Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIRBók- mennta- ástand á morgun Jón Kalman Stefánsson, Kristján B. Jónasson, Stefán Máni, Paul Auster, Javier Cercas, Annie Proulx og Graeme Gibson ALLAR íslensku landbúnaðarvör- urnar sem í boði voru í Whole Foods Markets-búðunum á Washington- svæðinu og Baltimore seldust upp á fyrsta kynningardegi. „Við vorum búnir að undirbúa allar búðirnar vel undir kynningarátakið og vorum t.d. með 40% meira af kjöti en við höfum verið með áður,“ segir Baldvin Jóns- son, verkefnastjóri átaksverkefnisins Áforms sem fram fer í Bandaríkjun- um haust hvert. Segir hann matar- kynninguna hafa farið fram í hádeg- inu og fyrir klukkan þrjú síðdegis hafi allar íslensku kjötvörurnar verið upp- seldar, sem og allt skyrið og ostarnir. „Þannig má áætla að 80% þeirra sem smökkuðu vörur okkar hafi keypt eitthvað,“ segir Baldvin, en tekur fram að nýjar vörur verði komnar frá lagerum í búðirnar strax í dag. Á forsíðu matarblaðs New York Times Að sögn Baldvins hefur kynningin á íslensku landbúnaðarvörunum gengið afar vel í Bandaríkjunum þetta haustið og fjölmiðlar sýnt þess- um sjálfbæru landbúnaðarafurðum mikinn áhuga. Sem dæmi nefnir hann að íslenskar landbúnaðarvörur hafi verið á forsíðunni á matarblaði New York Times (NYT) auk þess sem fjallað hafi verið um málið í heilsíðu- grein í blaðinu þar sem bandarískir fagaðilar og kokkar hafi verið að dásama íslensku vörurnar og aðferðir Íslendinga við að markaðssetja landið sem sjálfbært land. „Það má eiginlega segja að kynningarátakið sé að skila sér allt að tveimur dögum fyrr en við áttum von á,“ segir Baldvin og leggur áherslu á að framleiðendur á Íslandi, bæði sauðfjárbændur og kúabændur, hafi mörg sóknarfæri í markaðsetn- ingu í vörum sínum. „Það er hægt að auka bæði mjólkurframleiðsluna og sauðfjárframleiðsluna og á þessum vikum hér erum við að leggja grunn að því að það muni verða gert. Að menn séu ekki alltaf að draga úr framleiðslunni heldur fari menn núna að sækja fram á grundvelli þessarar markaðssetningar sem hér fer fram.“ Kynningarátak og markaðssetning á íslensku land- búnaðarvörunum gengur vel í Bandaríkjunum Grundvöllur fyrir aukinni sókn Íslensku vörurnar sem í boði voru hjá Whole Foods Markets seldust upp á fyrsta degi. Talið er að 80% þeirra sem smökkuðu vörurnar hafi keypt þær. GREININGARDEILD Íslands- banka spáir 6,1% hagvexti í ár, sem er umtalsvert meiri vöxtur en verið hef- ur að meðaltali undanfarin 10 ár. Vöxturinn er auk þess mun hraðari en nú er í helstu viðskiptalöndum okkar, en í ríkjum OECD er spáð 2,6% hag- vexti að jafnaði í ár. Enfremur spáir greiningardeildin frekar mjúkri lend- ingu í hagkerfinu. Þ.e. aðlögun að langtímajöfnuði með gengissigi, kröftugum vexti útflutnings og já- kvæðum ytri skilyrðum. Útlit er fyrir að að nokkuð hægi á hagvexti á næsta ári og að vöxturinn verði 4,2%. Líkt og í ár munu rætur vaxtarins fyrst og fremst vera í mikl- um fjárfestingum og aukinni einka- neyslu. Verðbólga gæti orðið nálægt 8% á árinu 2007 Þá er því spáð að gengi krónunnar byrji að lækka á næsta ári og lækki á bilinu 20–25% til 2007. Þetta var með- al þess sem kom fram á morgunverð- arfundi bankans í gær þar sem þjóð- hagsspá 2005–2009 var kynnt. Samkvæmt greiningardeildinni mun hagvöxtur í ár og á næsta ári reyna mjög á þanþol hagkerfisins, en bent var á að víða sjáist merki ofþenslu. Megi þar nefna verðbólgu sem nú mælist 4,8% sem er langt umfram það sem geti talist til stöðugleika að sögn Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Reikna megi með enn meiri verð- bólgu á næsta ári og 2007 má búast við að hún verði nálægt 8%. Hann sagði hagstjórnarblönduna vera ranga. Seðlabankinn hafi þurft að taka verulega fast í taumana með miklum vaxtahækkunum á meðan hið opinbera hafi gert mun minna. Greiningardeildin spáir mjúkri lendingu