Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Geir Þorsteins-son fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Hann lést á Landspítalanum 8. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Geirs- dóttir skriftarkenn- ari, f. 29. nóvember 1887, d. 4. mars 1955, og Þorsteinn Þorsteinsson, hag- stofustjóri, f. 5. apríl 1880, d. 22. febrúar 1979. Geir var elst- ur í röð fimm systkina. Yngri systkini hans eru Hannes, f. 25. desember 1918, Þorsteinn f. 31. mars 1920, Narfi, f. 23. maí 1922, d. 25. desember 1989, og Bryndís, f. 26. september 1923. Hinn 28. júlí 1956 kvæntist Geir eftirlifandi eiginkonu sinni Inge Jensdóttur Laursen, f. 25. desem- ber 1921 í Förslev við Haslev í Danmörku. Fyrstu árin bjuggu þau á Laufásvegi 57, en fluttu árið 1960 í Skeiðarvog 37 þar sem þau bjuggu síðan. Geir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Þránd- heimi 1941 og prófi í bygginga- verkfræði frá Há- skóla Íslands árið 1948. Geir starfaði sem verkfræðingur hjá bæjarverkfræð- ingnum í Reykjavík á árabilinu 1948– 1954 og var forstjóri Ræsis hf. frá 1954 til 1986. Geir var virkur í félagsstarfi og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Hann sat í stjórn Félags bifreiðaeigenda í Reykjavík á árunum 1958–70, þar af sem varaformaður 1968–70. Hann sat í stjórn Sambands bíla- verkstæða á Íslandi 1962–70, þar af sem formaður 1968–70. Í stjórn Bílgreinasambandsins 1970–78, var varaformaður 1970–75 og for- maður 1975–78. Einnig sat Geir í verðlagsnefnd búvara, „sex- mannanefndinni“ svokallaðri á árunum 1974–86 og í nefnd sem samdi frumvarp til laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum 1978–79. Hann var gerður að heiðursfélaga Bíl- greinasambandsins árið 1968. Útför Geirs verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Föðurbróðir minn, Geir Þorsteins- son, er látinn í hárri elli. Það voru forréttindi mín, eins og margra ann- arra barnabarna ömmu og afa, að eyða fyrstu æviárunum í húsinu þeirra að Laufásvegi 57. Þar mætt- ust þrjár kynslóðir með eftirminni- legum hætti. Amma og afi, aldamóta- fólkið sem tók virkan þátt í sjáfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Börn þeirra, sem á sama æviskeiði upplifði að við urðum lýðveldi mitt í hörm- ungum heimsstyrjaldar, sem olli á margan hátt straumhvörfum í lífi þeirra. Við, þriðji ættliðurinn, áttum síðan flest öll eftir að taka út þroska okkar í umróti hippatímans. Mér er sagt, að prakkarastrik mín á Laufásvegsárunum hafi oftast mátt rekja til frænda minna, Geirs og Steina. Þar sem ég var elstur barna- barnanna hef ég sjálfsagt átt óskipta athygli þeirra. Þegar fram liðu stundir stækkaði barnahópurinn og ég var ekki lengur einn um hituna. Ég taldi mig hins vegar vera búinn að skipa mér í sérstakan sess hjá Geir frænda. Hann átti alla vega eftir að skipa háan sess hjá mér um alla framtíð. Það var t. d. ekki ónýtt að eiga frænda, sem gat séð manni fyrir splunkunýjum Mercedes Benz bíla- myndum, sem voru gulls ígildi á strákamarkaði slíkra mynda um miðjan sjötta áratuginn. Ekki var það síður ánægjulegt síðar á lífsleið- inni þegar samskipti mín hófust við leigubílstjóra og aðra atvinnubíl- stjóra að heyra eitthvað þessu líkt: „Nú, ertu frændi hans, Geir er fínn karl.