Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND SUÐURNES Vopnafjörður | Á næstunni munu verkefnisstjórar endurbyggingar fé- lagsheimilisins Staðarholts í Vopna- firði, þær Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað og Sigríður Bragadóttir á Síreksstöðum, afhenda Kvenfélaginu Lindinni á Vopnafirði húsið formlega eftir gagngerar endurbætur. Saga þeirra endurbóta er hálfgert æv- intýri og til marks um að sam- takamátturinn getur komið ýmsu á rekspöl. Í Staðarholti hafa í fleiri áratugi verið haldnar samkomur í kringum höfuðdag í ágúst, eða n.k. töðugjöld. Var messað, boðið upp á kaffi og svo haldinn dansleikur í kjölfarið, einatt kallaður Hofsball. Þegar árin liðu varð Hofsballið eini viðburðurinn í húsinu og á stundum fór ýmislegt úr böndunum. Böllin urðu fræg fyrir að vera allsvæsin og mikið um drykkju- skap og skemmdarverk. Húsið lét á sjá og breyttist hreinlega í ruslahaug og var síðasta Hofsballið haldið árið 2000. Ungmennafélagsdeildin í sveitinni byggði húsið 1952 í sjálfboðavinnu og sá um það allt til ársins 2001, en Lindin, sem starfað hefur á Vopna- firði í rúm 80 ár, tók þá við því. Þeim Ágústu og Sigríði, sem báðar eru kvenfélagskonur, rann til rifja ásig- komulag hússins og upp kom hug- mynd um að félagið stæði að endur- byggingu. Þær vildu gera Staðarholt að sóma sveitarinnar, þar sem félög eins og kvenfélag og búnaðarfélag gætu haft aðsetur. Einnig var mark- miðið að ganga þannig frá húsinu að þar mætti reka kaffisölu, svefnpoka- pláss, ættarmótaþjónustu eða annað það sem Vopnfirðingum dytti í hug. Bannað að renna á rassinn „Við Sigríður fórum með málið inn á kvenfélagsfund og sögðum að ef þær vildu fara út í endurbyggingu skyldum við taka að okkur að vera verkefnisstjórar, sem var sam- þykkt,“ segir Ágústa. „Við byrjuðum svo að þvarga og vesenast til að ýta málinu af stað, en fyrst í stað gekk hvorki né rak. Lindin hafði lagt okk- ur til 450 þúsund krónur og við feng- um byggingarfyrirtækið Mælifell til að gera tilboð í klæðningu hússins að utan, einangrun og skipti á þaki, til að átta okkur á umfangi málsins. Það var minnst 3,5 milljónir framreiknað á verðlagi í dag og við supum hrein- lega hveljur. Ég hafði skrifað bréf til ýmissa styrktarsjóða og engar undir- tektir fengið nema á tveimur stöðum, þar sem mér var vinsamlega bent á að ekki væri vaninn að styrkja kven- félög, það væri öfugt. Stuttu eftir þetta hringir velunnari okkar Sigríð- ar til hennar og býður okkur 500 þús- und krónur að láni í verkefnið, vaxta- laust og til minnsta kosti tveggja ára með afborgunum eftir samkomulagi einhvern tíma. Við vorum báðar svefnlausar nóttina á eftir, það var svo makalaust að þarna væri komin manneskja sem hlúði að okkur til að þetta væri hægt. Það fylgdi með að við mættum ekki renna á rassinn með verkið því hugmyndin væri svo góð.Við mögnuðumst allar upp við þetta og byrjuðum að tætast og tryll- ast í hvort ekki væri hægt að hefja framkvæmdir um haustið. Við létum Mælifell byrja á að skipta um þak. Þá sæi fólk að eitthvað væri byrjað. Þar með losuðum við þær 950 þúsund krónur sem við áttum. Svo sendum við bréf til sveitunganna um vorið þar sem við kynntum að næsta mál á dag- skrá væri að klæða húsið að utan, ganga frá vatns- og frárennsl- islögnum og hreinsa gamalt drasl út og í kjölfarið endurbæta framenda hússins, færa allt í nýjan búning inn- an dyra, pússa salargólf og laga sal- inn, ganga almennilega frá lóð um- hverfis og girða. Hreppsnefnd lagði fram 100 þús- und krónur til verksins og við leit- uðum til sveitunganna um stuðning, fjárframlög eða loforð um sjálfboða- vinnu eða annað sem hjálpað gæti til að endurlífga Staðarholt og auka samstöðu innan sveitar.