Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 43
Margar ánægjulegar minningar koma upp í hugann á þessum tíma- mótum, fjölmargar veiðiferðir þar sem ég nýliðinn naut leiðsagnar reynsluboltans, reynsla hans og þekking á viðskiptaumhverfinu eft- ir að við bræður stofnuðum heild- söluna, hin góða og gleðilega lund hans og margt, margt fleira. Þrátt fyrir hans erfiðu veikindi starfaði hann nánast fram á þann dag sem hann lagðist í hinsta sinn inn á sjúkrahús um viku fyrir and- lát. Sýnir það mér hversu vel hann naut þess að starfa og leggja sitt af mörkum. Gunnar var vel liðinn og virtur meðal okkar starfsfélag- anna. Elsku Lísa, Nanna, Mummi og fjölskyldur og aðrir nánir aðstand- endur, megi góður guð gefa ykkur styrk og blessun á þessum erfiðu tímamótum. Kæri vinur, hvíl í friði. Steindór Gunnarsson. Gunnar Jónsson er farinn. Hann kom eins og „gustur“ inn í mitt líf fyrir tæplega 30 árum og hreif mig með í átt til betra lífs. Fyrstu erfiðu sporin steig ég bókstaflega í fylgd hans og hans ágætu eiginkonu Lísu og þau hjón reyndust mér og síðar Unni konu minni traustir leiðsögumenn. Það tókust gagnkvæm kynni og þær urðu margar heimsóknirnar okkar til þeirra hjóna í Hafnar- fjörðinn, Keramikhúsið í Sóltúni og seinni árin í Garðabæinn. Gunnar var skapmaður og var ekkert að leyna því, enda gjarnan kallaður Gustur af vinum sínum, en milli okkar hjóna þróaðist vin- átta og virðing sem stóðst allar raunir. Hann notaði líka skapið í stríði sínu við illvígan sjúkdóm, sem á endanum lagði hann eftir margra ára hetjulega baráttu. Í heimsóknum okkar í Garðabæinn urðum við vitni að æðruleysi og hugrekki þeirra Gunnars og Lísu í þessari baráttu og dáðumst að. Fyrir hans leiðsögn, sem færði okkur nýtt líf, þökkum við nú um leið og við sendum vinkonu okkar Lísu og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Unnur og Garðar. Góður vinur minn Gunnar Jóns- son er látinn. Kynni okkar hófust er ég gekk inn í Oddfellowregluna árið 1978. Þar sýndi Gunnar þann karakter sem þeir er þekkja hann eru ekki undrandi yfir. Gunnar var fastur á sinni mein- ingu og lét vita ef honum mislíkaði. Það má segja að það ríkti engin lognmolla þar sem Gunnar Jónsson var. Þá var mjög gott til hans að leita ef einhver vafamál komu upp. Gunnar tók virkan þátt í stofnun og störfum Stúkunnar Þorlákur helgi árið 1996 og var yfirmeistari hennar um hríð, og mun hans verða sárt saknað í stúkustarfinu. Í veikindum sínum sýndi hann mikið æðruleysi. Guð blessi minningu um góðan dreng. Megi guð vera Lísu og börnum og barnabörnum styrkur í sorginni. Arthur Moon. Kveðja frá Fossbræðrum Genginn er góður vinur okkar og Fossbróðir, Gunnar Jónsson. Um árabil veiddi Gunnar í Norðurá í Borgarfirði á tímabilinu 3. til 6. júní. Var hann ásamt Guðmundi syni sínum einn stofnenda veiði- klúbbsins Fossbræðra. Gunnar var elstur Fossbræðra og heiðursfélagi en hann féll vel inn í hópinn og var manna kátastur á góðri stundu. Eftir að Gunnar veiktist varð hann að hætta stangaveiðunum en ef heilsan leyfði þá lét hann ekki undir höfuð leggjast að mæta upp að Norðurá og eiga með okkur dagspart við ána eða góða kvöldstund í veiði- húsinu. Fossbræður kveðja Gunnar með söknuði og senda Mumma syni hans og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 43 MINNINGAR ✝ Ríkey KristínMagnúsdóttir fæddist á Ásmundar- nesi í Bjarnarfirði 11. júlí 1911. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 9. