Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 8
SKRIFAÐ var undir samning milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnu- sambands Íslands í gær um upp- byggingu og endurbætur á Laug- ardalsvelli. Samningurinn er gerður í framhaldi af samningi frá árinu 1997 á milli Reykjavíkurborgar, Íþrótta- og tómstundaráðs og KSÍ en þá tók knattspyrnusambandið að sér að hafa umsjón með rekstri Laugardalsvallar og uppbyggingu mannvirkja á vallarsvæðinu. Í framkvæmdunum felst stækkun eldri stúku Laugardalsvallar til norðurs og suðurs fyrir allt að 2.600 manns, nýjum sætum fyrir 470 manns verður komið fyrir framan við stúkuna og því ættu um 10.000 manns að eiga víst sæti á Laug- ardalsvelli eftir stækkunina. Einnig verða ýmsar lagfæringar gerðar á stúkunni, þar á meðal endurbygging á þaki hennar. Umbætur verða þá gerðar á aðgengi hreyfihamlaðra, s.s. á salernum en einnig verða sér- stök stæði fyrir hreyfihamlaða í eldri stúku þar sem hægt verður að koma fyrir allt að tíu hjólastólum. Heildarkostnaður um einn milljarður Í samningnum er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurborg leggi 398 milljónir króna á næstu þremur ár- um til viðhalds og endurbóta á eldri mannvirkjum í eigu borgarinnar við völlinn, KSÍ mun leggja 440 millj- ónir til byggingar kennslu- og fræðslumiðstöðvar og skrifstofu- húsnæðis fyrir knattspyrnuhreyf- inguna og ríkisvaldið kemur að framkvæmdunum með 200 milljóna króna framlagi vegna stækkunar áhorfendastúkunnar. Stefnt er að því að klára stækkun stúkunnar fyrir fyrsta leik að vori en öllum framkvæmdum á að vera lokið í ágúst eða september á næsta ári. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir framkvæmdirnar vera bráðnauðsynlegar því Laugardals- völlurinn hafi úrelst á síðustu árum og sé eftirbátur þjóðarleikvanga ríkja í kringum okkur. „Við gerðum ákveðnar endurbætur og nýbygg- ingu árið 1997 en það er kominn tími til að endurnýja alla hluti núna og raunar nauðsynlegt.“ Að sögn Eggerts hefðu fram- kvæmdirnar ekki komið til nema fyrir fjárstuðning frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA, og Al- þjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sem styðja rausnarlega við bakið á KSÍ. „Ég held að það sé einsdæmi í Íslandssögunni að sam- band eins og Knattspyrnu- sambandið komi svo veglega að slík- um framkvæmdum og það er lykillinn að því að farið er í þessar framkvæmdir núna. Við komum með talsvert stóra fjármuni inn sem við höfum barist fyrir hjá UEFA og FIFA og þegar peningarnir voru fyrir hendi gátum við hafið viðræður við borgina og ríkisvaldið og sagt: „Nú erum við búnir að skaffa pen- inga, nú þarf að klára málin“,“ segir Eggert og bætir við að framkvæmd- irnar séu ekki lokaáfangi breytinga á Laugardalsvelli því framtíðarsýn KSÍ sé að vera með lokaðan leik- vang, en farið verður að skoða þau mál betur síðar. Borgin fjárfestir fyrir milljarða í Laugardal Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir framkvæmdirnar á Laugardalvelli hafa margþætta þýðingu fyrir borgina. „Það er verið að reka endahnútinn á það að Laug- ardalsvöllur verði sá þjóðarleik- vangur sem stefnt hefur verið að í áratugi. Ég held að þetta hafi mikla þýðingu fyrir íþróttalífið í borginni og ekki síður viðburðalífið þar sem völlinn má einnig nota undir stór- tónleika,“ segir Steinunn Valdís og bætir við að Reykjavíkurborg hafi fjárfest fyrir milljarða í Laug- ardalnum. „Í vinnslu er að reisa nýtt fimleikahús við hliðina á félagshúsi Þróttar í Laugardalnum, einnig höf- um við byggt