Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SIGURÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifaði grein í blaðið sl. föstudag sem hann kallaði „rugl og rangindi um kostnað vegna greiðslumiðl- unar“. Gott er að ræða þessi mál sem og önnur af skynsemi og hógværð, en eng- um er gerður greiði með efnistökum Sig- urðar. Greiðslumót- takendur hafa frjálst val Hann fullyrðir að evrópskir bankar þvingi móttakendur greiðslna með greiðslukortum til viðskipta við tiltekna banka í heimalandinu (færsluhirða). Þetta er rangt og það veit Sigurður. Evrópski mark- aðurinn er frjáls. Í lok árs 2002 bættist t.d. nýr aðili í hóp þjón- ustuaðila greiðslumóttakenda hér á landi, fyrirtækið PBS í Dan- mörku sem taldi ávinning af starf- semi á okkar litla markaði. Starf- semi þess hér er dæmi um frelsið sem ríkir. Allir færsluhirðar Evr- ópu innan VISA geta starfað á Ís- landi hafi þeir áhuga á því. Á sama hátt geta greiðslumóttak- endur hér átt viðskipti við færslu- hirða staðsetta í öðrum Evrópu- löndum, ef þeir kjósa svo. Kostnaður við greiðslumiðlun er inni í vöruverði Annað atriði sem Sigurður ræð- ir er kostnaður greiðslumiðlunar. Honum finnst að þeir sem greiða með greiðslukortum eigi öðrum fremur að fá viðbótarkostnað ofan á auglýst verð. Á þetta reyndi hér á sínum tíma og féll í málinu dóm- ur í Hæstarétti sem bannaði þessa aðferð. Röksemd Sigurðar fyrir þessu er tvenns konar. Hann segir að kaupandinn eigi að greiða kostnað sem fylgir greiðsluform- inu og þessi mál eigi að vera gegnsæ! Gegnsæi vöruverðs meðlima SVÞ Hingað til hefur aldrei verið tekinn kostnaður í bankakerfinu vegna greiðslu með reiðufé. Það er ekki vegna þess að slík greiðsluaðferð kosti ekkert, – síð- ur en svo. Hún er dýr en hefur aldrei verið verðlögð hér. Vissu- lega er löngu kominn tími til þess að það sé gert. Um gegnsæið er það að segja, að VISA Ísland hef- ur opinbera verðskrá fyrir þjón- ustuna og væri óskandi að slíkt væri siður allra félaga SVÞ. Það er gott að gera kröfur til ann- arra en maður ætti jafnframt að hafa það hugfast að gera sömu kröfur til sjálfs sín eða sinna. Fyrir mörgum árum síðan sagði einn af for- ystumönnum versl- unar, að auðvitað hefðu menn á þeim bæ tekið kostnað greiðslumiðlunar inn í vöruverð eins og ann- an kostnað. Í huga Sigurðar og EuroCommerce, sem eru samtök kaupmanna í Evrópu, er eins og þessi eini kostnaðarþáttur sé svo sérstakur, að hann beri að með- höndla öðruvísi en annan rekstr- arkostnað. Með því að krefjast þess að kostnaður greiðslumiðl- unar leggist sérstaklega ofan á auglýst vöru- eða þjónustuverð, er Sigurður og EuroCommerce að krefjast þess að neytendur tví- greiði hann í vöruverði. Hvers vegna á að meðhöndla þennan kostnað öðruvísi en annan? Á sama hátt gætum við reiknað með, að t.d. símakostnaður eða raf- magnskostnaður verði innan tíðar sérstaklega lagður ofan á auglýst verð! Með vísan til gegnsæisins, sem Sigurður krefst, hvernig væri þá að neytendur fengju á verð- miðum verslana og verðlistum þjónustuaðila sundurliðun á því hvernig verðið skiptist á milli hrá- efniskaupa, innkaupaverðs, húsa- leigu, rafmagns, þrifa, launa, fjár- magnskostnaðar, álagningar eiganda o.s.frv. Í það minnsta kæmi fram hver álagning viðkom- andi væri vegna þjónustunnar! Þegar að þessu kemur getum við farið að tala um gegnsæi verð- lagningar, en mér vitanlega hefur hvorki SVÞ né