en segir að það velti á mörg- um þáttum og ekki síst því hvernig menn hagi efnahagsstjórninni. Þó sé ekki hægt að útiloka þann möguleika að í kjölfar þeirrar hagsveiflu, sem nú hafi náð hámarki, verði harkaleg lending með langvinnum samdrætti. Auk þess væri möguleiki á áfram- haldandi vexti án jafnvægis, með vexti þjóðarútgjalda t.d. vegna frek- ari álversframkvæmda líkt og hafi verið í umræðunni. Slíkt myndi draga niðursveifluna á langinn. Ingólfur velti stöðu mála fyrir sér á fundinum og sagði blikur vera á lofti í efnahagsmálum. „Viðskiptahallinn var 14% af landsframleiðslu á fyrsta árshelmingi sem er meira heldur en við höfum séð síðan mælingar hófust hér á landi. Hann virðist í ár ætla að slá gamla metið frá 1947 þegar við eyddum öllum okkar gjaldeyrisforða á nánast einu ári til þess að kaupa skip og byggja upp fiskvinnslu,“ sagði Ingólfur og bætti því við að viðskipta- hallinn krefðist gengislækkunar að loknum stóriðjuframkvæmdum. Hann benti á að hagvöxtur væri langt umfram það sem sést hefur lengi og að auki langt umfram það sem sést hjá nágrannalöndunum. Skammvinnt samdráttarskeið Samkvæmt greiningardeildinni eru líkur á að skammvinnt samdráttar- skeið taki við innan tveggja ára af því vaxtarskeiði sem nú stendur yfir. Nú stefni í tæplega 1% samdrátt lands- framleiðslu árið 2007, einkum vegna minnkandi fjárfestinga í atvinnulífinu en einnig af völdum samdráttar í einkaneyslu. Um sé að ræða nauðsyn- lega leiðréttingu á því ójafnvægi sem nú sé að myndast á hagkerfinu. Talið er að að loknu samdráttar- árinu 2007 séu líkur á bata efnahags- lífsins sem verði drifinn af vexti út- flutnings. Reiknað er með 2,4% hagvexti 2008 og 3,4% hagvexti 2009 og að vöxturinn verði við skilyrði auk- ins stöðugleika efnahagslífsins með um 2,5% verðbólgu og nánast jafn- vægi á utanríkisviðskiptum og vinnu- markaði. Greiningardeildin telur að gengi krónunnar byrji að lækka á næsta ári og að hún lækki um 20–25% fram til ársins 2007. Gengisvísitalan verði þá á bilinu 130 til 135 stig. Samhliða geng- islækkun krónunnar og lokum stór- iðjuframkvæmda muni draga veru- lega úr viðskiptahallanum. Sérfræðingar á greiningardeild Íslandsbanka kynna þjóðhagsspá fyrir árin 2005–2009 Hagvöxtur 6,1% í ár en þenslueinkenni mikil Morgunblaðið/Kristinn Íslandsbanki spáir að gengi krónunnar byrji að lækka á næsta ári og lækki um 20–25% til 2007 að því er fram kom á fundi bankans í gær.          !  " #$% &'  ( #$% 6     Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.mbl.is/itarefni GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra er nýkominn heim frá Washington, þar sem hann var viðstaddur opnun Íslands- kynningar í verslunum Whole Food Markets. Hann segir við Morgunblaðið að það sé stórkostlegt fyrir ís- lenskan landbúnað og íslenska matvælaframleiðendur að svo margar afurðir séu komnar í hill- ur einnar dýrustu og metn- aðarfyllstu matvöruverslanakeðju í heimi. „Það eitt segir manni að það blasir við ný og bjartari framtíð,“ segir Guðni, sem hreifst sér- staklega af því að heyra stjórn- endur Whole Foods Markets- keðjunnar hlaða lofi á íslensku vörurnar. Þannig hafi þeir sagt íslenska smjörið vera hið besta í heimi. Skyrið og ostarnir hafi einnig heillað viðskiptavini verslunarinnar og aðrar þær ís- lensku vörur sem hafi verið á boðstólum. „Þetta gefur íslenskum land- búnaði mögu- leika á að feta í sömu fótspor og íslenskar sjávarafurðir gerðu fyrst fyrir um 50 árum. Íslenskir bændur verða ekki frjálsir fyrr en þeir komast með afurðir sínar á stærri markaði. Við eigum möguleika á að selja mikið magn og á hæsta verði. Þetta gefur bændunum von á að fá sann- gjarnt verð, við mikla eftirspurn mun verðið hækka og allir munu njóta góðs af því,“ segir Guðni. „Ný og bjartari framtíð blasir við“ Guðni Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.