við skautasvellið, við erum að taka í notkun nýja sýn- ingar- og íþróttahöll og fyrirhuguð er stækkun á fjölskyldu- og hús- dýragarðinum,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að lokum. Laugardalsvöllur mun taka á sig breytta mynd. Á tölvumyndinni má sjá hversu mikið eldri stúkan mun stækka. Tíu þúsund manns munu eiga víst sæti á vellinum Eftir Andra Karl andri@mbl.is Rúmum milljarði varið í uppbyggingu á Laugardalsvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð með samkomulag um uppbygginguna í Laugardal. F.v. Anna Krist- insdóttir, formaður ÍTR, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. 8 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnsk grunnskóla-börn eru styst allrabarna í OECD ríkjunum í grunnskólan- um, samtals 5.523 stundir á aldrinum 7–14 ára. Engu að síður hafa Finnar náð gríðarlega góðum árangri í PISA-könnunum sem gerðar hafa verið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Education at a Glance, nýju riti OECD um menntamál. Íslensk börn á sama aldri fá um 6.250 stunda kennslu á þessu tímabili, en meðaltal allra OECD ríkjanna eru tæpar 6.850 stundir. Í þeim ríkjum sem börn á þessum aldri fá flestar kennslustundir eru þær um 8.000 á þessu ald- ursbili, en það er t.d. í Ástralíu, Skotlandi, Hol- landi og Ítalíu. Þegar skoðaður er nánar árang- urinn í PISA-könnuninni 2003, t.d. stærðfræðikunnátta, er ekki að sjá mikla fylgni milli mikillar kennslu og góðs árangurs, t.d. stóðu finnsk börn sig best í al- mennri stærðfræði þrátt fyrir fáar kennslustundir. Hollensk og ástr- ölsk börn stóðu sig einnig vel, en þau eru meðal þeirra sem fá hvað flestar kennslustundir, eða um 8.000, um 45% fleiri en finnsku börnin. Ítölsk börn, sem fá ámóta marga tíma og þau áströlsku og hollensku, standa sig fremur illa. Svipað er upp á teningnum þeg- ar skoðaður er árangurinn í úr- lausnum þrauta, og því ekki hægt að draga neinar niðurstöður um tengsl fjölda kennslustunda við námsárangur út frá þessu. Stelpur í lengra nám Skólasókn barna hefur aukist stórlega á undanförnum árum, en árið 2003 gat fimm ára gamalt ís- lenskt barn búist við að sækja skóla í 19,2 ár, sem er um 15% aukning frá árinu 1995. Meðaltalið í öllum OECD-ríkjunum er 17,3 ár, eins og fram kemur í útdrætti Hagstofu Íslands úr riti OECD. Mikill munur er á skólasókn kynjanna, drengir sækja að jafn- aði skóla í um 18,2 ár, en stúlkur í 20,2 ár, og er munurinn með því mesta sem gerist í OECD. Árangur þess að leggja fé í menntun sést best þegar skoðaðir eru atvinnumöguleikar þeirra sem hafa gengið menntaveginn. Mun- urinn á tekjum þeirra sem hafa meiri menntun og hinna sem minni menntun hafa virðist vera að aukast, auk þess sem auknar líkur eru á því að þeir sem ekki ljúka framhaldsskóla verði at- vinnulausir. Í OECD-ríkjunum hefur tekju- munurinn milli þeirra sem lokið hafa háskólaprófi, og þeirra sem hættu námi eftir framhaldsskóla, aukist í 22 af 26 ríkjum frá árinu 1997, og er tekjumunurinn á bilinu 25–119%. Þó algengast sé að þeir sem eru betur menntaðir hafi hærri laun benda höfundar þó á að einnig sé vel menntað fólk í lægri tekjuhópum. Þegar litið er á menntun sem fjárfestingu þar sem kostnaðurinn felist meðal annars í tekjumissi einstaklings- ins á meðan námi stendur má sjá að yfirleitt borgar sú menntun sig innan OECD-ríkjanna. Að meðal- tali aukast tekjur um tæplega 10% á ári hverju sökum menntunar, en þar sem tekjuaukningin mældist hæst, í Finnlandi og Bandaríkjun- um, var hún 15,8% á ári. Athyglisvert er að í tölum OECD kemur