EuroCommerce barist fyrir þessum hagsmunum neytenda. Aðferð EuroCommerce ekki til eftirbreytni Þriðja atriðið sem Sigurður set- ur út á er að greiðslukortafyr- irtækin komi ekki fram við við- skiptavini í verslun og þjónustu af virðingu og sanngirni varðandi breytingar á gjaldskrám. Ég kannast ekki við þetta atriði og held, að VISA Ísland eigi ekki skilið slíka aðfinnslu. Hvað varðar virkni innri markaðar Evrópu í sambandi við greiðslumiðlun er mér ókunnugt um, að hann virki ekki eins og hann á að gera og hef ég vikið að því hér að framan. Það er gott og sjálfsagt mál að SVÞ berjist fyrir hagsmunum félaga sinna. En það verður að gera þá kröfu, að kostnaður greiðslumiðl- unar sé meðhöndlaður á sama hátt og annar kostnaður sem fellur til í viðskiptum félagsmanna. Aðferðir EuroCommerce í þessum málum finnast mér ekki eftirbreytniverð- ar. Þegar ég heyri aðila á þeim vettvangi tjá sig sem baráttumenn neytenda í þessum málum finnst mér það á stundum hljóma eins og að ótiltekinn aðili í neðra sé orð- inn boðberi góðrar trúar. Greiðslumiðlun á Íslandi er ekki dýr Greiðslumiðlun á Íslandi með greiðslukortum hefur fram á þennan dag þótt skara fram úr öðrum löndum Evrópu og þótt víð- ar væri leitað. Það hefur ekki gerst með því að hún hafi verið óréttlátlega verðlögð nema síður sé. Nýr aðili á þessum þjón- ustumarkaði, sem er miklu stærra fyrirtæki en bæði VISA Ísland og Kreditkort til samans, hefur frá því það hóf starfsemi hér stöðugt lækkað verðskrá sína til að mæta samkeppninni og er það til marks um verðlag hér. Kostnaður þess- arar þjónustu hefur fyrir áratug- um síðan lagst ofan á vöruverð. Þennan kostnað er óþarfi að með- höndla öðruvísi en annan kostnað í þjóðfélaginu sem eðlilega er dekk- aður í verði vöru og þjónustu. SVÞ hljóta að hafa einhver stærri og þýðingarmeiri verkefni að stríða við en þetta hálmstrá sem óskiljanlega hefur verið hangið á eins og það skipti sköpum í rekstri félagsmanna þeirra. Sigurði Jónssyni, fram- kvæmdastjóra SVÞ, svarað Halldór Guðbjarnason svarar Sigurði Jónssyni ’Evrópski markaðurinner frjáls.‘ Halldór Guðbjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri VISA Ísland. E rt þú femínisti?“ spurði ónefndur maður mig um dag- inn og í framhaldinu fylgdi löng rökræða um stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Þetta er kannski ekki merki- legt nema vegna þess að ég hef átt þessa samræðu óskaplega oft. Viðmælendur mínir hafa verið á öllum aldri, af báðum kynjum og af ýmsu þjóðerni. Sumir hafa ver- ið á sama máli og ég, aðrir ekki. Í þessu viðhorfi ætla ég því að svara nokkrum algengum spurn- ingum sem ungur femínisti á upp- leið þarf oft að svara. Hvað er eiginlega femínisti? Auðvitað er erfitt að skilgreina femínisma eins og svo margt ann- að en skilgreininginn sem Fem- ínistafélag Íslands notast við er að femínisti sé kona eða karl sem veit að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitthvað í því. Af hverju ertu femínisti? Mér fyndist eiginlega skrítið ef ég væri ekki femínisti miðað við allt sem ég veit og hef reynt. Ég man ekki hvenær ég byrjaði að vera femínisti. Þegar ég hugsa til baka finnst mér það hafa verið strax í sex ára bekk að mér fannst hlutirnir eitthvað skrítnir. Kannski daginn sem ég gekk út á fótboltavöll og spurði strákana hvort ég mætti vera með. Mér var vísað á leiðtogann og hann sagði kalt nei, það gengi