Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÓNIN Ingibjörg Jónsdóttir og Bergur G. Gíslason fögnuðu 70 ára brúðkaupsafmæli sínu, eða járnbrúð- kaupi, sl. miðvikudag, en þau giftu sig hinn 14. september árið 1935 heima hjá séra Bjarna Jónssyni við Lækj- argötu í Reykjavík. Tóku þau hjónin á móti gestum á heimili sínu við Laufásveg 14, en hús- ið byggðu þau skömmu eftir að þau giftu sig og hafa búið þar alla tíð. Voru þar mættir afkomendur þeirra hjóna ásamt mökum, en þau Ingi- björg og Bergur eiga fjórar núlifandi dætur, ellefu barnabörn, tuttugu og þrjú barnabarnabörn og þrjú barna- barnabarnabörn. Aðspurð hvern hún telji galdurinn að löngu og farsælu hjónabandi for- eldra sinna segir Ása, yngsta dóttir, þeirra hjóna, alla tíð hafa ríkt gagn- kvæm virðing í hjónabandinu, auk þess sem samheldni þeirra hafi verið mikil. Bergur G. Gíslason er fyrrverandi forstjóri Garðars Gíslasonar hf. Hann var einn af forystumönnum Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í hartnær hálfa öld. Hann tók sæti í varastjórn félagsins í ársbyrjun 1953 og átti sæti í aðalstjórn 1963 til 1998. Í fremstu röð eru frá vinstri: Ingibjörg Sandholt, Dísa Anderiman Þórarinsdóttir, Bergur G. Gíslason, Ingibjörg Jónsdóttir Gíslason, Þórunn Lára Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir. Miðröð frá vinstri: Þórarinn Jónasson, Eydís Dóra Sverrisdóttir, Atli Hrafn Bernburg, Bergljót Bergsdóttir, Ragnheiður Bergsdóttir, Ása Bergsdóttir, Þóra Bergsdóttir, Kristín Sandholt, Edda Þórarinsdóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Linda Guðmundsdóttir, Bergur Sandholt. Aftasta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon, Jón Gunnar Bernburg, Jón Svan Grétarsson, Gísli Gestsson, Ómar Sveinsson, Ingvar Vilhelmsson, Bergur Gíslason, Einar Freyr Hilmarsson. Fögnuðu járnbrúðkaupi á heimili sínu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, tekur þátt í ráðstefn- unni Clinton Global Initiative sem Bill Clinton, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, boðaði til. Í fréttatil- kynningu frá forsetaembættinu kemur fram að Clinton bauð Ólafi Ragnari að sækja ráðstefnuna. Auk þess að taka þátt í ráðstefn- unni mun forsetinn eiga fundi í New York með ýmsum sérfræð- ingum og áhrifafólki. Ráðstefnan hófst í gær og á dagskrá voru setningarávörp Bill Clintons, Jaques Chirac, Frakk- landsforseta, Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands og Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fjöldi þjóð- arleiðtoga, forystumanna í alþjóða- samtökum, vísindum og við- skiptum sækja auk þess ráð- stefnuna. Það er hefð fyrir því að fyrrum Bandaríkjaforsetar nýti sér sam- bönd sín og orðspor til að beita sér fyrir ýmsum framfaramálum eftir að þeir láta af embætti. Óhætt er að segja að Clinton setur markið hátt. Á ráðstefnunni Clinton Global Initiative (Alþjóðlegt frum- kvæði Clintons) munu umræðurn- ar fyrst og fremst snúast um hvernig hægt sé að berjast gegn fátækt, stuðla að friði, draga úr gróðurhúsaáhrifum og hvernig bætt stjórnarfar og starf frum- kvöðla getur stuðlað að auknum hagvexti. Í viðtali við Financial Times var Clinton spurður að því hvort ætlun hans væri að skyggja á Heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos, sem einnig er ætlað að stuðla að betri heimi. Clinton svar- aði að munurinn væri sá að hann segði fólki að ef það vildi bara ræða um hlutina þá ætti það ekki að koma á ráðstefnu hans. „Ef þú vilt ræða málin og öðlast