Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Jónssonfæddist 23. nóv- ember 1932. Hann lést 10. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Halldóru Guð- mundsdóttur og Jóns Þorvarðarson- ar kaupmanns í Verðanda. Systkini Gunnars eru Guð- mundur, f. 1920; Þorvarður, f. 1921, d. 1948; Steinunn Ágústa, f. 1923, Jón Halldór, f. 1929, og Ragnheiður, f. 1931, d. 2003. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Elísa Björg Wíum. Börn Gunn- ars eru: 1) Guðfinna Nanna, maki Jóhann Ingi Gunnarsson, börn þeirra eru: Gunnar Ingi, Steindór Björn og Indíana Nanna. 2) Guðmundur Ragnar, maki Mar- grét Káradóttir, börn þeirra eru: Agatha Sif og Elísa Björg. 3) Elín Ebba, maki Ármann Haukur Benedikts- son, börn þeirra eru: Erna Karen, Benedikt Ingi, Dóra Steinunn og Ár- mann Ingvi. 4) Ás- laug, maki Þorvaldur Ásgeirsson, börn þeirra eru: Rakel, Tinna, Sturla og Hrafn. Útför Gunnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. „Eitt sinn verða allir menn að deyja,“ segir í þekktum dægur- lagatexta. Þrátt fyrir þessa örugg- ustu staðreynd lífsins hefur dauð- inn alltaf sterk áhrif á okkur. Því sterkara sem sambandið er við þann sem kveður þeim mun meiri verða áhrifin. Missir skilur alltaf eftir einhvers konar tómarúm í sál- inni. Þegar ástvinur deyr hverfur ákveðinn hluti af okkur sjálfum með. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Gunnar Jónsson, með sárum sökn- uði. Frá fyrstu tíð náðum við vel saman og á milli okkar ríkti ætíð gagnkvæm virðing þar sem aldrei brá á skugga. Minningarnar hrannast upp. Gunnar var afburðaslyngur veiði- maður og naut sín afar vel í falleg- ustu laxveiðiám landsins. Það var hrein unun að sjá hann bregða flugustönginni enda var hann ástríðuveiðimaður. Árin sem ég bjó í Þýskalandi var gaman að koma heim á sumrin. Þá var Gunnar yf- irleitt búinn að panta veiði fyrir okkur ýmist í Norðurá, Þverá, Víðidalsá eða Svartá og fann ég eftir þessar ferðir með honum að öll streita hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég fór endurnærður aftur ut- an til að takast á við næsta keppn- istímabil. Gunnar var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með boltanum. Hann var mikill KR-ing- ur og Liverpool-aðdáandi og fylgd- ist vel með gengi sinna liða. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór með honum í Vesturbæinn þar sem hann hvatti sitt lið til dáða á milli þess sem að hann fékk sér hressi- lega í nefið, sérstaklega þegar KR skoraði. Gunnar las mikið og hafði sérstakt dálæti á sagnfræði, eink- um öllu sem snerti bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldina. Ekki var komið að tómum kofunum þegar þessi tímabil í sögunni voru rædd. Félagsmál voru honum einnig hug- leikin og ber þar hæst starf hans í Oddfellowreglunni, sem hann bar mikla virðingu fyrir og stundaði af kostgæfni allt fram á síðasta dag. Gunnar var mörgum kostum prýddur. Hann var einstaklega þægilegur í samskiptum og átti auðvelt með að mynda góð tengsl við aðra. Ég dáðist alltaf að því hversu jafnlyndur hann var. Hann haggaðist ekki, sama á hverju gekk. Snyrtimennska hans var um- töluð. Hann hafði einnig þann eig- inleika að bera virðingu fyrir þeim verkum sem hann vann hverju sinni. Greiðvikni hans var fölskva- laus, hann reyndi ávallt að uppfylla hverja bón. Svarið var alltaf á sömu lund: „Ekkert mál, vinur minn!