. Hún hafði gott vald á íslensku máli. Af henni lærði ég orðið barnlúin. Inn á heimilið var bókastraumur vegna tengsla Haraldar við prentverk og bókaútgáfu. Þess naut hún í ríkum mæli. Þórunn kunni ógrynni ljóða og var víðlesin í íslenskum bókmenntum. Stundum kom hún mér, sem þóttist þokkalega lesinn, á óvart með athuga- semdum sem vörpuðu nýjum skiln- ingi á áður lesinn texta, þótt ekki vær- um við alltaf sammála. Hún unni líka myndlist eins og fagurt heimili þeirra Haraldar bar glöggt vitni. Skörp greind hefði gert henni nám umfram stopult farskólanám auðvelt. Hana dreymdi um kvöldskólanám er hún kom suður til Reykjavíkur. Sá draum- ur rættist ekki. Efnahagur ungrar vinnustúlku leyfði ekki slíkan munað. Ung hneigðist Þórunn nokkuð til róttækni í pólitík enda ekki óeðlilegt, þegar litið til er æsku hennar og efna- leysis á viðkvæmum árum. Síðar þótti henni tilvonandi tengdasonur full Na- tósinnaður og horfa meira til vesturs í heimsmálum en henni þótti hæfa. Allt breyttist þetta með árunum og þegar kommúnisminn hafði sýnt sitt rétta andlit og endað á frægum ruslahaug- um sögunnar var tengdamóðir mín fyrir margt löngu komin hægra meg- in við hægri kratann tengdason sinn. Fyrir um áratug fór að bera á þeim veikindum Þórunnar sem hrjáðu hana það sem hún átti ólifað. Um nokkurra ára skeið annaðist Haraldur hana á heimili þeirra af einstakri umhyggju og natni. Var aðdáunarvert hversu vel hann reyndist henni, uns hann sjálfur varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim vágesti sem krabbamein er. Undanfarin sex ár dvaldist Þórunn á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut, síðast á hjúkr- unardeild. Þar var hún okkur að mestu horfin, lifði í eigin heimi án mikilla sýnilegra tengsla við umheim- inn. Þótt hún ekki gæti tjáð sig, skynjaði næmt starfsfólk, að viðmót hennar breyttist jafnan þegar dótt- irin, búsett erlendis, var á landinu. Það er varhugavert að álykta að þótt aldrað fólk geti ekki tjáð sig, viti það ekkert af umhverfi sínu. Það er áreið- anlega oft rangt. Það skilur kannski og skynjar miklu meira en okkur órar fyrir. Í lokaerindi ljóðs síns „Á Rauðsgili“ segir Borgfirðingurinn Jón Helgason: Handan við Okið er hafið grátt, heiðarfugl stefnir í suðurátt, langt mun hans flug áður dagur dvín, drýgri er þó spölurinn heim til mín. Þessar ljóðlínur voru eitt af því sem tengdamóðir mín á árum áður hafði jafnan á hraðbergi. Hún ólst upp í Borgarfirði þar sem Okið blasir við og þaðan sem heiðarfuglarnir stefna suð- ur. Sú stund kemur að dagur okkar allra dvín. Þegar hennar stund kom var hún södd lífdaga og lengi búin að þrá hvíldina. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa notið samvista við trygglynda og góða konu, góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Fjölskyldan öll þakkar einstaka umönnun og hlýju þess starfsfólks á Grund sem annaðist Þórunni af svo mikilli elju og prýði nú síðustu árin. Guð blessi minningu Þórunnar Guðmundsdóttur. Eiður Guðnason. Elskuleg amma mín er farin til guðs. Ég á hafsjó af minningum sem tengjast ömmu og afa en þau skipuðu stóran sess í lífi okkar systkinanna. Amma var gáfuð, skemmtileg, ljóð- elsk og mikill unnandi bókmennta og lista. Hún elskaði birtuna en umfram allt elskaði hún börnin sín og fjöl- skylduna meira en lífið sjálft. Amma hafði afar skemmtilega kímnigáfu og oft á tíðum