“ Þrettán bæja kaffidrykkja Ágústa og Sigríður heimsóttu svo alla bæi í sveitinni með söfnunarlista og segist Ágústa hafa drukkið kaffi á þrettán bæjum einn daginn. Afrakst- urinn varð þrjúhundruð þúsund krónur. „Já, við drukkum mikið kaffi og fengum óskaplega jákvæðar mót- tökur hjá fólki. Þarna varð ekki aftur snúið og við fundum að við höfðum hljómgrunn. Skrifuð voru fleiri bréf sem sum báru árangur og önnur ekki. 400 þúsund fengum við frá Veiðifélagi Hofsár. Jarðeigendur, sem ekki hafa fasta búsetu í sveitinni, fengu líka bréf. Fyrst skrifuðum við þeim 2002 og fengum 15 þúsund kall vegna þess að þá treysti enginn á okkur. Síðan endurtókum við þetta í vetrarbyrjun 2004 og buðum upp á tvennt; að styðja þetta verkefni eða mennta- sjóðinn sem við erum líka með. Ef þeim þætti Staðarholtsmálið vitlaust gætu þeir allt eins stutt hitt. Einn sendi strax hundrað þúsund krónur í Staðarholt og annar 50 þúsund í menntasjóð.“ Þegar þarna var komið var búið að leggja tæpa milljón í húsið og um 600 klukkustundir í sjálfboðavinnu sveit- unga. Þaki var lokið, búið að klæða húsið utan og einangra, skipta um gler og kaupa hluta gólfefnis. Var áætlað að minnst 750 þúsund krónur vantaði upp á til að ljúka verkinu. Þegar allt var talið nú í sumar höfðu sjálfboðaliðar skilað eitt þúsund og átta hundruð vinnustundum og kostnaður orðinn tæplega tvær millj- ónir króna vegna efnis o.fl. Nú er húsið fullbúið og að sögn Ágústu tals- vert betra en þær Sigríður létu sig dreyma um. „Nú hafa allar skuldir verið gerðar upp við fyrirtæki vegna hússins,“ segir Ágústa og leggur áherslu á að það sé ekki á hverjum degi sem fram- kvæmd af þessu tagi vinnist með sjálfboðavinnu og lágmarkskostnaði. „Að þetta sé gert af ekki stærra fé- lagi en Lindinni, þar sem eru 24 kon- ur, og 62 sjálfboðaliðum úr 250 manna sveit er blátt áfram magnað. Og enn er fólk að koma með hluti sem nýtast í húsið. Hér er t.d. forláta stóll sem tveir eldri menn í byggðarlaginu fundu á öskuhaugunum, gerðu hann upp og gáfu okkur. Þeir höfðu dansað í Staðarholti upp úr 1950. Hjón úr sveitinni komu með nýja eldhús- innréttingu, einhver kom með gaml- an og fínan ísskáp, önnur eldavél, elli- heimilið gaf gamlar kaffikönnur og Tangi alla ofna. Lindin á að hafa hér sitt félagsheimili á vetrum og okkur dreymir um að kvenfélagið geti haft tekjur af húsinu. Ekki aðeins fyrir út- leigu vegna samkomuhalds, heldur einnig í þá veru að konur geti t.d. leigt húsið af félaginu og haft þar kaffisölu og fengið tekjurnar af því í eigin vasa. Það er kominn tími til, eft- ir sjálfboðavinnu sömu kvennanna í áratugi.“ Staðarholt í Vopnafirði er dæmi um hverju samvinna og einhugur geta áorkað Reis úr öskunni eins og fuglinn Fönix Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þrekvirki sveitunganna Ágústa Þorkelsdóttir segir Staðarholt nú vera sóma sveitarinnar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Sem nýtt Kvenfélagið Lindin á Vopnafirði hefur látið endurbyggja Stað- arholt og ætlar því mikið hlutverk. Reykjanesbær | „Reykjanesið rokk- ar“ var ein helsta niðurstaða þátttak- enda á íbúaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ laugardaginn 10. sept- ember sl., að sögn aðstandenda þingsins. Þessi fullyrðing vísar til þess að jákvæður árangur hafi náðst á undanförnum árum í sveitarfé- laginu. Áhersla á skólamál, íþróttir og tómstundir og önnur sam- félagsleg málefni, umhverfis- umbætur og uppbyggingu, hafi skil- að betri ímynd og sterkari sjálfsmynd samfélagsins. Að sögn aðstandenda setti ungt fólk mjög mikinn svip á þingið, en samtals tóku um 150 manns þátt í því. Mikil áhersla var lögð á að sam- félagsleg málefni yrðu áfram of- arlega á baugi í forgangsröðun verk- efna hjá Reykjanesbæ. Þá töldu þátttakendur samvinnu allra aðila vera forsendu þess að takist að hafa heilbrigð fjölskyldugildi í öndvegi í samfélaginu. Liður í því væri að tryggja góða þjónustu við alla ald- urshópa, t.d. metnaðarfullt skóla- starf og tómstundir. Einnig kom fram á íbúaþinginu að fyrirhuguð uppbygging húsnæðis og þjónustu fyrir aldraða á núverandi íþróttavelli myndi koma til móts við þá þörf sem nú er til staðar. Þátttak- endur töldu að áhersla á aðlaðandi umhverfi og góðar aðstæður til úti- vistar hefðu í för með sér frekari aukningu á lífsgæðum í Reykja- nesbæ og myndu laða fleiri íbúa að til búsetu. Atvinnumál í brennidepli Í umræðu um skipulagsmál bar hæst það tækifæri, sem gefst á nú- verandi athafna- og iðnaðarsvæði á Vatnsnesi, til uppbyggingar nýs, blandaðs hverfis. Nálægð við miðbæ, stærð svæðisins og strandlengjan skapa að mati þátttakenda aðstæður fyrir aðlaðandi og lifandi byggð í þungamiðju Reykjanesbæjar. Auk þess að styrkja núverandi miðbæj- arkjarna gæti slík uppbygging aukið aðdráttarafl Reykjanesbæjar í heild til búsetu og ferðaþjónustu. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um skipulag svæðisins og mikilvægi þess að mót- uð verði sýn fyrir svæðið í heild áður en lengra er haldið. Íbúum í Reykjanesbæ er umhugað um að tryggð verði fjölbreytni og gæði menntunar á öllum skólastigum og að menntunarstig hækki. Þátttak- endur tjáðu áhuga á því að við bætist annar framhaldsskóli og að hægt verði að bjóða upp á nám á há- skólastigi á fleiri sviðum en sinnt verður í Íþróttaakademíunni. Einnig fái menningarstarf að blómstra enn frekar, m.a. með góðri aðstöðu og víðtæku samstarfi. Í umræðu um atvinnumál kom fram að þó svo að minnkandi starf- semi á varnarsvæði Bandaríkjahers sé nokkur ógnun, þá felist jafnframt í því tækifæri. Gert er ráð fyrir að starfsemi flugvallarins í Keflavík muni aukast mjög á næstu árum og lögðu þátttakendur áherslu á að þau tækifæri verði nýtt til hins ýtrasta. Í því skyni þyrfti að bæta tengingar milli Reykjanesbæjar og flugvall- arins, sérstaklega með bættum al- menningssamgöngum og stígum. Helguvík bar nokkuð á góma og var kallað eftir því að eitthvað af þeim hugmyndum um uppbyggingu, sem verið hafa til umræðu, verði að veru- leika sem fyrst. Nálægð atvinnulífs við alþjóðlegan flugvöll og stóra höfn í Helguvík skapar aðstöðu sem hvergi er að finna annars staðar á landinu. Þá komu fram óskir um að innanlandsflug flytjist til Keflavíkur. Ungt fólk vill samastað Sá hópur ungs fólks sem sótti þingið vildi almennt búa áfram í Reykjanesbæ, en þau bentu jafn- framt á ýmislegt sem betur mætti fara til að koma til móts við þarfir þeirra og lífsstíl, m.a. að þau gætu hitt jafnaldrana á kaffihúsi eða ein- hverjum slíkum vettvangi sem ekki væri stýrt af foreldrum, kennurum eða tómstundastarfsfólki. Fram kom áhersla á mikilvægi þess að Reykjanesið í heild vinni saman að sameiginlegum hags- munum og að sameining sveitarfé- laga væri af hinu góða. Til framtíðar gæti því Reykjanesið orðið í hópi stærstu sveitarfélaga landsins og eftirsóttasta úthverfi stór-Reykja- víkursvæðisins. Umfram allt vildu þátttakendur sjá Reykjanesbæ halda áfram að vaxa og styrkja stöðu sína með því að halda áfram á sömu braut.Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, kveðst afar ánægður með íbúaþingið og þá vinnu sem íbúar bæjarins og starfsmenn Ráðgjafarfyrirtækisins Alta lögðu fram. „Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður og mér þótti sérstaklega vænt um áhuga unga fólksins og ábendingar þeirra á þinginu,“ segir Árni. „Vegna þess að þau segja að þeim líði vel og þau eru stolt af bænum sínum. Þau leggja jafnframt fram áhugaverðar hug- myndir um fleiri menntunartækifæri og bætta aðstöðu í samfélaginu sem stuðli að því að þau geti átt langa bú- setu í bænum. Þetta þótti mér mjög áhugavert.“ Árni segist líta svo á að íbúaþingið sé liður í því íbúalýðræði sem bæj- aryfirvöld hafi viljað auka í sam- félaginu. „Við höfum undanfarin þrjú ár haldið íbúafundi á fimm stöðum í Reykjanesbæ,“ segir Árni. „Við höf- um aukið virkni rafrænnar stjórn- sýslu mjög mikið og einnig hinna hefðbundnu þátta í starfinu sem tengjast einkaviðtölum og fjölda- fundum. Þetta íbúaþing var liður í þeirri viðleitni og mér þótti það koma mjög vel inn í annað sem við höfum verið að vinna í þessa veru.“ Jákvæðar umræður sköpuðust á íbúaþingi í Reykjanesbæ Ungt fólk atkvæðamikið Ljósmynd/Víkurfréttir Fjölbreyttur hópur Þátttakendur í íbúaþinginu komu úr ólíkum áttum. Ungt fólk tók virkan þátt í þinginu og hafði margt fram að færa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.