“ Gunnar hafði einstaklega góða nærveru og naut ég góðs af því þau 15 ár sem hann starfaði með okkur systkinunum í JSGunnars- son. Gunnar var þó umfram allt fjölskyldumaður og leið alltaf best heima hjá sér nema ef vera kynni í veiðiferðunum sem skiptu hundr- uðum. Gunnar var kærleiksríkur mað- ur. Það kom fram á ógleymanlegan hátt í umhyggju hans fyrir fötl- uðum syni okkar, Steindóri Birni, ekki síst þegar mótlætið og erf- iðleikarnir voru hvað mestir í upp- vexti drengsins. Hinir góðu fylgi- fiskar kærleikans, yfirvegun og þolinmæði, komu þar skýrast fram. Ég veit að þú, Gunnar, munt vaka yfir Steindóri nú þegar þú hefur lokið hlutverki þínu í þessu lífi og huga áfram að velferð hans. Við vitum að þú bregst ekki þínum. Missir allra sem þekktu þig vel er mikill. Þó er hann mestur hjá ástkærri eiginkonu þinni, Lísu, sem stóð eins og klettur við hlið þér alla tíð. Orðatiltækið „í blíðu og stríðu“ hefur öðlast dýpri merk- ingu í mínum huga eftir að hafa fengið að fylgjast með sambandi ykkar Lísu. Þó að fjölskyldan sé ekki stór veit ég að hún mun styðja vel við bakið á Lísu þinni á erfiðum tímum eins og þið eigið skilið. Að lokum vil ég þakka fyrir sam- fylgdina, hún var hverrar mínútu virði. Þú skilur eftir minningar sem munu lifa í hjörtum okkar. Þú minntir mig oft á að lífið verður að halda áfram. Ég veit að við heiðr- um minningu þína best með því að hafa þau orð að leiðarljósi. Hvíl í friði kæri vinur. Jóhann Ingi. Elsku tengdapabbi. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Láttu friðinn umvefja þig. Leggðu frá þér áhyggjur dagsins, hverja af annarri. Engin þörf á að flýtja sér. Leyfðu friðnum að nálgast. Slakaðu á, smátt og smátt. Kyrrðu hugann. Andaðu hægt og finndu hvernig heimurinn hopar, með ys sinn og þys, fyrir hugarrónni, kyrðinni, í friðsælu athvarfi þínu. (Pam Brown.) Þín tengdadóttir, Margrét Káradóttir. Jæja, afi minn, nú ertu farinn og ég á erfitt með að trúa því. Mér finnst ennþá eins og ég geti stokk- ið upp í bílinn og kíkt í heimsókn til þín til þess að segja þér hvernig gangi í skólanum og boltanum. Mér þótti svo gaman að segja þér frá þegar mér gekk vel því ég vissi hve stoltur og ánægður þú varðst. Það var heldur ekki leiðinlegt að heyra þig hrósa manni því það hvatti mann áfram. Síðustu daga hef ég hugsað mik- ið um þig og það hafa rifjast upp ótal minningar og margar þeirra skilgreina vel manninn sem þú varst. Ég man þegar ég var lítill og þú og amma bjugguð á Reykjavík- urveginum, mér þótti ógurlega gaman að vera þar hjá ykkur. Hús- ið var svo stórt að fyrir lítinn dreng leit það út eins og höll. Ég man hvað mér fannst þú vera stór og mikill maður með flott húðflúr af íslenska fánanum á vinstri hand- legg og oftar en ekki með stóra skínandi beltissylgju sem þú fékkst þegar þú varst í slökkvilið- inu uppi á Keflavíkurvelli. Ég man alltaf eftir henni því hana prýddi svo flottur slökkviliðsbíll. Það er rétt svo hægt að ímynda sér þá að- dáun sem ungur drengur hafði og hefur enn á svo flottum afa. Eitt sem lýsir þér vel er að hinn 5. júlí 1983 þegar ég, nafni þinn, kom í heiminn