ekki upp. Það liðu tvö ár þar til ég þorði að spyrja aftur. En snýst þetta alltaf um mis- rétti gegn konum, er ekki fullt af körlum sem verða fyrir misrétti líka? Jú, auðvitað verða karlar líka fyrir misrétti. Sérstaklega þegar það er einhvern veginn fyrirfram ákveðið hvað karlar og konur eiga að gera í lífinu. Við byrjum strax þegar börnin fæðast að klæða þau í bleikt og blátt. Síðan þroskum við stráka í að vera sterkir og harðir en kennum stelpum að vera sætar og góðar. Skoðaðu t.d. lýsingarorðin sem við notum um börn og leikföngin sem við gefum þeim. Þetta er allt saman æfing fyrir fullorðinsárin. En hvað með strákinn sem vill ekki vera sterk- ur og harður og vill kannski vera í fimleikum eða baka köku? Hvern- ig tökum við honum? Sama má segja um stelpuna sem er með læti og hamagang. Við eigum ofsalega erfitt með að sætta okk- ur við það að börn hagi sér öðru- vísi en við bjuggumst við og reyn- um oftar en ekki að breyta því, t.d. með því að skamma stelpur en ekki stráka fyrir að vera með læti eða neita að kaupa dúkkuvagna fyrir stráka. En þurfa endilega allir að vera eins? Einmitt ekki. En ég er hins vegar á því að fólk eigi að hafa sömu tækifæri. Það hefur þau ekki meðan við reynum að steypa manneskjur í ákveðin mót eftir því hvoru kyninu þær tilheyra. Ég skil alveg að fólk sé að berj- ast fyrir réttindum kvenna úti í heimi þar sem raunverulegt mis- rétti á sér stað en ekki hér á Ís- landi …? Mér hefur alltaf þótt furðuleg röksemdafærsla að ætla ekki að berjast gegn ofbeldi hér af því að það er meira ofbeldi einhvers staðar annars staðar. Eigum við þá að segja samkynhneigðum að hætta að berjast fyrir réttindum sínum af því að í Íran er samkyn- hneigð ólögleg? Það er ekki jafn- rétti á Íslandi þótt hlutirnir séu verri einhvers staðar annars stað- ar. En það er ekkert nýtt að fólk haldi því fram að jafnrétti sé kom- ið eða að við séum aðeins hárs- breidd frá því. Morgunblaðið hélt því t.d. fram árið 1926 að kvenna- framboð ætti ekki rétt á sér þar sem jafnrétti væri á Íslandi og hefði verið lengi. Er ekki kominn tími til að kon- ur sæki fram sjálfar? Ég get ekki betur séð en að konur séu í stöðugri sókn. Það þýðir ekkert að segja þeim enda- laust að brjóta niður veggi ef það á samt að halda áfram að reisa þá. En konur hafa nú oft gengið fyrir í ákveðin störf vegna kyns síns. Er það? Mér sýnist einmitt vera algengara að karlar gangi fyrir í ákveðnar stöður vegna kyns síns. Margir halda að á Ís- landi sé í lögum svonefnd jákvæð mismunun sem þýðir að ef karl og kona sækja um sömu stöðu þá á að ráða það kyn sem er í minni- hluta í stéttinni eða fyrirtækinu að því gefnu að viðkomandi upp- fylli lágmarksskilyrði. Þetta er ekki rétt. Hér á landi eru lög um jafnan rétt sem fela í sér að séu tveir einstaklingar jafnhæfir skal aðili af því kyni sem er í minni- hluta fá stöðuna. Þess má geta að þetta á jafnt við um karla sem konur. En af hverju vilja femínistar banna fegurðarsamkeppnir? Fæstir femínistar vilja banna fegurðarsamkeppnir. Þeir setja hins vegar stórt spurningarmerki við það hvort hægt sé að keppa í fegurð og staðalímyndirnar sem slíkar keppnir þrífast á. Mér finnst eðlilegt að fólk mótmæli því sem því finnst rangt. En er eitthvert raunverulegt misrétti á Íslandi? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja að svara þessari spurn- ingu. Launamisréttið er auðvitað það mælanlegasta af því að það er hægt að sýna fram á það með töl- um. Síðan höfum við svörtustu hliðina sem er ofbeldi gegn kon- um, t.d. nauðganir og heimilis- ofbeldi. Konur eru langoftast þol- endur slíkra brota og karlar gerendur. Svo er í raun allt þarna á milli. Það er eitthvað skrítið við það að karlar fari með svona miklu meiri völd en konur í sam- félaginu. Þeir eru í miklum meiri- hluta stjórnenda, í meirihluta á Alþingi og jafnvel í meirihluta í stjórnunarstöðum í „kvennastétt- um“. Mér finnst alveg út í hött að halda því fram að það sé hreinlega ekki nóg af hæfum konum á Ís- landi. Líttu þér nær. Ert þú femínisti? Morgunblaðið hélt því t.d. fram árið 1926 að kvennaframboð ætti ekki rétt á sér þar sem jafnrétti væri á Íslandi og hefði verið lengi. VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is AF DAGLEGRI framreiðslu prent- og ljósvakamiðla hafa mér lengi verið fréttir og fréttatengt efni hvað hugleiknust. Og stendur þá ekki á sama hvað og hvernig framreitt er. Mér finnst til dæmis stundum stríðsfréttir helst til rúmfrekar í ljós- vakamiðlum, að ef til vill mætti segja meira af friðsamlegum at- höfnum fólks um víða veröld. Á afmarkaðra sviði nefni ég fréttir af störfum stjórnvalda og Alþingis sér í lagi, vinnustað sem ég var allkunnugur um hríð. Mér sýnist stórum orðum og ým- iskonar svigurmælum gert allt of hátt undir höfði og alveg að þarf- lausu! Því af nógu er að taka sem þarfara er að greina frá í störfum þingnefnda og þingsins í heild. – Þegar verst lætur er engu líkara en gert sé í því að beina athygli hlustandans frá mikilvægum stjórnarathöfnum. Nöturlegt dæmi um þetta þótti mér blasa við í Kastljósi Sjón- varps þriðjudaginn 6. september. Aðalumræðuefni þáttarins var ráð- stöfun þess fjár sem kom í rík- iskassann við sölu Landssímans, sund- urliðaðar tillögur rík- isstjórnarinnar þar að lútandi sem lagðar verða fyrir Alþingi í frumvarpsforni. Var forsætisráðherra til kvaddur að gera grein fyrir málinu og ræða það við stjórnendur þáttarins. Til skipta voru (eru) nokkrir tugir milljarða og ráð- stöfun svo mikilla fjármuna áhrifarík fyrir framgang ým- issa aðkallandi verkefna og fyrir þjóðfélagið í heild. En þegar líða tók á afmarkaðan tíma þáttarins þótti stjórnendum hans mál að venda kvæði í kross. Tók þá við pex um allt annað efni, áður marg- rætt mánuðum saman, bæði á Al- þingi og í fjölmiðlum. Þetta skaut heldur en ekki skökku við. Auk þess þótti mér framkoma spyrj- endanna þá hæpin og reyndar fyr- ir neðan allar hellur. Þeir sem kveðja menn til viðtals í ljós- vakamiðlum hljóta að taka það með í reikninginn að viðtalið fer líka fram í stofum okkar sem heima sitjum. Og að fæstum stendur á sama hvernig komið er fram við gesti þeirra. – Starfsfólk ljósvakamiðla sem svo oft lítur inn hjá landsmönnum er svo, í mínum augum og margra annarra, blátt áfram til heimilis hjá afganginum af landsfólkinu. Til þess að fyrirbyggja hugs- anlegan misskilning tek ég fram að ég met mikils störf fjölmiðla- fólks yfir höfuð. Á enda margar góðar minningar um samskipti mín við það fólk forðum tíð. En sá er vinur er til vamms segir. Til íhugunar Vilhjálmur Hjálmarsson fjallar um fréttir og flutning þeirra ’En sá er vinur er tilvamms segir.‘ Vilhjálmur Hjálmarsson Höfundur er bóndi á Brekku í Mjóafirði og fyrrverandi mennta- málaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.