Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 49 DAGBÓK Samtökin Forma, samtök átrösk-unarsjúklinga á Íslandi, halda á morg-un, laugardag, málþing undir heitinuÍmynd 2005. Að samtökunum Forma standa Edda Ýrr Einarsdóttir og Alma Geir- dal. „Við erum báðar búnar að ganga í gegnum sjúkdóminn og málþingið er fyrst og fremst haldið til að fá rétta umfjöllun um hann og vekja fólk í landinu til umhugsunar,“ segir Alma. „Þá viljum við fá fólk, sem málið kemur við, til dæmis landlækni og heilbrigðisráðherra, til að láta eitthvað fara að gerast í málefnum átröskunarsjúklinga. Þetta er lífshættulegur sjúkdómur og hærri dánartíðni af hans völdum hjá konum á aldrinum 13 til 26 ára en af krabbameini.“ Alma bendir á að hér á landi sé ekki hægt að fá neina heildstæða meðferð við átröskun og því hefur hún fengið fyrirlesara frá dönsku meðferðarheimili til að tala á málþinginu. „Við höfum hér Karen Bro frá meðferð- arheimilinu Abegg og Bro í Danmörku,“ segir hún. „Við kynntum okkur meðferðarheimili í nágrannalöndum okkar og völdum þetta því að við vorum mjög ánægðar með þá starfsemi sem þar er rekin. Þær reka það tvær, Theresa Abegg, og Karen Bro. Þeim leist vel á okkar starfsemi og voru tilbúnar til að taka þátt í þessu með okkur. Karen flytur fyrirlestur, sem heitir Hinn viðkvæmi hugur átröskunar – mik- ilvægi skilnings og þolinmæði. Hún sýnir fram á hve mikilvægt er að hafa meðferðarheimili, en þau eru ekki fyrir hendi hér á landi. Þær bjóða upp á ítarlega meðferð, sem snýst um að ná framförum og settu marki. Um er að ræða hugræna atferlismeðferð, sem er mikið notuð og hefur reynst vel. Við bjóðum einnig upp á heildræna meðferð sem gengur út á að breyta lífsmynstri og vinna í huganum hjá átrösk- unarsjúklingnum því að hann er veikur og sjálfsmyndin ónýt. Afleiðingin er sjálfshatur og sjálfseyðingarhvöt.“ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur flytur fyr- irlestur um átröskun og samfélagið á mál- þinginu. „Sigrún varpar mynd á óttann við fitu, sem er magnaður í okkar þjóðfélagi,“ segir Alma. „Hún lætur okkur skoða okkur sjálf, enda er- um við öll ábyrg fyrir því, sem er í gangi í samfélaginu. Við þurfum því öll að horfa í eigin barm. Sigrún er nýútskrifuð og hefur allt sitt nám einbeitt sér að átröskun og skrifað rit- gerðir um efnið.“ Alma segir að á þinginu verði einnig sagðar reynslusögur, sýnd myndbönd og lesið upp þannig að viðstaddir geti skynjað hugarástand átröskunarsjúklingsins. Vigdís Finnbogadóttir er verndari málþingsins. Það verður haldið í Loftkastalanum og stendur frá klukkan 14 til 18 á morgun. Það er opið öllum og aðgangur ókeypis. Málþing | Samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi vilja vekja almenning til umhugsunar  Alma Geirdal er fædd 6. september 1979 í Reykjavík. Hún hefur glímt við átröskun og unnið að barátt- unni gegn sjúk- dómnum síðan samtökin Forma, samtök átröskunar- sjúklinga á Íslandi, voru stofnuð í apr- íl. Alma er formaður sam- takanna ásamt Eddu Ýrr Einarsdóttur og reka þær samtökin í sameiningu. Alma á sex ára dóttur, Sylvíu Sól, og tveggja ára son, Martin Mána. Sambýlismaður hennar er Kári Gunn- arsson. Átröskun er lífshættulegur sjúkdómur 80 ÁRA afmæli. Laugardaginn 