þá kom náttúrulega ekkert annað til greina en að skrá drenginn í Knattspyrnufélag Reykjavíkur og því til sönnunar var KR-skírteinið mitt sem þú geymdir uppi í skáp. Mér þótti svo gaman að fá að sjá það þegar ég kom í heimsókn, það var líka svo skondið að skírteinið var alltaf í þinni vörslu eins og hálfgerð trygging eða sönnun fyrir því að ég væri KR-ingur ef ske kynni að einhver ætlaði að halda öðru fram. Ég er þó mjög ánægður með að þú hafir ekki reynt að gera mig að Liverpool-aðdáanda er ég var lítill og saklaus drengur. Annað sem ég mun alltaf muna var þegar ég fór oft með þér á Laugaás að hitta gamla félaga þína, það var alltaf jafn gaman að fá að fara með afa þangað og sitja inni í horni með köllunum og borða góðan mat. Því þótti mér svo gam- an þegar ég bauð þér þangað fyrir síðustu jól, það minnti mig svo á þegar við fórum þangað saman forðum. Þú varst ótrúlega hjartahlýr, einlægur og alltaf til í að gera allt fyrir alla. Það er því ótrúlega erfitt að kveðja þig núna eftir 22 ára samveru, manni finnst það ekki sanngjarnt en maður gerir sér grein fyrir því að svona er lífið og ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Ég hef ætíð til- einkað mér einlægni þína og ástúð því þú virkilega elskaðir þá sem voru þér nánir. Við lofum að passa ömmu fyrir þig og mundu að við elskum þig. Að lokum segi ég: Áfram KR, afi minn, og hvíldu í friði. Við sjáumst. Gunnar Ingi. Hinn 10. sept. s.l. yfirgaf þennan heim sá allra skemmtilegasti og hressasti karl sem ég hef nokkurn tíma umgengist. Gunnar afi min var guðsgjöf til allra þeirra sem umgengust hann, alltaf hress og kátur með þennan lúmska skemmtilega húmor, sem hann sagði alltaf með glott á vör og gló- andi góðsemi í augum, já, hann lét sko ekkert hafa áhrif á góða skapið og húmorinn, ekki einu sinni hjúkkurnar sem hann grínaðist við. Þegar ég fékk að verða þess heiðurs aðnjótandi að deila með honum stofu á G12 á Landspít- alanum í tíu daga í desember 2002, kepptum við um það hvor okkar kæmist nú lengra í göngutúrum um ganginn. Hann var mikill fótboltaáhuga- maður og fylgdist með enska bolt- anum svo ég tali nú ekki um liðið hans, KR. Við horfðum saman á alla leiki á G12 og mér þótti ofsalega gaman. Hann sagði mér líka frá því hve hann hefði haft gaman af að spila golf á sínum yngri árum, ég hefði viljað fara 18 holur með afa. Ég man sérstaklega eftir því þegar karlinn kom heim með súkkulaðidagatal handa okkur, að fá súkkulaðidagatal frá afa var fyr- ir mér órjúfanlegur þáttur af jól- unum. Ég kynntist afa betur seinni árin en hefði viljað kynnast honum miklu meira, en það verður víst að bíða aðeins. Ég er alveg sannfærð- ur um að hann er núna að spila golf og stríða einhverjum með sín- um létta húmor, einhvers staðar þar sem honum líður vel. Hann var einfaldlega ótrúlega hnyttinn, allt- af með bros á vör með einstaklega hlýja áru og þægilega nærveru, al- gjört gæðablóð, vinur og maður sem ég leit mjög upp til. Ég mundi vilja líkjast honum í skapferli og góðmennsku. Hann hefur yfirgefið okkur um stund til að taka aftur upp golfið og lækka forgjöfina. Afi, þín verður sárt saknað, skemmtu þér vel. Þinn félagi, ávallt Sturla. Elsku afi minn. Þá er það búið, veikindum þínum lokið. Þó ég