“ Ég var alltaf montinn af Geir frænda. Það var örugglega mikið gæfuspor hjá Geir þegar hann, á miðjum aldri, kvæntist Inge. Þessi glæsilega danska kona skapaði honum fallegt heimili, sem síðar er stundir liðu varð vettvangur boða og stórveizlna af öllu tagi. Þar fór vel saman dönsk smekkvísi og matargerðarlist og ís- lenzkur höfðingskapur. Þótt Geir frændi gæti virkað hrjúfur á yfirborðinu þá var alltaf stutt í ljúft viðmótið og víst er, að sjaldnast mátti hann aumt sjá svo ekki vildi hann um bæta. Hann var fyrst og fremst alþýðlegur, heiðar- legur og fullkomlega laus við allan hroka og yfirborðsmennsku. Þessir eiginleikar, ásamt góðum gáfum, nýttust honum vel til að leggja víða hönd á plóginn í íslenzku athafna og þjóðlífi. Geir var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann fór. Raunar hef ég alltaf bent á hann sem lýsandi dæmi um það, að ekki þurfi að stunda neinn meinlæta- lifnað til þess að lifa lengi í sátt við líkama og sál. Nú, þegar leiðir skilja, kveðjum við öll stórbrotinn mann með miklum söknuði. Ég, foreldrar mínir og syst- ur ásamt fjölskyldum vottum Inge innilegustu samúð okkar. Hjörtur Hannesson. Í dag, föstudaginn 16. september, verður til moldar borinn vinur minn og frændi, Geir Þorsteinsson. Þegar kallið kemur að lokum er það alltaf jafn óvænt þó að Geir hafi náð nærri níræðisaldri þá var langlífi einkenn- andi í hans ætt og hann ern og hress. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Geir Þorsteinssyni erum allir betri vegna þeirrar reynslu. Geir var einkar lagið að setja sig inn í viðfangsefni annarra og stöðu og hafði alltaf eitthvað jákvætt til mál- anna að leggja. Þegar hann tók við störfum hjá Ræsi hf. var umhverfið allt annað og verra til fyrirtækja- reksturs. Þá ríktu höft á öllum hlut- um – til að flytja inn vörur þurfti leyfi og svo annað leyfi til að fá gjaldeyri til að greiða vörurnar og þannig koll af kolli. Geir var líklega einn af fyrstu útflytjendum íslenskra hrossa enda einkar útsjónarsamur og komst að því að ef hægt væri að koma á vöruskiptum var hægt að fá innflutn- ingsleyfi og kom því þá í kring að flytja út íslenska hesta í skiptum fyr- ir bíla. Því miður komst ekki skriður á þessi viðskipti þannig að þau lögð- ust fljótt af. En þetta var einkenn- andi fyrir Geir – alltaf reiðubúinn að prófa nýjar leiðir. Þess var oft þörf því það var ekki auðvelt að reka fyr- irtæki í bílgreininni mörg árin sem hann var við stjórnvölinn. Stundum þurfti að draga saman seglin og bíða færis eftir betri valkostum. En eðl- islæg skynsemi hans leiddi fyrirtæk- ið í gegnum þær ógnanir sem á vegi urðu. Að kunna að hlusta var mik- ilvægur eiginleiki og finna þannig hvað kom sér best fyrir viðskiptavin- ina. Þannig gat Geir oft leyst vanda- mál í þröngri stöðu. Geir var einkar greiðvikinn að eðlisfari og einstak- lega praktískur þannig að arfleifð hans er þjónustuviðmót sem ein- kennist af að innihaldið sé í lagi. Við samstarfsmenn fengum ríkulega að njóta ráðgjafar hans sem við minn- umst með hlýju. Einkennandi var hvað hann leiddi með fordæmi frekar en með tilskipunum og kryddaði gjarnan leiðsögn sína með frábæru skopskyni sem gerði alla vinnu létt- ari og skemmtilegri. Geir naut mikils trausts og var eft- irsóttur til félagsstarfa. Hann var um langt skeið í stjórn Bílgreinasam- bandsins og forvera þess þar af síð- ustu þrjú árin sem formaður. Hann átti einnig sæti í stjórn lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða, í sex-manna nefndinni frægu sem ákvað verðlag á landbúnaðarvörum svo eitthvað sé talið. Þegar Geir lét af störfum hjá Ræsi hf. var hann kosinn í stjórn fé- lagsins og var stjórnarmaður