höfðu hún og mamma sín einkaorðatiltæki um menn og málefni. Þau endurspegluðu kímnigáfu hennar sem eingöngu hennar nánustu skildu. Afi og amma bjuggu nær alla sína búskapartíð í Nóatúni 15. Það má segja að „Nóinn“ hafi verið ættarset- ur fjölskyldunnar. Þegar við Ingvar hófum búskap þá var það í kjallaran- um í Nóanum. Við bjuggum þar í átta ár og höfðum afar gott samneyti við afa og ömmu. Við áttum svo sannarlega margar ógleymanlegar stundir með þeim. Við kynntum fyrir þeim nýja matarrétti sem þeim voru framandi eins og t.d. Lasagna og amma eldaði fyrir okkur heimsins bestu fiskibollur og marga aðra rétti sem voru einstakt ljúfmeti. Það var alltaf mikið áhyggjuefni að allir fengju nú „örugglega í sig“, þannig að enginn færi svangur frá borði. Þegar elsta dóttir okkar fæddist var hún fyrsta langömmubarnið. Amma og afi sáu ekki sólina fyrir henni. Amma naut þess að baða hana, leika við hana, gefa henni að borða sem og að passa hana. Hún var því okkur ungum foreldrunum ómetan- legur stuðningur. Það eru forréttindi að hafa átt ömmu sem trúnaðarvinkonu. Hún treysti mér og ég henni. Við grétum saman, hlógum saman og áttum ynd- islegar stundir tvær einar sem ég mun ætíð varðveita. Við vorum um- fram allt mjög nánar og oft voru orð óþörf. Við einfaldlega skildum hvor aðra. Hennar bestu stundir voru með fjölskyldunni. Þau voru ófá matarboð- in hjá okkur og hjá pabba og mömmu þar sem fjölskyldan kom saman. Þá var skipst á skoðunum um menn og málefni en umfram allt nutum við þess að vera saman. Ekki má gleyma jólunum. Afi og amma voru alltaf hjá foreldrum mínum og eigum við öll yndislegar minningar sem tengjast jólahátíðinni. Það er margt sem ég hef lært af ömmu og jafnvel erft. Hún elskaði að vera úti við, hún söng sig í gegnum líf- ið og það var alltaf stutt í hláturinn. Ef það var sólarglæta þá mátti ganga að því vísu að amma var sest út í garð með útvarpstækið sitt og söng. Nú er amma þar sem sólin skín og söng- urinn hljómar. Ég vil muna ömmu eins og hún var upp á sitt besta. Nú er hún komin til afa og þau munu leiða hvort annað eins og þau gerðu meðan bæði lifðu. Elsku amma, takk fyrir allt, sem þú gafst mér og mínum. Þín Helga Þóra. Ein af mínum fyrstu minningum úr Nóatúninu er amma að segja mér kisusöguna sem hún sagði mér alltaf fyrir svefninn. Voru það ófá skiptin sem ég sofnaði í rúminu þeirra við ljúfu röddina hennar ömmu. Nóatúnið var okkur alltaf opið og var gott að koma þangað til ömmu og afa. Hafa þau verið okkur systkinunum svo góð og hjálpsöm. Enginn bjó til betri fiskibollur en amma og að láta ömmu skafa epli of- an í sig var himneskt. Minningarnar hafa hrannast upp á undanförnum dögum. Yndislegar minningar sem gott er að ylja sér við á þessari kveðjustund. Efst í huga mér er þakklæti fyrir allt sem þið hafið gefið mér með allri ykkar hlýju og umhyggju. Veit ég vel að þótt amma hafi ekki hitt litlu dóttur mína og nöfnu sína mun hún vaka yfir henni og passa um ókomna tíð. Nú eruð þið sameinuð á ný öll þrjú, amma, afi og Þórunn systir, gangið saman og haldið verndarhendi yfir okkur. Kveð ég þig í dag, amma mín, með þá vitund í hjarta að þú varst hvíld- inni fegin og munið þið afi alltaf eiga samastað í hjarta mínu. Guð geymi þig, amma mín. Magnea Sigríður Guðmundsdóttir. Það er skrítið til þess að hugsa að sumir skuli vera teknir héðan ungir á meðan aðrir biðja