Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 31 Að vonum hefur það vakið nokkraathygli að ríkisstjórnin ákvaðnýlega að leggja einn milljarðkróna af símasölufé til þess að reisa byggingu við Landsbókasafn sem á að hýsa nokkrar stofnanir sem starfa á sviði íslenskra fræða. Málið á sér all- langan aðdraganda sem ástæða er að skýra, svo að enginn haldi að hér sé um skyndilega duttlunga stjórnmálamanna að ræða. Ákvörðunin er nið- urstaða af margra ára sam- ræðu og samstarfi stjórnvalda menntamála og þeirra stofn- ana sem hlut eiga að máli. Þegar samningar höfðu tekist um að fela íslenskum stjórnvöldum og Háskóla Ís- lands vörslu verulegs hluta þeirra íslensku handrita sem um langt skeið höfðu verið vistuð í dönskum söfnum, þótti nauðsynlegt að búa handritunum sjálfum og rann- sóknum á þeim umgerð sem sýndi að Íslendingar væru viðbúnir að taka við þessum gersemum. Í samvinnu við Háskóla Íslands lét rík- isstjórn reisa Árnagarð við Suðurgötu, og flutti Handrita- stofnun Íslands starfsemi sína þangað árið 1969, en tveimur árum síðar bárust fyrstu handritin frá Danmörku. Með lögum árið 1972 var nafni stofnunarinnar breytt í Stofn- un Árna Magnússonar á Ís- landi (hér eftir Árnastofnun) og henni mörkuð sú staða gagnvart ríkisvaldinu og Há- skóla Íslands sem síðan hefur haldist. Þótt skörulega hefði verið brugðist við með nýrri byggingu var framsýnum mönnum þá ljóst að ekki væri um varanlega lausn að ræða. Þá voru þegar löngu mótaðar hugmyndir um sam- einingu Landsbókasafns og Háskóla- bókasafns í eina stofnun sem yrði til húsa í nýrri byggingu á háskólasvæðinu, þjóð- arbókhlöðu. Töldu þá flestir, sem létu sér hugað um málið, eðlilegt að Árnastofnun yrði ætlaður staður þar, enda yrðu þá tvö helstu handritasöfn þjóðarinnar undir einu þaki og mjög ákjósanleg aðstaða til handritarannsókna. Eins og kunnugt er tók langan tíma að reisa Þjóðarbókhlöð- una, sem loks var tekin í notkun árið 1994, tveimur áratugum seinna en upp- haflega var ætlað. Einhvern tíma á því tímabili höfðu menn komist að þeirri nið- urstöðu að starfsemi Árnastofnunar mundi ekki rúmast í hinni nýju bókhlöðu, og varð því ekki af flutningi hennar þang- að. Ástæður fyrir þessu hafa sjálfsagt verið ýmsar en einkum sú að háskóla- og fræðasamfélag í landinu hafði eflst mjög og vaxið á þeim tveim áratugum sem liðn- ir voru, svo að ljóst var að hið nýja Lands- bókasafn-Háskólabókasafn þyrfti á öllu rými Þjóðarbókhlöðunnar að halda. Frá upphafi mun hafa verið gert ráð fyrir því að einhvern tíma yrði byggt við Þjóðarbókhlöðu, og fljótlega eftir að hún var tekin í notkun kom fram sú hugmynd að reist yrði viðbygging á lóðinni þar sem Árnastofnun og fleiri stofnanir á sviði ís- lenskra fræða fengju aðstöðu. Gæti þá gamall draumur um sambýli hand- ritasafna ræst, en jafnframt yrði mótuð umgerð um öflugar rannsóknir á þessu sviði þar sem aðstaða nýttist með ákjós- anlegum hætti og tekist gæti frjótt sam- starf fræðimanna. Jafnframt yrði þessi fræðamiðstöð vitaskuld nátengd kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Við- byggingu var einnig ætlað að leysa ýmsar þarfir Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns. Loks má benda á að ný sýn- ingaraðstaða fyrir bækur og handrit ætti vel heima í næsta nágrenni við sýningar Þjóðminjasafns í endurnýjuðu húsnæði. Snemma árs árið 2000 skipaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um slíka nýbyggingu. Nefndin skilaði áliti til ráðherra í árs- byrjun 2001 þar sem gerð var grein fyrir þörfum stofnananna, hugsanlegu fyr- irkomulagi og