Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar, telur engar líkur á að nýr kjarasamningur milli félagsins og Reykjavíkurborgar verði undirrit- aður fyrir 1. október nk. líkt og borgarstjóri hefur lýst áhuga á. Hann sagðist skilja áhuga borgar- stjóra á að flýta undirritun en menn gætu samt sem áður „ekki hlaupið til svona verka“. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, hefur lýst áhuga á að hinn 1. október verið lokið við gerð kjarasamninga við starfsmenn á leikskólum og frístundaheimilum sem verða lausir í lok nóvember. Starfsmenn á leikskólum eru ýmist í Eflingu eða Félagi leikskólakenn- ara og á frístundaheimilum starfa margir félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Margþætt og flókin samningagerð Sigurður sagði að þó undirbún- ingur að kjaraviðræðum væri löngu hafinn og að samninganefndir hefðu hert róðurinn væru engar líkur á að nýr samningur yrði und- irritaður fyrir 1. október. Á hinn bóginn liti Efling svo á að kjara- bætur sem samið yrði um myndu miðast við þá dagsetningu, jafnvel þó samningurinn yrði undirritaður nokkru síðar. Sigurður minnti á að samningurinn tæki til mikils fjölda fólks, um 2.200 manns, og slík samningagerð væri margþætt og allflókin. Þá ætti eftir að ganga endanlega frá starfsmati og svo- kölluðu hæfnismati vegna núgild- andi samnings. Þar að auki hefði Reykjavíkurborg ekki lokið við að gerð reiknilíkans sem yrði að liggja fyrir í viðræðunum en í því eru upplýsingar um launaflokka, kostn- að o.fl. Aðspurður sagði Sigurður að of snemmt væri að segja frá þeim kröfum sem Efling mun leggja fram. Það væri þó ljóst að miðað yrði við nýlega samninga annarra stéttarfélaga sem nýlokið hefði verið við en kostnaðaraukning vegna þeirra hefði verið á bilinu 22–24%. Þetta ætti t.a.m. við um samninga milli sveitarfélaga og starfsmanna þeirra. Einnig yrði lit- ið til þeirrar stöðu sem væri í starfsmannamálum Reykjavíkur- borgar. Verðbólga og mannekla hafa áhrif Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, sagði að félagið myndi krefjast þess að almenn laun fé- lagsmanna hækki „stórlega“. Enn liggi þó ekki fyrir hversu mikla hækkun farið verður fram á. „Það sem við höfum rætt af kröfum eru alveg hreinar línur, það er að hækka almenn laun stórlega. Það er grunnkrafan,“ sagði hún. Að- spurð sagði hún að ekki hefði verið rætt hversu mikil hækkunin þyrfti að vera í krónum eða prósentustig- um en félagið myndi alls ekki semja um minni launahækkanir en önnur félög hefðu nýverið samið um. Þá muni verðbólgan að sjálf- sögðu hafa áhrif á kröfurnar sem og manneklan hjá Reykjavíkur- borg. „Gott og vel, menn ætla að umbuna fólki fyrir tímabundið álag hér og þar en almenn hækkun launa er eina aðferðin sem getur dugað til framtíðar,“ sagði hún. Sjöfn sagði að áður en viðræður hefjast um nýjan kjarasamning þyrfti að ganga frá eldri kjara- samningi, m.a. yrði að ljúka við síð- ustu eingreiðsluna vegna starfs- mats. Aðspurð um hvaða líkur hún teldi á að samningar tækjust fyrir 1. október sagði Sjöfn að menn tækju slíkum tímamörkum með jafnaðargeði. Þó það væri gott að semja sem fyrst mættu menn ekki heldur flýta sér um of. „Við viljum ekki misstíga okkur,“ sagði hún. Um 2.500–3.000 manns eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Auk borgarinnar semur fé- lagið m.a. við Orkuveitu Reykjavík- ur, Strætó bs. og Faxaflóahafnir. Formaður Eflingar segir ekki hægt að hlaupa til verka í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg Ómögulegt að ljúka samningi fyrir 1. október Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir að farið verði fram á stórlega