fram að mun al- gengara er að íslenskar stúlkur á aldrinum 15–24 ára stundi vinnu með skóla en drengir. Í aldurs- hópnum 15–19 ára stunduðu um 36% stúlkna vinnu með námi, en sambærilegt hlutfall var 23% meðal drengja. Íslensk ungmenni vinna þó mun frekar með skóla en ungmenni í öðrum OECD-ríkjum, þar sem að meðaltali 11% á þess- um aldri voru í starfi með skóla. Talsvert hefur verið fjallað um það innan OECD hvort einkaskól- ar veiti betri menntun en opinber- ir skólar, en niðurstaða höfund- anna er sú að eftir að tekið hefur verið tillit til félagslegs bakgrunns og samsetningu skólahverfa sé ekki lengur merkjanlegur munur á frammistöðu nemenda í einka- skóla og opinberra skóla. Saman- burðurinn er þó vissulega flókinn, og var borin saman frammistaða 15 ára nemenda í PISA-könnun- inni til að fá mynd af gengi nem- enda eftir rekstrarformi skóla. Frumniðurstöður sýndu raunar að í 9 af 22 OECD-ríkjanna standi nemendur sem sækja einkaskóla sig betur en nemendur opinberra skóla, en í 2 af 22 löndum sé því öf- ugt farið, og opinberir skólar sýni betri árangur. Þegar þessar nið- urstöður voru leiðréttar með tilliti til félagslegs bakgrunns nemenda hvarf munurinn alveg. Fréttaskýring | OECD ber saman ýmsar hliðar menntunar í aðildarríkjunum Einkaskólar ekki betri                            !" # $%&' ()*"   $"% +,- ,./ 0. 1 2  +  "3  4*3 % 5  +3 %               Útgjöld til menntamála há en minna fer í háskólanám  Þegar heildarútgjöld landa til menntamála eru skoðuð sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu er Ísland í fyrsta sæti með 7,4%, en næst koma Bandaríkin, sem verja 7,2% af vergri þjóð- arframleiðslu til menntamála. Ís- land er hins vegar í 17. sæti OECD-ríkja þegar mæld eru út- gjöld á hvern nemanda á há- skólastigi, þar sem Ísland ver tæpum 515 þúsund kr. á hvern nemanda, en meðaltal OECD jafngildir um 660 þúsund kr. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Fjöldi kennslustunda í grunnskóla leiðir ekki endilega af sér betri árangur Mikill munur er á skólasókn kynjanna. TENGLAR ................................................. Sjá meira á www.mbl.is/itarefni BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar sam- þykkti í gær ályktun þess efnis að Miðdalsheiðin væri vænlegur kost- ur fyrir nýjan innanlandsflugvöll og hefur ályktunin verið send Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, segir hugmynd- ina ekki hafa verið lengi til skoð- unar en bæjarráð hafi fengið nokkrar ábendingar um staðsetn- inguna, þar á meðal frá landeig- endum. Aðstæður á Miðdalsheiði hafi verið kannaðar og þyki góðar, heiðin liggi til að mynda vel við að- flugsstefnum og Veðurstofa Íslands hafi mælt vindhraða á heiðinni og ekki gert athugasemdir. „Við vildum blanda okkur í þá umræðu að flugvöllurinn fari ekki af Höfuðborgarsvæðinu og jafn- framt er þetta gott tækifæri til að íhuga fleiri staði en nefndir hafa verið,“ segir Ragnheiður og nefnir til dæmis Löngusker og Hvassa- hraun og bætir við að hugsanlega gæti skapast meiri sátt um Mið- dalsheiði. „Þetta er gott tækifæri til að skoða sveitarfélag sem væri hugsanlega tilbúið að taka við inn- anlandsflugvelli án þess að það skemmdi eitthvað fyrir öðrum. Þetta svæði kemur ekki til með að trufla íbúðabyggð í náinni framtíð og yfir höfuð ekki. Það liggur vel við Suðurlandsvegi og er innan við tuttugu kílómetra frá miðborg Reykjavíkur þannig að þetta er líka góður kostur fyrir landsbyggðina.“ Vilja flugvöll á Miðdalsheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.