rýmiseiningum viðbygg- ingar. Um var að ræða mjög stóra bygg- ingu (tæplega 11.000 m2, þar af 5000 neðanjarðar) sem að sama skapi hefði orðið dýr framkvæmd. Nokkur fyrirvari kom fram við þessa tillögu af hálfu Há- skólans, m.a. af því að hún þótti þrengja að möguleikum Háskólans til nýbygginga á lóð sinni vestan Suðurgötu og ekki var þar áhugi á þeirri lausn á lestraraðstöðu stúdenta sem kynnt var. Vafalaust hefur stjórnvöldum einnig vaxið kostnaður í augum. Árið 2002 skrifaði þáverandi stjórn Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns menntamálaráðherra bréf þar sem farið var fram á að ráðuneytið setti lítinn vinnuhóp til að endurskoða tillög- urnar með það fyrir augum að draga úr rými og kostnaði, enda voru þá þarfir Lands- bókasafns-Háskóla- bókasafns metnar minni en áður vegna aukins vægis rafrænna gagna og annarra og ódýrari leiða til að fá geymslu- húsnæði. Sá vinnuhópur var þó aldrei skipaður, en í árslok 2004 tóku for- stöðumenn þeirra stofn- ana sem um var að ræða, þ.á m. landsbókavörður, saman álit um hvernig hægt væri að leysa þarfir stofnananna með mun minni byggingu (um 5000 m2, þar af um 1500 neð- anjarðar), sem yrði vita- skuld ódýrari en sú sem fyrr var áætluð og mundi ekki þrengja kosti Há- skóla Íslands þar sem byggingin og bílastæði, sem þyrfti hennar vegna, mundu rúmast innan lóð- ar Þjóðarbókhlöðu. Þessi álitsgerð var kynnt fyrir Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur mennta- málaráðherra í janúar síðastliðnum og hefur síðan verið til athugunar í ráðuneytinu. Það er væntanlega á grundvelli þessarar sögu og endurskoðaðrar tillögu sem menntamálaráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að málinu verði hrint í framkvæmd. Jafnhliða tilkynningu um milljarð til byggingar var sagt frá því að mennta- málaráðuneyti hefði í smíðum frumvarp um sameiningu þeirra stofnana sem ætl- að væri að flytja inn í nýtt húsnæði (og er þá Landsbókasafn-Háskólabóksafn und- anskilið). Sameining er ekki forsenda fyr- ir húsbyggingu, en sameiginlegt húsnæði er hins vegar forsenda fyrir því að sam- eining geti tekist vel. Þetta eru þó í raun og veru tvö aðskilin mál. Ég sé enga ástæðu til að gera því skóna fyrir fram að ekki sé hægt að móta lagaramma um sameiningarferli sem allir hlutaðeigandi geti við unað. Í þeirri vinnu er afar mik- ilvægt að ná góðu samkomulagi við Há- skóla Íslands um stöðu hinnar nýju stofn- unar og tengsl við deildir Háskólans sem tryggi gott og farsælt samstarf. Gert mun ráð fyrir að háskólaráð H.Í. skipi meiri- hluta stjórnar nýrrar stofnunar og ætti því engin ástæða að vera til að óttast að stefnumörk hennar samræmist ekki stefnu Háskóla Íslands. Ég var nýlega staddur á Írlandi og kom þar meðal annars í nokkrar þeirra bygginga sem Írar hafa reist utan um ýmsar þjóðargersemar sínar og fræða- starfsemi. Þær eru sannarlega glæsilegar og sýna sjálfsvirðingu fámennrar þjóðar og virðingu fyrir menningararfi sínum, ekki síst þau hús sem reist voru fyrir meira en öld þegar Írar voru enn fátæk þjóð. Sömu viðhorf ríktu hjá Íslendingum þegar þeir létu það verða fyrstu stór- framkvæmd á tíma heimastjórnar að reisa hið fagra Safnahús við Hverfisgötu yfir þau þjóðlegu menningarverðmæti sem þá hafði verið safnað saman og bóka- kost í þjóðareigu. Hús íslenskra fræða við Þjóðarbókhlöðu mun sýna virðingu Ís- lendinga fyrir þeim menningararfi sem þeim hefur verið falið að varðveita, það mun efla rannsóknir í hugvísindum við Háskóla Íslands, og húsnæði mun losna handa Háskólanum þegar Stofnun Árna Magnússonar, Orðabók Háskólans