Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 37 MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ALDA GUÐBRANDSDÓTTIR, Sleitustöðum, Skagafirði, verður jarðsungin frá Hóladómkirkju laugardaginn 17. september kl. 14:00. Jón Sigurðsson, Hulda Regína Jónsdóttir, Reynir Þór Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Íris Hulda Jónsdóttir, Björn Gunnar Karlsson, Gísli Rúnar Jónsson, Lilja Magnea Jónsdóttir, Skúli Hermann Bragason og ömmubörnin. Innilegar þakkir til ykkar allra sem styrktu okkur með bænum ykkar, samhug og hlýju við fráfall okkar ástkæra sonar, bróður, mágs og frænda, STEFÁNS G. GUÐMUNDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Kristmannsdóttir, Guðmdur Wiium Stefánsson, Sigríður Edda Wiium Guðmundsdóttir, Bárður Jónasson, Harpa Wiium Guðmundsdóttir, Stefán Guðnason og frændsystkini. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR GUÐMUNDSSONAR fyrrv. bónda á Kverngrjóti, Fannafold 185, Reykjavík. Erna Sörladóttir, Sigurbjörg Daðey Harðardóttir, Kristján Kristjánsson, Guðmundur Sörli Harðarson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þröstur Harðarson, Margrét Kristjánsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Halldór Jóhannsson, Hörður Harðarson, Heiða Mjöll Stefánsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR Aðalgötu 2 (Kolku), Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði miðvikudaginn 14. september. Útförin auglýst síðar. Sigríður Ásgrímsdóttir, Kristján Sæmundsson, Kristín Þ. Ásgrímsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Þórgunnur G. Ásgrímsdóttir, Kristján P. Þórhallsson, Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Nanna H. Ásgrímsdóttir, Guðmundur Hauksson, Hartmann Ásgrímsson, Edda B. Hauksdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON málarameistari, Hamraborg 18, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 9. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólrún Yngvadóttir, Kristbjörg Ásmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Jon Kjell Seljeseth, Ásmundur Einar Ásmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, barnabörn og langafabörn. þess að þótt ég hafi kannski ekki tek- ið eftir þeim öllum hafi ég erft sem flesta. Ég vonast einnig til þess að ég beri nafnið þitt með jafn mikilli virð- ingu og vinsemd og þú gerðir. Ég elska þig, afi. Einar Þór Stefánsson. Ég sit hér heima við kertaljós og hugsa til hans Einars afa. Mér finnst ótrúlegt að eiga ekki eftir að sjá hann birtast á bílnum sínum, færandi hendi með ís eða að bjóða okkur með í bíltúr til að kaupa bland í poka. Þetta gerði hann reglulega, líka þótt hann væri oft mjög lasinn. Hann lét það nú ekki stoppa sig og sagði líka alltaf allt rosalega gott og gaf okkur handar- sveiflu, máli sínu til stuðnings. Oft keyrði hann mig líka og sótti á fim- leikaæfingar, „endilega hringdu í afa ef þig vantar far,“ sagði hann alltaf. Það var gaman að fara með honum í sund, í sumarbústaðinn og að kaupa í matinn, alltaf hitti hann einhvern sem hann þekkti. Sögurnar sem hann sagði voru líka skemmtilegar og oft sagði hann manni frá gömlum mynd- um sem sjónvarpið var að endursýna og ég mátti alls ekki missa af. Páska- eggjaleitin hefur alltaf verið einstök upplifun. Það var gaman að heimsækja þig og Kollu í sumarbústaðinn og veiða fyrir neðan hús og vaða, kveikja svo í brennu á eftir. Hann afi var einhvern veginn alltaf í góðu skapi og smitaði okkur með sér. Við erum heppin að hafa átt þig fyrir afa og ég mun segja litlu systk- inum mínum fleiri sögur af þér í framtíðinni og hjálpa þeim að gleyma þér ekki. Tómas Elí litli var sérlega hændur að þér og vildi alltaf fá að kúra hjá þér í rúminu á spítalanum og Lovísa Íris kallaði þig ís-afa og afa-sleikjó og vorkenndi þér þegar þú gast ekki verið heima, en fannst gott að þú skyldir þó ekki vera á spítalan- um, heldur heima til að halda upp á afmælið þitt núna um daginn þegar þú varst 70 