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Efemía Bóasdóttir, f. 14. apríl 1875, d. 2. jan- úar 1957, og Magnús Andrésson, f. 23. september 1874, d. 29. janúar 1918, sjómaður og bóndi á Kleifum. Ríkey átti 11 systkini og eru þau öll látin. Þegar faðir henn- ar deyr er Ríkey sjö ára og við þetta sundrast heimilið og fjölskyldan. Hún dvaldi þá hjá frændum sínum Magnúsi á Kleifum, Guðbrandi í Veiðileysu og Kristni á Kambi. Um 12 ára aldur fór hún með móður sinni og Önnu systur sinni austur í Húnavatnssýslu. Hinn 14. maí 1932 giftist Ríkey Steingrími B. Magn- ússyni frá Njálsstöðum, f. 15. júní 1908, d. 13. mars 1975. Árið 1932 hófu þau búskap á Torfustöðum í dóttur: a) Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 22. apríl 1956, maki Kristmundur Valberg, þau skildu. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Seinni mað- ur Maríu var Sigurður Sigurðsson, f. 28. desember 1926, látinn. 3) Magney Efemía Steingrímsdóttir, f. 1.maí 1935, maki Bernharður Sturluson, f. 17. júní 1934, þau skildu. 4) Bragi Bergmann Stein- grímsson, f. 15. september 1948, maki Elín Guðrún Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1946. Börn þeirra eru: a) Steingrímur M. Bragason, f. 23. maí 1969, maki Sylvía Þórarins- dóttir, þau eiga þrjá syni. b) Rík- harður S. Bragason, f. 22. júní 1971, maki Oddný Baldvinsdóttir, þau eiga þrjú börn. c) Magney Ósk Bragadóttir, f. 30. september 1981, sambýlismaður Birgir Þór Birgis- son. 5) Steingrímur Magnús Stein- grímsson, f. 2.júní 1951, maki Lilja Kristín Pálsdóttir, f. 15. janúar 1948. Börn þeirra eru: a) Sigurjón Hólm Magnússon, f. 31. júlí 1971, maki Arna María Smáradóttir. Þau eiga tvo syni. b) Ingibjörg Magnús- dóttir, f. 28. desember 1972, maki Ragnar Róbertsson. Þau eiga þrjú börn. c) Ríkey Huld Magnúsdóttir, f. 8. apríl 1979, sambýlismaður Ólafur Jóhann Jónsson. Útför Ríkeyjar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Svartárdal. 1948 fluttust þau að Ey- vindarstöðum í Blöndudal og bjuggu þar til 1966 en þá fluttu þau til Reykja- víkur. Þau bjuggu fyrst í Miðtúni 15 en eftir lát Steingríms flutti Ríkey að Mána- götu 18. Þar bjó hún þar til heilsu hennar hrakaði og hún flutti á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún bjó til dánardags. Ríkey og Steingrím- ur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir, f. 9. október 1932, maki Ingólfur Bjarnason, f. 15. mars 1921, látinn. Börn þeirra eru: a) Birgir Þór Ing- ólfsson, f. 14. júlí 1951, maki Ragna Björnsdóttir. Þau eiga eitt barn og son sem er látinn. b) Bjarni B. Ing- ólfsson, f. 1. janúar 1956, maki Mar- grét Guðfinnsdóttir, þau skildu. Bjarni á þrjú börn. 2) María Karól- ína Steingrímsdóttir, f. 19. október 1933, maki Sigurjón Ólafsson, f. 8. október 1922, látinn. Þau eiga eina Við kveðjum þig kæra móðir, nú komin er þessi stund. En elskunnar sönnu sjóðir þeir safnast í eilíft pund. Við sjáum þar sigurblikið um sólbjarta kærleikshöll. Þú gafst og þú gafst svo mikið, þín gæði við munum öll. Þín hugsun var heiðri bundin við húsmóðurstarf í sveit. Með fúsleika fórnarlundin þar funaði í brjósti heit. Við munum þinn elskuanda, þá ást sem var heil og sönn. Því mýkt þinna móðurhanda var mikil í dagsins önn. Þú skilaðir öllu af þér af ástúð sem hvergi brást. Og Drottinn þann dugnað gaf þér sem daglega í verkum sást. Við kveðjum þig, kæra móðir, nú komin er þessi stund. En elskunnar sönnu sjóðir þeir safnast í eilíft pund. (R.K.) Guð geymi þig, elsku mamma. Guðrún, María, Magney, Bragi og Magnús. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vor grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Margar minningar koma upp í huga mér er ég kveð elskulegu tengdamóður mína, sem lést í hárri elli. Þessi síðustu ár voru þér erfið, Ríkey mín, en margs er að minnast þar sem okkar stundir hafa verið ótal margar í gegnum tíðina. Margar berjaferðirnar höfum við átt saman þar sem skriðið var upp eftir öllum brekkum og keppst við að tína sem mest. Einnig eru þær ánægjulegar ferðirnar sem farnar voru á æsku- stöðvar þínar á Ströndum og þær sögur sem þú sagðir frá æsku þinni við huldufólksklettana á Kleifum. Hún Magga dóttir þín var þér mjög náin og áttu þið margar góðar stundir saman þar sem þið rifjuðuð upp gamla tíma og þar á meðal þessa bæn: Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvín, þegar ég á aðeins þig, ein með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú gef mér skilning hér og nú, ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni. (Gísli.) Ég bið góðan Guð að varðveita þig á ókunnum slóðum og sjálfsagt hefur vinkona þín tekið á móti þér með spilastokkinn. Svo nú getið þið tekið nokkra maríasa eins og svo oft áður. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Farðu í Guðs friði, hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Elín Magnúsdóttir. Í dag kveð ég hana ömmu mína, lú- inn líkama sem lokið hefur sínu lífs- starfi. Á slíkum tímamótum líða hjá ótal minningar sem gott er að eiga. Hún amma mín var lífsreynd kona og hennar líf ekki alltaf dans á rósum. Ég veit að æska hennar var ólík því sem börn kynnast í dag. Erfitt er að setja sig í hennar spor, sem barn að ganga langar vegalengdir í allavega veðrum milli bæja til vinnu. En á þeim tímum voru heimilin barnmörg og peningar af skornum skammti. Hennar ömmu minnar á Mánagöt- unni minnist ég ávallt með hlýju í gráa stólnum sínum í stofunni með fætur uppi á skammeli. Sama hvaða dagur var, ávallt voru kræsingar og jólakaka tekin úr ísskápnum. En það sem mest var spennandi í ísskápnum voru neðstu skúffurnar því þar mátti velja sér kók eða appelsín í gleri. Já, þær eru sko yndislegar minn- ingarnar frá Mánagötunni, ég tala nú ekki um þegar gömlurnar sátu þar heilu dagana og spiluðu marías. Stundum var tekið hlé og haldið áfram næsta dag. Þó ég skildi lítið í öllum þessum tromphjónum, tígul- hjónum, hundum og öllu því var skemmtun að fylgjast með þeim. Síðustu árin bjó hún amma á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þó ekki væri eins að koma þangað og á Mána- götuna var alltaf jafn gott að hitta hana ömmu, hún var ekkert að skafa utan af hlutunum, sagði þá umbúða- laust. Magga frænka dóttir hennar ömmu var henni afar kær. Hún var hennar stoð og stytta, kom daglega síðustu árin og sinnti henni af um- hyggju og kærleika. Nú er hún amma mín lögð í sína hinstu för og langar mig að minnast hennar með þessu ljóði: Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. St. frá Grímsstöðum.) Elsku amma mín, Guð varðveiti þig og geymi á ókomnum slóðum. Þín Magney Ósk. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun. Þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Elsku amma Ríkey. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta en þökkum fyrir margar ótal góðar minningar sem þú skilur eftir í hjörtum okkar, hversu veik og slöpp þú varst undir það síðasta vantaði ekki húmorinn og kímnigáfuna, þegar við komum og kvöddum þig í hinsta sinn fannst okk- ur svo táknrænt að þar sem þú kvaddir okkur hinn 9. september á af- mælisdag langömmudrengsins þíns varstu með eina stóra mynd fyrir of- an höfuðlag þitt og það var mynd af honum. Þennan dag var hann að fagna 12 ára afmælinu sínu en þurfti um leið að kveðja einu langömmu sína sem hann átti á lífi en gat þó samt þakkað fyrir að hafa hana hjá sér fyrstu 12 árin af ævi sinni, sem að hefur verið ómetanlegt fyrir þá bræð- urna sem og okkur öll. Þegar við hugsum aftur í tímann en þó ekki um svo mörg ár þegar við komum til þín niður á Mánagötuna og alltaf fór drengjunum fjölgandi eða urðu á endanum þrír, og þar tók alltaf stolt amma og langamma á móti okk- ur með sínum hlýja faðmi og sem bet- ur fer hafði myndavél verið með stundum þar sem það er ómetanlegt fyrir þrjá unga drengi að hafa fengið að vera litlir í örmum þínum, eða já reyndar fyrir þá alla fjóra. Elsku amma, þú skilur eftir stórt tómarúm í hjörtum okkar, en þar munum við alltaf geyma góðu minn- ingarnar um þig, en mesta tómarúm- ið verður í hjarta Möggu frænku og lofum við þér því að við skulum hugsa eins vel um hana og við getum. Elsku amma, þín er sárt saknað og viljum við segja þér að lokum að við elskum þig heitt. Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfu, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifin heimi frá, sett til nýrra starfa Guði hjá. Þín elskandi Steingrímur, Sylvía, Birkir Fannar, Júlían Elí og Ívan Dan. Okkur langar að minnast Ríkeyjar ömmu okkar, sem við kveðjum í dag. Við eigum margar góðar minningar um hana sem við geymum í hjörtum okkar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn á Mánagötuna því amma tók alltaf vel á móti okkur. Hún var alltaf til í að spjalla, segja okkur sög- ur úr sveitinni og spila við okkur. Það fór enginn svangur út frá henni. Oft fórum við út í búð fyrir hana og alltaf áttum við að kaupa malt og appelsín, einnig máttum við kaupa smánammi. Á sunnudögum kom amma oft með okkur í bíltúr sem endaði oftar en ekki í ísbúðinni. Það var gott að bíða hjá ömmu þeg- ar mamma fór að versla og oft hittum við fleiri úr fjölskyldunni þar. Amma hafði mikið yndi af skógarþröstum og gaf þeim alltaf jólaköku og brauð á gluggasylluna. Elsku amma, við kveðjum þig í dag með söknuði, en einnig gleði yfir því að loks hefur þú fengið hvíldina lang- þráðu. Ég fel í forsjá þína, Guð, faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð blessi þig, elsku amma. Sigurjón, Inga og Ríkey Magnúsarbörn. Elsku amma. Hér skiljast leiðir í síðasta sinn í bili þar til við sjáumst næst. Á stundum sem þessum koma allar góðu og skemmtilegu minning- arnar fram í hugann og allur sá hlát- ur er fylgdi þeim ferðalögum sem þú varst með í för. Þú komst alltaf dansandi út úr bílnum eftir langar og holóttar ferðir að mér fannst, sem aldrei virtust taka enda. Þetta var ekkert nema gaman hjá þér og allar þær nætur sem þú nenntir að hanga yfir okkur á meðan við tíndum orma í garðinum þínum með kaffi og kökur á borðum að vanda og sjaldan var spilastokkurinn langt undan þegar tekin voru smá hlé á milli stríða. Elsku amma, endalaust er hægt að skrifa en þín, þessarar styrku stoðar í fjölskyldu okkar, á eftir að verða sárt saknað. Lýsingarorð ömmu voru oft frekar fyndin eins og til dæmis er við fórum einu sinni feðgarnir í fjall- göngu og sú gamla sá á eftir okkur og segir við hina ömmu mína: „Sjá þeir fara þarna norður út upp og suður.“ En með sorg í hjarta segi ég: Sjáumst seinna . Þinn Ríkharður. Langamma Ríkey hefur loksins fengið hvíldina eftir langa lífsins göngu eða 94 ár. Hún bjó hin síðustu ár á dvalarheimilinu Skjóli og þar áð- ur á Mánagötu 18. Alltaf var gaman að koma á Mána- götuna þegar við fjölskyldan fórum til Reykjavíkur. Alltaf var hægt að treysta á að amma ætti kók og malt í gleri, frosnar kökur og svo auðvitað súkkulaðifingur. Þegar ég var 15 ára þá gisti ég nokkrar nætur hjá ömmu og kynntist ég henni þá alveg upp á nýtt. Við sát- um mikið og töluðum saman um heima og geima og skildi hún eigin- lega ekkert í því að unglingsstúlka nennti að hanga yfir gömlu hrói, eins og hún orðaði það. Það var stór dagur í lífi mínu þegar að við gátum allar verið á sama tíma í Reykjavík, ömmur mínar og mamma eftir að Eydís Eva fæddist. Voru þá teknar margar myndir af ættliðunum fimm og var það mér mikils virði. Þó það sé alltaf erfitt að horfa á eft- ir ástvini þá er það mildi að amma fékk loksins að kveðja þennan heim og fara á vit hinna sem farnir eru yfir. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) María Hrönn Valberg. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásm. Eir.) Elsku langamma, blessuð sé minn- ing þín. Lilja Rut, Daníel Arnar, Kristján Orri, Friðrik Ingi og Tryggvi Magnús. RÍKEY KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.