Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 41 MINNINGAR Mig langar að rita nokkur orð um hann pabba minn, en hann lést þann átjánda ágúst síðastliðinn níu- tíu og þriggja ára gamall. Mikið var nú af honum dregið blessuðum síðustu dagana og fékk það verulega á okkur fjölskylduna hvernig ástatt var orðið fyrir honum. Við pabbi vorum ekki alltaf sam- mála þegar ég var barn og ungling- ur, og eins og oft er með föður og börn þá tók hann uppátækjunum misgáfulegum með miklu jafnaðar- geði. Fannst mér hann oft ekki mik- ið skilningsríkur og ansi gamaldags, en það var ekkert hlustað á svoleiðis pælingar. En hann lagði aldrei bönn heldur gaf línur og miðlaði af sinni reynslu. Honum fannst maður ætti að reka sig á sjálfur og læra af eigin mistökum, því enginn getur lært fyr- ir annan. Æskuminningin er pabbi í hús- bóndastólnum í Brekkugerðinu með kaffibolla og Þjóðviljann sem hann hélt gjarnan hátt á lofti á meðan hann las. Aldrei otaði hann pólítisku skoðunum sínum að okkur fjölskyld- unni, þó svo að maður hafi ef til vill myndað sér ýmsar skoðanir af fyr- irsögnum blaðsins og myndunum! Mér fannst alltaf skrýtið að enginn í götunni skyldi kaupa þetta blað nema við. Þetta virkaði á mig sem nokkurs konar skæruhernaður. Vafalaust hefur fjölskyldan verið út- hrópuð kommúnistar og þaðan af verra, hver veit. Með augum barnsins sá ég pabba sem hinn vinnandi mann. Koma heim úr vinnu sinni Mars Trading, fá sér sæti í hægindastólnum sínum við útvarpið og kaffibolla. Rúllaði hann gjarnan upp gúmmíteygjum þannig að úr var flókinn gúmmí- vöndull. Úr vösunum galdraði hann fram mentólbrjóstsykur. Alltaf með sínu óbilandi jafnaðargeði. ÆGIR ÓLAFSSON ✝ Ægir Ólafssonfæddist á Siglu- firði 10. mars 1912. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 18. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 25. ágúst. Þegar pabbi og mamma skildu tíma- bundið tók við alveg nýtt tímabil þar sem ég gisti oft hjá pabba á helgum í Hraunbæn- um og á Egilsgötunni. Það var rólegur tími þar sem við tefldum eða hlustuðum á út- varpið, nú eða fórum í bíltúra. Minningar um hamsturinn sem hvarf úr lokuðu búrinu og fannst bak við ísskáp- inn löngu seinna eða páfagaukana sem flugu um alla íbúð- ina og lentu með stæl á öxlinni á mér eða höfðinu. Fórum við mikið í heim- sóknir til gamalla fjölskylduvina okkar, Helga Guðlaugssonar forn- vinar pabba svo og Magnúsar Norð- dahl, Sigga Ben og Normu. Sóma- fólk sem reyndist okkur frábærlega á þessum tímum. Á menntaskólaárum mínum vor- um svo lánsöm fjölskyldan að for- eldrarnir keyptu hús við Nökkvavog og má segja að þar hafi hafist blóma- skeið okkar. Mamma í sjúkraliða- skólanum, pabbi í sinni vinnu og hjálpandi mömmu með heimanámið. Fengum okkur meira að segja tíkina Tinnu. Þessara tíma minnist ég með hlýhug. Ég kynnist þó ekki pabba sem vini fyrr en eftir að mamma er dáin og kom ég oft til hans í Lönguhlíðina og spjölluðum við þar um daginn og veginn, þjóðmálin, pólítík og fjöl- skylduna sem skipti pabba miklu. Drukkum kaffi og átum vínarbrauð eða hunangsköku. Það var svo gott að tala við hann því ég gat talað blátt áfram og áhyggjulaust. Vissi að það sem sagt væri þar færi ekki lengra. Eða þá að við sátum saman í stof- unni, sögðum lítið sem ekkert og hlustuðum á útvarpið. Var gaman að veiða upp úr honum sögubúta frá því hann var yngri, annars var hann aldrei mikið fyrir að tala um gömlu dagana sína að fyrra bragði. Hans heimspeki var að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og líta aldrei hryggur um öxl. Pabbi var mikill alþýðumaður og eins og með margan manninn öðl- aðist hann reynslu, þroska og ró með aldrinum sem birtist vel í umburð- arlyndi hans og kærleika. Mér þykir það svo leitt hvað ég var seinn að „uppgötva“ pabba svona upp á nýtt, því það var svo ótalmargt sem ég átti eftir að