fram til 2004. Geir var ekki bara góður ráðgjafi heldur líka náinn frændi sem ég, systkini mín og foreldrar höfum haft þau forréttindi að eiga að vini. Þessi vinskapur hefur haldið áfram til næstu kynslóðar þannig að börn mín og systur minnar hafa nú misst uppáhaldsfrændann úr hans kyn- slóð. Geir var gæfumaður í einkalífi. Ár- ið 1956 giftist Geir eftirlifandi eigin- konu sinni Inge Jensdóttur Laursen. Geir átti stuðning Inge alltaf vísan. Hún hefur ekki síðra skopskyn en eiginmaðurinn og léttu þau and- rúmsloftið hvar sem þau komu. Ein- kennandi á heimilisbrag þeirra var hversu auðveldlega þeim gekk að umgangast alla sína samferðamenn. Gildir þá einu hvort um var að ræða börn, gamalmenni eða jafnaldra. Geir hafði gaman af að bregða á leik við börnin þannig að þau muna enn, sum nú fullorðin, eftir lífsgleðinni sem þeim hjónum var svo eiginleg. Við samferðamenn, vinir og frændur þökkum að leiðarlokum fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að ganga með Geir smá spöl á vegi lífsins og send- um Inge okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hallgrímur Gunnarsson. Í dag kveðjum við Geir Þorsteins- son. Hann var farsæll maður í einka- lífi og starfi og fyrirmynd margra. Geir hafði þá náðargáfu að öllum leið vel í návist hans. Hann var samtímis stríðinn og glaðsinna, ráðhollur hlustandi og kunni að gleðjast og syrgja með sínum samheldna frænd- garði og vinahóp. Saman hafa þau Inge glatt og stutt stóran hóp af fólki á öllum aldri. Góðar minningar eig- um við systkinin frá þeim tíma er Geir og Inge pössuðu okkur um tíma þegar foreldrar okkar voru erlendis. Ég og fjölskylda mín minnumst Geirs með djúpri virðingu og inni- legu þakklæti. Áslaug Gunnarsdóttir. Nú er höfðinginn Geir frændi fall- inn frá. Geir og Inge voru einn af föstu póstunum í tilverunni hjá okk- ur krökkunum í fjölskyldunni. Það lýsir honum kannski best að þegar ég sagði níu ára dóttur minni frá því að hann væri dáinn hugsaði hún sig um svolitla stund og sagði svo: ,,Jáá- áá, þú meinar þessi skemmtilegi!“ Það er af mörgu að taka þegar horft er til baka og minningarnar streyma fram. Við hlökkuðum alltaf til að heim- sækja Geir og Inge og sérstaklega voru jólaboðin þeirra eftirminnileg. Oft gistum við hjá þeim enda var þar gott að vera og Geir hjálpaði okkur þá gjarnan við heimanámið. Leikfangalestin hans Geirs frænda var engin venjuleg lest. Hún fyllti allt gólfið í kontórnum með öllu tilheyrandi: teinum, brautarstöðvum og húsum. Einnig voru kassarnir með Mercedes bílunum alltaf spenn- andi. Vel var veitt af nammi og kök- um og hvergi annars staðar en hjá Inge og Geir fengum við gosdrykk- inn Spur. Það var eftirminnileg ferð sem Geir fór með okkur krakkana á göml- um Unimog-jeppa upp á Úlfarsfell. Eitthvað var bíllinn ekki alveg í lagi og var hávaðinn í honum mikill. Mig minnir að röðin fyrir aftan okkur hafi orðið ansi löng en upp á fjallið kom- umst við og mikið ævintýri var þetta fyrir okkur. Á menntaskólaárunum borðaði ég stundum í hádeginu hjá Inge og Geir. Alltaf tekið vel á móti mér og ljúf- fengur matur hjá Inge. Leiðir okkar Geirs lágu einnig saman í hestamennskunni. Hann átti nokkra góða gæðinga, stóra og öfl- uga, enda var hann sjálfur mikill að burðum. Geir og vinur hans Óli Páls voru vanir að fara langar hestaferðir á sumrin og var mér einu sinni boðið í eina slíka ásamt fleiri ungum mönn- um. Fórum yfir Kjöl þar sem við gistum í fjallaskálum við