Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Ný sending frá Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opið virka kl. 11-18, lau. kl. 11-15 öðruvísiFull búð af vörum Lomonosov postulín, Rússneska keisarasettið í matar- og kaffistellum. Handmálað og 22 karata gylling. Frábærar gjafavörur Alltaf besta verðið Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Síðar skyrtur vertu þú sjálf vertu belladonna Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga 11-15 Hlíðasmára 11 • Kópavogi sími 517 6460 • fax 517 6565 www.belladonna.is Starfsfólk Sláturhúss SS á Hellu fyrrum, ásamt mökum, áformar að hittast á eystri bakka Ytri-Rangár í Árhúsum á Hellu laugardaginn 8. október kl. 19:30 til að rifja upp gamla og góða daga. Hafið samband, gömlu félagar, og fáið nánari upplýsingar fyrir 25. september hjá: Sigga frá Hemlu sími 892 1644 sigsig@hi.is Siggu frá Núpi símar 486 6634 og 846 6776 siggalax@mi.is Önnu frá Hvammi símar 487 5005 og 894 5217 Tomma á Hamrahól sími 866 0275 eða Lóu frá Árbæ sími 863 5213. Rangæingar - takið eftir! Gull í grjóti - skóverslun Skólavörðustíg 4 - sími 551 5050 Ný sending af kvenskóm Lækkað verð á eldri vöru TEPPABÚÐIN - LITAVER, Grensásvegi 18, „við eru sérfræðingar í gólfteppum“, símar 568 1950 og 581 2444. Gólfteppin eru allt þetta og meira til. Mikið úrval af gólfteppum á góðu verði. Líttu við, því það hefur alltaf borgað sig. „SÖFNUNIN gekk framar okkar björtustu vonum,“ segir Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, um heims- foreldraátak UNICEF Ísland í sér- stökum söfnunarþætti hjá Sirrý á Skjá einum í fyrrakvöld. UNICEF starfar í 160 löndum og eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi. Samtökin sinna bæði langtíma þróunaraðstoð og neyðaraðstoð og styrkja uppbyggingu verkefna sem gagnast mörgum börnum, eins og til dæmis að byggja skóla, bólusetja, út- vega hreint vatn, heilsugæslu og umönnun, koma í veg fyrir vinnu- þrælkun og misnotkun barna. Um 6.000 heimsforeldrar Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum með því að gerast heimsfor- eldrar og styðja þannig hin ýmsu verkefni. Heimsforeldrar greiða mánaðarlega fjárhæð og stjórna framlögum sínum og að sögn Hólm- fríðar Önnu Baldursdóttur er með- algjöf íslenskra heimsforeldra um 1.100 krónur á mánuði. Skráning íslenskra heimsforeldra hófst fyrst í sjónvarpsþætti hjá Sirrý í maí 2004. Síðan hefur þeim fjölgað ört og fyrir átakið í fyrrakvöld voru þeir rúmlega 5.000. Hólmfríður Anna segir að enn séu að berast skráningar í kjölfar þátt- arins á miðvikudag, sem verður end- ursýndur á sunnudag, en ljóst sé að meira en 1.000 heimsforeldrar hafi bæst við hópinn. Það þýði ríflega milljón krónur á mánuði til viðbótar fyrri skuldbindingum upp á um fimm milljónir á mánuði. „Söfnunin hefur gengið mjög vel og þessi styrkur gagnast mörgum börnum,“ segir hún. Morgunblaðið/RAX UNICEF starfar í 160 löndum og sinnir meðal annars langtíma þróunaraðstoð í Afríku. Íslenskum heims- foreldrum fjölgar ört VÍÐSVEGAR um Evrópu eru stjórn- völd farin að bregðast við hækkandi olíuverði í kjölfar hækkandi mótmæl- aradda almennings, nú síðast hvatti Jasques Chirac, forseti Frakklands, olíufyrirtæki í landinu til að lækka verðið á eldsneyti og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynnti fyrr í vikunni að hann muni þrýsta á um breytingar á eldsneytismarkaði í Bretlandi. Annars staðar hafa yfir- völd einnig lýst því yfir að breytinga sé að vænta, s.s. í Póllandi og Aust- urríki. Hér á landi hefur hækkandi elds- neytisverð víðtæk áhrif og segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, stjórnvöld ekki geta stungið hausnum í sandinn og falið sig bakvið að ráða ekki heimsmarkaðsverði. „Ég tel ríkulega þörf á því að stjórnvöld grípi inn í, sérstaklega í ljósi þróunar vísi- tölunnar. Við erum að sjá að marg- földunaráhrif eldsneytishækkunar eru ekki aðeins að skila því að hinn al- menni borgari greiði meira við bens- índæluna heldur eru aðrar verðhækk- anir að skella á okkur. Leigubílar hafa hækkað sína gjaldskrá, flutn- ingaaðilar einnig og ekki sér fyrir endann á þessum hækkunum.“ Runólfur segir stjórnvöld ráða gríðarlega miklu varðandi vöruverðið til neytenda þar sem svo hátt hlutfall af eldsneytisverði séu skattar sem renna til ríkissjóðs. „Þar kemur að því að kjörnir fulltrúar verða að sýna mátt sinn og grípa inn í þegar við á.“ Framkvæmdastjóri FÍB segir hækk- andi olíuverð hafa víðtæk áhrif Þörf á að stjórn- völd grípi inn í RANNSÓKN lögreglunnar á Ísa- firði á meintri ólögmætri vegarlagn- ingu í Leirufjörð er á lokastigi, að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdótt- ur, sýslumanns á Ísafirði. Að hennar sögn hefur Umhverf- isstofnun skilað skýrslu um málið en stofnunin var fengin til að leggja mat á skemmdirnar sem unnar voru með vegarlagningunni. Á sínum tíma fékk landeigandi í Leirufirði, Sólberg Jónsson, leyfi hjá Ísafjarðarbæ til að „labba“ með jarð- ýtu niður af heiðinni gegn því að „allt jarðrask“ vegna umferðar vinnutæk- is í firðinum yrði lagfært og átti að nota ýtuna við framkvæmdir til að hefta landbrot í firðinum. Talsmenn Ísafjarðarbæjar telja að farið hafi verið langt út fyrir heimildir og lögðu fram kæru vegna málsins. Það gerðu líka Náttúruverndarsamtök Íslands. Að sögn Sigríðar Bjarkar hefur verið tekin skýrsla af hinum kærða. Rannsókn á vega- gerð á lokastigi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.