þekkingu á þessum málaflokkum þannig að þú ákveður að gera eitthvað í mál- unum, þá skaltu koma. Því við munum koma og athuga hvað þú hefur gert,“ sagði Clinton. Forseti Íslands tekur þátt í ráðstefnu Clintons Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VEGFARENDUR um nýju Hring- brautina til austurs við Njarð- argötu hafa verið óöruggir um hvort þeir mega beygja til vinstri í átt að Sóleyjargötu og gömlu Hringbrautinni. Búið er að setja upp skilti um að Njarðargata sé lokuð milli Hringbrautar og Sól- eyjargötu en engu að síður eru beygjuljósin áfram virk og sýna reglulega að beygja megi til vinstri. Á meðan bíða ökumenn á vesturleið um Hringbrautina til einskis. Ekki verður opnað fyrir umferð á þennan hluta Njarðargötunnar fyrr en 10. október nk. Þangað til verða ökumenn á vesturleið að sýna biðlund og þeir á austurleið að vera vakandi, nema þá ef starfsmenn ljósadeildar borg- arinnar breyti stillingunni tíma- bundið. Frágangi vegna færslu Hring- brautar í heild sinni á að vera lok- ið um mánaðamótin október/ nóvember. Morgunblaðið/Júlíus Að beygja eða ekki beygja … FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöf- unartekna vaxi í ár um 3–4% eftir því hvaða útreikningsaðferð er not- uð, sem er svipuð aukning kaup- máttar og var á síðasta ári. Fjallað er um kaupmátt ráðstöfunar- tekna í nýju vefriti fjár- málaráðuneyt- isins. Þar kemur fram að tvær að- ferðir eru einkum til að reikna kaup- mátt, annars vegar eftir að- ferðum þjóð- hagsreikn- inga, en í því tilviki eru eignaútgjöld, t.a.m. vaxtaútgjöld vegna íbúðakaupa, dregin frá tekjum, og hins vegar eftir þrengri skilgreiningu skattgagna yfir fram- taldar tekjur. Kaupmátturinn hefur aukist sam- kvæmt báðum aðferðum síðustu ár- in, en þó ívið meira ef miðað er við framtaldar tekjur. Þannig var aukning kaupmáttar ráðstöfunar- tekna yfir 5% samkvæmt báðum mælingum árið 2003 og í fyrra var aukningin þrjú prósent samkvæmt aðferðum þjóðhagsreikninga og 4% samkvæmt upplýsingum í skatt- gögnum. Nánar í þjóðhagsáætlun Fjármálaráðuneytið segir að bú- ist sé við svipaðri aukningu kaup- máttar í ár og á síðasta ári þrátt fyrir aukna verðbólgu, en nánar verði fjallað um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna í nýrri þjóðhags- áætlun, sem birt verði með fjár- lagafrumvarpinu í byrjun október þegar þing kemur saman. Fjármálaráðuneytið Kaupmátt- ur ráðstöf- unartekna eykst um 3–4% í ár NÝR rafall Nesjavallavirkj- unar sem eykur afl hennar úr 90 MW í 120 MW var form- lega afhentur Orkuveitu Reykjavíkur í gær, um einum mánuði fyrr en upphaflega var áætlað. Starfsmenn Mitsubishi, framleiðanda raf- alsins, hafa undanfarið gert prófanir á honum og hafa þær gengið vel, að sögn Ingólfs Hrólfssonar, verkefnisstjóra hjá Orkuveitunni. Prófunum á rafalnum lýkur væntanlega um mánaðamótin og verður hann þá tekinn í fulla notkun. Að sögn Ingólfs var ákveðið að óska eftir að rafallinn yrði tilbúinn fyrr til að hægt yrði að slökkva tíma- bundið á eldri rafal sem þarfnast viðhalds. Gert ráð fyrir að virkjunin skili 120 MW frá og með 1. nóvember. Samið hefur verið við Norð- urál um kaup á allri þeirri orku sem nýi rafallinn skilar og eftir 1. nóvember munu um 75% af þeirri orku sem fram- leidd er á Nesjavöllum fara til stóriðjuvera. Áætlaður kostnaður vegna stækkunarinnar var um 2,5 milljarðar og segir Ingólfur að áætlunin hafi staðist. Nýr rafall Nesja- valla- virkjunar afhentur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.