ára. Það er verkur í hjartanu núna þeg- ar þú ert horfinn, en eina huggunin er sú að nú ert þú kominn til Ásgeirs frænda og Fríðu ömmu og Ásu lang- ömmu og Ara langafa og Stefáns bróður okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt svona góðan afa og vin og munum reyna að taka jákvæðni þína og létta lund okkur til fyrirmyndar. Þín afabörn, Guðrún Mjöll, Lovísa Íris og Tómas Elí. Einar Þór Arason var stóri bróðir minn og er erfitt að hugsa til þess að hann sé allur. „Einsi bró“, eins og ég ávallt kallaði hann, var ímynd þess stóra og sterka, enda tveir metrar á hæð og stæðilegur á velli. Mjög ungur, nýfluttur frá Akur- eyri, hóf Einar störf á Keflavíkur- flugvelli, hjá Flugmálastjórn. Einar gerðist snemma lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og menntaði hann sig til þess starfs í Lögregluskóla rík- isins. Einar kynntist um þetta leyti Fríðu Kristínu Norðfjörð, yndislegri konu, sem hann giftist og eignuðust þau þrjá drengi, Stefán, Ara og Ás- geir. Fljótlega eftir að Ásgeir fæðist verður Fríða Kristín veik, og lést hún frá drengjunum sínum. Með dyggri aðstoð móður Fríðu Kristínar, Guð- rúnar Stefánsdóttur, og foreldra sinna, Ásgerðar Einarsdóttur og Ara Jóhannessonar, tekst Einar á við uppeldi drengjanna sinna, samhliða lögreglustarfinu. Eins og áður er getið var Einar mjög stór og af vinum sínum oft nefndur „Stóri Björn“ og er samlík- ingin ekki óeðlileg, hann var tákn um öryggi, ró og góðmennsku, enda fór Einar þannig fram veginn. Gott dæmi um þessa eiginleika Einars og stærð eru ummæli lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli, þegar hann kveður Einar eftir langa þjónustu: „Þið aðrir lögreglumenn við embættið getið tekið ykkur hann Einar Þór til fyrirmyndar í starfi, hann þurfti aldrei að beita líkamlegu afli við sín lögreglustörf, heldur talaði málin ævinlega til.“ Ekki er hægt að yfirgefa þennan þátt í lífi Einars án þess að minnast vinar hans Björns Pálssonar lög- reglumanns. Einar og Bjössi Páls voru miklir, óaðskiljanlegir vinir allt frá því þeir kynnast í starfi, þar til Björn deyr fyrir örfáum árum, langt um aldur fram. Einar saknaði vinar síns sárt. Þegar Einar lætur af lögreglu- störfum hefur hann samvinnu við Karl Arason, bróður sinn, um rekstur umfangsmikillar verktakastarfsemi, sem Karl hafði rekið um langt árabil, á Keflavíkurflugvelli. Þessa starf- semi ráku þeir bræður saman lengi og gekk það samstarf vel. Fyrir nokkrum árum fóru umsvif á Kefla- víkurflugvelli að minnka og urðu þeir bræður fyrir þeim niðurskurði og hættu starfsemi eftir yfir 35 ára þjón- ustu við herinn. Ekki var staðið rétt að viðskilnaði hersins við þá bræður, hernum til mikils vansa. Heilsu sína misstu þeir bræður báðir að þeim átökum loknum og hvorki Einar né Karl voru samir eftir. Nokkrum árum eftir konumissinn hittir Einar Kolbrúnu Gunnlaugs- dóttur, yndislega konu. Þau urðu strax mjög samrýnd og hamingju- söm. Hamingja þeirra leyndi sér ekki og umhyggja þeirra hvors fyrir öðru og fjölskyldum sínum. Síðastliðið haust lést Ásgeir, yngsti sonur Einars, langt um aldur fram og var Einari mikill harmdauði. Við erfið veikindi Einars var hún Kolla kletturinn hans, alltaf jafn já- kvæð, bjartsýn og æðrulaus. Það er erfitt að segja bless við þig, elsku Einsi bró, og ekki verður hægt að fylla það skarð, sem þú skilur eftir, en það er huggun harmi gegn að hafa átt þig sem bróður og af þér verð ég ávallt stoltur. Elsku Kolla og fjölskylda, Stefán og fjölskylda, Ari og fjölskylda og Systa og fjölskylda, ég samhryggist ykkur af öllu hjarta. Við Anna Kristín sendum ykkur öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur – minningin um góðan dreng yljar öllum þeim, sem kynntust Einari Þór Arasyni. Jóhannes Arason. Góður vinur er horfinn yfir móð- una miklu og mig langar til að minn- ast hans með fáeinum kveðjuorðum. Maðurinn minn, sem lést fyrir nokkrum árum, og Einar sem hér er kvaddur hófu störf hjá lögregluemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli, þá ung- ir, nýkvæntir menn. Þeir bundust strax þeim vináttuböndum sem aldrei bar skugga á meðan báðir lifðu. Þeir báru hag hvor annars mjög fyrir brjósti. Þeir hvöttu hvor annan til góðra verka og sögðu hvor öðrum til syndanna þætti þeim þess þurfa. Aldrei vissi ég til þess að þeim yrði sundurorða. Einar var sérstakt ljúf- menni og einstaklega gjöfull og rausnarlegur. Hans mottó var greini- lega að sælla væri að gefa en þiggja. Margar góðar samverustundir áttum við með Einari og Fríðu konunni hans. Einar varð síðan fyrir þeirri sáru sorg að missa Fríðu sína eftir nokkurra ára sambúð og stóð þá uppi með þrjá unga drengi. Aldrei bar hann sorg sína á torg eða barmaði sér en hélt ótrauður áfram og drengirnir uxu úr grasi og urðu hinir mannvæn- legustu. Einar var einstaklega skemmtileg- ur maður, hugmyndaríkur, bjartsýnn og spaugsyrði og gamansögur hafði hann ávallt á takteinum. Árið 1984 datt hann í lukkupottinn en þá hóf hann sambúð með yndis- legri konu, Kolbrúnu Gunnlaugsdótt- ur, og nýr kapítuli hófst í lífi hans, fullur af hamingju, gleði og skemmti- legheitum. Kolla varð fljótt vinkona okkar líka og saman fórum við í margar ferðirnar utanlands og innan. Sérlega eru minnisstæðar árvissar ferðir okkar innanlands til að kanna ókunna stigu. Þar var Einar í essinu sínu, fundvís á nýja staði, skemmti- legur og góður ferðafélagi, fullur af áhuga á landi og þjóð. Fyrir tíu árum fór heilsu Einars að hraka, er hann fékk hjartaáfall. Á næstu árum fékk hann hvert veik- indaáfallið á fætur öðru, reis jafnan upp aftur bjartsýnn á mátt læknavís- indanna. Ekkert fékk brotið hann niður, ekki einu sinni missir yngsta sonar síns Ásgeirs, sem lést á síðasta ári í blóma lífsins. Það var þung byrði. Í sumar náðu þau Kolla að dvelja hjá mér uppi í sumarbústað eina helgi, þar sem Einar náði fyrra flugi í upprifjun skemmtilegra minninga frá liðnum árum, glaðbeittur sem fyrr. Mátturinn var lítill en viljinn sterkur. Nú er þessi trygglyndi góði vinur horfinn. Blessuð sé minning hans. Ástvinum hans öllum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Sigríður Sigurbergsdóttir. Við lát Einars Arasonar er komið stórt og vandfyllt skarð í vinahópinn K.V.K. Þetta er stór hópur vinkvenna og eiginmanna þeirra sem haldið hafa hópinn síðastliðin 20 ár. Einsi Ara eins og hann var oftast kallaður var ein aðalvítamínsprautan í þessum hópi enda mannelskur mjög og naut þess að hafa vini sína í kring um sig. Í sumarbústað hans við Meðalfells- vatn (sem hann kallaði „Votakot“ og lýsir það ágætlega hans góðu kímni- gáfu) var öllum hópnum boðið á hverju ári og var Einar þar allra manna skemmtilegastur og veitull mjög enda höfðingi heim að sækja. Einar kynntist Kolbrúnu Gunnlaugs- dóttur (Kollu) árið 1984 og hafa þau gengið saman í gegnum súrt og sætt síðan þá. Þar sem þau bæði voru mjög félagslynd þá gefur að skilja að vinahópurinn var stór og mikill og svo var stór fjölskylda hjá báðum og alltaf fullt að fólki í kring um þau. Einar átti þrjá syni og Kolla fimm og svo er heill hellingur af barnabörnum sem bera þeim gott vitni. Einar missti yngsta son sinn hann Ásgeir fyrir rúmu ári síðan og var sú reynsla Einari mjög erfið sem skiljanlegt er. Það er því erfiður tími hjá hinum son- um hans þeim Stebba og Ara, sem misst hafa bæði bróður og föður með eins árs millibili. Við sendum þeim og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Kolla okkar, núna er erfiður kafli framundan og missir þinn er mikill. Að okkar mati voruð þið svo miklir vinir og það er alltaf hræðilegt að missa bestu vini sína. Við hugsum til þín og sona Einars og fjölskyldna ykkar beggja og á þessari erfiðu stundu vonum við að minningin um stóran, hressan, kátan, gjöfulan og góðan mann með stóran persónu- leika, verði ykkur til smá huggunar í sorg ykkar. Fyrir hönd K.V.K., Ingunn og Svala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.