misgóðan aðbúnað. Á meðan hestarnir voru hvíldir sagði Geir okkur sögur og við hlustuðum með athygli. Geir var alla tíð mikill áhugamað- ur um bíla og keyrði Bensana sína allt fram á síðasta dag. Hann fór með konurnar um bæinn, hægt og gæti- lega í seinni tíð og þá helst um götur sem hann þekkti vel. Það er ef til vill dæmigert fyrir Geir að kvöldið fyrir andlát sitt mætti hann í afmælisfagnað frænku sinnar hress og kátur að vanda. Um nóttina kvaddi hann þennan heim. Ég þakka Geir frænda fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og við fjölskyldan vottum Inge okkar dýpstu samúð. Þorsteinn Helgason. Margs er að minnast og margs er að sakna þegar ég sest niður og rifja upp mín bestu minningabrot frá upp- vaxtarárunum, en þá komu þeir Geir og pabbi oftar en ekki við sögu. Milli pabba og Geirs voru tíu ár og tveir dagar í aldursmun, báðir fæddir í júlíbyrjun en þeir áttu afskaplega vel saman og aldrei varð ég vör við að þá greindi nokkurn tímann á. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál sem var hestamennska og þegar ég hafði vit og aldur til tók ég einnig þátt í þessu áhugamáli þeirra. Og það var aldeilis ekki leiðinlegt. Ég efast um að marg- ir hafi fengið að heyra Carmen sung- ið fyrir sig efst á Arnarvatnsheiði, en einmitt þannig var Geir. Húmorinn og glettnin voru aldrei langt undan. Skipulagðar hestaferðir um hálendið var árlegur viðburður og alltaf reynt að feta einhverjar nýjar leiðir, sem gátu verið talsvert torfærar á köfl- um. Menn gáfu sér góðan tíma í und- irbúning og þá komu skipulagshæfi- leikar Geirs sér að góðum notum. Vegalengdir milli áningarstaða voru vegnar og mældar og allt skráð og haldið vel til haga þegar lagt var í för. Geir átti dyggan lífsförunaut sem var Inge. Það var oft gestkvæmt í Skeiðarvoginum og veisluborð Inge áttu engan sinn líka. Mín fyrsta tjaldferð sem ég minn- ist, var þegar ég var fárra ára á ferðalagi með mömmu, pabba, Geir og Inge. Þá fékk ég að gista eina nótt í tjaldinu hjá Inge og Geir. Þar var ekki í kot vísað í því tjaldi, uppábúin rúm og „meget, meget hyggeligt“. Eftirsókn í félagskap þeirra hjóna áttu sér engin landamæri. Það var í raun sama hversu gamall viðkom- andi var eða hvaða stöðu hann gegndi í þjóðfélaginu. Það þótti öll- um gaman að vera í návist þeirra. Þá var Geir lipur tungumálamaður og átti auðvelt með að gefa sig á tal við hvern sem er og gátu oft spunnist ansi líflegar umræður. Ef það er líf eftir þetta líf, þá er ég viss um að pabbi hafi staðið við hliðið með klár til reiðu handa Geir, þar sem þeir feta nú nýjar ókunnar slóð- ir. Kæra Inge. Þinn söknuður er mik- ill. Mínar bestu kveðjur. Harpa Ólafsdóttir. Inge og Geir koma gangandi eftir stígnum arm í arm. Þau fara ekki hratt yfir enda árin farin að segja til sín. Við horfum á þau út um gluggann. Inge er glæsileg að vanda, hávaxin og tíguleg. Hann er stór- skorinn í andliti, miklar kinnarnar örlítið signar, nefið vel lagað og íbog- ið, munnurinn stór og varirnar þykk- ar. Snyrt yfirvararskeggið situr vel enda skeggstæðið breitt og mikið. Augun eru ung og full af gáska. Hann er flottur hann Geir frændi með hattinn og stafinn og augljóst að hér fer einn af höfðingjum Reykja- víkur. Hálfníræður galgopi við stýrið á gula Benzinum á leiðinni inn í Kverk- fjöll, stríðnisglampi í augum. Hann ætlar sko ekki að hleypa Toyota- jeppunum fram úr og vinnur enda- sprettinn heim að Sigurðarskála með glæsibrag; langtum yngri