og Ís- lensk málstöð flytja í nýja byggingu. Full ástæða er fyrir háskólafólk og aðra sem vilja veg íslenskrar menningar og fræða- starfs sem mestan að fagna þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hús íslenskra fræða Eftir Véstein Ólason Vésteinn Ólason ’Hús íslenskrafræða við Þjóð- arbókhlöðu mun sýna virðingu Íslendinga fyrir þeim menning- ararfi sem þeim hefur verið falið að varðveita …‘ Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. sögurnar eiga sér stað í m og þær yrðu ef til vill rugðnar. Bara ekki eins hann og hlær. „Hvers að skrifa um líf fólks í kar en Norður-Lund- m ég þekki hverja þúfu?“ yti hefur bandaríski rit- Anne Tyler haft mikil y en hún býr í Baltimore ar bækur eiga sér stað gin felst líklega í því að i sínu trúr. Sé maður það r á því að sögurnar virki ns og ég sagði áðan þá er ur til að skrifa sögulegar g ef ég kem einhvern tíma a aftur í tímann mun ég æti á sjöunda áratugnum upphaf þeirrar menningar ærust. Hinnar svokölluðu ar.“ nningabókin Fever Pitch, ár, sem fyrst vakti athygli n kom út árið 1992 en n með kostulegum hætti mbandi sínu og enska élagsins Arsenal. Við- í huga margra er létt- lgengni bókarinnar hon- öldu? Já, þar sem maður getur ér fyrirfram að bók falli í kinheldur var þetta mín ei, þar sem ég veit að ið um glettilega marga. ttspyrnuáhugamenn eru gir, eins og mér skilst að rna á Íslandi, og þar sem við að eyða peningum í ndbönd og allskonar hluti m sínum taldi ég ekki ir hefðu áhuga á því að ssu tagi. Bók um þá m kom mér hins vegar á sambandi var hvað við- yrnuáhugamanna voru na litið. Ég var auðvitað á því að fylgismenn Ars- áma bókina í sig en strax num kom í ljós að stuðn- ingsmenn annarra liða höfðu gaman af henni líka, meira að segja Tottenham- aðdáendur. Það þyrfti slægan mann til sannfæra mig um að lesa bók um Tott- enham,“ segir Hornby og skellihlær. Fyrir þá sem ekki vita er Tottenham Hotspur höfuðandstæðingur Arsenal í Lundúnum og engir kærleikar þar á milli. Svo náði bókin til fleira fólks en sparkfíkla en ýmsir aðrir hópar gátu séð sig í henni, svo sem aðdáendur kvikmyndastjarna, popphljómsveita og svo framvegis. „Það er rétt. Eini munurinn er sá að knattspyrna hefur einstakan hæfileika til að gera mann miður sín. Knatt- spyrnuáhugamenn eru miklu oftar mið- ur sín en hitt. Það er nú bölvunin við þessa annars ágætu íþrótt. Þetta á síð- ur við um tónlistaráhugamenn. Aðdá- endur Oasis geta orðið óánægðir með plötu en þeir finna seint hjá sér hvöt til að hoppa út um gluggann af von- brigðum.“ Ánægður með kvikmyndirnar Þrjár bóka Hornbys hafa verið kvik- myndaðar, Fever Pitch með Colin Firth í aðalhlutverki, High Fidelity, þar sem John Cusack var fremstur meðal jafningja, og About a Boy með Hugh Grant í fararbroddi. Kvikmynda- rétturinn á hinum tveimur skáldsög- unum hans, How to be Good og A Long Way Down, hefur þegar verið seldur. Skyldi Hornby vera ánægður með myndirnar? „Já, tvímælalaust. Þetta eru allt góð- ar myndir. Í öllum tilvikum hefur kvik- myndagerðarmönnunum tekist að fanga anda bókanna. Það skiptir mestu. Auðvitað hefur ýmsu verið breytt en það er bara eðlilegt, kvik- myndir eru annað listform og lúta öðr- um lögmálum. Ég sá aldrei ástæðu til að grípa fram fyrir hendurnar á mönn- um og segja: Þetta atriði verður að vera með! Það þjónar engum tilgangi. Rithöfundar sem gera svoleiðis hluti skilja einfaldlega ekki út á hvað þetta gengur og ættu þar af leiðandi ekki að taka þátt í þessu.