Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING S viðið er sumarbústaðapall- ur. Eða inni í sum- arbústað. Það fer eftir því hvar þú situr. Það fer líka eftir því hvar þú situr hvaða útgáfu þú færð af leikritinu. Alltént færðu báðar hliðar málsins, í orðsins fyllstu merkingu, á sýningu. Fyrir hlé og síðan eftir hlé. Skilst þetta? Varla. „Þetta er snilldin við þetta leikrit Árna,“ segir leikstjórinn og leik- hússtjórinn Hilmar Jónsson og á við Himnaríki eftir Árna Ibsen, sem verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleik- húsinu í kvöld. Leikritið segir frá fólki í sumarbústað og hefur í raun tvær sögulínur; aðra sem gerist úti á palli og helmingur áhorfenda sér, og hina sem gerist inni í húsinu og hinn helmingurinn sér. Sögurnar skarast síðan á ýmsan hátt, persónur fara inn og út úr húsinu og sömuleiðis inn og út úr sögunum tveimur. Eftir hlé er leikritið síðan endurtekið frá byrjun, en áhorfendur hafa skipt um sæti í salnum og fá því að sjá það sem gerð- ist hinum megin. Fá hina hliðina á sprenghlægilegu málinu. Himnaríki er sett upp í tilefni af tíu ára afmæli Hafnarfjarðarleikhússins, sem sló rækilega í gegn árið 1995 með þessu sama stykki. Verkið var sýnt 100 sinnum þann vetur og hætti þó fyrir fullu húsi. „Þetta var ævintýri líkast. Þegar við byrjuðum snerist allt um þessa einu sýningu, Himna- ríki, og við vorum ekki með nein önn- ur áform á prjónunum. Við fengum styrk úr leiklistarráði og frá bænum sem gerði okkur kleift að setja sýn- inguna upp, og við gerðum eiginlega hálfgerða hústöku í gamla frystihús- inu,“ rifjar Hilmar upp og á þar við heimkynni Hafnarfjarðarleikhússins allt þar til í fyrra, í gömlu frystihúsi niðri við höfn. Nú hefur leikhúsið komið sér upp nýrri og fínni aðstöðu við hlið Fjörukrárinnar. „Við mætt- um bara inn með draslið okkar og svo var leyst úr málunum eftir á. Síðan sló sýningin svo rækilega í gegn að í nóvember, þegar við áttum að vera farin úr húsinu, vorum við enn með fullt hús og 4-5 sýningar í viku. Þetta varð allt miklu stærra og meira en við áttum nokkurn tíma von á,“ segir hann þegar blaðamaður spyr hann hvernig honum líði þegar hann líti til baka um tíu ár. Velgengni Hafnarfjarðarleikhúss- ins átti eftir að halda áfram eftir leik- sigurinn með Himnaríki árið 1995. Ári síðar setti leikhúsið upp Birting og sú sýning naut síst minni vin- sælda. Síðan þá hefur Hafnarfjarð- arleikhúsið verið einn af hornstein- unum í íslensku leikhúslífi, ekki síst vegna þeirrar sérstöðu að það setur einungis upp ný íslensk verk. „Það er í raun allt annað fag að setja upp ný verk en að endurtaka gömul verk með nýstárlegum hætti. Það er tvennt ólíkt, að vinna með texta sem þegar er búið að reyna og slípa til, og hinn sem á eftir að fara í gegnum það ferli,“ segir Hilmar, sem sjálfur hefur leikstýrt mörgum af sýningum leik- hússins. Hann segir þá vinnu engu að síður mjög skemmtilega. „Þessi sam- vinna við höfundinn og leikarana er yfirleitt mjög gefandi, fyrir alla held ég. Við höfum alltaf lagt upp með að allir nýttu hæfileika sína til alls hér í Hafnarfjarðarleikhúsinu og tækju þátt í vinnunni á öllum sviðum, hvort sem það er að leika, skrifa eða mála leiktjöld. Slík vinna er mjög sérstök og skemmtileg.“ Listræn áhætta Segja má að sú stefna Hafnarfjarð- arleikhússins að sýna eingöngu ný ís- lensk verk hafi verið nokkur tíðindi í íslensku leikhúslífi á sínum tíma, þeg- ar íslenskar leiksýningar voru mun sjaldgæfari en nú. Mörg íslensk leik- skáld skrifuðu sín fyrstu orð fyrir hafnfirskt svið og það er ef til vill til marks um framsýni Hafnarfjarð- arleikhússins að sýningum á verkum íslenskra leikskálda hefur fjölgað mjög á síðasta áratug. Hilmar neitar því ekki að hann sé stoltur af starfi leikhússins. „Ég held að það hafi verið ágætis innlegg í ís- lenskt leikhúslíf og lagt þung lóð á vogarskálarnar í íslenskri leikritun. Það hafði áhrif á starf leikhópanna að það skyldi slá hér í gegn leikhús með eingöngu ný, íslensk verk. Margir hópar hafa fetað sömu braut í kjölfar- ið og þetta skapaði líka þrýsting á stóru leikhúsin, þegar fólk sá að það var hægt að vera með vinsælt en samt frumskapandi leikhús. Við erum að uppræta þá gömlu mýtu að ís- lenskt menningarefni sé þungt og leiðinlegt,“ segir hann. En fólst ekki dálítil listræn áhætta í þessu vali á sínum tíma? „Jú, vissu- lega, því ný verk eru alltaf óþekkt stærð. Þess vegna er líka gaman fyrir okkur að koma aftur að þessu verki, Himnaríki, því nú er það þekkt stærð – sem við bjuggum til,“ svarar hann. „Þess vegna er í lagi að brjóta prin- sippið um ný íslensk verk núna – þó öll slík séu auðvitað til þess að brjóta – vegna þess þetta er okkar stykki.