farþegar halda sér dauðahaldi, náfölir. Geir stendur í hlaðinu á æsku- heimili Inge í Nörre Tvede og vinkar kankvís til okkar eftir enn eina stór- veisluna á því rausnarheimili. Ungu námsmennirnir sjá hann í þoku út um bílrúðuna, hálf rænulausir því efnt hafði verið til kappdrykkju; eig- inkonurnar keyra. Svipmyndir af þessu tagi fara um hugann nú þegar Geir er allur. Hann hafði einstaklega trausta, góða og skemmtilega nærveru sem einkennir þá sem eru sáttir við sjálfa sig og til- veruna. Hann var húmoristi fram í fingurgóma, en gat verið hrjúfur og beinskeyttur og stundum meinstríð- inn. Hann var töffari og þoldi illa væmni og tepruskap, en undir niðri bærðist viðkvæmt gullhjarta. Í sam- ræðum okkar endurspeglaðist ólík lífssýn og oft var tekist á um málefni og talað hátt; hann maður raunsæis, framkvæmda og verkfræðilegra lausna í anda Einars Ben, en við rómantískir náttúruverndarar undir áhrifum útlendra grillufangara. Geir borðaði ekki „gras“ ef í boði var kjöt eða fiskur. Hann sá ekki ástæðu til að ganga ef hægt var að komast sömu leið á gæðingi eða góðum Benz. Við þökkum Geir ómetanlegar samsverustundir og biðjum góðar vættir að vera með Inge. Guðrún Narfadóttir og Snorri Baldursson. Þótt Geir Þorsteinsson hafi verið orðinn 89 ára gamall kom andlát hans nokkuð á óvart. Hann var sæmilega hress og keyrði enn Bens- inn sinn af öryggi bæði hér heima og erlendis. Máttu margir yngri öku- menn taka hann sér til fyrirmyndar í umferðinni. En þar sem hann var að verða níræður mátti auðvitað við öllu búast. Leiðir okkar Geirs lágu fyrst sam- an árið 1974 þegar ég kynntist Guð- rúnu bróðurdóttur hans. Hún ólst upp í húsi afa síns og ömmu, Þor- steins Þorsteinssonar hagstofustjóra og Guðrúnar Geirsdóttur við Lauf- ásveg. Þar bjuggu einnig Geir og Inge fyrstu búskaparárin sín. Tengsl fjölskyldnanna voru sterk og Guðrún var ekki nema átta ára þegar hún fór fyrst með Inge til Danmerkur á heimaslóðir hennar í Nørre-Tvede. Ætíð síðan voru samskipti þeirra hjóna og hennar mikil og því hlaut ég líka að kynnast þeim vel. Í alla staði hafa það verið góð kynni og það er með söknuði að ég kveð Geir nú þeg- ar hann er allur. Hann var traustur og velviljaður maður, jákvæður og gæddur góðum húmor. Á þessum tímamótum koma marg- ar góðar minningar upp í hugann frá fjölmörgum heimsóknum okkar hjóna til Inge og Geirs. Þá var stund- um boðið upp á „en lille en“. Á eftir var sest að matarborði en Inge er meistarakokkur. Voru umræður ávallt fjörugar og Geir lá ekki á skoð- unum sínum. Upp í hugann koma líka ánægju- legar minningar frá Danmerkurför sumarið 2004. Þá fórum við Guðrún ásamt foreldrum hennar í heimsókn til Geirs og Inge í Nørre-Tvede og systra hennar þar. Nokkrum dögum seinna komu systurnar með Geir í Bensanum til okkar í sumarhúsið í Rödvig. Þar var setið í blíðviðri og spjallað saman. Geir var barngóður og náði vel til unga fólksins þrátt fyrir aldursmun. Oft aðstoðaði hann skólafólk, einkum í stærðfræði en hana kunni hann mjög vel. Hann var uppáhaldsfrændi barna okkar og þau kunnu vel að meta skopskyn hans. Það er komið að kveðjustund. Við hjónin þökkum Geir fyrir áralanga ánægjulega samfylgd og biðjum GEIR ÞORSTEINSSON Lokað Snyrtimiðstöðin Lancome, Kringlunni 7, Húsi verzlunarinnar, verður lokuð í dag vegna jarðarfarar FRIÐMEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Snyrtimiðstöðin Lancome, Kringlunni 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.