hefði auðvitað viljað hafa þig lengur og elski þig út af lífinu, og afber varla að hafa misst þig. En miðað við hvernig ástandið var orðið, þá var þetta betra. En þó þú sért kominn til Guðs þá vil ég ekki trúa því að þú sért horfinn úr lífi mínu, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og ég hugsa til þín daglega! Þegar ég minnist afa þá sé ég fyrir mér ótrúlega glaða, frábæra, fyndna og yndislega manneskju sem lifði lífinu til hins ýtrasta, og lét veikindi sín sko aldeilis ekki hafa áhrif á góða skapið! Ég á endalausar góðar minningar með afa. Hann var með ótrúlega skemmtilegan húmor! Ég hef oftar en einu sinni hlegið mig í grát við hlið hans. Afi – ég verð alltaf „Klingerberg“! Afi Gunnar var besti afi sem hægt var að hugsa sér og ég elska hann meira en allt. Ef það væri ekki fyrir afa Gunn- ar þá væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Guð veri með þér, elsku afi. Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr, hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. (Tómas Guðm.) Elísa Björg G. Elsku besti afi. Nú er hetjulegri baráttu þinni lokið. Það sem hugg- ar okkur á þessari erfiðu stund er að nú færðu góða hvíld. Maður gleymdi því yfirleitt að þú værir veikur því þú barst þig alltaf svo vel. Alltaf hress og skemmtilegur. Þú varst ótrúlega hlýr og góður. Oft þegar ég var að fara í skólann á morgnana í snjónum þá varstu búinn að skafa af bílnum mínum líka. Og þegar ég fór til Parísar í vetur, þá gafstu mér hlýja skinn- úlpu svo mér yrði ekki kalt þar. Ég á svo sannarlega eftir að sakna þess að hafa þig hinum megin við vegginn og koma öðru- hverju yfir í góða kjúklingaréttinn þinn og smella á þig einum kossi á kinn. Elsku afi minn, takk fyrir allt, við sjáumst seinna. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Þín Agatha. Elsku afi minn. Núna ertu kom- inn til Guðs og ert ekki veikur lengur. Ég veit að þér líður mjög vel. Við munum sakna þín alveg óend- anlega mikið. Og ég á sérstaklega eftir að sakna þess að koma alltaf til þín og baka handa okkur vöffl- ur. Þegar þú fórst þá var eins og hluti af hjarta mínu færi með þér og ég hélt að ég myndi aldrei brosa framar. En ég er búin að sætta mig við það vegna þess að ég veit að það var betra fyrir þig að fara. Okkur langaði að hafa þig lengur en Guð var að flýta sér að fá þig til sín, og ég sætti mig við það. Þegar ég hugsa um hann afa minn þá hugsa ég um hvað hann var eða er frábær manneskja sem lifði ótrúlegu lífi. Ég vona að þú vitir hvað ég elska þig mikið! Ég elska þig svo mikið að orð fá því ekki lýst! En eins og amma sagði alltaf: „Afi er að leggja sig.“ Indíana Nanna. Það haustar að með sinfóníu lita og veðrabrigða nú þegar Gunnar Jónsson frændi minn er allur. Gunnar eða Gussi frændi, eins og við systkinabörn hans kölluðum hann, var yngstur sex barna þeirra Jóns Þorvarðarsonar sem kenndur var við Verðanda og Halldóru Guð- mundsdóttur konu hans. Gunnar var viðkvæmur, ljúfur og barngóð- ur en líka skapmikill ef því var að skipta. Hann var fjölhæfur með af- brigðum, söngmaður og gleðimað- ur og hafði til að bera ríkt skop- skyn sem hann sveipaði stundum um sig líkt og hjúpi í veðrabrigðum lífsins. Ég átti því láni að fagna sem barn að vera