Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR komið er inn í sýning- arrýmið Suðsuðvestur í Reykja- nesbæ tekur á móti manni frekjulegt og kunnuglegt mávagarg. Ekki heyrði ég betur en þar væri um fugla að ræða þar til ég var upplýst um að hér voru Gjörningaklúbbskonur sjálfar að verki, og hafa án efa skemmt sér vel í stúdíói við að taka upp þessi óargahljóð sem síðan hafa verið aðlöguð markmiði sýning- arinnar. Þema Gjörningaklúbbsins nú er græðgi, þessi löstur sem nú virðist löngu orðinn helsti kostur ís- lensks samfélags. Þær Eirún Sig- urðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sig- rún Hrólfsdóttir nota íslenska máfinn sem líkingu græðginnar og klæða sig upp í fuglabúninga sem þær sýna í galleríinu. Við opnun frömdu þær gjörning sem að sögn staðarhaldara fólst í því að þvo koddaver, áprentuð myndum sem prýða seðla sem ILC hefur látið prenta, ILC-krónur. Íklæddar fuglabúningunum að sjálfsögðu hengdu þær verin út á snúru, eins og einhvers konar sambland af hús- mæðrum og alþjóðlegum við- skiptavörgum sem hvítþvo peninga sína. Á sýningunni má sjá búninga þeirra, áprentaða ILC-seðlana, heimskort og ljósmyndir af ILC, í búningunum, bæði á veggjum og í al- búmi á stöpli. Öll útfærsla á hug- myndinni er óaðfinnanleg, eins og oftast er um verk Gjörningaklúbbs- ins, allt frá lógóinu til sokkabuxna- klofbótarinnar sem prýðir albúmið. Sýningin er húmorísk og nýtir sér afar vel staðhætti, tilvísun í máfa í sjávarplássi gengur vel upp, einnig það að nota þvottasnúrur í garði. Búningarnir eru kraftmiklir og eft- irminnilegir eins og jafnan hjá þeim stöllum og í heild er augljóst að þær ná æ betur tökum á vinnuaðferð sinni og skortir síst hugmyndir. Græðgi er líka vissulega umhugs- unarefni í samfélagi okkar í dag þeg- ar efnishyggjan virðist botnlaus og hugsjónir gleymt hugtak, í besta falli eitthvað til að brosa að út í ann- að, naífur hugsunarháttur löngu lið- inna kynslóða á borð við hippana. Hugsjónir eru e.t.v. helst til þess að græða á þeim, ekki má gleyma því að ullarsokkum krúttkynslóðarinnar fylgir oft dýr merkjavara. Síst færi ég að mæla sjálfboðaliðavinnu lista- manna bót, en það er líka þreytandi að meta allt og mæla allt í krónum og aurum, líkt og það sé eina hugs- anlega gildið í heimi hér. Ádeila á þessa græðgi er einmitt kjarni sýn- ingar Gjörningaklúbbsins en um leið vandast málið fyrir áhorfandann. Að mínu mati er ádeilan bæði léttvæg og ómarkviss, einum of auðveld til þess að hægt sé að taka hana alvar- lega. Hér er gargað en ekki goggað sem verður til þess að inntak sýning- arinnar fer fyrir bí, verður enn eitt stundargamanið, enn eitt stutta brosið út í annað er kallað fram í smástund, svo búið. Því jafnvel í ádeilunni er græðgin krúttleg og skemmtileg, jafnvel dálítið flott og um leið fellur öll hugsanleg ádeila um sjálfa sig. Margt af því sem sett er fram á þennan hátt, innan gæsa- lappa kaldhæðni og gríns, verður stikkfrí í raunheiminum, missir alla merkingu og hugsanlegt gildi. Eftir stendur enn eitt óaðfinnanlega fram- reitt sirkusatriði alþjóðlegra sam- tímalista þar sem hver hlutur hefur sinn verðmiða. „Hér er gargað en ekki goggað sem verður til þess að inntak sýningarinnar fer fyrir bí, verður enn eitt stund- argamanið, enn eitt stutta brosið út í annað er kallað fram í smástund, svo búið.“ Óaðfinnanlega stikkfrí MYNDLIST Suðsuðvestur, Reykjanesbæ Til 25. september. Suðsuðvestur er opið fimmtud. og föstud. frá kl. 16–18 og laud. og sunnud. frá kl. 14–17. Gjörningaklúbburinn Ragna Sigurðardóttir Föstudagur 16. september 12.00. Hádegisspjall í Norræna húsinu. DBC Pierre, Hall- grímur Helgason, Andrej Kurkov, Árni Bergmann. 15.00. Eftirmiðdagsspjall í Nor- ræna húsinu. Antonio Tab- buchi, Paolo Turchi (á ítölsku). Paul Auster, Torfi Tulinius. 20.00. Upplestur í Iðnó. Siri Hustvedt, Sjón, Lars Saaby Christensen, Auður Jónsdóttir, DBC Pierre. Dagskrá Bókmenntahátíðar 2005 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn www.kringlukrain.is sími 568 0878 Stuðbandalagið frá Borgarnesi www.leikhusid.is Sala á netinu allan sólarhringinn. Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30 Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00 StórA Sviðið kl. 20.00 SmíðAverkStæðið kl. 20.00 LitLA Sviðið kl. 20.00 RAMBÓ 7 Lau. 17/9 allra síðasta sýning! KODDAMAÐURINN Í kvöld fös. 16/9 uppselt, lau. 17/9 uppselt, fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 nokkur sæti laus, fös. 30/9 nokkur sæti laus, lau. 1/10 Takmarkaður sýningafjöldi. VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ – Leikárið kynnt með leik, söng og dansi. Fös 16/9, lau. 17/9. Allir velkomnir! KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Sun. 18/9 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 25/9 kl. 14:00, sun. 2/10 kl. 14:0, sun. 9/10 kl. 14:00 EDITH PIAF Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9 , fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 nokkur sæti laus, fim. 29/9, fös. 30/9. Sýningum lýkur í október. BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw e f t i r 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miða- verði í sal Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 21. okt. kl. 20 - Frumsýning 23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning 4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning 6. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess. Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði. 15. sýn. sun. 18/9 kl. 14 16. sýn. fim. 29/9 kl. 19 FRUMSÝNING 16. september kl. 20.00 UPPSELT 2. SÝN LAU 17. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00 6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Nýja svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 18/9 kl 14 - UPPSELT Su 25/9 kl. 14 Lau 1/10 kl. 14 Su 2/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Lau 17/9 kl. 20 - UPPSELT Fi 22/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 23/9 kl. 20 - UPPSELT Lau 24/9 kl. 20 - UPPSELT Fim 29/9 kl. 20 Fö 30/9 kl. 20 Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Miðaverð á forsýningar kr. 1.000- Lau 17/9 kl. 14 Forsýning Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar Í kvöld kl. 19:30 - UPPSELT Í kvöld kl. 22:00 WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000 Su 18/9 kl. 21 Fö 23/9 kl. 20 Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Lau 24/9 kl. 20 Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. laugardaginn 17. september kl. 20 föstudaginn 23. september kl. 20 föstudaginn 30. september kl. 20 laugardaginn 1. október kl. 20 Næstu sýningar örfá sæti laus örfá sæti laus Pakkið á móti - Örfáar aukasýningar lau. 17. sept. 11. kortasýning kl. 20 nokkur sæti laus fös. 23. sept. 12. kortasýning kl. 20 Belgíska kongó - gestasýning fös. 30. sept. 1. kortasýning kl. 20 lau. 1. okt. 2. kortasýning kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.