“ Hornby segist aldrei hafa velt því fyrir sér hvort bækur hans myndu enda á hvíta tjaldinu, hvorki meðan hann var að skrifa þær né á eftir. „Persónulega fannst mér fyrstu tvær bækurnar, Fever Pitch og High Fidel- ity, einstaklega ókvikmyndalegar og sama má segja um nýju bókina. Hvað er spennandi við fjórar manneskjur standandi uppi á þaki út frá sjónarhóli kvikmyndanna? En myndirnar voru gerðar og hafa gengið sæmilega þannig að ég get ekki sagt að ég sé lengur hissa þegar menn sækjast eftir því að gera myndir eftir bókunum mínum. Það breytir þó að engu leyti mínum vinnubrögðum við skrifin. Ég er fyrst og síðast rithöfundur.“ Skáldsagan ekki nægilega skemmtileg Bækur verða að kvikmyndum, en ekki öfugt, segir Stefán Máni rithöfundur í grein um tilvistarkreppu skáldsög- unnar í síðustu Lesbók Morgunblaðs- ins. „Þetta er í raun eina von þessa gamla listforms – skáldsögunnar – að verða einn daginn að kvikmynd,“ held- ur hann áfram. Í ljósi umræðunnar hér að framan blasir við að bera þetta und- ir Nick Hornby. Ætli hann taki undir þetta sjónarmið? „Skáldsögunni er vandi á höndum. Um það er engum blöðum að fletta. Það eru ekki nægilega margir að lesa bækur nú til dags. Fólk er upptekið við eitthvað allt annað. Mér finnst þetta þó fulldjúpt í árinni tekið. Ef ég lít bara í eigin barm, þá hafa bækurnar mínar lifað ágætu lífi áður en þær urðu að kvikmyndum en það tekur að meðaltali fimm ár að gera kvikmynd eftir skáld- sögu. Þær hafa náð til fjölda fólks. Ég held að helsti vandi skáldsögunnar í dag sé að hún er ekki nægilega skemmtileg. Ég er ósammála því að formið sé gengið sér til húðar. Skáld- sagan hefur bara villst af leið. Líttu á Harry Potter. Fólk vill lesa þær bæk- ur. Sama máli gegnir um Mandólín Corellis kafteins og fleiri bækur. Les- endurnir eru með öðrum orðum til staðar, við þurfum bara að fanga at- hygli þeirra. Og hvernig gerum við það? Með nákvæmlega sama hætti og sjónvarpið, kvikmyndirnar, tölvuleik- irnir og hvað þetta nú allt heitir. Skáldsagan verður að gera lesandann agndofa.“ Heyrt um „þann stóra“ Hvert er þá hlutverk höfundarins í samtímanum? „Að skemmta fólki, vekja áhuga þess. Ef þú ert að skrifa bók, hvort sem hún fallar um Stalín eða eitthvað annað, verður hún að vera læsileg. Höfundinum ber að höfða til tilfinninga lesandans, bjóða honum í ógleymanlegt ferðalag.“ Hornby viðurkennir að hann er ekki lesinn í íslenskum bókmenntum og þegar hann er spurður hvort hann þekki einhverja íslenska höfunda svar- ar hann: „Bara þá sem ég hef hitt síð- ustu 24 klukkutímana.“ Hann hefur þó heyrt talað um „þann stóra“. Laxness. „Já, Laxness. Hann vann til Nób- elsverðlauna á sínum tíma, ekki satt? Það væri gaman að lesa eitthvað eftir hann. Og svo voru menn að segja mér frá fantagóðum glæpasagnahöfundi sem nær metsölu hér ár eftir ár.“ Arn- aldur Indriðason. „Bíddu nú hægur.“ Indriðason. „Ind-rida-son, alveg rétt. Það kemur, í ljósi þess sem við töl- uðum um áðan, ekki á óvart að glæpa- sagnahöfundur seljist best hjá ykkur. Góðar glæpasögur eru yfirleitt skemmtilegar, halda lesandanum við efnið. Forvitnin er að fara með hann og hann hreinlega verður að halda áfram að lesa. Leggur bókina helst ekki frá sér. Þannig ættu allar skáld- sögur að vera.“ dann agndofa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson lk í styrjöldum þannig að öfgakenndar og hættulegar aðstæður í by en nýjasta skáldsaga hans fjallar um fólk í sjálfsvígshugleiðingum. orri@mbl.is  Nánar verður rætt við Nick Hornby um knattspyrnu og eindreginn stuðn- ing hans við Arsenal í sérblaði Morg- unblaðsins um ensku knattspyrnuna á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.