langdvölum hjá afa og ömmu á Öldugötu og voru þrjú yngstu systkini móður minnar líka á heimilinu. Í minningunni er alltaf líf og sprell í kring um Gunnar. Hann kenndi mér Guttavísurnar, öll er- indin, lánaði mér, barninu, sögur af Basil fursta og Manninum með stálhnefana, söng og las fyrir mig, stríddi mér góðlátlega og fyllti húsið með hlátri. En í lífinu skiptast á skin og skúrir. Gunnar eignaðist fyrstu dóttur sína, Ás- laugu, ungur að árum en örlögin höguðu því svo til að hann fékk lít- ið notið samvista við hana fyrr en löngu síðar. Um tíma bjó Gunnar í lítilli íbúð í húsi afa og ömmu ásamt fyrri konu sinni Ernu Ingólfsdóttur og litlu yndislegu dóttur þeirra Elínu Ebbu. Þau slitu samvistum. Ein minning er mér afar kær frá jólaundirbúningi á heimili afa og ömmu. Við vorum að pakka inn jólagjöfum. Gussi frændi var glað- beittur og allur hinn laumulegasti. Mér tókst með klækjum að lesa á merkispjaldið á pakkanum sem hann var að nostra við og þar stóð nafnið „Lísa“. Hér lá fiskur undir steini – ég varð satt að segja dálít- ið afbrýðisöm í garð þessarar óþekktu stúlku sem hafði heillað uppáhaldsfrænda minn. Gussi tók þessu ólíkindalega og sagði að pakkinn væri ætlaður honum Lissa vini sínum. Ég trúði þessu mátu- lega og skildi samhengið nokkrum vikum síðar þegar Elísa Wium, glæsileg ung kona með dökkt hár, flotta eyrnalokka og listamanns- legt yfirbragð, kom í kaffi og hnall- þórur á Öldugötuna. Þann dag rak- aði Gussi frændi sig tvisvar. Þau settu svo upp hringana og þar með steig frændi minn sitt mesta gæfu- spor. Þau Lísa eignuðust saman tvö börn, Guðfinnu Nönnu og Guð- mund, og deildu ævinni saman. Það var örugglega ekki alltaf auð- velt að vera gift Gunnari, eins uppáfinningasamur og hann gat verið, en Lísa stóð við hlið hans, stór í ást sinni og umhyggju, en líka sjálfstæð hugsjónakona sem átti mikinn þátt í að koma „For- eldrahúsinu“ á laggirnar sem hefur aðstoðað fjölmarga foreldra barna og ungmenna í neyslu óhollra efna. Lífið geymir margar góðar minningar. Gunnar hefur notið mikils barnaláns. Hann lét sér annt um velferð barna sinna og naut sín í afahlutverkinu. Þar var hann frábær. Aldrei bar skugga á samband þeirra Gunnars og móður minnar. Hann var alltaf litli bróðir og hún stóra systir. Þau Lísa hafa reynst henni með eindæmum vel. Enginn maður hefur getað fengið hana til að hlæja jafn oft og hjartanlega og Gunnar. Fyrir fjórum árum greindist Gunnar með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Þann tíma notaði Gunnar vel og tókst með bjartsýni og húmor að njóta þess sem lífið færði honum. Hann tókst á herðar aukin skyldustörf í Odd- fellow. Hann fór í laxveiði með fé- lögum sínum fyrir rúmum tveimur mánuðum og fékk hjúkrunarfólk til að hlæja með sér þótt sjálft dauða- stríðið væri hafið. Blessun fylgi minningu Gunnars. Við vottum Lísu, börnum hans, mökum þeirra og barnabörnum samúð. Það er skarð fyrir skildi, en haustið breið- ir litbrigði sín yfir minninguna um góðan dreng. Dóra S. Bjarnason og fjölskylda. Góður vinur minn, Gunnar Jóns- son, er látinn á 73. aldursári eftir erfið veikindi. Hann var í senn kær vinur, vinnufélagi og veiðifélagi til margra ára. GUNNAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.