Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Reykjavík | Hóphjólreiðar verða í miðborginni á morgun auk þess sem hjólreiðamenn keppa í Tjarn- arsprettinum. Hér er því um að ræða gullið tækifæri fyrir fjöl- skylduna til að bregða undir sig betra hjólinu og kynnast borginni á vistvænan og heilsusamlegan hátt. Klukkan 13.00 leggja hjólalestir af stað frá Spönginni í Grafarvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni við Hjarð- arhaga og verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði og mætast í Nauthólsvík. Þaðan hjóla allir sam- an, í lögreglufylgd, að Hlemmi og þaðan niður Laugaveginn. Hjóla- lestin endar síðan för sína við Hljómskálagarðinn. Hjólreiðakeppni meistara Kl. 15.30 verður síðan Tjarnar- spretturinn – hjólreiðakeppni meistara – ræstur á Skothús- brúnni. Aðeins bestu hjólreiða- menn landsins taka þátt og því má búast við ógnarhraða hjólreiða- manna eftir Skothúsvegi, Tjarnar- götu, Vonarstræti og Fríkirkju- vegi. Nokkrum götum kringum Tjörnina verður lokað á meðan keppnin fer fram. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn síðan 1926 sem hjólreiðakeppni fer fram í miðborg Reykjavíkur. Borgarstjóri afhendir þremur bestu keppendum verðlaun að keppni lokinni í Hljómskálagarð- inum. Í Hljómskálagarðinum verður hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar frá vönum hjólreiðamönnum um ýmiss konar öryggisbúnað eins og ljós, endurskinsmerki og annað sem þarf til að getað hjólað allt ár- ið um kring. Einnig verður hægt að nálgast nýtt kort af hjóla- og gönguleiðum í Reykjavík. Kl. 16.30 sýna ofurhugar úr Team GÁP kúnstir sínar á reið- hjólum í Hljómskálagarðinum, s.s. stökk, snúninga og fleira skemmti- legt. Gengið saman á sunnudegi Á sunnudag verður síðan göngu- dagur fjölskylduvikunnar og eru allir borgarbúar hvattir til að ganga um hverfin sín, sérstaklega með það í huga að kenna börnum góðar gönguleiðir á þá staði sem þau sækja. Ábendingar um það sem betur má fara má senda á samgonguvika@reykjavik.is fyrir 1. október, en verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu hugmyndirnar. Klukkan 14 mun Guðjón Frið- riksson síðan leiða göngu um Vest- urbæinn þar sem hann rýnir í sögu og skipulag þessa gróna bæjar- hluta. Gangan hefst við Ingólfs- naust á horni Vesturgötu og Að- alstrætis. Hjólað og rölt um borgina Hreyfing í samgönguviku HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FULLTRÚAR Landverndar fund- uðu með bæjaryfirvöldum í Garðabæ um málefni framkvæmda við Urriða- holt á þriðjudag þar sem báðir aðilar fengu tækifæri til að skýra sín viðhorf til málsins en Landvernd hefur kraf- ist þess að framkvæmdir verði stöðv- aðar þar til niðurstaða kærumáls þeirra berst frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Á fund- inum kom fram að yfirvöldum í Garðabæ finnst Landvernd hafa gengið fulllangt í þessu máli og að vel hafi verið staðið að kynningu og um- fjöllun um aðalskipulag svæðisins. Tryggvi Felixson, formaður Land- verndar, segir að byggingarleyfið fyr- ir svæðið hafi einnig borið á góma en að mati Landverndar hafi fram- kvæmdirnar fram að þessu verið langt umfram það sem hægt er að skilgreina sem jarðvegsrannsóknir. „Það er alveg ljóst að okkur finnst bæjaryfirvöld hafa farið offari en við bíðum eftir formlegu svari frá bæj- arstjórninni í Garðabæ sem ætti að berast í kjölfar bæjarstjórnarfundar á morgun. Við fórum fram á það að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en nú virðist liggja fyrir að menn ætli að gefa út byggingarleyfi, sem er beint í hina áttina,“ sagði Tryggvi sem vonar að ákveðið verði að stöðva fram- kvæmdir þar til niðurstaða liggur fyr- ir hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála sem og félagsmála- ráðuneytinu. Hann segir málið ekki vera til lykta leitt a.m.k. fyrr en þeir úrskurðir verða birtir. Tryggvi vill að aðrir möguleikar verði skoðaðir áður en ráðist verður í stórframkvæmdir við Urriðaholt. „Bæjaryfirvöld fóru offari“ Framkvæmdir við Urriðaholt í Garðabæ. Landvernd vill stöðva framkvæmdir við Urriðaholt Morgunblaðið/Júlíus ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 2 95 63 09 /2 00 5 Komdu hópnum þínum á óvart! Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands, hvort sem ferðinni er heitið norður, suður, austur eða vestur, og til Færeyja að auki. Þið njótið þeirrar fjölbreyttu afþreyingar sem í boði er vítt um land í skemmtun, menningu, ævintýrum og upplifun. Kannaðu hópafargjöldin fyrir þinn hóp og þá möguleika sem í boði eru á hverjum stað, í síma 570 3075, á vefsíðunni www.flugfelag.is eða sendu fyrirspurn á netfangið hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfjöldi er 10 manns.) árshátíð - menning - áskorun - hópefli - hvíld - djamm - samstaða - óvissa - upplifun - ævintýri - félög - klúbbar - vinir - samtök - konur - karlar - stelpur - strákar flugfelag.is | 570 3075 Taktu flugið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.