spyrja hann um. Ég spyr hann bara seinna. Pabbi var rólegur og enginn æs- ingamaður en ekki hvikaði hann frá sínum skoðunum. Ekki man ég held- ur eftir neinum sem honum var illa við. Geðgóður, þolinmóður og skiln- ingsríkur er nokkuð sem hans verð- ur minnst sem. Góður hlustandi. Þó pabbi hafi ekki oft vermt kirkjubekki er ekki hinn minnsti vafi á að hann var kristinn maður að lund og hugarfari. „Svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, svo skuluð þér og þeim gjöra“ eru orð sem ég er þess fullviss um að hann hefur gert að sínum. Ég er líka viss um að hann trúði því að allir menn væru góðir, það væri hins vegar mismunandi auðvelt að kalla þann eiginleika fram en allir menn eru jafnir fyrir guði sínum og menn uppskera eins og þeir sá. Sönn og góð framkoma, heil- indi, sannleikur og réttlæti í sam- skiptum er nokkuð sem fær flesta til að draga fram sínar góðu hliðar. Aldrei brotnaði pabbi þótt á móti blési, hvorki í viðskiptum né í per- sónulegum málum. Ég trúi því að uppgjöf hafi aldrei verið valkostur hjá honum, og það má einnig segja um marga af hans kynslóð. Hann var ekki mikill útivistar- maður en hafði gaman af að kasta fyrir fisk. Við skruppum oft í veiði- túra saman. Fiskafjöldinn var kannski ekki til að hrópa húrra fyrir en það var samveran sem þetta snerist um. Hafði hann einnig gam- an af að ferðast um landið. Fór ótrú- legustu vegu hér á árum áður á blöðruskódanum sínum og sýndi stoltur eldri systkinum mínum land- ið sitt. Pabbi hafði einnig gaman af klass- ískri tónlist og man ég vel eftir þeg- ar hann „stjórnaði“ sinfóníuhljóm- sveitum með tilheyrandi handa- sveiflum bæði heima í stofu og jafnvel keyrandi úti á malarvegum. Við pabbi fórum hina ýmsu túra um landið og stendur vel upp úr ferðin okkar norður Kjöl á Blasern- um stóra. Alltaf var nú stoppað með reglulegu millibili og hrópað „kaffi“. Að vera að flýta sér og stress þekkt- ist ekki á þeim bænum. Pabbi hafði mikið gaman af að keyra og eiga góða bíla. Meðan ég var kríli átti pabbi glæsikerrur, s.s. Cadillac og fleiri flotta ameríska bíla, enda hefur honum vafalaust vegnað vel í viðskiptum á þessum tíma. Þegar ég var 16 ára fórum við iðulega upp að Hafravatni í þar til gerða æfingatúra. Hann treysti mér til að klúðra ekki málunum en fannst hann verða að kenna mér varfærni og liðlegheit. Ég bý vel að þeirri lífs- reynslu. Margt sniðugt sagði pabbi sem er erfitt að segja frá og rifjast upp með tímanum og minnast menn hans þegar dustað er rykið af þessum orðafrösum. „Snaggaralegur lítill killir“ var eitthvað sem hann notaði í mannlýsingum. Að vera „blöðrusel- ur“ þótti ekki gott. Einnig þakkaði hann „snerkjanda nefi“ þegar svo bar við. „Minn síðasti eyrir“ var nokkuð sem hann sagði iðulega þeg- ar hann gaukaði að okkur krökkun- um smápeningi. „Jæja, laggi minn,“ sagði hann til að leggja áherslu á mál sitt. „Það er blíðan,“ var gjarnan sagt stundarhátt þegar kom í versl- un okkur systur minni til mikillar hrellingar. Á yngri árum var vinahópurinn pabba gjarnan róttækir menn sem höfðu miklar skoðanir á heimsmál- um og landsmálum. Þeir vinir pabba þeir sem ég nú man eftir, þeir Helgi Guðlaugsson, Magnús Norðdahl, Gunnar Össurarson og Ásgeir Hólm og voru allir sérlega skrýtnir karlar. Eftir á að hyggja er það einkenni- legt hvað hann sótti mikið í þess tíma „originala“. En kannski sóttu þeir líka í hann vegna persónuleika hans. Hér í gamla daga tók pabbi mikið í nefið og snýtti sér með mikilli við- höfn í köflótta vasaklúta þannig að söng í. Og á ferðalögum seildist hann gjarnan eftir vasaklútnum þegar kom að einbreiðum brúm … til að skaprauna systrum mínum, eða svo segja þær. Fyndinn og skondinn var hann og alltaf. Var glensið í jafnlítilli seiling- arfjarlægð og neftóbakið. Að komast með tærnar þar sem pabbi hafði hælana í sínum fína húmor er