launahækkun Sjöfn Ingólfsdóttir Sigurður Bessason Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „ÞETTA virðist talsvert miklu verra en menn gerðu sér grein fyrir í fyrstu,“ segir Hjörtur Þráinsson jarðskjálftaverkfræðingur sem starfar fyrir bandaríska end- urtryggingafyrirtækið American Re og vinnur nú ásamt samstarfsfólki sínu að því að gera sér fyrir grein fyrir því hversu umfangs- mikið tjónið vegna fellibylsins Katrínar í reynd er. „Í fyrstu héldu menn jú að flóðgarðarnir myndu standast átökin, þannig að fyrsta daginn önduðu menn talsvert léttar, en síðan brustu flóðgarðarnir og þá breyttist staðan mjög mikið og það er eiginlega ekki ljóst ennþá hvað þetta verður mikið. En þetta verður gífurlega stórt,“ segir Hjört- ur og bendir á að nú meti menn stöðuna sem svo að tjónið í New Or- leans nemi allt að 100 milljörðum Bandaríkjadala, þ.e. rúmlega 6.000 milljörðum íslenskra króna. Hjörtur hefur starfað hjá Ameri- can Re síðastliðin fimm ár. Hann lauk prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og þaðan lá leið hans til Kaliforníu þar sem hann nam jarðskjálftaverkfræði. Að námi loknu fór hann að vinna fyrir hug- búnaðarfyrirtæki í Kísildalnum þar sem hann hannaði hugbúnað fyrir tryggingafyrirtæki sem ætlað er að meta áhættu af völdum nátt- úruhamfara og áhrif þeirra á trygg- ingaáhættu. Þaðan lá leið hans síðan til American Re sem er dótturfyr- irtæki Münchener Rück (e. Munich Re), sem er annað tveggja stærstu endurtryggingafyrirtækja í heim- inum. Vil ekki þurfa að finna lyktina aftur Eitt af því fyrsta sem Hjörtur þurfti að gera eftir að hann tók til starfa hjá American Re var að fara til New York og kanna aðstæður eftir árásirnar á tvíburaturnana. „Það var ekki góð reynsla og ég myndi helst ekki vilja þurfa að end- urtaka hana,“ segir Hjörtur og bendir á að tjónið sem orðið hefur af völdum Katrínar sé af svipaðri stærðargráðu og þegar turnarnir hrundu. Að sögn Hjartar var starf hans á vettvangi í New York fyrst og fremst fólgið í því að kanna í hvaða ásigkomulagi byggingarnar í kring- um turnana voru. „Ástæðan fyrir því að ég vil ekki reyna slíkt aftur er að ég var þarna á ferð viku eða tíu dögum eftir að turnarnir hrundu þannig að það var ennþá verið að grafa í rústunum í leit að líkams- leifum. Lyktin, þessi sviðalykt, sem lá yfir svæðinu er mér mjög minn- isstæð og ég vil aldrei þurfa að finna hana aftur.“ Aðspurður segir Hjörtur það hafa reynst mjög erfitt að vinna úr mál- efnum tvíburaturnanna trygg- ingalega séð. Segir hann aðalvand- ann hafa falist í því að þegar turnarnir hrundu vildi svo óheppi- lega til að þeir voru ótryggðir. Rifj- ar Hjörtur upp að skömmu áður en turnarnir hrundu hafi nýr leigutaki tekið við rekstri þeirra af hafn- armálayfirvöldum í New York. „Nýi leigutakinn bar því ábyrgð á tryggingamálum. Hins vegar hafði tryggingasamningurinn reynst mun flóknari en reiknað hafði verið með, enda komu að samningum allt að tuttugu tryggingafyrirtæki,“ segir Hjörtur og bendir á að þetta sé ein aðalástæðan fyrir öllum þeim mála- ferlum sem tengja megi tvíbura- turnunum. Búast má við málaferlum En aftur að Katrínu og áhrifum hennar. Að sögn Hjartar munu lík- lega líða tvær til þrjár vikur þar til menn geta farið að koma með ein- hverjar sæmilegar ágiskanir varð- andi heildartjón í borginni New Or- leans, en á þessu stigi er enn algjörlega óljóst hvernig annars vegar hreinsunarstarfi og hins veg- ar uppbyggingu verður háttað. „Það geta því liðið mánuðir, jafn- vel ár, áður en öll kurl verða komin til grafar. Og þá er ég ekki bara að tala um fasteignatryggingar heldur einnig ábyrgðartryggingar,“ segir Hjörtur og bendir á að Bandaríkja- menn séu sérlega lagnir við það að finna ástæðu til að fara í mál, eins og kunnugt er. „Mér kæmi því á óvart ef það yrðu ekki einhver mála- ferli út af þessu, t.d. um það hver beri ábyrgð á því að flóðgarðar brustu,“ segir Hjörtur og bendir á að nánast öll bandarísk fyrirtæki í þjónustu- og framleiðslugeiranum séu tryggð fyrir málaferlum út af ábyrgð, sem og flestallir læknar, arkitektar, hönnuðir og lögfræð- ingar, svo aðeins fáeinar starfs- stéttir séu nefndar. „Það eru tak- mörk fyrir því að hægt sé að fara í mál við einstaka fylkisstjórnir og al- ríkisstjórnina, en það er alltaf hægt að finna einhverja einstaklinga eða einhver fyrirtæki sem hægt er að fara í mál við,“ segir Hjörtur og bendir á að tryggingabransinn gæti því, fyrir utan allar bætur á fast- eignum, á endanum þurft að borga háar fjárhæðir vegna ábyrgðarbóta. Aðeins helmingur borgarbúa var tryggður Þó svo viðskiptavinir American Re séu fyrst og fremst önnur trygg- ingafyrirtæki sem endurtryggja sig hjá fyrirtækinu er ekki úr vegi að spyrja Hjört út í það hvernig trygg- ingamálum almennings í New Or- leans sé háttað. „Áætla má að í kringum 150 þúsund heimili hafi farið á kaf í New Orleans og gera má ráð fyrir að aðeins helmingur íbúa borgarinnar hafi verið tryggð- ur,“ segir Hjörtur og segir það óvenjulega lágt hlutfall miðað við Bandaríkin almennt, sem megi fyrst og fremst rekja til bágs efnahags fólks. Spurður hvort meirihluti borgarbúa muni þá standa uppi eignalaus svarar Hjörtur því neit- andi og bendir á að FEMA, stofnun almannavarna í Bandaríkjunum, bæti ótryggðu fólki skaðann að ein- hverju leyti. Ljóst má vera að ekkert venjulegt tryggingafyrirtæki ræður við að borga allar þær bætur sem falla á það í tengslum við atburð á borð við náttúruhamfarirnar í Bandaríkj- unum. Þess vegna endurtryggja öll tryggingafyrirtæki sig hjá end- urtryggingafyrirtækjum á borð við American Re. Blaðamanni leikur eðlilega for- vitni á að vita hvernig American Re getur staðið í skilum þegar svona kostnaðarsöm tjón verða. Að sögn Hjartar endurtryggja öll end- urtryggingafyrirtæki sig líka þannig að áhættunni er dreift eins víða og hægt er. Spurður hversu mörg stór áföll stóru endurtryggingafyr- irtækin ráði við fjárhagslega segir Hjörtur að flest endurtryggingafyr- irtæki hagi málum sínum þannig að þau geti ráðið við eitt stórt áfall ár- lega án þess að lenda í fjárhags- vandræðum. „Þegar ég segi stór- áfall þá erum við tala um stærðargráðu samsvarandi því að fellibylur á stærð við Andrew færi yfir Miami, en þá værum við að tala um tvöfalt eignatjón á við það sem varð í New Orleans.“ Ekki er hægt að sleppa áhættumatsfræðingnum án þess að fá um það upplýsingar hvaða náttúruhamfarir séu efstar á áhættumatslista hans. „Af nátt- úruhamförum hérna í Bandaríkj- unum þá er fellibylur í Miami of- arlega á lista ásamt jarðskjálftum í annað hvort í Los Angeles eða San Fransisco. Alþjóðlega erum við að tala um jarðskjálfta í Tókýó, enda gæti fylgt slíkum skjálfta gífurlegt eignatjón sem væri í verstu tilfellum þrefalt á við eignatjónið sem varð í New Orleans.“ Hjörtur Þráinsson jarðskjálftaverkfræðingur tekur þátt í mati á tjóninu eftir fellibylinn Katrínu „Enn of snemmt að meta hversu gríðarlegt tjónið er“ Reuters „Mér kæmi á óvart ef það verða ekki einhver málaferli út af þessu, t.d. hver beri ábyrgð á því að flóðgarðar við New Orleans brustu,“ segir Hjörtur Þráinsson, jarðskjálftaverkfræðingur hjá fyrirtækinu American Re. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Hjörtur Þráinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.