“ Farið eftir handritinu Þessi enduruppsetning Hafn- arfjarðarleikhússins á Himnaríki tíu árum síðar er líka hugsuð sem virð- ingarvottur við höfundinn, Árna Ib- sen, sem fékk heilablóðfall fyrir rúmu ári síðan. „Árni var mjög mikilvægur í starfsemi okkar fyrstu árin, með alla sína reynslu, og hann gekk í öll störf hér. Þannig að það er líka tilefni að heiðra hann á afmælinu okkar, fyrir utan gleðina af því að vinna með text- ann hans. Árni er meistari samtal- anna,“ segir Hilmar og bætir við að verkið og texti þess standi full- komlega fyrir sínu í dag. „Þegar við dustuðum rykið af handritunum fundum við strax að við þurftum ekki að breyta stafkrók. Málfarið er ung- æðislegt en um leið er textinn mjög rytmískur. Og það er best að fylgja honum alveg – ef leikararnir fara að bæta einhverju inn í missir textinn marks. Um leið og farið er í handritið og gert eins og Árni skrifaði, virkar það aftur. Það er alveg merkilegt og á bæði við um þetta verk Árna og fleiri.“ En er þá ekkert mál að leikstýra svona verki? Bara rétta leikurunum bókina og biðja þá að fara eftir text- anum? Svo einfalt er málið víst ekki, sérstaklega með hliðsjón af hinni flóknu uppbyggingu sem lýst var í upphafi greinarinnar. „Það er mjög krefjandi fyrir leikara að leika á tveimur leiksviðum í einu og allar tímasetningar og andrúmsbreytingar þurfa að vera hárnákvæmar,“ út- skýrir Hilmar. „Galdurinn við leik- ritið felst í því að leikararnir séu al- veg á tánum og geti haft stjórn á aðstæðum þó að eitthvað riðlist. Þetta leikur sig alls ekkert sjálft, þó að leik- ritið sé vel skrifað.“ Fólkið skiptir mestu Hilmar Jónsson hefur verið leik- hússtjóri í Hafnarfjarðarleikhúsinu frá upphafi og ýtt mörgum leiksýn- ingum og leikskáldum úr vör, sem síðan hafa hlotið gott brautargengi. Dæmi um það er einmitt Himnaríki Árna, og sömuleiðis verk hans Að ei- lífu – sem heyra mátti á rússnesku í flutningi RAMT-leikhússins í Þjóð- leikhúsinu í síðustu viku, en bæði þessi verk hafa verið þýdd á fjölda tungumála og sett upp víðs vegar um heim. En hvað skyldi vera mest virði þeg- ar Hilmar lítur um öxl? „Það er að sjálfsögðu allt fólkið sem hefur komið að starfsemi leikhússins. Allir sem koma að svona starfi þurfa að vera mjög örlátir og taka ákveðna afstöðu; það eru verri laun og lengri vinnutími og fólk þarf að vera til í að ganga í öll störf. Fyrir það ber að þakka. Síðan þykir manni líka vænt um þann stuðning sem leikhúsið hefur fengið, frá Hafnarfjarðarbæ, ráðuneyti menntamála og bransanum – öllum þeim sem hafa stuðlað að því að list- rænt skemmtileikhús með ný, íslensk verk hafi starfað í þessi tíu ár.“ Hann segist að vissu leyti líta á Himnaríki sem nýtt upphaf fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. „Það var upphaf á sínum tíma og nú byrjum við einnig nýtt tímabil; við höfum gert fimm ára samning við ríki og bæ í þessu nýja og fína húsnæði. Það er vel búið að okkar hag til næstu ára. Framhaldið er bjartsýni, gleði og áframhaldandi sköpunarkraftur.“ Ævintýri líkast Himnaríki hét fyrsta sýning Hafnarfjarð- arleikhússins fyrir tíu árum, sem sló um- svifalaust í gegn. Í til- efni af afmælinu fer leikritið aftur á svið í Hafnarfirði og ræddi Inga María Leifsdóttir því við leikstjóra sýning- arinnar, leikhússtjór- ann Hilmar Jónsson. Morgunblaðið/ÁsdísMálin rædd á pallinum í sumarbústaðnum. Morgunblaðið/Ásdís Leikritið segir frá fólki í sumarbústað og hefur í raun tvær sögulínur; aðra sem gerist úti á palli og hina sem gerist inni í húsinu. „Þetta varð allt miklu stærra og meira en við áttum nokkurn tíma von á,“ segir Hilmar Jónsson um tíu ár Hafnarfjarðarleikhússins. Morgunblaðið/Ásdís ingamaria@mbl.is eftir Árna Ibsen. Leikarar: Elma Lísa Gunn- arsdóttir, Erling Jóhannesson, Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Búningar og gervi: Ásta Haf- þórsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arn- arson. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Himnaríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.