eft- irsóknarvert. Mikill „bisnessmaður“ var pabbi í sér. Aldrei var ætlunin að stórgræða á neinu heldur að bjóða vörur á sanngjörnu verði. Viðskipti hans við Austur-Evrópu sýndu það berlega. Pabbi átti í góðum viðskiptum við Rússa og Tékka meðal annarra og var mikið í ferðalögum austur fyrir. Flutti hann út síld og lagmeti og inn flutti hann gler, dekk og aðrar iðn- aðarvörur. Gerðir voru margir stórir samningar við Rússana sem voru oftar en ekki forsíðufrétt í blaðinu. En viðskiptin fengu sviplegan endi. Réttlætiskenndin sýndi sig svo sannarlega eftir að mamma mót- mælti ásamt fjölda annarra fyrir framan rússneska sendiráðið innrás- inni í Tékkóslóvakíu 1968. Hringt var í pabba daginn eftir og hann boð- aður í sendiráðið þar sem honum voru sýndar myndir af eiginkonunni og honum gefinn kostur á að biðjast afsökunar á þessu framferði hennar ellegar missa sín viðskipti og lifi- brauð. Ekki bugaðist hann við þetta held- ur hóf að flytja inn vélbúnað frá Noregi til fiskvinnslu. Skrifborð varð pabbi að hafa hvert sem hann flutti og honum fannst hann alltaf þurfa að eiga skrifstofu. Hann var mikill tækja- maður og nýjungagjarn og þurfti að handfjatla og skoða öll þau tæki og tól sem við börnin sýndu honum. Fylgdist vel með og fékk sér meira að segja tölvu fyrir fimmtán árum eða svo. Pabbi sankaði að sér miklu magni bóka og hafði yndi af bóka- lestri. Las sér mikið til í erlendum fræðiritum um það er sneri að mannlegum samskiptum, bæði á hinum jarðbundna fleti og hinum andlega. Hafði hann mikinn áhuga á möguleikum mannsins við skynjun og samskipti við „aðra heima“ og þá er yfirgefið höfðu þennan heim. Að lífskrafturinn varðveittist og hyrfi ekki við síðasta andardrátt var nokkuð sem var hans hjartans mál. Ég fékk áhuga á þessu áhugamáli pabba þegar ég fékk vit og get ég seint þakkað honum fyrir að sýna mér þessa leið. Opnaði hann augu mín fyrir ýmsum fræðum sem ég er ævinlega þakklátur fyrir. Var það erfitt fyrir pabba að missa sjónina algerlega á öðru auganu og næstum alveg á hinu. Gafst þó aldrei upp heldur hlustaði á hljóðbækur og fylgdist vel með landsmálum í gegn- um útvarpið. Pabbi hélt mikið upp á barnabörn- in sín og var alltaf að spyrja hvernig þeim gengi í skólanum. Góð skóla- ganga og góð próf var nokkuð sem skipti öllu að hans mati. En nú hefur hann sameinast guði sínum eftir langa og viðburðaríka ævi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta samvista við pabba svona lengi, þó svo að ég hefði viljað þann tíma lengri.Mér finnst engan veginn að þessi fátæklegu orð megni að lýsa pabba og mínum hugrenn- ingum til hans, það eru svo fáar til- finningar sem hægt er að skila á blað, en ég geymi þær allar í huga mér. Ég er stoltur af honum og sakna hans mikið, en ég veit hvar hann er og það er mér huggun. Ólafur Friðrik Ægisson. Þegar góð kona á besta aldri er kölluð frá þeim sem elska hana, er erfitt að segja mikið, en mig langar þó að minnast í nokkrum orðum Margrétar Bárðardóttur, Möggu hans Bjarna. Ég var svo heppinn á mínum ung- lingsárum að fá að dvelja nokkrum sinnum hjá Bjarna bróður mömmu og Möggu á Laxeyri í Hálsasveit í Borg- arfirði syðri og það er ekki á neinn hallað þó ég segi að síðan hafa þau alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Ég man ekki hversu oft þetta var eða hversu lengi ég dvaldist hjá þeim, en það skiptir heldur engu máli, ég man bara að mér leið vel hjá þeim. Og ég held að ósjálfrátt hafi ég síðan ætlað mér að eignast heimili í líkingu við heimili þeirra og hamingjuríkt hjóna- band eins og hjónaband þeirra var. Til Bjarna og Möggu var alltaf gott að koma, alltaf heimilislegt og allir vel- komnir. Og hvort sem ég heimsótti þau meðan ég var unglingur eða MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR ✝ Margrét Bárð-ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. apríl 1957. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 17. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey 23. ágúst. seinna með Völu konu mína og síðan við með stelpurnar okkar, alltaf var jafn gott að hitta Bjarna og Möggu. Bæði töluðu þau til unglinga, ungs fólks og barna sem jafningja og Magga var einhvern veginn alltaf tilbúin að hlusta og spjalla um allt milli himins og jarðar, hlý og góð, hún var alvöru vinkona. Elsku Bjarni, Ágúst og Áskell. Missir ykkar er mikill en eftir lifir hjá okkur öllum minning um yndislega konu, hana Möggu sem var svolítið „uppáhalds“. Áskell Heiðar. Elsku Magga mín, eftir svona langa og erfiða baráttu áttu skilið að hvílast í friði og ró. Þrátt fyrir það er svo erfitt að sjá þig fara því að mann- eskjur eins og þig er svo erfitt að finna á lífsleiðinni. Ein af mínum bernskuminningum er sú þegar þú fórst með mig að tína blóðberg heilu dagana. Þú kenndir mér að þurrka það, gera úr því te, setja það í poka og selja það svo á úti- markaðnum. Mér fannst frábært að þú skyldir finna allan þennan tíma til að eyða með okkur krökkunum í nátt- úrunni, að leika og skemmta okkur. Það fannst mér, og mér finnst þú enn hugmyndaríkasta og gáfaðasta kona í heimi. Þú og Bjarni voruð bestu fóst- urforeldrar í heimi í fyrra, þegar ég bjó hjá ykkur, það var allt alveg minnsta mál og hægt var að bjarga öllu. Elsku Magga mín, ég á eftir að sakna þín svo hræðilega mikið. Von- andi hefurðu það gott á nýjum stað, allar mínar minningar um þig munu lifa um alla tíð. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Elsku Bjarni og fjölskylda, mér þykir svo leitt að sjá ykkur ekki núna og vera ekki hjá ykkur. Ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og hugsa til ykkar á hverjum degi. Ykkar Aldís Fjóla. Elsku Magga frænka. Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð til þín, rifjast upp allar minningarnar og yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Alltaf varstu boðin og búin til að passa mig þegar mamma og pabbi þurftu á því að halda eins og þegar þau fóru til Indlands til að sækja Ómar. Rétt fyrir jólin áttum við frænk- urnar alltaf stund saman og bökuðum loftkökur. Þær eru mitt uppáhald og mamma þurfti alltaf að fela þær svo ég yrði ekki búin að borða þær allar fyrir jól. Um síðustu jól treystirðu þér ekki til að baka svo að ég ákvað að baka fyrir okkur báðar. Kökurnar urðu ekki eins góðar og hjá þér en gaman fannst mér að færa þér þær og sjá hvað þú varðst glöð. Mér hefur oft verið hrósað fyrir hárið mitt, en ég hef aldrei séð fal- legra hár en þitt, svo skínandi og fal- lega rautt. Ég held að enginn hefði getað borið það betur. Þú stóðst alltaf mér við hlið, elsku frænka, sama hvað á gekk. Þegar ég veiktist af sjúkdómnum mínum vakt- irðu yfir mér ásamt fjölskyldu minni. Ég dáðist að þér því þá varst þú að veikjast sjálf. Þú hafðir alltaf trú á öllu sem ég ætlaði mér að gera. Þú sagðir að þú vissir að ég gæti útskrifast sem stúd- ent vorið 2005 sem ég og gerði. 27. maí sl. sagðirðu að þú hefðir aldrei verið jafn stolt af frænku þinni og það þótti mér afskaplega vænt um. Þú varst ætíð mjög ofarlega í hjarta mínu því ég vissi alltaf að ég gæti leitað til þín. Elsku frænka mín, þú hvattir mig til að fara til Danmerkur í lýðháskóla og ég fór að þínum ráðum. Ég vildi óska þess að ég gæti hringt heim og sagt þér fréttir þaðan, en ég mun gera það á annan hátt. Elsku Magga frænka, mig langar ekki til að kveðja þig, en ég veit að núna ertu á betri stað þar sem þér líð- ur vel og þú getur fylgst með okkur. Ég sé þig fyrir mér í fallegu fötunum þínum með fallega rauða hárið þitt. Þú mátt vita að þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og sá dagur mun ekki líða sem ég hugsa ekki til þín. Þín frænka, Tinna Berg. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.