Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.45 B.i 10 ára Sýnd kl. 3.50 ísl tal MEISTARI HROLLVEKJU NNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára Sími 564 0000í i Miðasala opnar kl. 15.15i l r l. . Sýnd kl. 8 og 10.20 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 14 ára O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l.      kvikmyndir.comkvik yndir.co Sýnd kl. 6, 8 og 10Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 4, 6, 8 og 10 Fyrsti hluti í epískum fantasíu þríleik Aldrei annað eins hefur sést í bíó hérlendis áður! Mynd sem slegið hefur í gegn! Missið ekki af þessar Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! il f stj r r tt ill r s tt l ir r s rst sv it s ll r si i t t ! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNU MYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórs krýtinn f élaga! Sýnd kl. 6, 8 og 10 FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! STÓRMYNDIN Bjólfskviða í leikstjórn Sturlu Gunn- arssonar var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrrakvöld. Á frumsýningunni voru viðstaddir tveir ís- lenskir ráðherrar, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Þarna voru einnig framleiðend- urnir Anna María Karlsdóttir og Friðrik Þór Frið- riksson og íslensku leikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en þau fara bæði með hlutverk í myndinni. Laufey Guðjónsdóttir frá Kvikmyndamiðstöð Íslands var á staðnum og segir hún að viðtökurnar hafi verið hreint út sagt frábærar. „Myndin var sýnd í mjög fallegu og klassísku leikhúsi hér í Toronto sem kallast Elgin. Hvert sæti var setið og stemningin var alveg frábær. Fyrir sýninguna hélt Sturla stutta tölu þar sem hann fór yfir tökuferlið á Ís- landi en það er svo merkilegt að þó að aðstæður hafi oft á tíðum verið erfiðar veðurfarslega séð, ber útkoman það ekki með sér.“ Laufey segir að Bjólfskviða hafi fengið mjög góða um- fjöllun í tímaritum og blöðum þar ytra og að Sturla sé greinilega með stærstu leikstjórum Kanada um þessar mundir. „Það er líka ljóst að þessi mynd er ein af stærri frumsýningunum á hátíðinni og Sturla hefur fengið mikla umfjöllun þar sem hlutur Íslands hefur verið tölu- verður og líkari auglýsingu frá Ferðamálaráði.“ Laufey segir að eftir frumsýninguna hefði verið boðið til veislu í gömlu brugghúsi og ljóst hefði verið að gestir hefðu verið hæstánægðir með myndina. Kvikmyndahátíðinni í Toronto lýkur á morgun en þá heldur Bjólfskviða til Asíu þar sem hún tekur þátt í einni stærstu kvikmyndahátíð heimsálfunnar, hinn 6. október, í Pusan í Suður-Kóreu. Sturla slær í gegn Frumsýning Bjólfskviðu tókst vel. Kvikmyndir | Bjólfskviða fær góðar viðtökur í Toronto BRITNEY Spears, sem söng „Ég er ekki stelpa en samt ekki kona“, er orðin móðir og er hæstánægð með það. „Við erum í skýjunum yfir að geta tilkynnt fæðingu sonar okkar! Allir eru hamingjusamir, heilbrigðir og líður vel. Þakka ykkur öllum ástarkveðj- urnar!“ sagði í yfirlýsingu Britney og eiginmanns hennar, Kevins Federline, á heimasíðu stjörnunnar. Barnið kom í heiminn á miðvikudag með keisaraskurði í Sjúkrahúsi UCLA í Santa Monica í Kaliforníu. Kevin var við hlið Britney allan tímann, að söng Us Weekly. Tímaritið hafði einnig eftir ónefndum heimildarmönnum að barnið hlyti nafnið Preston Michael Spears Federline. Á vefsíðu Britney geta aðdáendur hennar sent kveðjur til parsins. Mynd af hjónunum að kyssast blasir við gestum síðunnar með áletruninni: „Það var strákur!“ Þetta er fyrsta barn hinnar 23 ára poppstjörnu en Kevin, sem er 27 ára, á fyrir tvö börn með Shar Jackson. Fólk | Britney Spears orðin mamma Reuters Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline hafa eignast son. Þessi mynd var tekin af þeim í júlí á bíófrumsýningu. Það var strákur! www.britneyspears.com DÓMAR um kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, sem frumsýnd var á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto í vikunni, hafa ekki birst enn í helstu fjölmiðlum Kanada en umsagnir hafa birst á kvikmyndavefjum og eru þær yfirleitt jákvæðar. Þannig segir í umsögn á kanadíska kvikmyndavefn- um twitchfilm.net að þótt myndin sé ekki fullkomin sé hún afar góð og hugsanlega ein þeirra mynda, sem sitji lengi eftir í hugum áhorfenda. Í umsögninni segir að myndin beri mikinn keim af bandarískum „film noir“-myndum og bandarískir leikarar séu í aðalhlutverkum en norrænu áhrifin séu þó greinileg. Baltasar skapi fjölbreyttan heim sem erfitt sé að staðsetja í tíma og rúmi, þótt mynd- in eigi að gerast í Minnesota á 9. áratug síðustu ald- ar. Á vefnum kemur fram að myndmálið sé oft stór- fenglegt, einkum í upphafi myndarinnar. Góð og fjöl- breytt tónlist Mugisons styrki myndina sem og góð frammistaða allra leikaranna. Á kvikmyndavefnum IMDb.com hafa nokkrir notendur skrifað umsögn og eru þeir flestir hrifnir af myndinni, sem m.a. er sögð vera djúp og nokkuð óvenjuleg spennumynd sem gangi upp og veki áhorfandann til umhugsunar. Kvikmyndir | A Little Trip to Heaven Fyrstu dómar jákvæðir Morgunblaðið/Þorkell Leikkonan Julia Stiles á tökustað hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.