um að fá að deyja, um að fá að kveðja þetta líf svo árum skiptir, en fá ekki. Hugurinn í fjötr- um, líkaminn rýr en hjartað einfald- lega neitar að gefast upp, kann það ekki, getur það ekki. Slær áfram af gömlum vana og þrautseigju. Þórunn amma eyddi síðustu árum sínum á Grund í góðri umsjá barna sinna og elskulegs starfsfólks. En vissulega eru það árin áður en heilsan fór að gefa sig sem lifa best í minning- unni. Það var fastur liður í mínum upp- vexti að fara til afa og ömmu í Nóan- um á sunnudögum. Frá því ég man eftir mér og fram á þrítugsaldurinn fór ég á hverjum sunnudegi í kaffi og vöfflur. Þar var rætt um þjóðmálin, fótbolta og oftar en ekki bar síðasta Derrick-þátt á góma en á honum hafði hún miklar mætur. Þetta voru skemmtilegar og dýrmætar stundir þar sem húmorinn var ætíð skammt undan. Þetta eru minningar sem ég mun ávallt geyma hjá mér, minningar um skemmtilega konu, mikinn húmorista sem var örlát á allt sem hún hafði að gefa. Það er gott til þess að vita að Þór- unn amma er nú frjáls úr viðjum elli og sjúkdóma og komin í góðan fé- lagskap afa, ættingja og vina sem á undan hafa farið. Haraldur Guðni Eiðsson. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Hann gladdi okkur alltaf með nærveru sinni. Hann var ófeim- inn og opinn karakter, átti sér drauma og tal- aði opinskátt um þá. Margir héldu að hann væri að grínast þegar hann var í raun einlægur. Hann skildi ekki fólk sem var ekki það sjálft, var annað en það er. Þetta var honum óskiljanlegt því hann vildi vera 100% Hjörtur og enginn annar. Margir skildu þetta einmitt ekki, þar sem góð ímynd skiptir máli og stundum er freist- andi að leyna einhverju. Hann trúði að það væri betra að lifa í sannleika lífsins og vera litinn hornauga frek- ar en að lifa í lygi og vera dáður. Hann hugsaði sífellt um að ljá meðbræðrum sínum og -systrum hjálparhönd og má nefna mörg dæmi þess. Hann miðlaði reynslu sinni til unga fólksins og þeirra sem voru í vanda staddir. Hann sagði þeim frá því hvernig Guð hefði hjálpað honum í gegnum mótbárur lífsins. Hjörtur var fram- taksmaður að Guðs náð. Margir tala um hluti sem þeir vildu gera ein- HJÖRTUR SVEINSSON ✝ Hjörtur Sveins-son fæddist 21. september 1981. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 12. ágúst. hvern tíma í framtíð- inni en hann vildi gera þá helst í dag. Við myndum segja að orð- ið „núna“ hefði verið uppáhaldsorðið hans. Fólk sem betrumbæt- ir heiminn sér það sem þarf að laga og bæta. Hann sá það mjög vel og það angr- aði hann hvað það var takmarkað sem hann gat gert, hann vildi hjálpa meira. Við viljum nýta frá- fall Hjartar til einhvers góðs en ekki bara syrgja náinn félaga. Við viljum heldur hugsa um lífið sem fallvalt og viðkvæmt en jafnframt dýrmætt og yndislegt og við þurfum að njóta þess. Hann var gott dæmi um þess- ar staðreyndir, hann var opinskár og beinskeyttur við fólk, oft um mál- efni sem fólk þorði ekki að horfast í augu við. Hann bar meiri virðingu fyrir lífi og velferð náungans en til- finningum hans. Við sem þekktum hann, og fleiri, lærðum af fram- kvæmdagleði hans og urðum fyrir áhrifum, hvort sem áformin heppn- uðust eður ei. Hjörtur hafði stórt og gott hjarta. Takk fyrir, takk fyrir allt, elsku Hjörtur. Kveðja, vinir þínir Emil Ólafsson, Arnar Ingvarsson og Hilmar Freyr Sveinþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.