17.september er áttræð Elísa G. Jónsdóttir, Haukshólum 3, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Jón Hannesson, á móti ætt- ingjum og vinum í Víkingasal Hótels Loftleiða, milli kl. 17 og 19 á afmæl- isdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Á morgun, laug-ardaginn 17. september, er átt- ræður Lýður Jónsson, Akralandi 3, Reykjavík. Af því tilefni taka Lýður og eiginkona hans, Mundheiður Gunn- arsdóttir, á móti ættingjum og vinum kl. 16-19 í Flugvirkjasalnum, Borg- artúni 22, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0-0 9. 0-0 Be6 10. Bb3 Rc6 11. Bg5 Ra5 12. Bxf6 Bxf6 13. Rd5 Bg5 14. Rxg5 Dxg5 15. Dd3 Hac8 16. Re3 Rxb3 17. axb3 Hc6 18. b4 Hfc8 19. b5 axb5 20. Dxb5 Dd8 21. b3 Hb6 22. Da5 g6 23. Had1 Dc7 24. Hd3 Dc5 25. Dd2 Dc6 26. f3 Dc5 27. Kh1 Ha8 28. Hd1 Ha2 29. Hc3 Da5 30. Hd3 Dc5 31. De1 Hba6 32. h3 Kg7 33. Kh2 h5 34. Dd2 Kh7 35. De1 Kg7 36. Dd2 Kh7 37. b4 Da7 38. b5 H6a3 39. Hxa3 Dxa3 40. Rd5 Dc5 41. Rf6+ Kg7 42. Dg5 Kf8 43. Rh7+ Kg7 44. Rf6 Kf8 45. Dh6+ Ke7 46. Rh7 Ha8 47. Dg5+ Ke8 48. Rf6+ Kf8 49. Rd5 Kg8 50. Rf6+ Kf8 51. Rd5 Kg8 52. Re7+ Kh7 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Chartres. Andrei Sokolov (2.603) hafði hvítt gegn Antony Kosten (2.522). 53. Rxg6! Dxc2 53. … fxg6 hefði ekki gengið upp vegna 54. De7+. 54. Hxd6 Hc8 55. Re7 Dc1 56. Dxh5+ Kg7 57. Dxe5+ f6 58. Dg3+ Kf7 59. Rxc8 Dxc8 60. e5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Smá kippur. Norður ♠DG102 ♥D ♦ÁG4 ♣ÁKG93 Gunnar Þórðarson, Selfossi, tók upp spilin að ofan í sumarbrids í Síðumúl- anum fyrir skömmu. Makker hans var Guðlaugur Sveinsson, Reykjavík, sem sleppir sjaldan úr kvöldi í sumarbrids. Guðlaugur var höfundur sagna og vakti á tveimur spöðum, veikum. Næsti passaði og Gunnar sá að slemma var langsótt, en sagði samt tvö grönd af rælni til að spyrja um styrk. Guðlaugur svaraði með þremur spöðum, sem sýn- ir lágmarks veika-tvo. Allt í lagi, Gunnar hækkaði í fjóra spaða, en þá ákvað austur að draga fram rauða miðann með dobl-merkinu. „Nú, ég redoblaði, náttúrulega,“ sagði Gunnar, „en tók þá eftir því að Guð- laugur kippist aðeins til – bara smá- vegis. Mér þótti það skrýtið, því Gulli lætur sér sjaldan bregða.“ Norður ♠DG102 ♥D ♦áG4 ♣ÁKG93 Suður ♠986543 ♥7654 ♦32 ♣6 Lítils háttar kippur er vel skilj- anlegur í ljósi aðstæðna: eftir að hafa opnað á hreinan Yarborough (ekki svo mikið sem tíu), lendir Guðlaugur í því að makker keyrir í fjóra spaða og redoblar í þokkabót. Austur átti ÁK í báðum hálitum og mannspil í tígli, en það dugði ekki til – spilið rann nánast sjálfkrafa heim, austur fékk aðeins á tvo efstu í spaða og einn á hjarta.„Það er eins og ég hafi fengið ryk í augað,“ sagði Guðlaugur eftir átökin, en Gunnar skrásetti 1080 í NS. Ef þeir Guðlaugur og Gunnar hefðu ekki verið svo sælir með árang- urinn hefðu þeir kannski tekið eftir því að bæði austur og vestur voru illa haldnir af fjörkipp í auga. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2005, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2005 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2005, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2005. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.